Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 13
V í SI R . Laugardagur 24. apríl 1971. 13 FIRMAKEPPNI I BORÐTENNIS Borðtennisklúbburinn Örninn stendur fyrir firmakeppni um þessar mundir, þeirri fyrstu sinnar tegundar. Undirtektir hafa verið mjög góðar eða um 70 fyrirtaeki skráð til þátttöku. Undankeppni hefur þegar farið fram með útsláttarfyrirkomulagi og 8 fyrirtaeki eru nú eftir og keppa til úrslita þannig að það fyrir- tækj sem tapar tveimur leikjum er úr keppninni. Dunlop-umboðið á íslandi hefur gefið veglegan far- andbikar til keppninnar og einnig verða bikarar til minja fyrir tvö efstu fyrirtækin og eru til eignar. Dregið hefur verið um hver spilar fyrir hvaða fyrirtæki í lokakeppn- inni og er sem hér segir: Bemhard Petersen (Björn Finnbjörnsson), Samvinnutryggingar (Birkir Gunnarsson), Kristinn Guðnason (Ragnar Ragnarsson), Verzlun Óla Þór (Ólafur Garðarsson), Bókaverzl. Snæbjarnar (Ragnar Kristinsson), Vökull h.f (Þór Sigurjónsson), Smjörlíki h.f. (Jóhann Sigurjónsson), B.Á. húsgögn (Sigurður Guðmundsson), Lokakeppnin verður haldin í íþróttahöllinni (efri sal) sunnu- daginn 25. apríl kl. 14.06. Borð- cennisklúbburinn Örninn er ungt, nýstofnað félag, en hefur þegar á að skipa beztu borðtennisleikur- um landsins svo hér verður um mjög jafna og spennandi keppni að ræða og ættu sem fiestir aö leggja ]eið sína i „Höllina“ á sunnudag og horfa á þessa litt þekktu, en ,(friðarstillandi“ íþrótt. Prentaður hefur veri ðiítill bæklingur í til- efni keppninnar og verður dreift meða áhorfenda á keppnisdaginn. Kraftlyftingar 1. Meistaramót íslands í kraft- lyftingum mun fara fram helgina 8.—9, mai. Keppnisstaðurinn i Reykjavík verður nánar tilkyrfcit- ur síöar. Þátttökutilkynningar berist til Björns Lárussonar, Grettisgötu 71, símar 40255 eða 22761 eigi síðar en 1. maí. Þátttökugjald er kr. 100. Ritstjóri Stefán Guðjohnsen Undanúrslit íslandsmötins í sveitakeppni verða spihið um næstu helgi í Domus Medica. Tuttugu og fjórar sveitir munu keppa í sex riðlum og kemst efsta sveit í hverj- um riðli í úrslitakeppnina, sem hald in verður 20.—24. maí. Reykjavík- ursvæðið hefur 3 fulltrúa í undan úrslitum af þessum 24 og er ein af þeim íslandsmeistaramir 1970, sveit Stefáns Guðjohnsen. Hinar BWfl ■jC'riðrik ólafsson var meðal *' þátttakenda á hraöskákmóti Islands 1971 og vann sann færandi sigur, hlaut 16 vinn- inga af 18 mögulegum. Stór- meistarinn tefldi af öryggi og tapaðj engri skák. Tiu efstu sæt in skipuðu þessin 1. Friðrik Ólafsson 16 vinninga 2. Bjöfn Þorsteinsson 13V2 3. lArus Johnsen 13 4. Ingvar Ásmundsson 13 5. Jóhann Sigurjónsson 12y2 6. Jón Friðjónsson 12 7. Vilhjálmur Pálsson 12 8. Benóný Benediktsson HV2 9. Kristján Guðmundsson HVi 10. Jón Torfason IIV2 Það blés ekki byrlega fyrir Jónasi Þorvaldssyni í byrjun Skákþings íslands. Að 8 umferð um loknum hafði hann enga skák unnið og skipaði 10. sætið. Hann sneri þó blaðinu hraust- lega við í þrem síðustu skákun um tneð þvi að vinna þser aliar. Þessi árangur nægði í 4.—6. sætið, en 4. sætið veitir lands- liðsréttindi að ári. Bjöm Þorsteinsson var óhepp inn að mæta Jónasi þegar hann var kominn á fulla ferð og tap- aði illilega í sfðustu umferð. Skákin var mjög spennandi fyrir áhorfendur og tímahrakið setti sinn sérstæða svip á lokabarátt una. Hvítt: Jónas Þorvaldsson Svart: Ðjöm Þorsteinsson Hollenzk vöm. 1. RfS f5 2. b3 (SFremur óvenjulegt framhald gegn Hollendingnum. Biskupinn á b2 á þó eftir að þrýsta ó- þyrmilega að svörtu kóngsstöð- unni.) 2. ... d6 3. d4 Rf6 4. Bb2 c6 5. e3 g6 6. Bd3 Bg7 7. Rbd2 0—0 8. 0—0 eð? (Leikið af mikilli bjartsýni. Nauðsynlegt var að undirbúa e5 leikinn með Dc7 og Rbd7.) 9. dxe Rg4' 10. Rc4 d5 1-1. h3! (Lítill millileikur sem riðlar áætlunum svarts. Ef nú 11. ... dxR 12. Bxct KhS 13. DxD HxD 14. hxR fxR 15. Rg5 með vinningsstöðu.) 11. ... Rh6 12. Rd6 Rd7 13. RxB HxR 14. c4 Rf7 15. Rd4! (í þessarj stöðu hugsaði Björn sig um í taepan klukku- tima og áttj aðeins rúmar 10 mínútur eftir á 25 ieiki.) 15. ... Rc5 16. Be2 (Eftir 16. f4 RxB 17. DxR De7 einfaldast staðan og það verður léttara fyrir Björn að tefia hana f tímahrakinu.) 16. ... Bxe 17. Ba3 De7 18. cxd cxd 19. Hcl b6 20. Bf3 Dd7 21. b4 Re4 22. b5 HxH 23. DxH Hc8 24. Rc6 Bd6? (Betra var 24. ... Bf6, en Björn átti aðeins nokkrar sek- úndur eftir.) 25. Bb2 a6 26. a4 axb 27. axb Rfg5 28. BxR! RxB 29. Ddl De6 30. Dd4 Kf8 31. Hal Bc5 32. Dg7t Ke8 33. Ha7 Bf8 34. Dh8 Rd6 35. Hef DxH 36. RxD KxB 37. Ba3 og svartur tapaði á tíma. Jóhann Sigurjónssoii. eru sveitir Hjalta Elíassonar og Jóns Arasonar. Eru þessar sveitir allar frá Bridgefélagi Reykjavíkur, sem átt hefur Íslandsmeistarana frá því byrjað var aö spila um titilinn. Nánar verður skýrt frá undanúrslitunum n. k. laugardag. Undankeppni fyrir tvímennings- keppni íslandsmóts hefst í Domus Medica n. k. miðvikudagskvöld og er öilium heimil þátttaka. Verða spilaðar 3 umferðir, 28. april, 5. og 12. maí Úrslitgkeppnin verður svo ’'Í5Í 'óg' 16.flHI * ■ t Spi'Iið í dag er nokkuð athyglis- vert og þótt sagnhafi væri nokkuð óheppinn að tapa því, þá gat hann samt bætt spilamennskuna um það sem dugði. Staðan var a-v á hættu og norður gaf. 4 K-8 4 A-K-8 4 A-7-4-3-2 4 K-8-3 V A 4 10 4 G-9-7-4 4 G-10-9-7-4-3 4 D-6-2 4G-9 4 D-10-8-6 4 D-10-7-5 4 G-9 5 4 A-D-6-5-3-2 45 4 K-5 4 A-6-4-2 Sagnir féllu þannig, a-v sögðu alltaf pass: Norður Suður 1G 34 3G 44 44 54 64 P Vestur spilaði út hjartagosa, sem var drepinn í blindum. Ef trompið félli, þá voru 12 siagir upplagðir og sagnhafi á'kvað að fría tígulinn til þess að koma niður tapslagi i laufi. Hann tók því ás og kóng í tígli og trompaði þriðja tígul. Vest- ur yfirtrompaði og spilaði hjartatíu. Sagnhafi tók nú tvo hæstu í trompi en varð að gefa annan trompsiag, einn niður. Suður var mjög óheppinn, aðvest ur var bæði stuttur í tíg'li og spaða og eins og spilið liggur, þá gat hann auðveldlega unnið það. Rétt spi'lamennska er að spila trompi heim á ásinn og fara síöan í tfgul- inn. Þessi spilamennska kemur í veg fyrir, að andstæðingur með ein- spil f trompi, geti yfirtrompað tfguil og spilið er því öruggt, svo framar- lega að tígiamir séu ekki verri en 4—2. Auglýsing um umferð í Grindavík. • Að fengnum tillögum hreppsnefndar Grinda- víkurhrepps og samkvæmt heimild í 65. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð í Grindavíkur- kauptúni. Akstur að hafnarvog verði aðeins úr Hafnar- götu, en akstur frá voginni verði aðeins í Ránargötu. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 16. apríl 1971. Einar Ingimundarson SAMKEPPNI UM SKIPULAG Skipulagsstjóri ríkisins efnir til hugmynda- samkeppni um efnið: „Skipulag sjávarkaup- túna (kaupstaða) hér á landi á þessum áratug með sérstöku tilliti til félagslegra og efnahags- Iegra tengsla þeirra við aðliggjandi sveitir og Til samkeppninnar er efnt í tilefni af 50 ára afmæli skipulagslaganna. Auk fulltrúa Skipu lagsstjórnar ríkisins hafa fulltrúar frá eftir- töldum félagssamtökum unnið að undirbún- ingi samkeppninnar: Arkitektafélagi íslands, Hagfræðafélagi íslands, Sambandi íslenzkra sveitarfélaga og Verkfræðingafélagi íslands. Vandamál þau, sem við er að etja varðandi byggðaþróun á íslandi verða því aðeins leyst á viðunandi hátt, að til kæmi samstarf manna úr mörgum fræð,igreinum, sem og samstarf þeirra við heimamenn á hverjum stað. Sam- keppnin er því boðin út með það fyrir augum að fá fram hugmyndir frá sem flestum aðilum, bæði almenningi og sérfræðingum um sam- hæfða og raunsæja þróunarstefnu ákveðins sjávarkauptúns (kaupstaðar) og aðliggjandi héraðs, á sem flestum sviðum. Ýmsar opinberar stofnanir hafa undir hönd- um mjög mikilsverðar upplýsinga, sem óhjá- kvæmilegt er að nota við nútíma skipulagn- ingu. Upplýsingar þessar eru um hagfræðileg, tæknifræðileg og félagsleg efni og koma varla að fullu til skila, nema sérfræðingar úr fræði greinum þessum vinni með arkitektum að úr lausn verkefna. Jafn nauðsynlegt er, að slíkir starfshópar sérfræðinga hafi samvinnu við heimamenn á svæði því, er þeir velja þannig að staðarþekking og sjónarmið hins almenna borgara, sem við skipúlagið á að búa, sé tekið til greina. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.