Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 9
I I ’ ) ■ '* r * ■ * r ; L‘ ' i i r' > í ) V í SIR . Laugardagur 24. apríl 1971. Flóttamannasöfnanin: Takmarkið er 10 milljónir Hjálpum flóttamönnunum til að hjálpa sér sjálfír „Þessi fjársöfnun er ekki til þess að framfleyta iðjuleys- ingjum í Afríku. Þeir peningar, sem safnast, verða notaðir til að aðstoða flóttamenn í Afríku, einkum í Súdan og Eþíópíu tíl að koma undir sig fótunum. Þeim verður hjálpað til að eignast landskika og þak yfir höfuðið, þeim verður séð fyrir útsæði og nauðsynlegum tækjum til að rækta jörðina, og eftir fyrstu uppskeruna standa vonir til að þeir verði orðnir sjálfbjarga.“ Þetta sagði Stefán Hirst, framkvæmdastjóri Flóttamanna- ráðs íslands, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann um fjár- söfnun þá, sem fara á fram á sunnudag. „Það er takmark okkar að koma inn á hvert heimili á öllu íslandi,“ sagði Stefán. „Um allt land. í hreppum, kauptúnum og kaupstöðum, hefur verið komið á fót söfnunamefndum. Þessi söfnun er sameiginlegt átak Nöröurlandanna undir handleiðslu i; hjálþarstofnunar Sameinuðu þjóðariná. Það verk- efni, sem verið er að reyna að leysa, er áð koma upp 11 bama- skólum í Súdan og Eþíópíu, fyrir utan aðra aðstoð við flóttamenn. Til þess ama er á- ætlað aö þurfi um 50 milljónir króna.** Einn sígarettupakki á mann „Hvað gerirðu ráð fyrir, að Islendingar leggi fram mikið af þeirrj upphæð?“ „Ég trúi ekki öðru en okkur takist að safna um það bil tíu milljónum. Sú upphæð mundi gera mikið gagn, og okkur ætti ekki að muna verulega um hana, ef þess er gætt, aö hún svarar nokkum veginn til þess, að hvert mannsbam á landinu legði fram andvirði eins sígar- ettupakka. Annars vonum við, aö margir verði til þess að láta fé ríflega af hendi rakna, og þaö sakar ekki að geta þess, að samþykkt hefur verið, að öli framlög sem nema þrjú hundruð krónum éða meira megi draga frá til skatts. En þeir, sem söfnunina annast munu að sjálfsögðu gefa kvitt- anir fyrir því fé, sem þeir veita móttöku." „Hafa þeir, sem gefa fé í þessa söfnun einhverja trygg- ingu fyrir því, að þetta fé lendi í höndum þeirra, sem hafa raun- vemlega þörf fyrir það?“ „1 Súdan og Eþíópíu hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gæzlu- eða trúnaðar- menn á staðnum, sem fylgjast í 14du grein Mannréttindayfirlýsingar S.þ. segir: „Allir eiga rétt á að leita og njóta hælls frá ofsóknum í öðrum löndum.“ Fjársöfnunin á morgun er tækifæri hvers þeir meta þessa mannréttlnda; tU^aö.sýna Þeir, sem gefa 300 krónur eða meira, til söfnunarinnar fá gjafir sínar undanþegnar skatti. með því, að Öllu fé verði sem bezt og skynsamlegast varið.“ „Eru brögð að því, að meðal flóttamanna séu menn, sem lita á aðstoðina sem kærkomna leið til að sleppa við að sjá fyrir sér sjálfir?“ „Eflaust era einhverjir ævin- týramenn innan um, en þaö breytir á engan hátt þeirri staðreynd, að í þessum löndum er ástandið meðal flóttafólks á- takanlegra en svo, að því verði með orðum lýst. 1 Súdan liggur við að segja megi, að borgarastyrjöld geisi milli svertingja og Araba, sem hafa náð undirtökunum. Um 172 þúsund manns hafa flúið úr landi. til Eþíópíu, Kongó eða Miðafríkulýðveldisins. Frá Eþíópíu hafa flúið um 31 þús- und manns. ílestir til Súdan, en f Eþíópíu er miki’ ólga vegna sjáfsíæðisbaráttu þeirra. sem búa f þeim hluta landsins, sem heitir Eritrea." FJársöfnun meðal emstaklinga „Væri ekkj eðlilegra, að ís- ienzka ríkið legði fram fé til að styrkja þetta málefni i stað þess að afla peninga með fjár- söfnun meðal almennings?" „Island leggur fram árlega fjárhæð til að styrkja starfsemi hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en föst framlög að- ildaríkja S.þ. nægja engan veg- inn tii að standast kostnaðinn af öllu hjálparstarfinu. Þess vegna er leitað beint til borg- aranna. En íslenzka rikisstjóm- in hefur gengið á undan með góðu fordæmi og gefið 800 þús- und krónur í þessa fjársöfnun." „Eru ekkj mörg aðkallandi verkefni óleyst hér á íslandi, áður en farið er að senda stór- fé úr landi til hjálpar öðrum þjóðum?“ „Eflaust þyrfti margt að lag- feera hér á landi, en ég veit ekkj til þess. að hér ríki neyð- arástand á neinu sviði. Saman- borið við það fólk, sem okkur langar til að hjálpa, lifum við sannarlega í vellystingtim praiktuglega. Neyðin, sem rikir vtíða f Afriku er meiri en svo, að við getum með nokkru móti gert okkur von um að skilja hana tii hlítar.“ Ljúkum upp fyrir söfnunarfólki „Hvenær hefst svo fjársöfn- unin?“ „Það er misjafnt hvenær verður hafizt handa á hinum einstöku stöðum. í Reykjavfk hefst söfnunin klukkan hálfsex, 17.30, og það verður farið í hvert hús. Við vonum, að það verði tekið vel á móti okkur, og þess gætt, t.d. f fjölbýlis- húsum, að söfnunarfólkið kom- ist inn tii að geta barið upp á f einstökum ibúðum. Og við stefnum ekki aðeins að því að koma á heimilin. heldur höfum við líka í huga að koma við á skemmti- og samkomustöðum, svo að söfnunin fari ekki fram- hjá neinum.“ „Hvað ætlar þú sjálfur að gefa mikið 1 söfnunina, Stefán?" „Ég fer ekki að segja frá þvi opinberlega.“ „Þú gefur að minnsta ykosti þrjú hundruð krónur og færð skattafrádrátt?" „Já, ég fæ örugglega skatta- frádrátt." — ÞB fítsv: Ami Stefánsson, dyravörðun — „Já, það er sjálfsagt að gefa f þessa söfnun“. Einar Öm Bjamason, Mýnesi: — „Já, mér finnst sjálfsagt að gefa. Það er ekki gott að vera flóttamaður, það er sjálfsagt að rejma að hjálpa þessu fólki“. TÍSB SPTB' — Ætlið þér að gefa í flóttamannasöfnunina? Pétur Guðjónsson: — „Já. Þetta er voðalegt vandamál með þessa flóttamenn. Það eru alltaf að verða uppreisnir — þyrfti raunar að skjóta saman og senda geðlækni handa sum- um stjómmálamönnum“. Elísabet Bjarnadóttir, ganga- stúlka á Landspftalanum: — „Já, ég gef yfirleitt í svona safnanir". Eriing Guðmundsson, rafvirki: — „Það gæti farið svo, ef kom- ið verður heim til mín með söfnunarbauk, þá gef ég eitt- hvað“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.