Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 5
Bæn og handleiósla „Þá erum við komin að því stóra atriöi, sem aiiir trúaðir tilbiðjendur vænta. Það er bænheyrsla Drottins. Hún getur ofí verið dulræn gagnvart mannlegri skynsemi. En ailir, sem í trú ástunda bænir, fá þá bænheyrslu að eignast betra lif. — Ég fyrirverð mig ekki þótt ég votti þaö, að ég hefi — frá móðurskauti — daglega ástundað bænir og hlotið mikla bænheyrslu frá Drottni. Ég vil tilnefna, þvi til stuðnings, aðeins eitt tilfelli: Haustið 1914 fór ég seint í september úr Norðurlandi suður yfir fjöM, um Kjalveg. Fókk ég öhagstætt veöur og færö og eftir 5 dægra ferð, án þes að hafa sofið nofekuð, komst ég að 'kvöldi dags í Gránunes við Hvítár- vatn. Fél þá á mikiö hríðarveður og sást efekert. Ég varð því að binda samán hestana og ganga um hjá þeim. Mig langaði tSl að kasta mér ofan í snjóinn og sofna. En átti það á hættu að vatona ekki aftur, þvá að löiuvert frost var á. í þessum mifelu erfiðleikum gat ég ekkert gert nema að biðja Guð að hjálpa mér. Ég fékk greinilega bænheyrslu. Allt í einu varð ég eins og afþreyttur og fann glögglega að einhver stóð rétt hjá mér. Gekk ég svo þama aftur og fram hjá hestunum, alveg rólegur í 8—9 klukkutíma. Fann ekfei til svefns eða þreytu og alltaf gekk þessi ósýnilegi við Miðina á mér, alla nóttina Svo birti af degi, skánaði veðrið og ég hélt ferðinni áfram. Við þurfum að biðja Guð um trú, meiri trú. Ef við eignumst hana, kemur bænaþörf og ástundun bæna, af sjálfu sér. „Án trúar er ómögulegt Guði að þóknast,“ segir í hinni helgu bók“. Ofanritað er úr bréfi, sem Velvakandi Mbl birti nýlega frá Jóni H. Þorbergssyni á Laxamýri. Þetta atvik í Gránunesi rifjar upp fyrir okukr áminningu Hallgríms: Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmisleg , þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. Ennfremur DavíössáJimur 23: Jafnvel þó ég fari um dimm- an dal óttast ég ekkert illt þvi að þú ert bjá mér. Upprisa og upprisutrú Eredikanir prestanna næstu szmnndagana eftir páska ein- kennast oft af páskaboðskapn- mt og npprisutrúnni. Það gerir Hka hugvekja Kirlqusíðunnar að þessu sinni Hún er eftir sókn- arprestinn á Eskrfiröi, sr. Kol- bein Þorleifsson. Hann esr Ár- nesingur að ætt og uppruna en fæddur í Reykjavík 18. júlí 1936, Iauk stúdentsprófl frá MR vorið £959, feennaraprófi 1961 og kandidatsprófi í guðfræði 1967. Hann var vígður til Eskifjarðar pcestafeaBs 12. öóv. 1967 og hef- ur gegnt því embætti siðan. — Haustið 1970 dvaldi sr. Kol- beinn í Kaupmannahöfn með styek frá Alþingi til að læra graenlenzku við Hafnarháskóla. Emnig kynnti hann sér trúboðs- sögu Grænlands, einkum starf sr. Egils Þórhállasonar, sem var prestur og trúboði á Grænlandi 1765—’75 og „hafði þá orðið svo vei ágengt að hann hafði þrefaldað söfnuð sinn.“ Hafa gteinar eftir sr. Kolbein int þetta efni undanfarið birzt í Lesbók Morgunblaðsins. Sr. Kolbeinn er ókvæntur. Enn á ný hafa geislar páska- sólarinnar skinið yfir hin-a opnu gröf. Enn á ný hefur boðskapurinn hljómað um kristinn heim: Krist ur er upprisinn. Enn eru menn settir andspæn is þessum boðskap og spurðir: Trúir þú? Og enn eru svörin við þessari spurningu tvenns konar: „Ég trúi“ eða: „Ég efast“. Þetta er spurning, sem krist in trú hefur frá upphafi staðið og fallið meö. Þetta er próf- steinninn: Er sú fullyrðing rétt, að Kristur sé upprisinn? Við vitum svör hinna fyrstu kristnu manna. Að athuguðu máli voru þeir ekki 'i neinum vafa. Kristur var upprisinn. 1 Nýja testamentinu fullyrða guðspjallamenn og postular að upprisa Krists sé staðreynd, raunveruieiki. Þetta er kjarna- atriðið í boðskap þeirra. Og þeir fullyrða aftur og aft ur: Ef Kristur er ekki upprisinn þá er trú okkar fánýt. Sú staðreynd btesir við okk ur, að Nýija testamentið er til oröið vegna upprisutrúar frum safnaðarins. Allur fróðleikur Nyja testamentisins um sögu fyrstu aldar fyrir botnj Mið- jarðarhafs, allt mannvitið sem birtist á síðum þess. allur boð skápur þess um núfcíð og fram- tíð. r:7:1* ‘ '*ir Þetta allt er aðeins rammi utan um upprisu Jesú Krists. Hún var hið djúpa innihald boðskapar frumkirkjunnar — Aldrei hefði kristm kirkja orð ið tii, hefði þessi máttuga stað reynd okki orðið ljós fyrir læri sveinunum. Hugsum ofekur þá miklu undr un sem gripið hefur lærisvein- ana, þegar þeir áttuðu sig á því, -sem gerzt hafði. Aldrei’ hafði nokfcuð slíkt átt sér stað áðuf. Kristur var upprisinn. Nú opnuð ust alit í einu fyrir lærisvein unum nýjar viddir. Þeim varð allt í einu eins og mönnum sem lokaðir hafa verið inni í dimmri dýflissu, en eru leiddir undir bert loft, frjálsir menn. Allt í einu urðu hin venjulegu tak- mörk mannanna, fæðing og dauöi, upphaf að nýju ósegjan- lega dýrlegu takmarki. Og enn stærri víiddir opnuðust þeim sið ar. Þetta var ekki bundið við ákveðna einstaklinga eða þjóð ir. Þessi boöskapur tilheyrði heiminum öllum. Allir áttu að heyra hann til þess að þeir mættu trúa. Takmörk þjóða, tungumála, litarháttar voru ekki lengur trúnni til fyrirstöðu. Við lesum í Postulasögunni upptaln ingu á þjóðum sem áttu fulltrúa sina í Jerúsalem er Pétur flutti mál sitt á hvítasunnudag. Þar voru menn bæði hvítir og brún ir og blakkir. Við lesum síðar um hirðmann Eþiópíudrottning- ar sem tók trú og var skírður. Kristin trú spurði á þeim árum ekki um þjóðleg takmörk, því að það var allt annað sem skipti mestu máli þ.e.: Kristur var upp risinn og þetta fagnaðarerindi hlaut að berast til endimarka jarðarinnar. Og ekki leið á löngu þar til þeir í ljósi upprisunnar uppgötv uðu það, að af þessari stað- reynd upprisunnar hlaut að leiða nýja sköpun. Þessi nýja sköpun gat ekki verið bundin efninu Hún var andleg. Og sem slíkrj gat maðurinn hlotið hlut deild í henni. Maðurinn, sem áð ur var fjötraöur af syndinni og afleiðingum hennar, dauðanum varð nú frelsaður úr hlekkjum sinum vegna hins upprisna. sem veitti honum hlutdeild í sinni nýju sköpun. Og við. sem erum sknrðir, eigum okkar hlutdeiid í henni. Sem slikir erum viö kristnir, sem slíkir lifum viö i samfélagi heilagra og sem slík ' ir eigufn við að veita öðrum fjær og nær hiutdeild i þvi fagn aðarerindi, sem'okkur hefur ver ið boðað. Þetta fagnaðarerindi stendur okkur eins nálægt og þeim, sem það heyrðu fyrst. Hver páskatíð á að rifja þessa atburði upp fyr ir okkur að nýju. Og að nýju vekur frásögnin okkur sömu undrun blandna ótta og hrifn- ingu. Því að enn ’i dag er Krist- ur upprisinn. Og enn í dag gef- ur hann okkur hlut í sinnj nýju sköpun. Hví ættum við þá ekki að segja öðrum frá? Því að heimurinn er í sjálfum sér ekki ný sköpun, heldur sú gamla. En við, sem erum kall- aðir af hinum upprisna, við er- um boðberar hinnar nýju sköp- unar til okkar eigin heims. Við erum súrdeigið, sem á að um- skapa heiminn, Við vitum mætavel, aö verk og gáfur okkar mannanna eru ekki einhlítar til aö vera heim- inum til góðs. í þingsölum, sjón varpi og hljóðvarpi heyrum við dómsorðin hljóma yfir guðlausri tækni mannsinns. Sagt er að maðúrin'n nálgist Sína eigin út- rýmingu meö Óhðflegri mis- beitingu sinni á lögmálum tækn innar gagnvart jafnvægj nátt- úrunnar. Hví skyldum viö þá ekki, sem eigum þau forréttindi að vera lærisveinar hins upprisna flytja þessari veröld, sem hvílir undir hinum þunga dómi sinna eigin barna, flytja fagnaðarerindj hinn ar nýju sköpunar áleiðis til þeirra, sem heyra vilja, ef það mætti verða ti] að afstýra hin- um örlagaþrungna dómi, sem virðist hvíla í skauti framti'ðar- innar. Látum þaö því heyrast um heim allan í dag og alla daga sungið af líf; og sál og innsta hjartans grunni: Kristur er upprisinn. Látum þetfca því verða boð- skap okkar og erindi á þessum páskatíma: Kristur er upprisinn! RaSsuðuvír BRITISH OXYGEN Þ. ÞORGRÍMSSON & CO SUÐURLANDSBIiALT 6 SÍMI 38640 Búðareyrarkirkja. Hólmar í Reyðarfirði. í hirni forita HólmaprestakaiH við Reyðarfjörö eystra ern tvær kirkjur, hvomg þeirra þó á Hölmum, hinum gamla prests setri. Þar er nú hvorki prestur né kirkja. Sú var þó tíðin, að það var eftirsótt prestssetur enda jörðín langhfst metna jörð á landinu eða 307,4 hundruð. Þá fengust þar allt upp í 270 pund af dún. Matthías Joehumsson sótti bæðj um Hólma og Odda árið 1879. Þá sagði Nelleniann Islandsráðherra í spaugi að bézt mundi að „leggja skáldið í dún“ og veita honum Hóhnana. En Mattliías kaus Oddann og íór þangað. Kirfejur í Hólmapresta kalli eru nú á Eskifirði og Reyð arfirði (Búðareyri). Sú kirkja er hið snotrasta hús. Hún var byggö 1910. Sr. Kolbeinn Þorleifsson, Eskifirði \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.