Vísir - 10.05.1971, Page 9
V í SIR . Mánudagur 10. maí 1971,
Guðlaugur Þðrðarson, sjómað-
ur: — Þaö er alltaf skemmtilegt
aö fara á sveitaböll. Eöa það
þótti mann; áður fyrr. Ég hef
nú lítið gert af því upp á síð-
kastið síðan ég trúlofaði mig.
Eitt af nýjustu félagsheimilunum í byggingu — í Gnúpverja hreppi.
Félagslieimilið er jafn
nauðsynlegt og kirkjan
H Hvert fer ungt fólk í ævintýraleit, þegar nóttin gerist
björt og hlý, nema austur í sveitir eöa upp í Borgarf jörð
til þess að skvetta dulítið úr sér á dunandi sveitaballi.
Hvem laugardag bruna bilalestir úr borginni. Innanborðs
er ungt fólk og kátt. Sumir eru þarna í hálfgerðu leyfisleysi,
fullir af eftirvæntingu, aðrir hafa að baki langa reynslu i
þessum sérstæðu krossferðum út í „guðs græna náttúruna“.
Ferðinni er heitið að Hvoli, í Aratungu, að HlQðum á, Hval-
fjarðarströnd, ellegar upp í Hlégarð í Mosfellsseveit. Endir
slíkra ferða verður kannski ekki aftur jafn góður og upp-
hafið. Eigi að síður fara menn aftur og aftur, nnz þeir hafa
dansað sig þreytta og drukkið sig sadda af sveitasælunni,
svo sem hún gerist á sveitaböllum. Það heitir á góðri íslenzku
„að rasa út“.
eru vasapeningar ungs fólks úr
sveit og úr borg, sem halda uppi
þessum menningarmusterum
dreifbýlisins, að veru'egu leyti.
Um það má lengi deila, hvort
þessar skemmtanir eru hollar
ungu fólki. Það sækir þær, enda
í undanförnum árum hafa
víða verið byggð glæsileg
félagsheimili í sveitum landsins.
Á síðasta ári voru 33,4 milljónir
króna veittar úr Félagsheimila-
sjóði til féiagsheimilabygginga.
að sögn Þorsteins Einarssonar,
iþróttafulltrúa, sem allra manna
er kunnugastur þessum málum.
Mörg hinna nýjustu og glæsi-
legustu félagsheimila eru í
sveitum, einmitt þar, sem unga
fólkið vill skemmta sér á sumr-
in. Hvað tosta þess; heimili, og
hvaða gagn er að þeisn fyrir ut-
an að vera ballhús fyrir ungt
fólk?
— Eitt nýjasta félagsheimilið,
sem byggt hefur verið er í
Gnúpverjahreppi, skammt frá
Búrfellsvirkjun. Kostnaðurinn,
sem kominn var í þetta heimili,
að sögn Þorsteins, var um síð-
ustu áramót 14,6 mil’jónir. Þar
af greiðir Félagsheimilasjóður
nær 6 milljónir. En sjóðurinn
greiöir 40% af kostnaðarveröi
húsanna. í Gnúpverjahreppj búa
rúmlega 300 manns, svo að
þarna hefur sjóðurinn úthlutað
hverjum hreppsbúa um 200
þúsund krónum. Þetta glæsilega
félagsheimili rúmar meira en
al'a hreppsbúa 5 sæti. Þar er
eitt glæsilegasta leiksvið á
landinu.
Til samanburðar má geta þess
að í Reykjavík eru sæti í sam-
komuhúsum fyrir um það bil
14000 manns, að því er Þor-
steinn Einarsson sagði okkur.
'V’íða í bæjum og kauptúnum
skortir samkomuhús fyrir
almenna félagsstarfsemi. Á Sel-
fossi er til dæmis mjög ófull-
komin aðstaða til þeirra hluta,
en félagsheimilj er að heita má
í hverri sveit allt í kring.
Hins vegar er ekki svo að
skilja aö félagsheimilin séu
ekki brúkleg til annars en halda
í þeim hin alkunnu sveitaböll.
Þar er bókasafn byggðarlagsins,
aðstaða fyrir hreppsnefndina.
íþróttástarfsemi er mikil í hús-
unum og skólastarf yfir vetur-
inn Að sögn Þorsteins er nú
víða fariö að sameina byggingu
félagsheimilis og íþróttahúss.
Þannig er fyrirhugað að félags-
heimili, sem fyrirhugað er að
byggja á Djúpavogi, Eyrarbakka
og í Þorlákshöfn verði jafnframt
íþróttahús fyrir skó'a og fþrótta-
líf á þessum stöðum.
Auk sveitadansleikjanna fara
svc fram í húsunum ýmsar al-
mennar skemmtanir innan sveit-
ar, fundahöld, leiksýningar og
því um líkt. — Félagsheimilin
eru nauðsyn í sveitunum, segir
Þorsteinn, íbróttafulltrúi. Fólk-
ið vil! ekki án þeirra vera frekar
en kirkiunnar eða skólahússins.
Og fólk lætur bá fé sveitarfé-
lagsins ganga í byggingu og
rekstur þeirra ef á þarf að
halda.
|7n sveitaböl’in eru, hvað sem
.raular og tautar arðbærasti
rekstur félagsheimilanna og það
' Ungt fólk i æv/fi-
týraleit — menn-
ingarhallir i sveitum
— sveitaböll með
svipuðu sniði og
fyrrum — runnið
af beim, áður en þeir
komast i tugthúsið
• þótt því gefist kostur á tóm-
stundaiðju, sem fullorðna fólkið
myndi telja æskilegri. — Og
eru ekki líka ha'din sveitaböll
í Reykjavik?
■^/lisir hringdi austur að Selfossi
f Jón Guömundsson, yfir-
lögregluþjón sem ýmsu er van-
ur af sveitaböllum, þar sem
hann hefur umsjó,-, með lög-
gæzlu á þessum skemmtunum
þar eystra.
— Það eru skemmtanir í fé-
lagsheimilunum allt árið nú
orðið segir Jón. Að vfsu verður
örlítil breyting á þeim -með
sumrinu. Þá sækir fleira fólk
af höfuðborgarsvæðinu staðina
hér fyrir austan Síðastl. laugar-
dagskvöld yoru til dæmis þrjú
böll hérna í nágrenninu, í nýja
félagsheimilinu f Borg í Gríms-
nesi, í Félagslund; í Gaulverja-
bæ og svo í Kvenfélagshúsinu
í Hveragerði. Þetta voru allt
lokaböll, sem kallað er — í til-
efni vertfðarlokanna og auðvit-
að sótti fólk frá sjávarp'ássun-
um þessi böll.
— Er orðinn meiri menning-
arbragur yfir sveitaböllum en
áöur var?
— Og ætl; þetta sé ekki ó-
sköp svipað gegnumsneitt og
verið hefur.
— Er meira um drykkjuskap
á unglingum?
— Það hefur kannski farið
vaxand.i, En .þetta .fer alltaf mik-
ið eftir auraráðum fólksins. Það
er kannski minna um slagsmál
en áður var en að öðru leyti
er þetta lítið breytt.
— Hvaö gerir lögreglan við
óróaseggi sem verður að fjar-
lægja af dansleikjunum?
— í sumum húsrnum er að-
staða til þess að geyma ölvaða
menn, meðan bráir af þeim,
þetta eru ekki fangageymslur,
heldur herbergi, þar sem lög-
reglumenn geta vaktað mennina
meðan þeir eru að átta sig. Vit-
leysan í þeim varir venjulega
bara stutta stund og við slepp-
um þeim þá venjulega að dans-
leik Ioknum, ef ekkert alvar-
. legra kemur til. Annars flytjum
við menn f fangageymsluna okk-
ar á Litla-Hrauni.
TTér áöur fyrr tíðkaðist það
A að láta menn oní poka,
þegar þeir gerðust ölvaöir og
óróasamir. Að því þótti ipikil
óvirða menn þóttu heldur setja
niður. ef þeir voru látnir í
poka, En að öðru leyti var ekki
fundið að þeirri aðferð, unz hún
var afiögð.
Og það tíðkaðist líka einu
sinni í Reykjavík, þegar fanga-
geymslan var full að aka með
ölvaöa óróaseggi út á öskuhauga
og skilia þá eftir þar.
— Telurðu nauðsynlegt að
hafa aðstöðu til þess að geyma
ölvaða menn í félagsheimilun-
um?
— Það er afskaplega æskilegt
já. Vegalengdir eru yfirleitt
langar í næstu fangageymslu og
þegar þangað kemur er yfirleitt
runnin af mönnum víman.
Og þó að ýmsar sögur fari
af sveitabö'lum, heldur ungt
fólk áfram að sækia þau f leit
að félagsskap og ævintvmm.
— JH
Karl Karlsson, sjómaður: —
Ég er að mestu hættur að fara
á sveitaböll. En mér fannst það
alltaf skemmtilegt. Það var
frjálslegt. allir þekktu alla og
ekki ofbauð mér sukkið þar
yfirleitt.
Jón Friöjónsson, nemandi: —
Æ, ég veit það ekki, ég hefði
svo sem ekkert á móti þvf, ef
ég hefði tíma til þess. En því
er ekki að heilsa.
Ásta Björk Vilhjálmsdóttir: —
Ég hef ekki mikið farið á
sveitaböll. einu sinni á Selfoss
jú( og mér þótt; gaman þar, svo
ég hefði ekkert á móti því !i
sjálfu sér.
Sonja Jónsdóttir: — Ég hef
vfst eiginlega aldrei komiö á
sveitaball. Ég ætla mér samt
að bæta úr þvi þigar fram líða
stundir svo að ig slægi elcki
hehdinni á móti því, ef færi
gæfist.
|