Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 3
V í SIR. Laugardagur 15. maí 1971. • jP J • íranai hvíta- sunna HVÍTASUNNUHELGIN hefur lengi verið hálfgerð vandræða- helgi í skemmtanalífinu. Þá er vor í lofti, prófum er að Ijúka, og fólk að komast í sumarskap. Samkvæmt landslögum eru tak- mörk lögð á skemmtanahald um þessa helgi og hefur það oft leitt til þess að ungmenni hafa safnazt saman á einum stað og skemmt sér með Bakkusi á ýms an hátt, þannig að þjóðarathygli hefur vakið. Nú hafa Trúbrot og Æsku- lýðsráö Reykjavíkur tekið hönd- um sarnan um hátíðahöíd í Salt- vík um hvítasunnuhelgina í því skyni, að veita þeim mörgu, sem vilja létta sér upp um helg ina holia skemmtun á vistieg- um stað. Framkvæmdastjóri hátíðarinn ar er Hjnrik Biarnason og innti tíðindamaður þáttarins hann frétta af undirbúningnum. „Þessi hugmynd er komin frá Trúbroti" sagði Hinrik. — „Þéim datt í hug að reyna að stofna til skemmtunar um þessa helgi og komu að máli við okk- ur í Æskulýðsráði um hugsan legt samstarf. Og í Ijósi reynslu síðustu ára var okkur völ kunn ugt um þörfina á einhverri skipu lagðri samkomu fyrir ungling- ana. Því tókum við hugmynd Trúbrots fegins hendi. Við sjá- um um al'la skipulagningu há- tíðarinnar, en Trúhrot sér um dagskrána, sem verður æði fjöl- breytt". „Hverjir koma fram auk Trúbrots?" „í stuttu má'Ii sagt koma fram flestar þekktustu hljómsveit- ir og skemmtikraftar landsitns og má m.a. nefna Náttúru, Æv- intýri, Roof Tops, Mána, Hauka, Trix, Júmbó, Tilveru, Ábót og Þrjú á 'palli. Auk þess koma fram Helgi og Kristín, Ingvi Steinn og Siggi Garðars o. fl. Ekki er búið að skipuleggja dagskrána endanlega en hátíðin hefst kl. 20 á föstudagskvöld og verður dansleikur það kvöld. Á laugardaginn má nefna hljómleika eftir hádegið og skemmtiatriði um kvöldið. Þann dag verður einnig guðsþjón- usta, sem einhveriar af hljóm sveitunum taka þátt í.“ „Er það poppmessa?" „Jú, ætli það mundi ekki kall- ast eitthvað svoleiðis. Annars er það séra Bernharður Guð- mundsson, æskulýðsfuMtrúi sem sér um guðsþjónustuna. Hann og Gunnar Jökull voru f gær að athuga hvaða form væri heppi legast, en þeir eru að reyna að ná sem bezt til fölksins". „Og hvað meira?“ „Aðfaranótt mánudagsins verður dansleikur en eiftir há- degið verða lokatónleikar hátíð arinnar, en henni lýkur þá síð- degis". „Hvað búizt þið við mörgu fólki?“ „Það er nú það. Við getum tekið á móti 10.000 manns því við höfum ráðizt í ýmsar end- urbætur á staðnum, bætt aðstöð una til veitinga og aukið snyrti aðstöðuna. Auk þess höfum viö gert heilmikið bilastæði f ná- grenninu þó þannig að engin bfla umferð verði um sjálft svæðið. Annars erum við bjartsýnir um aðsóknina, þvf að skólum er nú að Ijúka og veðrið hefur verið Þrjú á palli — meöal þeirra sem koma fram á hvít asunnuskemmtuninni í Saltvík. hið bezta þó menn verði vissu- lega að vera vel búnir, er þeir þalda í þriggja daga útilegu eins og þarna er um að ræða, þvi veðriö gett'r alltaf snúizt". „Nú hafa margar hvítasunnu UMSJON BENEDIKT VIGGÓSSON helgar einkennzt af drykkju og skrflislátum. Eruð þið ekki hræddir um að slíkt endurtaki sig í Saltvi'k nú um hvítasunnu helgina?" „Auðvitað erum við vel á verði, og við faöfum gæzlu, en mest treystum við þó á stjórn- hvers og eins á s'jálifum sér, enda er það ekki vansalaust, ef borgarbúar geta ekki notið ís- lenzkrar náttúru öðruvísi en drukknir. En það er áreiðanlegt að ef þessi hátíð fer fer fram í þeim anda, sem hljómsveitirn ar hugsa sér, þarf engu aö kviða“. „Ætiiö joið þá að reyna að ná fram einhvers konar Wood- , stock?“ „Það væri prýðilegt, en1 alla- vega viljum- við sýna þjóðinni að ungt fólk ávfslandi sé þess megnugt að skemmta sér í fjöl mennum hóp án þess aö glata sjálfstjóm sinni, því það er staö reynd að æskan í dag vill aö friöur og spekt ríki í samskipt um manna á meðal“. „Hvernig hefur Æskulýðsráði líkað aö starfa með popphljóm- sveit?“ „Samstarfiö hefur fram að þessu verið al-gjörlega hnökra- laust og Gunnar Jökull hefur unnið mikið starf í því. Það er sannarlega ekki hrist fram úr erminni að koma á laggimar há tíð sem þessari". „Hvemig verður ferðum á há- tíðina hagað?“ „Það veröa tíöar ferðir bæði tiil og frá Saltvík, en BSÍ sér um þann þáttinn“. „Eitthvað að lokum Hinrik?“ „Ekki nema það að ég trúi því að þessi hátíð verði íslenzkri æsku til sóma“. TRÚBROT — umdeildir enn sem fyrr SENDUM ___ BfLINN ^ 37346 <------------ Nýtt! Fairline eldhúsið Fairline eldhúsið er nýtt og það er staölað. Ein- göngu notuð viðurkennd smíðaefni og álímt harð- plast í litaúrvali. Komið með máiið af eldhúsinu eða hústeikninguna og við skipuieggjum eldhús- ið og teiknum yður að kostnaðariausu. Gerum fast verðtilboð. Greiðslu- skilmálar. Fairline eld- húsið er nýit og það er ódýrt. Óðinsiorg hf. Skóiavörðustíg 16 Sími 14275

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.