Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 16
Hörð árás gerð á saka- Hvernig nýtist menntun kvenna í atvinnuiífinu? — Raubsokkar svara á fundi 'i Kópavogi Menntun kvenna og nýting henn ar í atvinnulífinu, hvaða áhrif böm á barnaskólaaldri hafa á þátttöku kvenna í atvinnulífinu eru meðal þeirra atriða, sem starfshðpur rauð sokkahreyfingarinnar í Kópavogi hefur rannsakað. Rannsóknin var framkvæmd með skoðanakönnun, sem beindist aðallega að þörf á da'gvistunarstofnunum fyrir börn i Kópavogi. Könnunin var gerð með aðstoð Þorbjarnar Broddasonar 'élagsfræðings. Sagt verður frá niðurstöðum rannsóknarinnar á opnum fundi í Félagsheimili Kópavogs 'i dag kl. fjögur. —SB Gömlu göturnar fá líka malbik Ung, tilvonandi listakona vinnur hér að uppsetningu á framlagi sínu til sýningarinnar í skálanum á Miklatúni_ Laugardagur 15. maí 1971. dómara vegna árásarmáls fórnarlambiö hafi engar skaða- bætur fengiö . . .“ Ber hann fulltrúa sakadómara, Sverri Einarsson, mjög þungum sök- um. Segir, að hann hafi ofsótt sig varpað í fangelsi, neitað sér særðum um læknishjálp og ber þau ummæli upp á fulltrú- ann, að hann hafi sagt: „Viö vildum helzt að Haraldur Ómar hefði verið drepinn." Jafnþung um sökum ber hann sakadóm- arann í málinu, Ármann Krist- insson, og segir: „Sjaldan mun dómari jafnblygðun'arlaust hafa hallað réttu máli.‘‘ Ber hann dómaranum á brýn að hafa stungið upplýsingum undir stól. Telur Haraldur, aö það hafi verið að ráði fulltrúans að læknir Hegningarlhússins, Krist- ján Hannesson, hafi ekki vilj- að sinna honum, „særðum eft- ir lfkamsárásina.“ Ekki fyrr en fangaverðir voru farnir að ótt ast um líf hans og prestur hafði en lífi á Landakotsspítala," seg- ir Haraldur f bæklingnum, sem hann hefur sent ásamt beiðni um réttarrannsókn til dómsmála ráöuneytisins. Segist hann hafa beðið sKkt tjón á heilsu sinni, að hann hafi orðið að leita lækninga í Svíþjóö. Hjá ráðu- neytisstjóra dómsmálaráðuneyt- isins fékk fréttamaður Vísis þær upplýsingar, að erindi mannsins væri í athugun og enn hefði ekki verið tekin á- kvörðun um, hvað úr yrði. Þeir aðilar, sem Haraldur ber svona þungum sökum, hafa eng ar ráðstafanir gert til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Að vísu hafði ég ekki heyrt af þessu. en maður er ýmsu misjöfnu vanur úr starfinu og hættur að kippa sér upp við slíkt orðið," sagði Ármann Kristinsson. „Orð manns, sem flúöi land, þegar yfir honum voföi hugsanleg ákæra fyrir skírlífisbrot, eru líklega flest- um mönnum léttvæg." —GP — Grjótaþorpið malbikað þessa dagana „Þetta hefur veriii vandræðastað ur þetta Grjótaþorp“, sagði gatna málastjóri Vísi f gær, „það er a!lt orðið malbikað þarna f kring og dýrt að senda veghefla þangað nið ureftir til að halda þessu sléttu. Við ákváðum því að rykbinda þetta með því að setja þunnt malbikslag 1 þessar götur, Grjótagötuna oé Mjóstrætið. Nei — náttúruvemdarmenn hafa ekki haft neitt við þetta að athuga, held ég. Þetta er nú svo þunnt lag og ég held að malbikið raski ekki náttúrunni neitt. Og ef menn ætla að grafa eftir bæjarstæði Ingólfs, þá tefur malbikið ekki.“ Gatnamála stjóri sagði, aö samkvæmt aðal- skipulagi myndi Grjótaþorpiö brevt ast mjög. „Suöurgatan á að liggja þarna í gegn, og það verður því mikið rifið í burtu. Göturnar sem þarna eru núna verða þá aðeins mjó Malbikun á þrengstu götum Reykjavíkur, nefnda. Maður, sem varð fyrir árás á heimili sinu fyrir rúmum 2 árum krefst réttarrannsóknar gegn sakadómara og fulltrúa sakadóms Maður, sem varð fyrir líkamsárás í okt. 1968, hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið, að fram verði látin fara rétt arrannsókn gegn saka- dómaranum, sem f jallaði um árásarmálið, gegn fulltrúa sakadómara, sem vann að rannsókn þess og gegn trúnaðar- lækni Hegningarhúss- ins. Ber maðurinn þessa aðila þungum sökum í bæklingi. sem hann hefur látið prenta á ís- lenzku í Svíþjóð, þar sem hann heldur til, enj bæklinginn hefur hann sent hingað heim. í okt. 1968 réðust þrír ungir menn inn á heimili Haralds Ómars Vilhelmssonar og veittu honum aðför. Hlaut hann nokkra áverka, en mennirnir virtust ekki annað erindi hafa ætlað sér en berja á mannin- um. • Tveir mannanna voru dæmd- ir til 9 mánaða fangelsis, en einn var sýknaður. — Kom fram, að þeir töldu sig hafa átt harma að hefna á mannin- um sem orð lék á að legði lag sitt við drengi og unga pilta í ósæmilegum tilgangi. Fullyrðir Haraldur li bækl- ingi sínum, „að sekur maður hafi verið sýkjiaðu*^,...^. sak- laus maður dæmdur b eirtæ’ Grjótaþorpinu svo- HIi Hundrað sýna í nýja salnum Þaö mun láta nærri aö um hundrað manns sýni verk sín á sýningu, sem verður opnuö í Myndlistarhúsinu á Miklatúni í ■ dag. Þessi fjölmenni hópur hefur stundað nám í dagskóla Mynd- lista- og handíðaskólans í vetur og „þaö er fyrst og fremst hann sem ber þetta uppi“, sagði Hörð ur Ágústsson skólastjóri í við- tali við Vísi í gær. Nemenda- fjöldi skólans í vetur hefur þó verið öllu meiri, en nær 500 manns hafa stundað nám í skól anum alls. Nemendasýningin, sem opnuð er í dag er nú í fyrsta sinn í skál- anum á Miklatúni, sem er óklár- aður þó. „Það er mikið hagræði fyrir okkur hér í.skólanum aö fá að sýna þar,“ segir Hörður „það hefur verið svo mikil vinna við neméndasýningarnar, sem hafa veriö í skúlanum sjálfum, að taka allt niður og tæki og efni hafa farið til spiilis, auk þess sem skól inn er óheppilegur til sýnjnga. Það er betra að setja þetta upp V einn sal.“ Þá sagði Hörður að tilgangur sýn ingarinnar væri að gefa heildar- mynd af starfi skólans, dagskóla, kvöldskóla og námskeiöum, „að vekja athygli á því, sem við erum að reyna að byggja upp hér.“ Nemendasýningin er opin alla næstu viku og er aðgangur ókeypis. —SB Veðrsð viku á usidan tímnym! Fimmtudagurinn síðasti var merkilegur að því leyti, að hann var fyrsti dagurinn í maímánuði í Reykjav'ik, sem hiti hefur kom izt rétt undir meöaliag. Alla aðra daga hefur hitinn verið eina til tvær gráður yfir meöal- hitann og hlýnað ört þannig, að veðrátta hefur verið viku á undan tímanum, eins og Knútur Knudsen veðurfræðingur sagöi í viðtali við Vísi í gær. Knútur sagði ennfremur að svona frá- vik frá meðalhitanum f marga daga væri fremur óvenjulegt. I gærmorgun var greinilegt að heldur hafði hitinn færzt niður fyrir meðallag, en Esjan var hvít niður i miðjar hl'iðar. Klukkan sex var hiti 2—4 stig á landinu, hægviðri og ekki gerir Veðurstofan ráð fyrir að hvessi á togarann í ísafjarðar- djúpi þannig að björgun ætti að geta haldið áí?am næstu daga. —SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.