Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 10

Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 10
w V í SIR. Laugardagur 15. maí 1971. i DAG I IKVÖLD j Í DAG 1 Í KVÖLD B Í DAG sjónvarp# Laugardagur 15. maí 16.00 Endurtekið efni. Gömul guðshús í Skagafirði. Kvikmynd um tvær gamlar, skagfirzkar torfkirk'jur, í Gröf og að Víðimýri. Kvikmyndun Örn Harðarson. Umsjðn Ólafur Ragnarsson. Áður sýnd 29. marz 1970. Skólahljómsveit Kópavogs. Fylgzt með starfi og leik hljómsveitarinnar og brugðiö upp myndum úr Noregsferð hennar á síöast'a ári. Áður sýnt 19. apríl sl. 17.30 íþróttir. M. a. úrslitaleik- urinn í ensku bikarkeppninni í kijattspyrnu milli Arsenal og Liverpool. Umsjónarmaður Óm- ar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Dísa. Afbrýðisöm dís. Þýðandi Kristrún Þórðaráóttir. 20.50 Kraftar í kögglum, Reynir Öm Leósson, ungur maður úr Innri Njarövík, freistar að brjótast úr ramgerum fjötrum, slíta af sér handjárn úr stáli og draga sjö tonna vörubíi upp í 60 km hraða. Örlygur Richter spjallar við Reyni 'og fylgist með aflraun- um hans ásamt Nirði Snæhólm aöalvárðstjóra hjá rannsóknar- lögréglunni. 21.15 Victor Borge. Skemmtiþátt- ur með hinum heimskunna danska spéfugli og pianóíeikara Victor Borge. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.45 Jesse James. Bandarfsk bíöfnynd frá árinu 1939. Leik ■stjóri Herify Kilig.-' Aðahálutvtí Týrone Powér, Heriry Forida og Nancy Keliy. Mynd þessi er byggö á ævi- atriðum bandaríska lesta- og bankaræningjans Jesse James (1847—1882), sem einna fræg- astur hefur orðið allra banda- < rískra útlaga, og áttj jafnvel á sínum tíma miklu dálæti að fagna hjá iöndum sínum. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.05 Dagskrárlok. Suiinudagur 16. maí 18.00 Á helgum degi. 18.15 Stundin okkar. Sigga og skessan í fjallinu. Brúðuleik- ift eftir Herdísi Egiisdóttur. — Þessi þáttur heitir ,,Afmælisdag ur skessunnar“. Stafrófiö. Glámur og Skráfnur ræða um stafrófiö. Börnin tvö. Kristtn Ólafsdótt- ir syngur ljóö eftir Böðvar Guðlaugsson við undirleik Magnúsar Ingimarssonar. Börn úr Sunnuborg koma í heimókn. Fúsi flakkari og Imbi frændi hans stinga saman nefjum. Kynnir Kristín Ólafsdóttir. — Umsjónarmenn Andrés Indriða son og Tage Ammendrup. Hié. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Guilsekkínan. Úrslit í söngkeppni italskra barna, sem fram fór í 13. sinn hinn 21. marz sl. Þýðandi Sonja Diego. 21.30 Nautilus og norðurskautið. Mynd þessi, sem er úr flokkn um um sögufræga andstæð- inga, fjallar ekki um Viðureign pólitískra andstæðinga, heldur um siglingu kjarnorkukafbáts- ins Nautilusar undir íshellu norðurskautsins. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Dauöasyndirnar sjö. — Kalt hjarta. Brezkt sjónvarps leikrit í flokki leikrita um hin- ar ýmsu myndir mannlegs breyzkleika. Höfundur er Leo Lehman, en aöalhlutverk leika Alan Dobie, Anna Massey og Ronald Þorðardöttir. 22.55 Dagskrárlok. -—. yMiuRKl R89S um Tilkynning: Marta Etelríður Hjaltadóttir tali við Grafarholt. (auglýsing.) Vísir 15. maí 1921. SJÓNVARP SUNNUDAG XL. 21.55: BELLA SKEMMTISTAÐIR • Leikhúskjaliarinn. Trió Reynis Sigurðssonar leikur í kvöld og á morgun. Hótel Saga. Opiö i kvöld og á „morgtuv Hljómsveit Ragnars Bjarnasoriarr leikur. , Hótel Borg. Opið laugardag og \sunnudag. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur, söngkona Svanhild- ur. Hótel Loftíeiöir. Hljómsveit Karls Lilliendahls leikur, söngkona Linda C. Walker, Tríó Sverris Garðarssonar leikur, Eva Rey og Chico skemmta. Röðull. Opið laugardag og sunnudag. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar leikur, söngvarar Þuríður Sigurðardóttir, Einar Hólm og Jón Ólafsson. Þórscafé. Gömlu dansarnir í kvöld. Polka kvartetfínn leikur. Ingólfscafé. Gömlu dansarnir í kvöld. Hljómsveit Þorvalds Björnssonar leikur. Sunnudagur: Bingó kl. 3. Lindarbær. Gömlu dansarnir í kvöld. Hljómsveit hússins leik- ur til kl. 2. Silfurtunglið. Torrek leika í kvöld. Tjarnarbúð. Lokað vegna einka samkvæma. Tónabær. Lokað. Glaumbær. Laugardagur: Dans- leikur. Sunnudagur: Náttúra og diskótek. Lækjarteigur 2. Hljómsveit Jakobs Jónssonar og tríó Guð- mundar leika í kvöld. Sunnudag- ur: Rútur Hannesson og félagar og tríó Guðmundar l^ika. TILKYNNIMGAR • 47.20 — Þér eruð sérfræðingur í stjórnsýslu ... hvernig haidið jiér að mér gæti helzt tekizt að fá nýja sölustjórann til að bjóða mér út? „KALT HJARTA“ Brezki sjónvarpsmyndaflokkur: inn „Dauöasyndirnar sjö“ er á dag&krá á sunnudagskvöldiö. Leik ritið sem flutt verður að þessu sinni nefnist „Kalt hjarta" (A cold heart“). Þaö fjallar um mann nokkurn, sem gengur ákaflega vel í sfearfi síðu. en hjónaband hans er i molum. Höfundur er Leo Lehman. Meö aöalhlutverk fara: Alan Dobie, Anna Massey og Ronald Lacey. Kristrún Þórðar- döttir þýddi leikritiö. Nú er búið að sýna 5 af dauðasyndunum og eru því 2 leikrit: eftir. Á myndinni sést atriði úr „Kalt hiarta". Hjálpræðisherinn, Sunnudagur kl. 11. Helgunarsamkoma. Kl. 14 sunnudagaskóli. Kl. 20.30. Hjálp- ræöissamkoma, foringjar og hermenn taka þátt í samkomun- um með söng óg vitnisburöum og ræðu. Allir velkomnir. KFUM. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstig annað kvöld kl. 8.30. Benedikt Arnkelsson guðfræðingur talar. Allir velkomnir. Frá Mæðrastyrksneínd. Hvíld- arvika Mæðrastyrksnefndar að Hlaðgeróarkoti i Mosfelissveit byrjar um miðjan júni, og verða 2 hópar af eldri konum. Þá mæð- ur með börn, eins og undanfarin sumur. Umsækjendur leiti ti! skrifstofunnar Njálsgötu 3, sem aflra fyrst. Skrifstofan er opin frá 2 — 4 daglega, nema laugar- daga, síminn er 14349. Kvenfélag Hallgrimskirkju, — sumarfagnaður mánudaginn 17. niaí kl. 8.30 í félagsheimilinu. Skemmtiatriði: Einsöngur Guð- rún Tómasdóttir. Sumarhugleið- ing o. fl. Kaffi. — Konur bjóði með sér gestum. Kvenfélag Laugaroes-sóknar hef ur kaffisölu skyndihappdrætti í Veitingahúsinu Lækjarteigi 2 á uppstigningardag, 20. maí. Félags konur og aðrir velunnarar félags ins, tekið verður á móti kökum í veitingahúsinu eftir kl. 10 árdegis. Náttúrulækningafélag Reykja- víkur heldur félagsfund í Kirkju stræti 8 mánudaginn 17. maí kl. 21. Fundarefni: erindi flytur Zophónías Pétursson „Stefnu- mark hugans“ Félagsmál. Veit- ingar. Allir velkomnir. Nemcndasatr.feand Kvennaskól- ans í Reykjavik heldur sitt ár- lega nemendamót í Tjamarbúð laugardaginn 22. maí n. k. kl. 19.30 sama dag og Kvennaskól- anum í Reykjavík er slitið. Það hefur ávallt verið tilvalið tæki- færi fyrir eldrj nemendur og af- mælisárganga aö hittast á nem endamótinu og rifja upp gamlar samverustundir. Nýútskrifuðum námsmeyjum er boðið á nemenda mótið og setur það sinn svip á há tíðina. Formaður Nemendasam- bands Kvennaskólans er frú Regina Birkis. MESSUR • Dómkirkjan. Messa kl. 11. — Séra Jón Auðuns, dómprófastur. Messa kl. 2. Séra Óskar J. Þor- láksson. Hinn almenni bænadagur. Laugamoskirkja. Messa kl. 2. Bænadagurinn. Séra Garöar Svav- arsson. Árbæjarprestakall. Barnaguös- þjónusta í Árbæjarskóla kl. 11. Messa í Árbæjarkirkju kl. 2. Bænadagurinn. Séra Guömundur Þorsteinsson. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjón usta kl. 10. Karl Sigurbjömsson. Messa kl. 11. Ræðuefni: Hvað er kristin uppeldismótun. Dr. Jakob Jónsson. Háteigskirkja. Messa kl. 2. — Séra Arngrímur Jónsson. Neskirkja. Messa kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Messa kl. 2. Fermd verður Sigriöur Einarsdött ir Smáragötu 3. Séra Frank M. Halldórsson. Seltjarnarnes. Bamasamkoma í félagsbeimilinu kl. 10.30. Séra Frank M. Halidórsson. Kópavogskirkja. Bænadagur- inn. Barnasamkoma kl. 10.30. — Guðsþjónusta ki. 2. Séra Gunnar Árnason. Bústaðaprestakall. Guðsþjón- usta á bænadaginn í Réttarholts- skóla kl 2. Séra Ólafur Skúlason. Ásprestakall. Messa kl. 11 í Laugarneskirkju, Séra Grimur Grímsson Langholtsprestakall. Samkoma fyrir börn kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Predikari Kristján V. Ing- ólfsson guöfræðinemi. Kvöldvaka Bræðrafélagsins kl. 20.30. Prest- amtr. Á myndinni sést Henry Fonda, en hann leikur eitt af aðalhlutverk- unum í myndinni. SJÓHVARP KL 21.45: IESSE IAMES Laugardagsmynd sjónvarpsins aö þessu sinni er bandariska bíó- myndin „Jesse James“. Myndin var gerö árið 1938. Myndin er byggð á æviatriöum bandaríska lesta og bankaræningjans Jesse James. Jesse var fæddur 5. sept. 1847 í Clay County Missoury. Hann studdi Suöurrikin í borgara styrjöldinni. Jesse var mjög góð skytta. Hann var orðinn fraegur fyrir það aðeins 16 ára að aldri. í 16 ár rændu Jesse og bróöir hans Frank, lestir og banka og drápu fólk í miðvestur rikjunum. 10 þúsund dollarar voru lagðir Jesse til höfuðs. Tveir menn, sem voru í flokki hans, sviku hann og drápu á heimili sínu. Þessir menn voru Charles og Robert Ford. Þá bjö Jesse í St. Joseph Missoury undir nafninu Thomas Howard. Bróðir Jesse, Frank, gafst upp, en hann var aldrei dæmdur. Hann bjó á sveitabæ í nánd við Missoury til æviioka. Jesse er einna frægastur banda- r'iskra út.laga og átti hann jafnvel á sínum tíma dálæti aö fagna hjá löndum sínum. Lei'kstjóri mvndarinnar er Henry King. Með aðalþlutverk fara: Tyrone Power, Henry Fonda og Nancy Kelly. FJÍert Sigurbjörnsson þýddi mynd ira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.