Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 15.05.1971, Blaðsíða 13
V l SIR. Laugardagur 15. mal 1971. r-------------------------------- 13 KOM FYRST TIL TALS ÚTI VIÐ SURTSEY... — og upp af þeirri hugmynd er nú risin mikilvæg visindaleg upplýsingamiðst'óð Þ6 að segja megi aö Surtsey sjálf sé hið eina og sanna rrrinnisnicrki um þær merki- legu nátturuhamfarir, sem áttu sér stað við Vestmannaeyjar ár- ið 1963 og ’64, hefur þeim at- burðum og verið reist annað minnismerki, þar sem er stofn- un ein í Bandaríkjunum, sem starfar í tengsium við Smithsoni an-stofnunina og er fjárhagslega styrkt af henni. Eins og menn : muna. flykktist hingað fjöldi erlendra visindamanna,1 til að fylgjast með sköpun Surtseyj- ar, enda ekki á hverjum degi sem þeim gefst tækifæri tíl að fylgiast með slikri nýsköpun, og voru þeir víða að komnir. Og þá var það einhver þeirra, sem hafði orð á því, að þessi undur hefðu, þrátt fyrir aflt, getað farið að mestu leyti fram hjá þeim, ef þau hefðu átt sér stað á einhveriu því hafsvæði, sem liggur fiarri alfaraleið skipa og flugvéla. Og hvort sem þeir svo ræddu um það lengur eða skemur, þá kom þeim sam an um að koma þyrfti á fót stofnun, sem hefði því hlutverki að gegna að fylgjast með óvænt um náttúrufyrirbærum hvar- vetna á jörðu vorri, og gera vís- mdamönnum í öl'lum löndum viOvart um leið og þau væru tflkynnt. Þessi hugmynd varð svo að veruleika fimm árum síðar, er þessi stofnun tók til starfa í Cambrigde í Massachusetts undir nafninu „Upplýsingamið- stöð fvrir skyndilég náttúrufyr irbæri“, og hafði einn af helztu framámönnum Smithsonian- stofnunarinnar, dr. Sidney Gall er, átt virkastan þátt í öHum undirbúningi, en Robert Citron, sem áður veitti forstöðu þeirri deild Smithsonian-stofnunarinn- ar, sem fylgist með ferðum og athæfi gervihnatta, var ráðinn forstjóri hinnar nýju „upplýs- ingaþjónustu". Undirbúningur- inn hafði meðal annars verið f því fólginn að ráða umboðsmenn í öllum löndum, sem gerðu mjðstöðinni tafarlaust viðvart, þegar einhverra óvæntra nátt- úrufyrirbæra yrði vart annars vega, hins vegar að skrá stofnan ir og einstaka vfsindamenn í öllum löndum, /sem miðstöðin gerði tafariaust viðvart, þegar slík náttúrufyrirbæri hefðu verið tilkynnt. Og það kom í Ijós von bráðar að upplýsingamið- stöð þessa mundi vart skorta verkefni, þvi skömmu eftir að hún taldist tekin ti'i starfa, gat hún sent frá sér tifkynningar um eldgos á tveim stöðum — f Kyrrahafinu og á Suðurskauts landinu — og enda þótt Robert i' C Citron væri þá enn eini starfs maðurinn, reyndist upplýsinga miðstöðin hlutverki sfnu vaxin. Nú hefur forstjórinn yfrr nokkru starfsliði að ráða, og auk þess er upplýsingamiðstöð- in búin öl'lum nauðsvnlegum fjarskiptatækjum, sem gera starfsfóikinu k'leift að taka á móti tiikynningum um hin ýmsu náttúrufyrirbæri og senda til- kynningar um þau á örskömm- um tima. Einnig fylgist miðstöð- in stöðugt með framvindu þess ara fyrirbæra, t. d. ef um eld- gos er að ræða, og sendir þá frá sér skýrslur daglega í þvf sam bandi. Þá hefur miðstöðin og hönd í bagga með að auðvelda vísindamönnum ferðir þangað, sem eitthvert fyrirbæri er að gerast, eða hefur gerzt nýverið, og í einstökum tilvikum hafa vísindamenn frá Smithsonian- stofnuninni haidið samstundis flugleiðis á staðinn til aö sjá um upplýsingaöflun. — Meðal þeirra aði'la, sem miðstöðin send ir upplýsingar sínar má teija há skóladeildir, fréttastofnanir, söfn og bókasöfn, einstaka vís irrdamenn og einnig kaupsýslu- menn og fyrirtæki, sem hafa ein hverra hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Og það eru ekki eingöngu eldsumbrot, sem upplýsingamið stöðin fylgist með. Meðal þeirra fyrirbæra, sém hún hefur fylgzt með og sent tilkvnningar um má nefna, auk eldgosanna, jarð- skjálfta, flóð, skriðuföl'l, Ioft- steina — en einnig skyndilega olíumengun á afmörkuðum haf- svæðum, fiskadauða af völdum eitrunar í ám og vötnum, ó- væntar skordýrainnrásir eða ein hverjar annarlegar hegðunar- breytingar vissra dýrategunda. Einna „hraðastar hendur“ verð ur starfsfólk miðstöðvarinnar að hafa, þegar um loftsteina er að ræða. Bæði er það, að mjög skammur tfmi líður frá því er fyrstu upplýsingar geta bor- izt um að þeir séu á leið til jarðar og þangað til þeir eru ,-,Ientir“, teirið getur nokkum tfma. þrátt fýrir fulikomnustu tækni að miða staðinn, þar sem þeir lenda, og síðast en ekki sfzt, að radíóvirkni þeirra dvinar mjög fljótt eftir lendingu, svo að vísindamenn veröa að komast sem fyrst á staðinn. Fyrir ekki ails töngu komst upplýsingamið stöðin f tæri við loftstein, sem fél'l til jarðar á afskekkttkn stað í Oklahoma, og reyndist mót- töku- og tilkynningakerfi stöðv- arinnar standast þá raun með prýði. , Þannig hefur þessi hugmynd, sem fyrst kom tij umræðu úti við hina verðandi Surtsey 1963 ekki aðeins komizt í framkvæmd heldur er sú stofnun, sem upp atf henni reis, þegar orðin merki- legur og mikilvægur tengiliður vísindamanna og vísindastofn- ana um allan heim — einnig austan jámtjalds — hvenær sem einhver óvænt náttúrufyrirbæri eiga sér stað, og hvar sem þau eiga sér stað, í lofti, legi eða á láði. LANDSPRÓF í ÍSLENZKU — málfræði og bókmenntum felenzka lesin Við fyrirgjöf verður höfð hliðsjón af málfari, stíl og frágangi. I— 2 Hvers vegna er orðið stærst skrifað með r, en orðið hæst r- laust? 3—4 Hvers vegna er orðið ein- bekni aðeins skrifað með einu t? 5—K) Breytið eftirfarandi setning um í þolmynd: Jón bauð mér til veizlunnar. Ámi tounaði Sigurði verkið. Konungur synjaði honum ráðahags- ins. II— 12 Hvers vegna er rangt mál að segja: Þannig mönnum er ekki treystandi? 13—14 Hvert er beygingarein- kenm ópersónulegra sagna? 15—20 Hvaða munur er á hlut- verki persónuhátta og fallhátta í setningu? 21—30 Skrifið upp þau orð í eftir- farandi setningu, sem hafa i-hljóð- varp I stofni. Sýnið enn fremur skvld orð (eitt fyrir hvert), sem hafa tilsvarandi fmmhljóð i stofni: 1 fornöld kusu flestir að deyja með seeeatf. Synir Þóröar sýndu ræningjunum enga miskunn. 31—36 Setjið aukasetningar í stað þeirra liða, sem eru feitletraðir. Merking á að haldast óbrfeytt: Sigurður kom afi verki lokrm. Heyrðirðu bamið gráta? 37—40 Sýnið með dæmum rnun- inn á sjálfstæðri og ósjálfstæðri að- alsetningu. 41—45 Greinið í setningarhhita': Þór skildi eftir hafra sína Úr Lestrarbók Siguröar Nordals og Ljóöalestri: 46—60 Sálanskipið eftir Bóhi- Hjálmar. Sálarskip mitt fer hallt á htíð og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur iHa við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó ég slæ, svo að hann ekki fyili, en á hléborðið illa ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörinn upp á snýSt, aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ölgan víst, inn sér um miðskip hellir. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Skýrið vandlega þá meginhugs- un, sem kemur -fram í kvæðinu, og þá samlíkingu, sem f þvf er fólgin. Látið skýringar torskilinna orða og orðasambanda koma fram á ein- hvem hátt í úrlausninni. Or lestrarbók Sigurfiar Nordals: 61—70 Stökkið eftir Þóri Bergsson. Berið saman lækninn og sýslu- manninn, og gerið grein fyrir þeim boðskap, sem höfundurinn flytur. Úr Lestrarbók handa gagnfræða- skólum eftir Áma Þórðarson o.fl.: 46—60 Við ána eftir Snorra Hjart- arson. Hér sækja að þér sögur gleymdra daga, hér sérðu þá sem lifðu dal og heiði, sem biðu í kvöl og trú við hamra- hurðir og heyrðu goðasvör í strengjum fljótsins og þráðu í draumi þrúðvang Iyngs og steina er þeyr á hausti kvað við strá á glugga. Tunglkola brann í bláum skýja- glugga, byggðin var kvödd og leitað skamma daga að K’ndum sauðum, sofið milli steina, sótt fram í efstu grös um blásna heiði, svipvindur kaldur Iék á langspil fljótsins, lfknstafir skinu gegnum svartar hurðir. Gerið nákvæma grein fyrir um- hvertfi því og tilfinningum, sem skáldið lýsir í fyrra erindinu. Skýr- ið vandlega samlfkingarnar, sem feitletraðar eru. Við hvað l’fkir skáldið því, sem rætt er um í hverri þeirra? 61—70 „Farðu nú guði á vald f grátt brókarhald. Jón Hreggviðsson frá Rein. Þér er fullreifsað á Húsa- felli“. í hverju var refsingin fðlgin? Handa öl'Ium nemendum: 71—80 Lýsið ævi'lokum Helgu fögru. Hvað má af þeirri frásögn ráða um hugarfar hennar og skap- gerð? 81—90 Ólesnar bökmenntir. Skrifið aðeins um annað ljóðið eftir eigin vali. Gerið í stuttu máli grein fyrir þeirri meginhugsun, sem þið finn- ið f ljóðinu. Enn þótt magnist ísaþök, eigum við f 1aumi allajafna opna vök* ofan að þíðum straumi. Og þótt harðni heljartök, höfum við í draumi einhvers staðar auða vök ofan að lífsins straumi. Indriði Þórkelsson. *Vakir voru oft hafðar tfyrir vatns ból áður fyrr. En ataýjum degi fær þú aíldrei kynnzt. í lind reynslunnar fellur 'ljós hverrar stundar og birtist þar slungið blikandi speglun alls þess er áður var. Hannes Pétursson. 91—100 Finnið stuðlana í þessum Ijóðlínum: 1. Ég sat og var að sauma inni í stofu. 2. Með bleyðilaust hjarta hann ætl un lét breytast f efnd. 3. Og smalar loftin, safnar skýjun- um saman 4. Vatnið fossar. Glitra f fagurglóö um 5. En alft er oss þungt með eöli tvenn. Smurbrauðstofan 1 BJaRIMIIMINI Njálsgato 49 Sítni tStQS |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.