Vísir


Vísir - 21.05.1971, Qupperneq 7

Vísir - 21.05.1971, Qupperneq 7
VlSIR . Föstodagur 21. maí 1971. 7 cTVIenningarmál I leikhús á Akureyri J fyrra bar það til nýlundu á Akureyri að til starfa með leikfélagi staðarins, gamalgrónu áhugafélagi, réðst ungt og efni- legt leikhúsfólk sem áður hafði starfað í ieikhúsunum í Reykja- vík. Félagið fékk nú fastráðinn framkvæmdastjóra, Sigmund Örn Amgrímsson, en ásamt honum komu til starfa með fé- laginu þau Þórhiidur Þorleifs- dóttir og Arnar Jónsson, einhver okkar fremsti leikari af yngri kynslóð, og hafa þau öi] leikið og stjórnað leiksýningum hjá félaginu. Veturinn áður hafði þetta fólk starfað í Leiksmiðj- unni, undir forustu Eyvinda Erlendssonar, sem tv'imælalaust er með athyglisverðustu ný- breytni í ungri íslenzkri leiklist á umliðnum árum og kann að hafa orðið öðrum eftirbreytnis- verð þótt Leiksmiðjunni sjálfri yrði ekki lengra lífs auðið en vetrarlangt. En með ráðning þeirra þre- menninga tij Leikfélags Akur- eyrar virtist byrjuð önnur til- raun, ekki miður áhugaverð: vísir eða upphaf viðlika þróunar og orðið hefur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, stefnt að reglu- bundnum leikhúsrekstri meö kjarna fastráðinna, leikmennt- aðra starfskrafta. Þótt torve'.t sé fyrir utanaðkomandi að gera sér grein fyrir raunverulegum möguleikum slíkrar tilraunar á stað sem maður þekkir ekki nema gestkomandi, öldungis ó- kunnu leikfélagi, virtist hér engu að síður stefnt j' framtíðar- átt: að með vaxandi þéttbýli færðist st^rf áhugafé'aganna um leiklist hægt og hægt í meiri atvinnusnið, að því að einhverntíma í framtíðinni risu regluleg leikhús á grunni hinna gömlu leikfélaga. T eikfélag Akureyrar bauð leik- listargagnrýnendum i Reykjavík norður að sjá sVðustu frumsýningu leikársins laugar- daginn 15da maí — Túskildings- óperuna eftir Bert Brecht. Magnús Jónsson setti leikinn á svið í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og fleiri, en tón- list Kurt Weills við leikinn var flutt undir stjórn Jóns Hlöðvis Áskelssonar, leikmynd gerði Magnús Pálsson. Það er ofur skiljanlegt að við sína nýju starfshætti skuli Leikfélag Ákureyrar óska þess að fá viðlíka mat á sínum verk- um og leikhúsin í Reykjavík fá með reglubundnum blaðaum- sögnum um sjnar sýningar — og gagnrýnendum hygg ég, eftir minni litlu reynslu, að sé harla fróðlegt að hafa nokkur kynni af verkum hinna beztu áhuga- félaga um leiklist. Verkefni á 'íwnfl við Túskildingsóperuna sýnir bezt metnað leikfélagsins á Akureyri, þótt ætla megi að raunveruleg geta félagsins birt- ist betur af fáskipaðri, einfald- ari sýningu, þar sem leikkraftar þess nýttust til hlítar. ■Yrafalaust hefur Magnúsi Jóns- syni leikstjóra verið harla mikill vandi á höndum að setja hið viðurhlutamikla viðfangs- efni á svið með jafn sundurleit- um, fjölmennum leikhópi og hér var til aö dreifa. Þvi er heldur ekki að neita að Túskild- ingsóperan var með köflum harla þung i vöfum og svifa- sein á Akureyri, áherzlur fá- breyttar og einhliða, viðvan- ingsbragur glöggur á ýmsum hinum minni hlutverkum og fjölskipaðri atriðum sýningar- innar með betlurum, bófum og gleðikonum. Ég verð að játa að kenningar um sérlegan Brecht- stíl, „epískan leikmáta“ sem að sínu leyti samsvari „epískúm rithætti“ hans orka ekki allténd sannfærandi á mig, það sem ég þekki til þeirra. Og áreiðan- lega láta slikar hugmyndir enga fyrirfram-lausn j té við vanda hverrar og einnar sýningár. Mest- er um vert að leikur eins og Túskildingsóperan njótf iö- andi fjölbreytni mannlífs og persónumótunar, að hin kald- rifjaða hæðnj og hnyttni leik- textans fái notið sín án neins konar yfirdrepsskapar. 1 þá átt virtist mér sýningu Leikfé'ags Akureyrar vissulega stefnt — en það var eins og úthald, þrek og þrótt brysti til að fvlgja fyrirætlun leiksins fram til hlit- ar Og getur það vissulega staf- að hvort heldur af því að nógu fjölhæfum, samstæðum leikhópi hafi hreint ekkj verið á að skipa, eða leikstjóra hafi brugö- izt útsjónarsemi, úthald til að nýta til hlítar úrkosti leikhóps- ins eins og hann raunverulega er á sig kominn. Um þaö er satt að segja torvelt aö álykta af einum saman kynnum af einni sýning leikfélagsins. En jafnframt þessum athuga- semdum er skylt að taka skýrt fram að mér virtist sýning Leik- félags Akureyrar raunverulega frambærileg á leiklistarmarkað „miðað við aðstæður", að alls- endis ólíklegt virðist að önnur leikfélög áhugamanna gætu tek- ið sér fyrir hendur og skilað með viðlika hætti jafn-torveldu viðfangsefni. að í heilu ljki varö sýningin til að staðfesta hugboð manns fyrirfram um heillavæn- lega stefnu leikfélagsins. I Tjað 'sem úr sker í þessu efni er vitaskuld að sýningunni var saminn heildarbragur, þótt hann virtist einhliða og ívið dauflegur, og veigamestu hlut- verkin skipuð eftirtektarverðum dugandi leikurum. Leikmynd i Magnúsar Pálssonar virtist mér fjarska skemmfilegt verk í ein- faldleik sínum, ,,naíf“ teikning á grálitum grunni bakvið hina litskrúðueu bttninga leiksins. Þýðing Sigurðar A. Masnússon- ar mun hafa verið verulega lag- færö frá fyrra flutningi leiksins, i Iðnó, bar sem hún var bein- línis úthrópuð. söngtextamir heyrðust mér mjög svo hnyttn- Peachum-fjölskyldan á Akureyri, f. v. frú Celía, Jónatan Jeremías og ungfrú Pollý Peachum: Þórhalla Þorsteinsdóttir, Sigmundur Örn Arngrímsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. ir og hagorðir, talað má] þjált og eðlilegt. Þegar talið berst að Túskild- ingsóperunnj er álitamál hvort fyrr komi j hugann, tónlist Kurt Weills eða söngvarnir sjálfir, hvort tveggja óaögreinanlegt. Mér fannst tónlistarflutningur- inn einkar áhevrilegur, með ein- faldri h'jóðfæraskipan, og söngvarnir í léiknum nútu sín einatt prýðilega. Það hlutverk sem kom mér hvað mest'á ováÝt í sýningunni var Pollý Peachum, Þórhildur Þorleifsdóttir, sem ég hef ekki áður séð njóta sín betur á leiksviði og flutti • sína söngva sérlega vel, með þrótti og þokka. Arnar Jónsson kom EFTIR ÓLAF JÓNSSON á hinn bóginn engum á óvart •sem til hans hefur séð áður, en mótaðj auðvitað Mackie hníf með sinni venjulegu fimi, létt- um og liprum en óneitanlega anzi einhliða svip. Það kann að vera vert að spyrja hvort Arnar ætli að láta við svo búið staðar numið — hvort hann þurfi ef til vill við nýrra verk- efna, fjölbreyttara umhverfis og úrkosta til að að halda áfram þá þroskabraut sem virðist hon- um sjálfgefin. Lýsing Sigmund- ar Arnar á Jónatan Peachum var einnig æði einhliða fyrir minn smekk, hlutverkið held ég veiti kostT meira skops og bragðvísi, en það var þar fyrir skýrlega mótað á sínu takmark- aða tónsviöi. Hér er auövitað enginr kost- ur að geta allra sem koma fvrir í sýningunni, En af heimamönn- um í leikfélaginu frá fyrri tíð sópaði verulega að Þórhöllu Þorsteinsdóttur, frú P*achum, og auk annarra sýndust mér Marinó Þorsteinsson (Mattbías Mynt), Þráinn Karlsson (Tígris- Brown) og Sigurveig Jónsdóttir (Knæpu-Jenný) gera sínum hlut- verkum mannsleg skil eftir hætti áhugamanna. Og kornung- ur piltur, Viðar Eggertsson, leysti furðu skemmtilega af hendj hlutverk betlarans Filch — þar virtust verulegir hæfi- leikar í uppsiglingu. J vetur hefur veriö hljóðara um Leikfélag Akureyrar en var með köflum í fyrra þegar kyn'egur styrr reis um , starf- jbBSfeslö ,í§^8fiin^oPJj - barst . allar i götur suöur í Reykjavjkurblöð. Þar hefur líkast til veriö um innanfélagsmál að ræða, deilu- efni sem líklegt er að fylgi djarf legri nýbreytni. Hvort þetta leikár hefur leikfélagið tekið 5—6 verkefni til sýningar sem sjálfsagt er mikið í ekki stærri stað — en má þó vart minna vera til að hæfileg fjölbreytni og samhengi haldist í starfi fé- lagsins. Akureyrarbær mun hafa styrkt verulega hina nýju starfsháttu Leikfélags Akureyr- ar, auk þess seni fé'agið nýtur lögboðinna ríkisstyrkja, og von- ir standa a.m.k. til að með nýj- um lögum um Þjóðleikhús geti aukizt verulega ýmis önnur fyr- irgreiðsla við leikfélög úti um land, m.a. með mannafla til ýmissa starfa með félögununV, útvegun leikmuna og annarrar aðstoðar. Slík fyrirgreiðsla gæti vitskuld haft mikiö gildi fyrir starfsemi Leikfélags Akureyrar. En það sem úr sker um fram- tíðarrekstur þess er vitaskuld undirtektir heimamanna sjálfra — og mér skildist á leikfélags- fólki nyröra aö aðsókn hefði verulega brugöizt félaginu í vetur. En undirtektir áhorfenda voru raunar hinar beztu á frum- -sýningu TiiSidldingsópfirunnar á IWgarðag.fWíi!' ->ino ib J eikhúsið á Akureyri er veg- leg bvgging í höfðinglegum stíl staðarins frá fornu fari. Ráðagerðir munu vera tiltækar um breytingar og endurbætur á húsinu sem gera mundu það fullnægjandi leikhús bæjarins til verulegrar frambúöar með bættri aðstöðu til leikstarfanna aö sviðsbaki. nýjum salarkynn- um handa áhorfendum umfram hinn rúma áhorfendasal 'og að- stööu til Veitingareksturs. Hús- ið er staðarprýði að sjá. Og vist væri ’ Akureyri sómi aö því að þar kæmist á föt til frambúðar fyrsti reglulegi leikliúsrekstur, vfsir að atvinnu-leikhúsi utan Reykjavíkur. Y erkamenn Viljum ráða duglega verkamenn strax. Einnig meiraprófsbílstjóra. Uppl. hjá verkstjóra. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. Smurbrauðstofq n BJORIVIIIMIM Njálsgata 49 Sími 15105

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.