Vísir - 21.05.1971, Síða 9
VÍSIR . Föstudagur 21. maí 1971.
unum viö ísrael. Þar gætir meiri
þjóöcrnislegra æsinga, sem
gætu aftur hvenær sem er leitt
til nýrrar æsingastyrjaldar við
ísraelsmenn.
Þess vegna eru viðskiptin við
Sadat e. t. v. ennþá vandmeð
farnari en væri við Sabry. Það
verður aö líta svo á, aö hægt
sé fyrir vestrænar þjóðir að
komast að samkomulagi við
Sadat, og e.t.v., ef rétt er að
farið, aö hnekkja með því áhrif
um Rússa. Og vegna þess hvað
mikið er þar í húfi, er þar sann
arlega tækifæri, sem ekkj má
láta ónotað. En á hinn bóginn
er þess að vænta, að Sadat
geri miklu strangari kröfur en
Sabry hefði nokkurn tíma gert
um lausn Palestínu-málsins.
Cadat hefur að undanförnu
komið á óvart á margan
hátt með djörfung sinni og með
því að fara inn á nýjar leiöir.
Það verður að vísu a'.drei auð-
velt að sjá. hvar við höfum
hann. En þegar tekið er tillit
til, að hann styðst fyrst og
fremst við afl egypzkrar Þjóð-
ernisstefnu, þá er ekki hægt að
neita því, að hann hefur sýnt
alveg óvenjulega dirfsku með
tillögum sínum, bæði um heildar
lausn deilnanna við fsrael og
um bráðabirgðalausn varðandi
opnun Súez-skurðarins. Það hef
ur jafnvel verið sagt, að svo
iangt hefði Nasser aldrei þor-
að að ganga. Fleira bendir li
sömu átt, svo sem heimsókn
Rogers utanríkisráðherra Banda
ríkjanna til Kairó. Á sama tíma
og Sadat styöst að vísu við
þjóðernissinnaöflin hefur hann
þó reynt að draga úr öfgun-
um. Hann leitar fyrir sér um
samninga við ísraelsmenn og
virðist hafa hug á að snúa sér
að raunhæfri lausn innanlands-
vandamála. Hann hefur sýnt
vilja til að draga úr hernaðar-
útgjöldum og í stað þess leitazt
við að bæta lífskjör almennings,
en slík mál hafa venjulega feng
ið að sitja á hakanum. Er sagt,
að greina megi mikinn mun á
almennum lífskjörum 'i landinu
síðan hann tók við völdum. Ef
ti'l vill má líta á tillögu hans
um opnun Súez-skurðar sem
þátt í þeirri viðeitni, hann vilji
gera raunsæja samninga til að
hagnýta sér skurðinn í efnahags-
legri uppbyggingu Iandsins.
A ð vísu verður engu spáð um,
hvað út úr þessu kemur á
endanum. En mér virðist aö
það sem nú er að gerast í
Egyptalandi megi túlka sem eins
konar ákall Sadats til vest-
rænna þjóða um að koma til
snóts við Egypta, svo hann geti
hafið raunhæfar aðgerðir til
viðreisnar í landinu og hamlað
gegn si'auknum rússneskum á-
hrifum þar. En eins og venju-
lega er ísrael o/ hagsmunir
þess það sker sem allt ætlar
að stranda á.Andspænis viðleitni
Sadats til aö ná samningum
gerast ísraelsmenn því stífari
og ósáttfúsari. Tillagan um
Súez-skurðinn má vera próf-
raun á þetta, sem einnig skiptir
vestrænar þjóðir miklu máli,
því að lokun Súez-skurðarins
hefur f för með sér stórkost-
leg mil'jaröaútgjöld fyrir þær.
Prófraunin er einfaldlega sú,
hvort ísraelsmönnum eigi að
haldast það áfram uppi. að
loka þessari heimssiglinga'eið
með hervaldi. Og þar eru ekki
aðeins í húfi siglingahagsmunir
vestrænna þjóðá, heldur hvern-
■c um skipast hin mikilvægustu
alþjóðamál. Cnginn h'utur ernú
nauðsynlegri fyrir vestrænar
þjóðir en að reyna að sættast
við Arabaþjóðirnar og draga úr
útþenslu og yfirráöum Rússa á
þeim slóðum. Og svo virðist
sem tíllögur og aðgerðir Sadats
geti leitt til lausnar.
Þorsteinn Thorarense::.
taxiMii
Fagrabrekka heita þessar brunarústir við Suðurlandsveg, en þær eru eitt það fyrsta, sem
utanbæjarmenn á leið til höfuðstaðarins reka augun í til marks um snyrtimennsku Reyk-
víkinga.
Umhverfismengunin:
liyelzt er, að merki sjáist um
vaxandi hreinlætisáhuga
og snyrtimennsku, þegar
erlendir stórlaxar eða kóngar
og aðrir þjóðhöfðingjar eru
væntanlegir í opinberar heim-
sóknir Þá er rokið upp til handa
og fóta, hússkrifli máluð eða
fjarlægö .malbikunarvélar
keyrðar á tvöföldum hraða og
hvarvetna reynt að snurfusa og
dedúa við þá bletti. sem lík-
legt er, að hinir erlendu höfð-
ingjar berji augum. Allt þetta
er gert í virðingarskyni yið
hina erlendu gesti — en dags
daglega er ekki að sjá. að
Reykvíkingar beri virðingu fyr
ir sjálfum sér.
Svona hreinlætisherferðir
standa sjaldnast nema í nokkra
daga, síöan sækir aftur í sama
farið, nýja málningin flagnar af,
holur koma í malbikið og rusl
og spýtnabrak tekur aftur að
safn'ast upp.
Þetta ástand, er óviðunandi.
Með litlum tilkostnaði má gera
Reykjavík aö heimsins hrein-
ustu borg — án þess að miðað
sé við fólksfjölda. Því fé væri
vel varið, og séu ráðstafanirn-
ar geröar strax, verður kostnað
urinn minni.
í mörgum nafngiftum
kemiir fram, að íslend-
ingar hafa einhvern tíma
verið ákaflega róman-
tískir fagurkerar inn við
beinið. Við Suðurlands-
veg, skammt frá Rauð-
hólaaf leggj aranum,
stendur til dæmis hús,
sem heitir Fagrabrekka,
í brekku, sem að vísu er
hvorki brött né sérlega
fögur, en nafnið ber
engu að síður m.eð sér
að einhvern tíma var
staddur þarna maður,
sem hafði auga fyrir
fallegu umhverfi, og var
jafnvel til í að hressa dá-
lítið upp á það með fall-
egu örnefni.
jþað er fulldjúpt 'í árinni tekið
að segja, að þarna standi
hús, sem heitir Fagrabrekka,
þvi að þama standa bmnarúst
ir einar, sótugar og hálfhrund-
ar, umkringdar drasli.
Fagrabrekka er forsmekkur-
inn af ýmsu, sem utanbæjar-
maður á leið til Reykjavíkur
fær aö kynnast þegar hann kem
ur til höfuðborgarinnar.
/~kft hefur verið um það talaö
^ háfleygum orðum, hversu
hrein og falleg borg Reykja-
vík sé — borgin reyklausa. Og
þaö er mikið til í því, að snot-
ur hverfi finnast innan borgar-
markanna, en hreinleiki borgar-
innar er alls ekki að öllu leyti
að þakfca íbúum hennar, sem
sumir hverjir virðast staðráðn-
ir í að gera hana sem fyrst að
sams konar óþrifabæli og ýms-
ar erlendar stórborgir.
Náttúran auðveldar mjög að
halda borginni hreinni. Reykja-
vik er upphituð mestmegnis
með hitaveituvatni, svo að
kolareykur og sót er sem betur
fer óþekkt fyrirbæri, annars
konar reykur er þó ekki með
öllu óþekktur i borginni. því að
fiskimjölsverksmiðjur blása
reykjarstrókum upp í loftið, þeg
ar bezt lætur og vindátt er hag
stæð, en i logni leggst reykur-
inn yfir borgina.
Mikið hirðuleysi hefur löng
um verið afsakað með því, að
Reykjavík sé borg í örum vexti,
svo að spýtnabrak og rus] við
nýbyggingar sé aðeins merki
um uppgang og velmegun. En
ekki hefur þó fengizt nein við-
hlítandj skýring á því, hvers
vegna sóðaleg umgengni og
trassaskapur umhverfis ný-
byggð eða hálfbyggð hús þyki
afsakanlegt og jafnvel sjálf-
sagt fyrirbæri.
Sömuleiðis er illmögulegt að
átta sig á því, hvers vegna þvi
er tekið með þegjandi .sam-
þykki, að verksmiðjubyggingar
og umhverfi þeirra skuli yfir-
leitt vera óþrifalegra en tíðkast
við mannabústaði. Einkum og
sér í lagi er þetta skrýtið hjá
þess'ari iðjusömu þjóð, þar sem
margir eyða mun lengri tíma á
vinnustað sínum heldur en á
heimili sínu.
Einnig kemur það leikmanni á
fjármálasviðinu spánskt fyrir
sjónir, að í borg, þar sem land
er svo verðmætt, að sjálfir
banfcarnir fjárfesta í lóðum,
skuli finnast stór afgirt svæði,
þar seni haugar af hvers konar
drasli grotna niður ár eftir ár
— gjarnan á fallegustu stöðum
í Reykjavík.
In þess að gerlegt sé að finna
í fljótu bragði einhverja á-
kveðna meginreglu um, hvaða
aöil'ar eigi mesta vansæmdina
af sóðaskapnum í Reykjavík,
bendir flest til þess, að þar eigi
einkum hlut að máli húsbyggj-
endur, verkstæði og fyrirtæki
sem eiga stórar ónýttar lóðir
■því fer fjarri, að hægt sé að
setja alla Reykvíkinga und
ir sama hatt í þessu máli. —
Margir gera sitt bezta til að
vemda umhverfi sitt og halda
því hreinu og fallegu. Sóðarnir
eru ekki eins margir, en þeir
eru of margir.
Ryðgaðar tunnur og húskumbaldi að hruni kominn „prýða“
suðvesturenda Öskjuhlíðarinnar. Draslið er vandlega afgirt
eins og þjóðgarður.
Þannig er umhorfs fyrir utan hús í Kænuvogi. Það fer enginn fram á, að skrúðgarðar verði
ræktaðir utan um verkstæðis- eða verksmiðjubyggingar — en þetta er þó fulllangt gengið
f öfuga átt.