Vísir - 22.05.1971, Side 5

Vísir - 22.05.1971, Side 5
VlSIR . Laugardagur 22. maí 1971. 5 „Það er að vísu enn ekki tímabært að mynda okkur innan dyra í Stjórnarráðinu,“ sögðu for- sprakkar Framboðsflokksins, „en þáð er fyllilega tímabært fyrir utan.“ Með fingrunum mynda þeir O-merkið, tákn flokksins. F. v. Hallgrímur Guðmundsson, framkvæmdastjóri flokksins, Baldur Kristjánsson, varastýrimannsefni, Gunnlaugur Ástgeirss., stýrimaður flokks- ins, Rúnar Ármann Arthursson, 1. maður á lista Framboðsflokksins á Suðurlandi, og Sigurður Jóhannsson efsti maður á lista í Reykjavík. // Erurn ieiðir á gömium slagorðum — segja forsprakkar Framboðsflokksins // „Kannski það hafi í upphafi verið hálfgerður brandari, sem nú er orðinn að stjórnmála- f]okki,“ sagði Gunnlaugur Ást- geirsson, stýrimaður Framboðs- flokksins, og flokksbræður hans, þeir Hallgrímur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri flokksins, og Baldur Kristiáns- son, varastýrimannsefni, taka undir. „Það má s'egjá' aö þessi flokk ur sé nokkurs konar prófsteinn á lýðræðiö í landinu.“ Þeir þremenningarnir gáfu sér tíma frá kosningaundirbún- ingi og próflestri til að segja blaðamanni Vísis frá hinum ný- stofnaða Framboðsflokki og stefnumálum hans. Fundurinn fór fram á Mokkakaffi en ekki í skrifstofu flokksins, því að þar er húsrými ákaflega tak- markað, þar sem skrifstofan er í pósthólfi 1800. „Jú,“ segir Hallgrímur. „Hús- næðið er að vísu af skornum skammti, en það kemur pkki að sök því að sem betur fer höfum við ekkert bréf fengið ennþá.“ „Hvers vegna var Framboðs- flokkurinn stofnaður?“ „Okkur fannst eins og gömlu flokkarnir væru orönir leiði- gjarnir. Stjórnmá'ayfirlýsing- arnar frá þeim eru í flestum atriðum alveg eins, alveg sama tóbakið. Viö vorum ekki á- nægðir með þá.“ „Er það ekki kostnaðarsamt fyrirtæki að fara í framboð?“ „Það er ekki dýrt fyrir okkur, sem höfum þióðina með okkur, en fyrir hina flokkana, sem miða að því að heilaþvo þióðina. má gera ráö fyrir, að það sé dýrt spaug.“ „Hvernig vitið þið, að þið hafið þjóðina með ykkur?“ „Meðlimir Framboðsflokksins eru allir þéir, sem ekki hafa formlega sagt sig úr honum — og ennþá hefur enginn sagt sig úr honum. Og þar að auki hefur okkur alls staðar verið einstak- veH. tekið.“ „Hvað getið þið sagt um flokkinn almennt?" ,,Á bak við Framboðsflokkinn er engin gömul hugsjón. Skoð- anir hans og stefnumál eru jafn- fjölbreytt og skoðanir og stefnu mál frambjóðendanna. Það er ekki hægt áð mæla þenna flokk á gömlu hægri-vinstri-mæli- stikuna. Eitt aðalkappsmál okk- ar er, að vaxandi hagfótur þurfi stærri og betri skó.“ „Sem þýöir hvað?“ „Sem þýðir, að við erum leiðir á gömlum slagorðum." „Takið þið þátt í einhverju samstarfi við gömlu fiokkatiíi varðandi kosningaundirbúning?“ „Það er Pkkert.-ákypfiið pnn- þá, en okkur skilst, að sumir þeirra séu æstir í áS'iá að“véfa með okkur í sjónvarpsumræð- unum.“ „Hvers vegna?" „Vegna þess að þá horfa al'ir á sjónvarpið. Svo vildu l'ika á- kveðnir aðilar fá okkur með sér á framboðsfund á Reykjanesi — „til að ,'t^ekkja“ eins og aum- ingja maðurinn glopraði út úr sér.“ „Eruð þið farnir að undirbúa ykkur undir sjónvarpsumræð- urnar?“ „Við erum einna helzt að æfa kosningabrosið. Það hefur jafn- ve! komið til tals að fá ein- hverja tijsögn í tízkuskóla.“ „Búizt þið við að koma nianni á þing?“ Nú færist líf í þá. Þeir eru nú hræddir um það. „Við bjóðum ekki fram nema í þremur kiördæmum í bili. svo að útilokað er, að við fáum hreinan meirihluta. Við vorum heldur ekki vissir um, að ráð- legt væri að þurrka út alla gömlu flokkana í einu.“ „Þið verð'ð kannski til með að taka þátt í stjórnarsamstarfi eftir kosningar?" „Jú, við erum reiðubúnir tii að taka þátt 'i stjórnarsamstarfi, en ekki með neinum ákveðnum flokkum, heldur með einstökum þingmönnum eftir því sem semst.“ „Hvað er að segja um fram- boðslista ykkar.“ „Meðala'dur frambjóðenda er sennilega um það bil helmingi lægri en meðalaldur frambjóð- enda hinna flokkanna. E’zti frambjóðandi okkar er fæddur 1940, sá næstelzti 1945 og flest- ir hinna 1949 og 1950.“ „Það er ekki sérlega mikiö um kvenfólk á listum ykkar. Eru kvenréttindin ekki hátt skrifuð?" „Auðvitað eru kvenréttindin hátt skrifuð. Það kvenfólk, sem er á okkar listum er þar vegna eigin verðleika, en ekki vegna kynferðis tii að prýða listana. Það má líka koma fram, að við erum eini flokkurinn, sem býð- ur fram utanbæjarmenn í Hjá þ,inum,^r,yþe.tta ■ öfugt.",,-.,..... . | „Úr hvaða.stóttæru.frambjóð- | endurnír einna helzt?“ „Margir þeirra eru náms- menn, en annars koma þeir úr mörgum störfum. Þeir sem starfa einna mest líta á kosn- ingaundirbúninginn sem góða upp’vftingu frá próflestri." „Ætlið þið að gera einhverjar ráðstafanir á kjördag ti] að að- stoða kjósendur ykkar við að komast á k]örstað.“ „Strætisvagnarnir munu flvtía okkar kjósendur, enda duga varla smærri farartæki, og þar að auki ætlum við að reiða fólk á kjörstað á þeim reiðhjólum, sem ganga af í flokkshappdrætt- inu,“ „Kemur til greina, að þið dragið framboð ykkar til baka á síöustu stund?“ „Nei!“ „Starfar þessi flokkur að einhverju leyti eftir erlendum fyrirmyndum.“ „Sumir hafa spurt okkur. hvort við værum að herma eftir „Dvergunum" í Hollandi. en það erum við ekki að gera. Þegar fyrst var farið að ta!a um að stofna flokkinn vissum við ekki af tilveru þeirra. Ef við eigum eitthvað sameiginlegt með erlendum flokkum er það tilviljun en ekki eftiröpun. Viö h'jótum að eiga eitthvað sam- eiqinlegt með flestum, þVi að okkar höfuðmarkmið er að sam- eina allar stefnur í einum flokki." ,.Er eitthvað sérstakt. sem ykkur lannar til að t'>k-' r'-am?“ Þeir ha'da ekki. ,,Og þó ...“ segir Baldur. „Maður verður að vera heiðar'egur gagnvart kjós- endum, það er ekki vert að leyna bá neinu. Ástandið er nefnilega dálítið slæmt með menntamála- ráðherraefnið okkar ...“ „Nú?“ „Hann er svo flugveikur.“ — ÞB Ritstjóri Stefán Guðjohnsen DALLAS-Ásarnir frá Texas sigruðu Frakka í úrslitaleik um heimsmeist aratitilinn meö 243 stigum gegn 181. Er það annaö árið í röð, sem þeir eru heimsmeistarar. 1 sveit- inni eru Jacoby-Wolff, Lawrence- Goldman, Hamman-Eisenberg. — Fyrirliði er Oswald Jacoby. í þriöja sæti varð Formósa sem snil að við Ástralíu. í 5. sæti varð Brasilía, en B-sveit B'andaríkjanna gaf leikinn þegar staðan var 83- 63 fyrir Brasilíu. íslandsmótið í sveitakeppni hófst á fimmtudagskvöld í Domus Med- ica og spila sex sveitir um titilinn. I fyrstu umferðinni spiluðu allar sömu spil og fékkst því saman- burður milli þeirra allra. Þessi háttur fékk þó misjafnar undir- tektir hjá áhorfendum og vaþ þá ákveöið að sýna einn af leikjum mótsins á bridge-rama eins og áður fyrr. Hér er spil úr fyrstu umferð. Staðan var allir utan hættu og suður gaf. 4 10-5 4 10-9-6-4 4 G-4 * Á-K-10-4-3 ♦ 8 4 D-7-6-4-3 4 K-D-G-5 4 8-7-3-2 4 Á-K-7-6-5-3-2 4 D-9 * 5 4> D-6 4 Á-K-G-9-2 V Á „i • ■ iin. . 4'.10-8 ,.. . 4» G-9-8*5fr2|«f,,;fiiv i Þar sem sveit Stefáns Guðjohn- sen sat n-s, og sveit Þórarink Hall grímssonar á Egilsstöðum a-v, gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 S D P 1 G 2 L 2 T 3 L P 3 S 4 T 5 L Allir pass Vestur tök tvo hæstu í tígli og spilaði síðan hjartakóng. Sagnhafi drap á ásinn og átti auðveldlega afganginn. Slétt unnið. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 S D 2 L P 4 L 4 T 4 H P 5 L Allir pass Austur spilaði út tíguldrottningu, vestur tók 'tvo hæstu og spilaði þriðja tfgli. Austur hlaut því að fá trompslag og spilið varð einn nið- ur. Þar sem sveit Jóns Arasonar sat n-s og sveit Hjalta Elíassonar a-v, varð lokasamningurinn fimm tíglar doblaðir í vestur. N-s fengu fjóra slagi, 300 til n-s. Á hinu borðinu spiluðu a-v fjögur hjörtu dobluö og fengu aðeins sex slagi. 700 til n-s. \ Þar sem sveit Skúla Thoraren- sen, Keflavik sat n-s og sveit Guð mundar Guölaugssonar, Akureyri a-v varð lokasamningurinn fimm tíglar doblaðir, 300 niður. Á hinu borðinu voru einnig spilaöir fimm tíglar, tveir niður, en ódoblaðir. Mótinu lýkur á sunnudagskvöld með hófi og verðlaunaafhendingu, en í dag spila saman m.a. sveitir Jóns Arasonar og Skúla Thoraren sen, í kvöld sveitil' Sfefáns og'Jóns og síðdegis á sunnudag spila saman sveitir Stefáns og Hjalta. Sýningar í barna- skólum í Hafnarfirði Lækjarskóli í tilefni af 50 ára afmæli Sambands íslenzkra barna- kennara, verður sýning á handavinnu og teikningum nemenda, laugardaginn 22. maí kl. 14—19 og sunnu- daginn 23. maí kl. 14—22. Öldutúnsskóli í tilefni af 10 ára afmæli skólans og 50 ára afmæli Sambands íslenzkra barnakennara, verður sýning á vinnu nemenda laugardaginn 22. maí kl. 14—19 og sunnudaginn 23. maí kl. 14—22. Skemmtiatriði fara fram báða dagana kl. 16. Sýningarnefndirnar. *JB \ IIB m Tilboð óskast í byggingarframkvæmdir við Lagarfossvirkjun fyrir Rafmagnsveitur ríkis- ins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvík, gegn 10.000.— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 5. júlí n. k., kl. 14.00.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.