Vísir - 03.06.1971, Síða 2
=.“>( ii;
' ■ •
ff/Mfííý
Langstökk á mótorlijóli
Ef til vill er iþetta lausnin á
umferðarvandamálinu, þegar bíl-
amir standa tímunum saman i
einni bendu, og engin leið er að
mjakast áfram, j'afnvel þótt lífið
liggi við. Þessj maður á mótor-
hjólinu, sem sést stökkva yfir
/
fimm stórar amerískar bifreiðir,
er 18 ára gamall Bandaríkjamað-
ur. Steven Droste að nafni. Ef-
laust hefur hann upphugsað þessa
nýju fþróttagrein, einhvern tím-
ann þegar hann hefur verið bú-
inn að fá leið á því að bíða tím-
unum saman eftir að greiddist úr
umferðinni.
Hann segir, að langstökk á
mótorhjóli sé ákaflega spennandi
og skemmtileg íþróttagrein, þótt
ekki sé beinlínis mælt með henni
fyrir venjulega trimmara. Og Stev
en hefur áhuga á að bæta heims-
metið í greininni, en til þess þarf
hann að geta stokkið yfir sjö
bila — ekki neina smá'bíla, held-
ur amerísk tryllitæk; af stærstu
gerö.
Þetta er líkast til alldýrt sport,
nema því aðeins að kunningj'ar
Stevens ber; það mikið traust til
hans og hæfni hans í stökkinu,
að þeir þori óhræddir að lána
honum bíla sína til að stökkva
yfir.
Úrangútan í
ur unga sína s LSD-vímu
Gestir i dönskum dýragórðum gefa dýrunum
eiturlyf
TZ^alli, órangútan-api í dýra-
v garðinum i Álaborg, er nú
grunaður um að hafa verið í LSD-
vímu. þegar hann drap nýfæddan
unga sinn á dögunum.
Þetta er í annaö sinn, sem
Kalli verður nýfæddu afkvæmi.
sínu að bana, því að það sama
henti fyrir einu ári.
Forstöðumaður dýragarðsins
segir, aö þetta athæfi Kalla sé
ákaflega óeðlilegt. í fyrra datt
mönnum engin skýring í hug, en
nú hallast forstjóri dýragarðsins
að því. að Kalla 'hafi verið gefið
LSD, og hafi því verið undir á-
hrifum eiturlyfja, þegar hann
drap unga sinn.
Það hefur nefnilega komið á
daginn, að eiturlyfjaneytendur
• * .sa
Kalli —* heíu/tvívegis drepið unga sína.
hafa mikia ánægju af því að gefa
mannöpunum íspinna með LSD
í til að sjá þá ,,í rúsi“. Og upp
á síðkastið hefur hegöan Kalla
verið með slíkum endemum, að
útlit er fyrir, að hann hafi orðið
fyrir varanlegum skaða af eitr-
Trylltist
Burtséð frá því að hann drap
ungana sína tvo, hefur Kalli hegð-
að sér skrýtilega al-It undanfarið
ár. Fyrir nokkru trylltist
hann allt í einu og sleppti sér
gersamlega. þegar hann réðst á
gæzlumann sinn, sem hann hafði
til þessa umgengizt af mestu vin-
semd. Ofan í kaupið hefur Kalli
gert ítrekaðar tilraunir til að brjót
ast út úr búri sfriú að undan-
förnu.
Drápið á unganum kom f ljós
í síðustu viku, þegar gæzlumaður-
inn sá, hvar Kalli dró nýfæddan
ungann um búrið. Hann hafði bit-
ið sundur brjóstkassa ungans og
slitið af honum annan handlegg-
inn.
Forstjóri dýragarðsins í Ála-
borg segir:
„Bæði gæzlumennirnir hér ’i dýra
garðinum og ég hörmum þetta
atvik. Við héldum, að viö værum
að gera rétt, þegar viö leyfðum
Kalla að vera inni í búrinu hjá
Súsi, maka sínum, á síðasta skeiöi
meðgöngutíma hennar.
Fyrir um.það bil mánuði reyndi
ég að aðskilja Súsí og Kalla,
þegar við héldum að fæðingin
væri í vændum. En Súsí varö svo
óróleg, þegar við aðskildum þau,
aö eftir fimm mínútur tókum við
það til bragðs að leyfa þeim að
vera saman í búri. Súsí varð al-
veg óð. Hvert einasta hár á henni
reis og hún barði í kring-
um sig. Það róaði hana, þegar
Kalla var sleppt aftur inn til
hennar, svo að við leyfðum þeim
að vera saman.“
Þeir. sem sjá um dýragarða,
eru áhyggjufullir yfir þessum at-
burði eins og vonlegt er, því að
erfitt er að sjá til þess, að eng-
inn geti gefið dýrunum sælgæti,
og ekki er hægt að sjá, hvenær
það inniheldur einhver eiturefni,
þótt það sé reyndar furðulegt. að
nokkur skuli geta fengið af sér
að gefa dýrunum eiturlyf til þess
eins að geta hlegið að viðbrögð-
um þeirra.
• •••MtMlltllimMMtKðlligilllMMtlMttMM’
Liz TayEor og Jieekie Önassis
keppnst um að eignasf risagimsfein
Það er keppt í mörgu, og núna
eru tvær af ríkustu konum í
heimi í harðri samkeppni um að
eignast einn stærsta gimstein 1
heimi, sem innan t’iðar verður
boðinn upp í Genf í Sviss.
Þær Elisabet Taylor og Jackie
Onassis hafa báðar sent fulltrúa
til að vera við uppboðið og reyna
að klófesta gripinn, sem nefnist
,,Deep Dene“ og er metinn á um
tuttugu milljónir króna.
Líka er talið að þriðja milljóna
frújn, Barbara Hútton, girnist
gimsteininn, en hún er ein af auð-
ugustu konum veraldar og býr í
Marokkó.
Uppboðshaldararnir hugsa sér
gott til glóðarinnar, ög hafa gef-
ið út yfirlýsingu um það. að ekki
verði svo mikið sem litið við til-
boði upp á minna en 12 milljónir
króna fyrir þennan gimstein, sem
milljónafrúrnar langar að skarta.
Þessi merkisgimsteinn, „Deep
Dene“ fannst árið 1920 í Suður-
Afríku. Uijimál hans er 28 milli-
metrar.