Vísir - 03.06.1971, Page 8

Vísir - 03.06.1971, Page 8
V í SIR. Fimmtudagur 3. júní 1971, VÍSIR Otgefandí: Keyk]aprenr nt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstlórnarfulltröi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjðra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintaldð Prentsmiöia Vfsis — Edda ht. Fýldir menn 4.f hverju eru mennimir að ergja fólk með því að hafa þetta í sjónvarpinu, spurði fjöldi manns að lokn- um framboðsfundinum á þriðjudagskvöldið. En vænt- anlega mun almenningur geta huggað sig við, að nú hafi stjórnmálamennirnir loks lært af reynslunni og hafi ekki fleiri slíka fundi í sjónvarpssal. Mikill meirihluti frambjóðendanna talaði í hefð- bundnum framboðsfundastíl, sem hefur langtum an- kannalegra yfirbragð í sjónvarpinu en á venjulegum framboðsfundum. Það er sannarlega dapurleg sjón að sjá góða og gegna menn gera sér upp heilaga reiði og þrútna í framan, meðan þeir vinda ofan af þeim sömu innihaldslausu klisjum og slagorðum, sem landslýður hefur mátt þola áratugum saman. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefnd þeirri, sem gerði tillögur um kosningasjónvarp, Baldvin Tryggvason, lagði þar árangurslaust til, að nýtt form yrði tekið upp í stað gamla útvarpsumræðuformsins. Hann lagði til, að í stað glansmyndasýningarinnar í flokkakynning- unni yrðu fulltrúar flokkanna látnir svara spurningum andstæðinga. Hann lagði einnig til, að í stað hinna fyr- irfram skrifuðu ræðna á framboðsfundinum yrði tekið upp umræðuform, svo að menn stæðu fyrir máli sínu og svöruðu gagnrýni. Fulltrúar vinstri flokkanna máttu ekki heyra á slíkt minnzt. Engar nýjungar mátti framkvæma, heldur varð allt að vera í sama farinu Enginn blettur af gagnrýni mátti falla á glansmyndir flokkanna af sjálfum sér í flokkakynningunni og ekki mátti brjóta til mergjar þær einföldu og ómerkílegu klisjur, sem margir frambjóðendumir notuðu í stirðnuðum upp- lestri sínum á framboðsfundinum. Afstaða vinstri flokkanna er ef til vill skiljanleg út frá því sjó—'- 'iQi, að þeir hafi ekki treyst mönnum sínum til að tak'». b'" ' opnr^ vr iæðum og svara gagnrýni. En það er skam:::góður vermir að hindra umræður og gagnrýni. Varla geta vinstri ieiðtogarnir talið sér trú um, að sjónvarpsáhorfendum hafi fallið í geð hinir fýlulegu og hneyksluðu menn, sem máluðu fyrir fólki þá svörtu mynd, að lífskjörin væru alítaf að versna og efnahagslífið að komast á vonarvöl, það er að segja þegar þeir vom ekki að níða skóinn hver niður af öðrum. Hinir ósamlyndu vinstri flokkar hafa í sjónvarpinu orðið fórnardýr eigin íhaldssemi og hræðslu.Þeirvildu ekki opnar umræður og skoðanaskipti, þar sem slag- orðin væru vægðarlaust rifin niður og menn neyddir til að stíga úr fílabeinsturni sínum og takast á við raunveruleikann. Þeir töldu sig mundu tapa á því. En í staðinn sýndu þeir sig í spegli hins trénaða forms. Og almenningur sá ósamlyndi, uppgerðan þunga reiði og ábyrgðar, tóm orðanna, og fýluna, sem gaf fram- boðsfundinum svip sinn. Hver er lögun jarðar? — Bandaríkjaher ver 15 milljónum króna til mælingastarfa á Islandi Umferðaröngþveiti á Vatnajökli? Nei, tæpast. Þeir voru samt að skríða um jökul- inni víðs vegar á einum 7 snjóbílum, ferðagarpar og rannsóknarmenn, og einn þessara 7 þvældist í ó- göngur, og varð að híma í hríð og sambandsleysi í 4 sólarhringa kringum hvítasunnuna og innan- borðs voru 2 menn. Þessi eini snjóbíll er enn þarna á jöklinum en hann er í slagtogi með 3 öðrum auk þyrlu Andra Heiðberg. Þyrlan var auðvitað send í loftið, þegar menn fóru að óttast um þann er ekki kom fram, og sást bíllinn þá fljótlega, þar sem hann var að skreið- ast í Grímsfjalli. Þar biðu mennirnir 2 eftir að hríð- inni linnti og héldu síðan áfram til félaga sinna, sem eru starfsmenn Orkustofnunar að gera flóknar mælingar þar á jöklinum. Hvað er hægt aö mæla á Vatnajökli? Sérfræöingum finnst þetta eflaust heimskuleg spurning. Guðmundur Pálmason. for- stöðumaður jaröhitadeildar Orkustofnunar, tjáði Visi, að verkefni snjóbilsmanna stofnun arinnar, væri að gera þyngdar kort af iandinu — og þar með töldum Vatnajökli. Þyngdar- kort? Mæla þyngd? „Já“ segir Guðmundur, „þegar við tölum um að mæla þyntd þá eigum viö raunvenilega við, að við séum að mæla aðdráttarafl jarðar. Að dráttaraflið er ekki ails staöar jafnsterkt, og það er hægt með nákvæmum mælingum að finna út þær litlu breytingar sem veröa á aðdráttaraflinu frá ein- um stað til annars. Trausti Einarsson, prófessor, gerði slíkar mælingar hér á landi fyrir um 15—20 árum, en þær mælingar náðu ekki jafnt til allra landshluta eins og þær sem nú er verið að gera. Þessar mælingar, sem viö ljúkum núna við með þv*i aö senda leiðangur á Vatnajökul- inn, eru orðnar að næsta þétt- riönu neti um allt landið. Við mælum aðdráttaraflið á vissum punktum, og milli hverra punkta eru um 10 kílómetrar." Hvemig er jörðin í laginu? Og hver er svo tiigangurinn með þessum mælingum? „Hann er raunar tvíþættur. Við hjá Orkustofnun, sem fram kvæmum verkið og vinnum úr gögnum, höfum mestan áhuga á að fá vitneskju um berg- grunninn sem er undir landinu. Mælingarnar gefa okkur upplýs ingar um þéttleika bergmyndana og breytingar þar á koma fram sem breytingar á þyngd- araflinu—aðdráttaraflinu. Þetta eru þær fræðilegu upplýsingar sem við hér viljum fá. Svo er önmtr hlið á málinu. Mælingar þessar eru að öl!u leyti kostaðar af Landmæl- ingastofnun Bandarlkjahers, en framkvæmdar af Orkustofn- un. Þegar unnið hefur verið úr gögnum, fá þeir eintak af þeim, en við fáum þau vitanlega einnig, og notum þau að viid. Bandarikjamenn kosta slíkar mælingar víða um lönd, og er markmið þeirra með mæl- ingunum að fá í hendur full- komnar upplýsingar um lögun jarðarinnar." Langvarandi úthald Gunnar Þorbergsson, land- mæiingamaöur* framkvæmir verkið og stjómar því úti I mörkinni, en Guðmundur Pálma son annast svo yfirstjórn og samskipti við Bandarikjamenn. Byrjað var á mælingunum 1968, og þá um sumarið fóru þeir mælingamenn með tæki sín um allt Suðvesturland og hafa síðan notað hvert sumar. 1969 var mælt Norðausturland, síöan Austurland og Vestfirðir og nú er verið að ljúka verkinu. „Þetta hefur verið mtkið verkefni, og Gunnar og hans menn hafa mikið notað þyrlu Andra Heiðberg við aö flytja sig á milii bækistöðva,“ segir Ameríkanar vilja finna út lögun jarðar — íslendingar kanna undirstöðuna Guðmundur Pálmason, „og raun ar er aðdráttaraflsmælingin auðveldasti hluti verksins, því um leið framkvæma landmæl- ingamenn hæðarmælingar, sem eru mjög nauðsynlegur hlut; af þessu öllu saman og jafnframt tímafrekastur.“ „Reiknað er með að verkinu ljúki á þessu ári og er þá heild- arkostnaður við þaö frá upphafi orðinn um 15 millj. krónur. Við munum síðan vinna frekar úr niðurstöðunum, þegar tími vinnst til.“ — GG m. uru .vu*

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.