Vísir - 11.06.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 11.06.1971, Blaðsíða 8
8 VlSIR. Föstudagur 11. júní 1971. VISIR Otgefandi: Reykjaprenr nt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 f5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mánuöi tnnanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Visis — Edda M. Þó er munur ]\Jjög mikið er um, að fólk kvarti um, að stjórnmála- flokkamir séu hver öðrum líkir og bjóði kjósendum upp á sömu loforðin og slagorðin. Þetta er að vissu marki rétt, eins og menn geta sannfærzt um, ef þeir fylgjast með áróðri og stefnuskrám flokkanna. En þar með er ekki allur sannleikurinn sagður. Svo er fyrir að þakka, að mörg þjóðþrifamál eru þess eðlis, að allir flokkar hljóta að hafa þau á stefnu- skrá sinni, því að allir vilja þeir þjóðinni vel. Allir vilja leggja vegi, draga úr mengun og stækka land- helgina vemlega, svo að dæmi séu nefnd. Hinu er ekki að leyna, að leiði kjósenda stafar að nokkm leyti af því, að deilur hafa að þessu sinni orðið vægar um pólitísku ágreiningsefnin. Stjómar- andstæðingar hafa lítinn höggstað fundið á ríkis- stjórninni og hafa því aldrei þessu vant fátt um að- gerðir hennar og markmið að segja. í stað þess leggja þeir áherzlu á mál, sem ekki er flokkspólitískt og allir em í aðalatriðum sammála um, — landhelgina. Engu að síður er veigamikill munur á stjómmála flokkunum, einkum á Sjálfstæðisflokkrififfi ''ánriárs vegar og vinstri flokkunum, þar á meðal Framsóknar- flokknum, hins vegar. Þessi munur felst annars vegar í mismunandi leiðum og hins vegar í mannavali. Vinstri flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru félagshyggjuflokkar, en eftir mismunandi leiðum. Vinstri flokkarnir leggja áherzlu á þátt rfldsvaldsins og skipulagshyggju í öllu mannlegu lífi. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur hins vegar áherzlu á þátt einstakl- ingsins og þroska hans sem grundvöll félagshyggj- unnar. Vinstri flokkarnir reikna út frá stærstu ein- ingunni, ríkisvaldinu, en Sjálfstæðisflokkurinn út frá minnstu einingunni, einstaklingnum. Hér er um raun- verulegan grundvallarágreining að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki líta á einstaklinga þjóðfélagsins sem einhæfan og tilbreytingarlausan múg, sem ríkisvaldið ráðskist með eins og gataspjöld í tölvu, heldur sem sjálfstætt hugsandi fólk, sem rækta beri með sér einstaklingsþroska til að geta tekið tillit hver til annars. Ekki er minni munur þessara flokka í mannavali. Það vill til, að stefna Sjálfstæðisflokksins er slík, að hún Iaðar að sér dugmikið og athafnasamt fólk. Þess vegna eru þar í flokki á oddinum menn, sem geta framkvæmt góða hluti, á meðan vinstri leiðtogarnir tala hjartnæmum orðum um þá. Jóhann Hafstein hefur sýnt dug sinn í iðnaðar-, orku- og heilbrigðismálum, Ingólfur Jónsson í vega- málum og málum bænda og Magnús Jónsson í fésýslu hins opinbera. Geir Hallgrímsson hefur sýnt sama dug í stjóm Reykjavíkur og Gunnar Thoroddsen á mörg- um sviðum opinbers lífs. Mörg fleiri nöfn mætti nefna. í forustu Sjálfstæðisflokksins eru mennimir, sem kunna ekki bara að tala, heldur líka að framkvæma. Styrjöld lokið? Tjað er nú orðið æöi langt síðan strlðið f Víetnam hefur verið í fréttunum. Það er eins og það sé orðiö gleymt, eða sé ekki lengur til. Fréttaáhuginn hefur yfirgefið þetta ðgæfusama styrjaldarland og þotið i stað- inn í leit að nýjum styrjöldum og hörmungum, eins og hins skelfilega ástands í Austur- Pakistan. En ekki ber þð enn á því að hóparnir, sem víða um lönd hafa mótmælt stríðsaðgerö- um í Víetnam séu enn komnir út á götuna til að mótmæla striðsaðgerðum í Pakistan, þó þær viröist hafa verið í marg- . falt stærri mælibvarða og enn hryililegri en nokkuð það sem gerðist austur í Víetnam, þar með talið Mæ Læ. En það er kannski munur hver í hlut á, Ameríkanar eða hershöfðingja- stjórnin í Pakistan, þessir elsku- vinir kínversku Mao-stjórnar innar. Að vísu voru einhverjar frétt- ir um það fyrir svo sem þremur vikum að iítið eitt hefði borið • ;; ........y? : • —::••"■'•"••'•■; færir um að kljást sjálfir við vandamálið. Þessi nýju sjónar- mið endurspeglast m.a. í því, áð þegar norður-víetnömskum stríðsföngum er nú sleppt úr haldi, þá neitar þorri þeirra að snúa aftur til Norður-Víetnam. Þangað er enga von lengur að sækja. Þeir óska heldur að taka þátt í því viðreisnarþjóðfélagi, sem verið er að koma upp f Suður-Víetnam. Nýlega gerðist það, að einir 13 manns úr stór um hópi stríðsfanga sem sleppt var, vildu snúa heim til Norður- Vietnam, flestir þeirra bæklaðir menn. En þegar komið var með þá norður á bóginn til fanga- skipta, þá neituðu kommúnjst- amir að taka við þessum bsekl- uðu fylgismönnum sfnum. Það eru margar frásagnir frá Suður-Vietnam, sem bera með sér þau straumhvörf, sem orðið hafa þar í landi nú á skömmum tírna. Hér ætla ég aðeins að rekja ýmsar athyglisverðar upp- lýsingar, sem komu nýlega 'fram í samtali sem birtist í m Merkilegir atburðir hafa verið að gerast í óshólmum Mekong fljótsins. Vegir og skurðir hafa verið opnaðir og bændur eru hin nýrika stétt með traktora og sjónvarpstæki. á svokölluðum eldflaugaárásum á þorp og bæi 'i Suöur-Víetnam um eina helgi, en síðan ekki meir. Og hinu er heldur ekki að leyna, að enn er barizt vestur f Kambodju, þar sem um 20 þúsund manna skipulagður her Norður-Víetnama kallar sig heitinu „Þjóðfrelsisfylking Kambodju‘‘ og reynir aö ná und ir sig höfuðborg þessa frum- stæða ríkis, Pnom Pen. 170 f sjálfu Suður-Víetnam sýnast menn nú vera farnir að reikna með því, að hinni áratuga löngu styrjöld sé lokið. Nú þurfi ekki lengur um það að ræða, tilraun kommúnista til að leggja undir sig landið hafi mis- tekizt. Nú er bandarískt lið flutt sem óðast í burtu frá land- inu enda hefur það ekkert meira að gera þar en að flækjast fyrir. Heimamenn þykjast nú bandaríska vikublaðinu U. S. News and World Report. Þar er rætt við mann nokkum að nafni John Vann, sem starfað hefur mörg ár í Suður-Víetnam og hefur upp á sfðkastið verið ráðu nautur um borgaralega uppbygg- ingu í Mekong óshólmimum, sem lengi var erfiðasta hérað Suður-Víetnams, oftast talið að- albæli kommúnista, enda lá hér- aðið þannig við samgöngum um Mekongfljótið, að ákaflega auö- velt var fyrir kommúnista að flytja þangað á laun vopn og birgðir, meðan eftirlit var feiki- erfitt f þvi völundarhúsi ár- kvísla, hólma, fenja og skóga, sem þarna er. Tjað kemur greinilega fram af " samtalinu við Vann, að vandamálin hafa nú verið yfir unnin í Mekong-óshólmunum. Sá árangur hefur ekki náöst fyrst og fremst meö hernaðar aðgeröum á svæðinu, heldur hef ur breytingin gerzt innávið, með al íbúanna, bændafólksins, sem lifir á þessum slóðum. Hagur bændanna hefur stórlega batnað tækniframfarir hafa orðið ótrú lega miklar og þeir hafa nú svo ótvírætt er hallazt á sveif með því þjóðfélagi, sem er 1 viðreisn, en hafnað frekari stuön ingi við bommúnista. „Meginbreytingin, segir hann, hefur orðið í viðhorfum fbúanna gagnvart óvinaherjunum bæði Víet Kong og Norður-Víetnöm m l>eir hafa misst tiltrú og stuöning fólksins.“ Þá lýsir Vann því, hvaða atriði hafi valdið þessum straumhvörf um. Eitt af þvi er hin almenna reiði vegna hinna sviksamlegu árása kommúnista í Tet-sókn- inni alræmdu, þegar þeir not færðu sér vopnahlé og helgi- tíma hins nýja árs til morðá- rása út um allt land. Um það segir Vann m. a.: ,JVteð Tet- árásinn; 1968 gerðust mjög und arlegir hlutir, sem erfitt er fyr xr vestræna menn að skilja. Það er mjðg sterk trú á þvV i Víet- nam, að fyrsti gesturinn á hverju nýju án beri með sér gæfu eða ógæfu hins nýja árs. „Fyrsti gesturinn" á Tet-ára- mótunum 1968 voru kommún istamir og þeim fylgdu meiri manndráp og höimungar I Iand inu en þekkzt hafa á nokkru öðru ári. í fyrstu sámaði mðnn um, bvemig kommúnistarair eyðilögðu mestu hátið ársins, sem menn faöfðu hlakkað lengi til. Þau sárindi breyttust siðan í reiði og hatur og vantrú. Kommúnistar höfðu leitt ógæf- una í hlað á nýju ári. Þeir urðu ólukkufuglamir. Þetta voru fullkomleg raunhæf og eðlileg viðbrögð." Tjað er atfayglisvent í frásögn 1 Vanns, að hann upplýsir, að í þessu héraði, Mekong-ós- hólmunum, haf; nú lengi ekki verið neinn bandarískur land- herstyrkur. Það eru heimamenn sjálfir sem hafa bugað komm- únistana. Hann telur, að enn leynist talsverðir hópar komm- únista á svæöinu, en þeir kom ist ekki upp með neinn moð- reyk af því að almenningur sé andvígur þeim og mjög á verði. En þegar hann er spuröur, hvort hann telji, að fólk hafi breytt um stjórnmálaskoðun, svarar hann: „Ég held að við ættum ekki að einblína of mikið á stjórn- málaskoöanir. En ég hef ör- uggar upplýsingar um breytt viðhorf, sem að v’isu koma hvergi fram á neinum hagskýrsl um, en eru þó mjög mikilvæg. Þetta er einfaldlega fólgið f því, að þúsundir manna hafa þegj andi oe hljóðalaust komizt á þá skoðun, að styrjöldinnj sé lokið. Og þetta á sérstaklega við þá, sem áður studdu óvir ina vmist i laumi eða opinber- lega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.