Vísir - 11.06.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 11.06.1971, Blaðsíða 9
^ÍISIR. FöStuUagur n. jQra nr/I. ■ m ■ -m ——.m, ...■»>»■ r imwi. • ð • C.U c • B C ð • S O • C •• • •»■•••••>•••••••••••••••••••••• •!•••••• O ••••••••••••••••••••• •• • •••••••••••••• «* Þetta fólk er í sfvaxandi mæli að komast aö raun um, að þær umbætur og framfarir, sem það vonaðist til að kommúnist- ar myndu færa því, eru fáanleg ar í hinum herbúðunum, ef menn aðeins hætta vígaferlum og snúa sér að plóginum. Þetta fólk er ekki að hafa fyrir því að koma opiriberlega fram og tilkynna að það hættj stuðningi við kommúnista en styöji stjórn ina. Það einfaldlega tekur þá afstöðu, að styrjöldinni sé lok ið og það hlýðir ekki lengur kalli kommúnista um að sprengja upp brú eöa koma I burðarflokk til að flytja birgðir fyrir þá. Ég er í engum vafa, að þetta hefur verið að gerast, ■þó auðvitaö sé ekki hægt að finna neinar tölur um slíkt.“ 4 ð lokum er John Vann spurð- ur að því, hvernig daglegt líf hafi breytzt f Mekong-ós- hólmunum. „Það hefur orðið feikimikil breyting, segir hann. á daglegu lífi. Bændurnir eru hin nýríka stétt í Víetnam. Hvar sem er á óshólmasvæðinu kem ur maöur auga á, hvar sjón- varpsloftnetunum skýtur eins og gorkúlum upp af torfþekj- um bændakofanna, Þau eru til vitnis um það, að bóndinn hefur nú V fyrsta skipti afgangsfé, ekkj aðeins til að kaupa sjón- varp, heldur verður hann líka að kaupa sér 450 vatta Ijósavél. Fyrir þremur árum var vél í einum af hverjum 25 sampön- um (fljótabátum bænda). Nú er vél í helmingi bátaflotans. Samtimis uppbyggingu stjórn arkerfis í óshólmunum hafa farið fram geysimiklar vegagerð ir og skuröir verið hreinsaðir til að koma á öruggum sam- göngum við 2 þúsund þorp, sem áður voru einöngruð á yfirráða svæði kommúnista. Þetta þýðir, að samgöngurnar eru nú opnar á markaðj borganna. Og það hefur haft veruleg áhrlf til útþenslu og framfara í landbún aðinum. Það er nú ekkert óvenjulegt að hitta á einstaka bændur, sem skreppa til höfuðborgarinnar Sai gon til að kaupa dráttarvélar. sem þeir borga út í hönd. Aðr- ir, sem hafa minni efni, stofna ræktunarfélög til aö kaupa traktor og greiða hann upp á 15 mánuðum með því að ieigja hann út. A nnað atriöi, sem hefiir mjög mikil áhrif í Vtetnam er sú stórkostlega útþensla frétta miðlunar sem hefur orðið með útbreiðslu transistora-útvarps- tækja í landinu. Það má kalla þetta „transistora-útvarpsbylt- ingu“. Breytingin hefur verið sú, að þetta frumstæða bændaþjóðfé- lag, sem áður þekkti engar frétt ir aðrar en þær sem bárust manna á milli, og hafði sára litla hugmynd um hvað var að gerast utan þorpsins síns, fylg ist nú daglega með fréttum af hrísgrjónaverðinu á markaðn- um í Saigon. Þessar daglegu upplýsingar hafa gert samningsaðstöðu bænd anna miklu sterkari gagnvart hrisgrjónakaupmanninum, sem áður fyrr gat notfært sér og grætt á fáfræði bændanna. Þeg ar bóndinn veit, hvaða markaðs verð er á hrísgrjónum í Saigon, þá veit hann um leið, hvað mikinn gróða milliliðurinn hef- ur. Ef bóndinn fær ekki nógu gott. verð hjá kaupmanninum, þá fer hann einfaldlega og Ieig ir sér vagn og flytur sjálfur grjónin sín á markaðinn, og fær betra verö fyrir framleiðsluna en kaupmaðurinn bauð honum“. Þorsteinn Thorarensen rnennur iðnaður með 10% og stériðjan 32% af útfSutningi 1980? Voru rúm 4°/o og 73 % 1 fyrra ísland mun næstu árin verða iðnaðarríki í sívaxandi mæli. Þetta kemur fram af greinargerð dr. Guðmundar Magnússonar prófessors um áform í iðnþróun, stöðu íslenzks iðnaðar, hugs- anleg markmið og leiðir, sem hann hefur samið á vegum iðnaðarráðuneytisins. Þar er spáð liðlega 8% aukningu fram- leiðslu í almennum iðnaði að meðaltali á ári, en yfir 10% aukningu, ef álframleiðslan er tekin með, sökum stækkunar álversins. Framleiösla á kísilgúr mun væntanlega vaxa um 16% á ári. Álsteypa, hveitimylla og spónverksmiðja? Dr. Guðmundur segir, að erf- iðast sé að spá um alger- lega nýjar iðngreinar, bæði hverjar þær yrðu og af hvaða stærö, og hvenær þær gætu hafið framleiöslu. Nýjar iðngreinar mundu að sjálfsögðu valda þvi. að aukningin yrði enn meiri en framangreind prós- enta gefur til kynna. Ef unnt væri til dæmis að koma upp 5000 tonna álsteypu, hveitimyllu og spónverksmiðju árið 1973 eöa fyrr, gæti aukn- ingin oröið 12—13% á ári frá og með 1973 — 74. Annar möguleiki, sem hljóti að vera tímaspursmál, sé oliu- hreinsunin, að minnsta kosti fyr ir innanlandsmarkað. Ef um stóra stöð til útflutnings yrði að ræða. yrði það enn veruleg lyftistöng fyrir framleiðsluna. í áætluninni er gert ráð fyrir, að kísilgúrframleiðslan muni aukast um 16% á árj og á- burðarframleiðsla muni aukast verulega vegna stækkunar Á- burðarverksmiðjunnar. ■ Vænlegastar vaxtargreinar séu annars plastiðnaður, leirmuna- gerð, ullariðnaður alls konar og skinnaiðnaður ! matvælaiðnaði megi búast við um 2% aukn- ingu á ári að jafnaði. Mikil endurnýjun á sér stað í iðnaði Endumýjun vélakosts eöa út- víkkun eigi sér stað í flestum iðngreinum. Af stærstu fram- kvæmdum i almennum iönaði er fjárfesting í ullariðnaði, veiðar færaiðnaði og leirmunagerð. Umsóknir um stuðning frá Iðnlánasjóði og lánveitingar' hans gefa til kynna, að endur- nýjun eigi sér stað á breiðu sviði í iðnaðinum. Af athugunum. sem eru eða hafa verið í gangi, um nýja teg und framleiðslu á sviði smáiðn aðar, nefnir dr. Guðmundur þangiðju, þilplötugerð, brota- jámsvinnslu, hveitimyllu, spón verksmiðju leirmunagerð, perlu steinsvinnslu og góðmálmasmíði til útflutnings. Þá hafa skipasmíðar eflzt mjög innanlands á undanförnum ár- um. Flestar Skipasmíðastöðvar hafa nú samningsbundin verk- efni allt fram til ársins 1972 eða lengur, og þær munu varla anna öllu meira í svipinn. Hins vegar hefur iðnaður ekki þróazt hér á landi að ráði enn sem komið e^ og málmiðn- aður hingað. til verið að miklu leyti þjónustugrein við sjávarút veg, byggingariðnað og fleira. f greinargerðinni segir að það sé ekki vansalaust að framleiða hér næstum engin framleiðslu- gögn og ætti að vera metnaðar mál, að hér yrðu framleiddar ýmsar vélar til sölu heima og erlendis. Þannig eru líkur til verulegr- a,- sóknar á sviði smáiðnaðar á næstu árum. — Iðnaðurinn mun taka við sívaxandi hluta fólks- fjölgunarinnar og eiga sívax- andi hlut í framleiðslu og út- flutningi. Er þó enn að mestu ótalinn orkufrekur iðnaðu,- og mangt annað. Áburðarverksmið j an stækkar í 60 þúsund tonn Um árabil hefur verið unnið að athugunum á möguleikum sjóefnaiðju á Reykjanesi. Bor- anir gáfu i fyrra allörugga vit- neskju um nægilegan jarðvarma til sjóefnavinnslu í stórum stfl. Athuganir beinast nú einkum að saltvinnslu og magnesíum-klór- framleiðslu, en í greinargerðinni segir, að af framleiðslu muni ekki verða fyrir árið 1975. Hið sama sé að segja um orkufrek að iðnað almennt, svo sem mögu leika á málmbræðslum, þunga- vatnsframleiðslu og þess háttar. Hins vegár verði að telja það tímaspursmál, hvenær hag- kvæmt verði taliö að setja á fót álsteypu. Menn munu f því sam bandi minnast þess. að erlend fyrirtæki sýndu í vetur nokk- urn áhuga á vinnslu hérlendis úr áli. Slíkur iönaður yrði vænt anlega í grennd við álverið í Straumsvík, og mundi nota mik ið vinnuafl, 400—500 manns. Þá stenduT yfir stækkun á Áburöarverksmiðjunni úr 24 þúsund tonnum I 60 þúsund tonn. Þeirri stækkun á að verða lokið á næsta ári. Auk þess er gert ráð fyrir, og mikil þörf á, frekari vinnslu frystra og niðursoðinna sjávar- afurða. Vonir eru um fiskirækt, „sjávarbúskap“, og ylrækt. íslendinga dreymir um út- flutning iðnaðarvara, sem *enni traustari stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Þetta var einnig einn megintilgangur inngöngunnar i EFTA. Segja má, að tfmamót hafi orðið á sfðasta ári. Þá náði útflutningur á iðnað arvörum því að verða um 17% af vöruútflutningnum. Þar af voru rösklega 3% almennar iðn aðarvörur, aðallega skinna- og ullarvörur, 1% var kisilgúr og 13% ál. Tvö- þreföldun útflutn- ings almennra iðnaðar- vara ■f^greinargerðinni segir, að ekki sé óraunhæft að ætla að útflutningsverðmæti almennra iðnaöarvara, að kfsilgúr með- töldum en áli ekki. geti tvö- til þrefaldazt fram til 1974. Fram leiðsla kísilgúrverksmiðiunnar á að aukast um 70% í ár, en það skapar um 90 milljónir króna til viðbótap á ári hverju. For svarsmenn í ullar- og skinnaiðn aði telja, að framkvæmanleg sé 10—20% aukning á söluverö- mæti afurða f útflutningi á næstu árum. Þá beri að hafa í huga þann útflutning á umbúðum og veið arfærum, sem hafinn er. út- flutning á málningu, skipum og fleiru. Að öllu samanlögðu sé gerlegt að auka útflutninginn úr 519 milljónum króna í um 1200 milljónir króna á ári árið 1974 eða yfir 200 prósent. Þessi aukning getur orðiö meiri. Verðmæti skinna ætti aö geta aukizt verulega með því að fullvinna þau fremur en að selja saltaðar gærur úr landi. I>á koma minkaskinnin til. Það ætti að ölhi satnanlögðu ekki að verða ofraun að stefna aö því, að út- flutningur almennra iðnaðar- vara verði 10% af öllum út- flutningi, og er þá álið ekki talið með. Þetta ætti að geta orðið, þótt verðmæti sjávarafurða yrði aukið jafnframt og orkufrekur útflutningsiðnaður efldur. Stóriðja uop úr 1975 Ef lengra er horft en til árs- ins 1975 er raunhæft að gera ráð fyrir ýmiss konar stóriðju — Dr. Guðmundur segir. að á sviði stóriðju sé vitað, að stækkun á! versins í Straumsvík úr 44 þús- undum í 77 búsundir tonna verði væntanlegs lokið á næsta ári. — Ný orkufre'- pmrnToir;‘úíi til út- flutnina= veti ’jrt orðið fyrr en árið 1975 Ef ee‘ í■ ráð fvrir. að Sifl ölduvir!» /' verði iokið árið 1975 og virkjun við Hraunevjar foss árið 1979, sé ekki óraun- hæft að reikna með eftirfarandi stóriðju: 50 þúsund tonna málrn bræðslu, 70 þúsund tonna álveri, 10 þúsund tonna álsteypu og talsverðri sjóefnaiðju, svo sem 250 þúsund tonna saltverk- smiðju, 24 þúsund tonna magn- esíumverksmiðju og svo fram- vegis. Líta beri á þessar fram- kvæmdir þannig, að í stað einn ar geti komið önnur ámóta orku frek áform. (Til dæmis þá, að í stað magnesíumverksmiðju kæmi önnur ámóta af öðru tagi). Margs konar orkufrekur iðnaöur kemur hér til greina ann ar en þessi og þá ekki sízt olíu- hreinsunarstöð og þungavatns- verksmiðja. Niðurstaða slfkrar spár gæti orðiö sú að hlutdeild stóriðju í útflutningi gæti vaxið úr 13% 1970 i 32% árið 1980. Hlutur smáiðju gæti vaxið úr 4% f 10% áriö 1980. Þessi aukning iðnað- arins mundi valda minnkun á hlutdeild sjávarafurða í útflutn ingi, þó að gert sé ráð fyrir verulegri verðmætaaukningu i sjávarafurðum. Hlutur sjávaraf urða í útflutningi gæti þá minnk að úr 78% f fyrra niður í 56% árið 1980. Þá má gera ráð fyrir, að hlutur landbúnaðarafurða af útflutningi minnki smám saman niður f 20% árið 1980. Þa-rna er ekki gert ráð fyrir samdrætti í sjávarútvegi, þvert á móti auknum verömætum. — En samt minnkar hlutdeild hans í útfl.utningi vegna gífurlegs vaxtar iðnaðarins. Ætti hverj- um manni að vera ljóst að þessi þróun leiöir til mjög bættra lffs- kjara í landinu. —HH ■••••>aa«*asa«aaaaaaaaa*a«oca>««aac

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.