Vísir - 11.06.1971, Blaðsíða 16
Orðrómur um ölvun Cæsars
Fiugvél í vuruhluti
„Vaengir hf.“ heitir flugfélag það
sem þessa óhrjálegu flugvél á. —
Við rákiunst á vélina suður á
Reykjavíkurflugvelli, og fannst
næsta lítið fara fyrir vængjunum.
Reyndar er þessi maskina aðeins
notuð í varahluti.
Vængir hf. eiga 6 flugvélar í
bezta lagi, og halda uppi áætlunar-
flugi til Vestfjarða, svo sem Þing
eyrar, Önundarfjarðar og fleiri
staða, og einnig noröur á Blöndu-
ós og til Siglufjarðar. Vélamar eru
af gerðinni Piper Apaohe og Beech
raft. Eftir helgi bætist svo ein
Islander-vél í hópinn, ,,og þetta
gengur mjög vel hjá okkur“, sagði
Hreinn Hauksson, sem Vísir ræddi
við, ,,það er vissulega þörf á föstu
áætlunarflugi til þessara staða, en
við stundum einnig leiguflug. — GG
manna úr lausu lofti grípinn
„Yfirheyrslum vestur á ísa
firði er lokið út af Cæsar-
strandinu, og svo virðist, sem
allur orðrómur um, að ölvun
skipstjórnarmánna hafi vald-
ið strandinu, sé úr lausu
Iofti gripinn“, sagði Hjálmar
Bárðarson, siglingamálasjóri.
„Allur vitnisburður sjómanna
á rækjubátum og hafnsögu-
mannsins, sem var um borð,
hnígur á móti því. Hafnsögu-
maðurinn segist ekki hafa séð
á kosningadaginn
„Þáð 'er . índælis ’veður um allt
land»‘í_ sagði Jónas Jakobsson
•veðurfræðingpr þegar Vísir talaði
við VeðursttÆúna í inorgun, „hæg-
viðq og víðast hvar léttskýjað eða
heiðskírt. Klukkan níu í morgun
mældist þegar 10 stiga hitj austur
á RangárvöIIum og mjög víða var
hitinn 8—10 stig. í Reykjavík var
9 stiga hiti, en á Akureyri 8 stiga
hiti.“
Jónas sagði, að hámarkshiti í
Reykjavík í gær hefði verið 16 stig
og sama hitastig mældist á Þing-
völlum og var á þessum stöðum
hlýjast á landinu.
1 svona góðu veðri eru veður-
fræðingar einnig bjartsýnir og sagði
Jónas: „Það er ekki annað að sjá
en góðviðri. Það ættj því að vera
horfur á góðu veöri á kosninga-
daginn.“ Um daginn 1' dag sagði
Jónas, að hann yrði hlýr og bjartur,
en taldi samt hafgolu seinnihluta
dags draga úr hitastiginu í Reykja-
vik þannig að búast mætti við 12—
14 stiga hita hér í dag. — SB
— En nú er skipið sokkið, og
við því verður ekki gert, og
málinu lokið. Að öðru leyti en
því að viö höfum spurzt fyrir
um það i gegnum sendiráðin
okkar í London og Osló, hvers
vegna björgunarmennirnir vildu
ekki nota sér þá aðstöðu, sem
þeim bauðst á ísafiröi, til þess
að þétta skipið, áður en þeir
hófu ferðina. Við eigum eftir að
fá svar við því.
Bótakröfur vegna skaða á
æðarvarpi þarna vestra vegna
olíulekans, verða að bíða fram
á sumar, þar til Ijóst verður,
hver spjöll hafa orðiö á varp-
inu. Það sést ekki fyrr. En það
er mál landeigendanna sjálfra,"
sagði siglingamálastjóri. — GP
Horfur á góðu veðri
ölvun á neinum manni tímann
sem hann var um borð í skip-
inu,“ sagðj siglingamálastjóri,
sem hafði óskað þess við sýslu-
mann á ísafirði, að frekari yfir-
heyrslur færu fram til þess að
reyna aö ganga úr skugga um
sannleiksgildi ýmissa sögusagna,
sem komust á kreik um strand-
ið.
„Hins vegar hafa okkur ekki.
ennþá borizt málskjölin og
skýrslurnar af sjóprófunum í
Bretlandi, eins og viö höfðum
óskað eftir.
„Við notum hana í
uppi samgöngum allan ársins hring við kauptún á Vestfjörðum, Blönduós og Siglufjörð.
Fjórum sinnum fleiri atkvæði
bak við hvern þingmann
Rvíkur með uppbótarsætum
Að baki hvers þingmanns í
Reykjavík eru nærri fjórum sinn
um fleiri atkvæði en á bak við
hvem þingmann í því kjördæmi
sem fæst er. Ef fjölda á kjör-
skrá er deilt á þingmenn hvers
kjördæmis, koma 3404 manns á
hvern þingmann í Reykjavík, en
aðeins 960 á hvem þingmann á
Vestfjörðum.
Það er sanngjamt að taka upp-
bótarþingmenn með í þessa reikn
inga. 1. uppbótarmaöur hvers
Hokks hefu,- til dæmis jafnan ver-
:ð af lista flokksins í Reykjavik,
ag hann er þvi þingmaður Reykja
víkur eins og aðrir á listanum. —
Uppbótarsæti skiptust síðast þann
ig á kjördæmin, að þrír voru frá
Reykjavík, þrír frá Reykjanesi,
tveir frá Norðurlandi eystra. einn
frá Vesturlandi, einn frá Vestfjörð
um, einn frá Norðurlandi vestra, en
enginn af Austurlandi og Suöur-
landi.
Veröi þingmenn nú úr sömu kjör
dæmum og síðast, koma 3404 á
kjörskrá á hvern af þingmnnum
í Reykjavík, sem þá hefur 15 þing
menn. 12 kjörna í kjördæminu og
3 í uppbót. Á Reykjanesi koma
2601 manns á hvern af 8 þingmönn
um, (5 kjördæmakjörna plús 3 í
uppbót). 1755 eru á hvern af 6
þingmönnum Suðurlandskjördæm-
is, 1624 á hvern af (8) þingmönn-
um úr Norðurlandskjördæmi eystra
1320 á hvern af 5 úr Austfjaröa-
'kjördæmi. Loks koma 1259 á hvern
af 6 úr Vesturlandi, 1000 á hvern
af 6 úr Norðurlandskjördæmi
vestra og 960 á hvern af 6 þing-
manna úr Vestfjarðakjördæmi. —-
í öllum þessum þingmannatölum
er búið aö bæta uppbótarþingmönn
um úr hverju kjördæmi við kjörna
þingmenn úr kjördæminu sjálfu.
- HH
DREGIÐ UM 3
BÍLA í KVÖLD
Seint í kvöld veröur dregið um
brjár bifreiöir, sem í boði eru í
hinu glæsilega landshappdrætti
’álfstæöisflokkshxs. Tvær Chrysl-
er-bifreiðar og ein Ford Capri
munu þá skipta um eigendur, en
aðeins þeir, sem hafa skilaö af sér
yrir kvöldið eiga mögu.leikann.
Raunar er hægt að skila af sér
alveg fram ti] kl. 11 á skrifstofu
flokksins aö Laufásvegj 46 eða
hringja í síma 17100 og láta senda
eftir andvirði miðanna. — Loka-
átak kosningabaráttunnar er nú
framundan og því áríðandi að
menn styrki málefnið um leið og
þeir kaupa sér möguleikann til
þess að verða á meða) þriggja
lukkunnar painfíla sem fá nýjari
bíl fyrir 100 krónur.
Stærsta tjaló
á fslandi?
• Tjaldskálinn, sem veröur
komið upp vestán viö Laug
ardalshöllina, þegar Alþjóðlega
vörusýningin Reykjavík 1971
hefst 26. ágúst, veröur eflaust
stærsta tjald, sem reist hefur
verið á íslandi. Tjaldskálinn er
1100 fermetrar að stærð og í
honum verður sjávarútvegsdeild
sýningarinnar stærsta sjálf-
stæða sýningin innan ramma
heildarsýningarinnar, samkv.
því sem Ragnar Kjartansson
framkvæmdastjóri tjáði Vísi í
Tjaldskálinn er leigður frá
Þýzkalandi i þessu tilefni. —
Öðrum skóla, hringskóla, verður
komið upp við sýninguna og er
hann 300 fermetrar að stærð og
veröur austan við Laugardals-
höllina.
Áætlaö er að á sýningunni
verði sýnt í 200 deildum og
verði það 600 fyrirtæki, frá um
það bil 20 löndum, sem sýna.
Vörusýningin stendur yfir frá
26. ágúst til 12. sept.
Tjaldskálinn er 1100 fermetrar a stærð Ivlyndin er tekiri af skáianum & vörusýningu í Þýzkalandi.