Vísir - 11.06.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1971, Blaðsíða 4
4 VISIR. Föstuaagur 11. jum 1971 SÓL- BRÚN ÁN SÓLBRUNA Lindsay hf. Sumargistiheimiliö Kvennaskólanum Blönduósi Siöastliðið sumar var starf- rækt gistiheimili í Kvennaskól- anum Blönduósi. Þeirri starf- semi verður haldið áfram í sum- ar, og al'lri tilhöigun hagað á svipaðan hátt. Gistiheimilið tekur tii starfa föstudaginn 18. júnf og verður opið fram í september, og býður ferðafólk velkomið, til iengri eða skemmri dvaiar. Auk venjulegs gistirýmis, er gestum gefinn kostur á að nýta sinn eiginn ferðaútbúnað. Margvíslegar veit- ingar eru fram bornar fvrir þá sem þess óska: svo sem morgunverður, smurt brauð, kaffi og kökur, máltíðir fyrir hópferðafólk, með fyrirfram pöntunum. Sigurlaug Eggerts- dóttir veitir sumargistiheimilinu forstöðu, sem og síðastliðið sum- ar. Ný stjórn Lands- virkjunar Samkvæmt 8. gr. Iaga um Landsvirkjun nr. 59 frá 1965 skal stjórn Landsvirkjunar skip- uð sjö mönnum. Rennur kjör- tími núverandi stjórnar út hinn 30. þ. m., og hafa eignaraðilar Landsvirkjunar, rfkið og Reykja- víkurborg, nýlega kjörið eftir- talda menn f stjórn fyrirtækis- ins til næstu 6 ára: Kjömir af sameinuðu Alþingi: Aðalmenn: Ámi Grétar Finns- son, hæstaréttarlögmaður, Bald- vin Jónsson, hæstaréttarlögmað- ur, Einar Ágústsson, alþingis- maður. Varamenn: Steinþór Gestsson, alþingismaöur, Emanúel Morth- ens, forstjóri, Þorkell Bjarnason, ráðunautur. Kjörnir af borgarstjórn Reykjavíkur: Aðalmenn: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Birgir ísl. Gunnars- son, hæstaréttarlögmaður, Guö- mundur Vigfússon, f. v. borgar- fulltrúi. Varamenn: Aðalsteinn Guð- johnsen, rafmagnsstjóri, Gísli Halldórsson, arkítekt, Guðmund- ur Magnússon verkfræðingur. Samkvæmt samkomulagi ríkis stjórnarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur hefur dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, verið skipaður formaður stjómarinnar fyrir sama kjörtímabii og pró- fessor Árni Vilhjálmsson vara- formaður, Efna til kosninga- getraunar Hjálpar og sjálfboðaliðasam- tök alls konar eru óþreytandi við að afla sér fjár til starfsemi sinnar á ýmsan hátt. Getraunir íþróttafélaganna hafa verið meðal vinsælustu fjáröflunar- leiða jæssara samtaka meðal al- mennings og bað er kannski þaðan, sem Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Njarðvík fékk hugmyndina að því að efna til kosningagetraunar. Aðalvinn- inginn hlýtur sá, sem kemst næst endanlegum atkvæðatölum allra flokka í Reykjaneskjör- dæmi. Söluverð getraunaseðlanna er fimmtíu krónur, en 20% af and- virði seldra seðla verður varið ti'i vinninga. Aukavinning, frug- ferð til útlanda, hlýtur sá, sem kemst næst heildarkjörsókn i kjördæminu. 16 nýir staðlar Iðnaöarmálastofnun íslands gaf um miðjan marz s.l. út 16 ný staðlafrumvörp og auglýsti þá jafnframt í fjölmiðlum eftir athugasemdum og gagnrýni við þau með skilafresti til 1. júní. Frumvörp þessi eru: Gluggaumslög. Heftigötun. Sement hluti 1 & 2. Mátkerfið. Byggingarmát. Hönnunarmát. Innréttingar, eldhús. Gluggar úr tré Skilgreiningar heita Glugga- efni, gæöakröfur. Gluggahlutar. Stærðir glugga og einangrunar- glers. Byggingarstig. Stærðar- ákvörðun fbúða. Tækniteikning- ar. Flutningapallar. Fiskkassar. Verið er að vinna úr þeirri gagnrýni er barst og búa staðal- frumvörpin til prentunar sem staðla. Vilji einhverjir, sem síð- búnir hafa verið með gagnrýni koma henni á framfæri eru þeir hvattir til þess að skila henni strax til Iðnaðarmálastofnunar Islands, Skipholti 37, Reykjavík. I V HELLU ofNinn ÁVALLT I SÉRFLOKKl HF. OFNASMIÐJAN Einholti 10. — Simi 21220. 17. júní Blöðrur, 5 tegundir og rellur, 3 tegundir. Heildverzlun Péturs Péturssonar Símar 21020 og 19062. Kona óskast til matreiðslustarfa 5 daga vikunnar. Vlnnii- tími frá kl. 8.30—14.00. Uppl. í síma 23457. i tlLCliHi í HíUT AUGLYSIÐ I VISI VÍSIR í VIKULOKIN er orðin 360 síðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.