Vísir - 15.06.1971, Side 2

Vísir - 15.06.1971, Side 2
Bandarísk innrás í EVROPU ■ / London, Kaupmannahöfn og Amstsrdam búa menn sig undir stórfellda innrás bandariskra ungmenna i sumar Annatími þeirra sem að ferðamálum starfa, nálg- ast nú óðum og er raunar hafinn þegar víða um lönd. Bretar búast við miklu meiri ferðamanna- fjölda til Bretlands og þá aðallega Lundúna en und- anfarið. Þessi fjölgun á ferðamönnum til Bret- lands, og reyndar jafn- framt til annarra Evrópu- landa, svo sem Hollands, Danmerkur og Frakk- lands, stafar aðallega af því, hve ungt fólk, 30 ára og yngra er mjög farið að eyða frídögum sínum í ferðalög. Þetta unga fólk kemur sem 1 holskeflum, að mestu leyti frá Bandaríkjunum, og það ferðast eins ódýrt og hægt er. — Þess vegna standa Bretar, Hollending- ar og Danir, næsta ráðþrota gagn vart þessum straumi ungra ferða manna, þar sem hótelin í Evrópu eru allt of dýr fyrir þetta fólk, það leggur sig heldur í skemmti görðum eða torgum stórborganna, en að kaupa sér gistingu á hótel um. Kaupmannahöfn í tízku Bretar búast við 3 milljónum ungmenna til London í sumar. — 1 fyrra komu 2.225.000 ungmenni til Bretlands, og í ár er búizt við að fjöldi ungra Bandarikjamanna verði 750.000. „Ferðaæðið byrjaði miklu fyrr í ár en í fyrra“, segir S. K. Flem ing, starfsm. American Express í London, „venjulega byrjar ferða mannastraumurinn um miðjan maí, en í áT var fólkið byrjað að streyma hingaö í býrjun apríl“. Sömu sögu er að segja í Amst- erdam, París, Róm og þó einkum Kaupmannahöfn, Kaupmannahöfn er tízkuborgin í ár. í fyrra var það Amsterdam. Þá var fjöldi unglinga f borginni svo mikili, að ekki varð við neitt ráðið. Lögregl an gerði hvað hún gat til að leið beina fólkinu, visa því á svefn- staði, reyndar næsta fátæklega og reka það út úr hálfbyggðum hús- um. Þegar svo lögreglan fann, að ekkert var hægt að gera, hún réð ekki við verkefnið, fóru lög- reglumenn að verða fráhrindandi við ferðamenn. Fólkinu fannst það ekki velkomið — og þetta sama fóik stefnir nú að því að komast til Kaupmannahafnar: „Auðvitað fer ég til Kaupmanna hafnar", segir Steven Anderson, 18 ára stúdent frá Kaliforníu, ég lagði af stað I apríl, hef farið til Tyrklands, Persíu, Afghanistan og Indlands. Næst er það Amst- erdam og þótt ég sé orðinn upp- gefinn og blankur og dauðlangi heim, þá get ég ekki verið þekkt- ur fyrir að sleppa Kaupmanna- höfn“. í London, þar sem ferðaskrif- stofumenn hafa verið gagnrýndir hart fyrir að reyna ekki að út- vega ódýr hótelherbergi eða svefnstaði af einhverju tagi, hef- ur nú verið sett upp sérstök upp- lýsingaþjónusta í Lower Grosven- or Place nálægt Victoríustöðinni og vonast þessi skrifstofa til að geta bráðlega haft ráð á a. m. k. 1000 rúmum í hótelum og svefn- skálum, og mun þá nætursvefn i slfku rúmi kosta frá 90 krónum upp í 200. Bretar búast vi ðað 750.000 bandarísk ungmenni, aðallega stúdentar, heimsæki London í sumar. Engin móttökuskilyrði — fólkið verður að liggja í skemmtigörðum eða hola sér niður hvar sem það getur næði fundið yfir blánóttina. Myndin er af bandarískum stúdentum í London. „Æfingin skapar meistarann“. Johannes Risby er 69 ára að aldri en hann og félagi hans, 67 ára gamall, ætla að hjóla frá New York til Los Angeles á innan við 2 mánuðum. - A REIÐHJÓLI 2 Danir, 69 ára og 67 ára, hjóla nú þvert yfir Bandaríkin „Enginn maður er eldri en hon- um sjálfum finnst“, segir sá 68 ára gamli kappi, Johannes Rlsby sem býr I Hovedgade í Söborg, Danmörku — og félagi hans, Ank er KJær sem er 67 ára, tekur f sama streng. Þessir 2 „gömlu strákar" eru sem stendur á leiðinnl frá New York til Los Angeles á reiðhjól- um. Leiðin Iiggur yfir Bandaríkin þver og vegalengdin er 6000 kfló- metrar. Mótorar í lagi „Hvort við séum taugaspenntir fyrir ferðina? Hvers vegna ættum við að vera það? Við klárum okk- ur sko örugglega af þessu ævin- týrinu. Hvernig sem allt veltist, þá er eitt víst og það er að mótorarnir eru í lagi“, segir Jo- hannes Risby. „Við Anker báðir höfum æft af krafti að undan- förnu og erum í beztu æfingu sem hugsazt getur. Nei, ef eitt- hvað getur bilað, þá eru það reið- hjólin sjálf“. Og hvað er það svo, sem getur fengið 2 fullorðna herramenn til að þeysa á reiðhjólum yfir heila heimsálfu - og það þegar báðir eru komnir á þann aldur að venju legir menn hafa þá yfirleitt misst alla ævintýralöngun og vilja helzt hvílast f þægilegum stólum. Johannes Risby: „Við ætlum að setja met. Þetta byrjaði nefnilega allt með því að félagi minn, Ank- er Kjær, fór til Bandaríkjanna til að vera viðstaddur hjónavígslu sonar síns. 1 veizlunni var honum sögð saga af manni, sem hefði hjólað frá New York til Los Angeles á 80 dögum. Við sláum beíta met v „Johannes", sagði hann, „þetta getum við báðir auðveldlega ráð- ið við. Við skwlum gera betur“, sagði Anker Kjær þegar heim kom. „Auðvitað. Við setjum nýtt met“, sagði Risby. Vinirnir tveiT hafa undirbúið sig af mikilli kostgæfni. Þeir haf'a ekki aðeins æft hjólreiðar af kappi. heldur einnig farið á nám- skeið í ensku. ,,Við viljum nefnilega gjarnan geta gert okkuT skiljanlega, þama í Ameríkunni, það eru áreiðanlega margir, sem vilja tala við okkur þegar þeir sjá okkur, gömlu karl- ana, koma á hjólunum. Þeir eru heldur ekki vanir 'hjólreiðamönn- um þarna niður frá“, segir Jo- hannes Risby. „Við reiknum með því að hjóla rúmlega 100 km sex daga vik- unnar. Sjöunda daginn hvílumst við. Þannig ljúkum við ferðinni á 50 akstursdögum plús 7 hvíldar- dögum. Og þá er metið heima, Við munum hjóla eftir hliðar- vegum. Bandarísk frú, sem er mikil áhugamanneskja um hjól- reiðar hefur teiknað upp kort af Ieiðinni fyrir okkur, Og þar sem að reiðhjólaverk- stæði eru fremur sjaldgæfur hlut- ur í Bandaríkjunum, þá verðum við að drasla með óskðpin öll af varahlutum með okkur svo sem dekk. slöngur. keðjur, bolta og fótstig. Og svo verðum við lfka með áttavita, Þannig getum við ævin- lega verið vissir um að við stefn- um í vesturátt. Við ætlum að sofa undir berum himni eins og land- nemarnir i gamla daga'*.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.