Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 7
V í SIR. Þriðjudagur 1S. júní 1971.
formi
^ hvítasunnu lauk fyxsta
reglulega leikári sjónvarps-
ins. Postulín Odds Björnssonar
var átfcunda innlenda leikverkið
sem gagngert var sett upp trl
sjónvarpsf 1 utnings í vetur, og
hafa þá innlendir sjónvarpsleik
ir verið fluttir mánaðarlega vetr
artengt. Sjónvarpið hefúr auð-
vitað aðgang aö margvíslegu er-
tendu leikhstarefni og flytur
sitthvað markvert af því tagi:
t.aan. hef ég haft fjarska gaman
af brezka leikritaflokknum um
sj6 dauðasyndir í vetur og vor,
en af mikilsháttar sviösverkum
í sján.varpsfiutningi er skemmst
að minnast Viiliandarinnar eftir
Ifesen á páskunum. Ef tfl vill
mætti þó óska eftir meiru af svo
góðu, vikuiegum vönduðum sjón
varpsleik eða sjónvarpsgerð
svi'ðsverks, auk framhaldsfl'okka
og kvikmvnda. KvikmyndavaS
sjónvarpsins er reyndar upp og
ofan og sumar myndir hreint
ekki frambærilegar, svo sem öm
urleg áröðursmynd úr stríðirru
fyrri iaugardag. Væri það ann
ars hugsanlegt að viðlika þýzk
striðsframieiðsla væri tekin tii
sýningar í sjónvarpi meir en ald
arfjórðungi frá stríðsiokum?
Hinum erlendu efnisföngum
sjónvarps er það að ein-
hverju leyti að þakka ef sjón-
varpið á eftir að stuðla að inn-
lendri leikritun sér í iagi fyrir
sjónvarp í meira mæii en útvarp
Sð hefur gert á sínu sviði á um
Kðnrun áratugum. Augljóslega
verður það undantekning að
sfönvarpi?. færist í fang eigin
Hppfærslu á eriendum viöfangs-
efnum, sjórwarps- eða sviösverk
uni sem fáanieg eru í frumgerö
sirmi eða öðrum mikilsháttar út
gáfam. Innlend leiklist er hins
vegar og verður ómissandi þátt
ur sjönvarpsefnis. En af þessari
aðstöðu leiðir augljósa þörf
sjónvarpsins fyrir frumsamið
leikefni af ýmsu tagi trl sinna
nota, sjónvarpsleikjum og sér-
stakri sjónvarpsgerð annars kon
ar og eldra efnis.
Hér er ekki ætlunin að end-
urtaka eftir dúk og disk eða
fitja upp á nýjum umsögnum um
hina innlendu sjónvarpsleiki í
vetur. En freista má að líta yfir
leikárið í heild og sjá hvað á-
unnizt hefur: fáu eða engu sjón
varpsefni mun í vetur hafa ver
ið tekið með meiri eftirvæntingu
og á'huga fyrirfram en nýjum ís-
lenzkum ieikritum. Samt held
ég að engum sé gert rangt
til þó sagt sé að fyrstu
sjónvarpsleikjum vetrarins,
Skeggjuðum engli Magnús-
ar Jónssonar. Viðkomustað
Sveins Einarssonar, hafi i grund
vaWaratriðum mistekizt sín tii-
æblun. Hver sú ætlun var er
reyndar ekki gott að greina í
falli Magnúsar Jónssonar, en i
Viðkomustaö virtist Sveinn Ein
arsson sækjast eftir einhvers
konar ljóðrænni tilfinningalýs-
ingu, myndrænum skáWskap
sem aldrei auðnaðist að láta til
fu'Ms í ljós. Við þessu er svo
EFTIR
ÓLAF
JÓNSSON
sem ekkert aö segja, fátt er
eSlifegra en mistök við upphaf
starfs á nýjum vettvangi. Og
víst bar sitthvað áhugavert fyrir
sjónir í báðum þessum verkum:
draumþátturinn í Skeggjuðum
engli, viðleitni Viðkomustaðar til
nýstárlegrar landslagslýsingar . .
Dánarminning eftir Bjarna
Benediktsson frá Hofteigi, fhitt i
apríl leikstjóri Klemenz Jónsson
varð allténd skemmtilegri leikur
meiri dægrastytting en fvrr-
nefndu leikritin. En þar var
miklu síður um neinn nývinn-
ing að tefla. Dánarminning" er
samin fyrir útvarp í upphafi og í
sjónvarpsgerð leiksins vár ékki
annað reynt en búa hann til
flutnings fyrir sjónum áhorfenda
ekki freistað neinnar nýrrar eða
nýstárlegrar úrvinnslu efnisins.
Dánarminning er viðfelldinn
ganianieikur. En það held ég að
ýmsir aðrir leikþættir Bjarna frá
Hofteigi, si-ðferðislegar og pöli-
tfskar ádeilur hans. séu í raun-
inni áhugavænlegri til sjónvarþs
— hráefni djarflegrar mynd-
rænnar úrvinnslu.
JFjvi' miður sá ég ekki Galdra-
Loft, sjónvarpsgerð Sveins
Einarssonar, með Pétur Einars-
son í aðalhlutverki, sem flutt var
á annan í jólum, en mikið hefur
verið látið af þessari sýningu. —
Pótt það kunni að vera kostn
aðarsamt finnst manni revndar
að sjónvarpið gæti komið til
mót-s við áhugasama áhorfendur
með því að endurtaka að
minnsta lcosti þau sjónvarpsleik
rit sem bezt þykja ta-kast —
þau glata engan veginn giidi
sínu fyrir seinni tímarm fyrir
það. En stefna sjónvarpsins
mun vera að endurtaka ekki
innlendu leikritin fyrr en að
alllöngum tíma, ári eða meir
liðnu frá fyrsta flutningi.
Með Galdra-Lofti var eitt af
örfáum isienzkum leikritum sem
með sanni geta kallazt klassisk
verk flutt í sjónvarpið. Önour til
naun f svipuöum dúr var sjón-
varpsgerð Kristrúnar i Hamra-
vák eftir Guðmund Hagalín und-
ir stjórn Baldvins Halidórssonar
— sem ég hygg að einkum hafi
verið áhugaverð fyrir það sem
ekki tókst þar. „Þjóðleg" íslenzk
viðfangsefni af þessu tagi þurfa
við sérstaks leikmáta og raunar
er til, hjá eldri kynslóð leikara,
viss leikhefð hinna innlendu við
fangsefna, einkum ættuð af svið
inu í Iðnó. En glöggt er af sýning
um leikhúsanna undanfarin ár
að yngri kynslóð ieikara hefur
ekki frekar en von er tök á þess
um leikstii — án þess þó að mót
azt hafi í meðförunum ný,
sjálfstæð aðferð að efninu. Sag-
an af Kristrúnu í Hamravík,
sem öill að kalla gerist i baöstofu
kytru kerlingar, virðist þeg-
ar þess vegna ekki haganleg til
sjónvarpsgerðar, ailra sízt þeg
ar sögunni er fylgt jafnnákvæm
lega og hér varð raunin. í sjón-
varpinu virtist aMmikil rækt
lögð við „rétta“ sögulega eða
þjóðfræðilega umgerö leiksins.
En leikurinn brást, nýskap-
andi leikmúti, frúrtVieg m'vhidræn
aðferð, sem dugað hefði til að
leysa söguefnið úr læðingi í
nýju formi. Jón Sigurbjömsson
var í rauninni einn um það að
persónugera sitt hiutverk að
hefðbundnum og þjóðiegum
hætti.
Jgftirtektarvert er hve mikið
hefur kveðið að leikkonum í
sjónv. i vetur: mörg minnis-
stæöustu hlutverk leikársins eru
lrvenhlutverk. I Viðkomustað
kom ung og álitleg leikkona fyr
ir sjónir, Jóhanna Axelsdóttir,
hutverk Brynju Benediktsdóttur
í Baráttusæti Agnars Þórðarson
ar var án efa með hennar mark-
verðustu verkum til þessa. í
Postulíni kom fram kornung efni
leg leikkona, Lilja Þórisdóttir, í
sínu allrafyrsta hlutverki, og
>óra Friðriksdóttir bætti fjarska
IViIbirilIl 1 JrzaiUI ctv IK. 1U«JI IldgdllU
Hvað er í blýhólknuni? eftir Svövu Jakobsdóttur: Bríet Héð insdóttir.
hagiega gerðu hlutverki við sín
minnisverðu verk á sviði í vetur,
Sigríður Hagaiín lék Kristrúnu í
Hamravik. Og Bríet Héðinsdóttir
bar uppj Hvað er V blýhólknum?
eftir Svövu Jakobsdóttur f sión
varpinu eins og áður á sviði.
Hvað er í blýhólknum? er
líkast tii það leikritið sem mesta
eftirtekt vakti í sjónvarpi í vet
ur,. en- vera fná aó aðrir áhorf-
enduf hafi notið þess betur en
þeir sem sáu leikinn i Lindar-
bæ. Leikurinn virtist fluttur af
sviði í sjónvarp með eins vægi-
legum, takmörkuöum breyting
um og unnt var — en eiginleg
sjónvarpsgerð hans hefði að
mínu viti þurft við meiri sam-
þjöppunar, gagngerari úr-
vinnslu efnisins, Sýning sjón-
varpsins, ieikstjóri María Kristj
ánsdóttir, varö óneitaniega
næsta langdregin og þunglama-
leg með köfflum, leikurinn minni
skemmtunarleikur í sjónvarpi en
á sviðinu. En vel má það vera
að málflutningur leiksins, hrein
og bein röksemdafærs'a höfund
arins hafi komizt enn betur tf!
skila f sjónvarpi en á sviöinu,
kannski í og með af þeesum á-
stæðum. Sú eftirtekt sem lei'kur
inn vakti bendir allténd í þá átt
ina.
Og sjálfsagt er framboö Svövu
Jakobsdóttur til alþingis nú í
vor að þakka, eða kenna, henn
ar sfðustu skáldritum. Blýhófkn
um og skáldsögunni Leigjandan
um. Ekki efa ég að Svava verð
ur sínum flokki þarfur liðsauki,
líkleg til að tala máíi félagslegs
jafnréttis, mannréttinda fremur
en kvenréttinda, með þeim hætti
að eftir sé takandi og eftir þvi
tekið. En um þjóðféiavsiep efni
er sannarlega unnt að fjalla
með öðrum hætti og annarstað
ar en í flokki eða á þingi þa<5 hef
ur Svava siálf sýnt í sfnum síð-
ustu verkum. Hvernig samrým-
ast frumleg ritstörf a'f því tagi
veniubundinni þátttöku í stióm
máium með sfnum veniúlega
flokkareglin<?i — eða eiga stiórn
rn't'Wst'örfin ef til v<ll að koma i
stað skáldskaparverka? Slík
skipti þvkja mér þá lýsa ein-
kennilegri vantrú á hókmennt-
unum, einmitt þegar Svava
Jakobsdóttir virtist komin að
sinu fyrsta stóra skáidriti.
TTm stjórnmál var fjallað í
ööru leikriti í sjónvarpinu í
vetur, Baráttusætinu eftir Agnar
Póröarson, leikstjóri Gisii Al-
freðsson. Það viðfang var raunar
ekki nema að nafninu til — og
hitt verra að leikurinn gerði það
aldrei upp við sig hvort hann
vildj vera raunsæisieg og alvöru
gefin samtíðarlýsing eða krass-
andi reyfari rétt og slétt. Á
þeim hikandi miilivegi sem höf-
undur fór var fleira ofsagt en
vansagt í mynd og máli, hinn á-
herzluþungi leikstíM itrekaði aMa
tíð tómahljóðið í orðræðum og
mannlýsingum Ieiksins.
Það sem vel var um Baráttu
sætið fölst i myndrænni frá-
sögn al'lt aö því ápennandi at-
burðarásar, drögum að raun-
hæfri reykvískri umbverfislýs-
ingu — þeim skrefum sem stig
in voru dræmt og hikandi í átt
til afdráttarlausrar afþreyingar-
og spennusögu. En það er auö-
vitaö fyrsta markmið inniendra
sjónvarpsleikja aö móta sér frá
sagnaraðferðir í mynd, ná valdi
á nýjum tjáningarhætti, öháð-
um formi annars konar verka,
hvort heldur er leiksviðsverkum
eða skáldsögum eöa öörum fyr
irmyndum. Það er sjáifsagt ekki
sanngjarnt að bera innlendar
frumraunir á þessu sviði saman
við hina beztu erlendu sjónvarps
leiki sem hér eru sýndir, en það
stingur einatt í augun hve fjarri
menn sýnast því, þegar lakast
.lætur, að gera sér grein fyrir sér
eðli sjðnvarps-frásagnar — og
þessi aðfinnsla á reyndar ekki
síöur við margt annað efni en
sjónvarpsieikina. Postulín Odds
Björnssonar, sem Gísli Alfreðs-
son stjórnaði éinnig, var í marga
staöi mjög ánægjulegt verk, ná
skylt ýmsu sem Oddur hefur
bezt gert: leikur að föstum
,,klisjum“ máis og hugsunar-
venja. En bezt var að það virt-
ist óhugsandi í ööru formi en
sjónvarpsins: þar var í rauninni
verið að kanna getu og rnögu-
leika tækisins til eigin nota, án
uppgerðar og sýndartilburða. —
Og þess vegna varö pevsi
græsktilausi gamanleikur líklega
bezti sjónvarpsleikur vetrarins.
cTVÍenningarmál
í leit að
4