Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 9
V1S I R . Þriðjudagur 15. júní 1971.
,Opnu skólarnir'
halda innreið sina
á Islandi
f~|pnir skólar" er slagorð,
99'-f sem sú kynslóð, sem hef-
ur verið að útskrifast úr skólum
landsins kannast varla við, hvað
þá þeir, sem luku námi sínu
fyrr. En þetta slagorö mun
heyrast oft á komandi árum og
boða breytingu í skólamálum.
Með „opnu skólunum“ er átt
við kennsluhætti, sem fela það
m. a. í sér að kennsla fer fram
í stórum sölum, þar sem stórir
hópar nemenda vinna saman,
eða út af fyrir sig og tryggt er,
að hver nemandi temji sér
sjálfstæð vinnubrögð. Þessir
kennsluhættir hafa orðið til
þess, að skólabyggingar hafa
verið teknar til endurmats og
nýjar byggðar'þar sem hið nýja
skipulag hefur áhrif á fyrir-
komulag og útlit þeirra, sem
er mikil breyting !i sjálfu sér.
Þetta sást á sýningunn; í
Melaskóianum þar sem sýndar
Það sérs á þessu líkani af Fellaskóla hversu ólíkur hann er gamla skólahúsnæðinu. í stað
inn fyrir lokaðar afhólfaðar kennslustofur er kominn stór salur „amphiteater“ í miðju fyrstu
hæðar þar sem börnin geta setið í hálfhring utan um stóran gólfflöt þar sem ýmiss konar
starfsemi mun fara fram. Léttir, hreyfanlegir milliveggir einkenna einnig þessa tegund
skólahúsnæðis.
SZKvvS S i
&
** 4 H t 'M«»’
.aiojjtí jjjijioii
Jiii
breyttum kennsluháttum
voru teikningar af tveim nýjum
skólum, sem koma munu í
Reykjavík. Þótt ekki sé enn til-
búið formlegt heiti á „opnu
skólana" í íslenzku skólamáli
er þó ljóst að breyting er í að-
sigi og undirbúningur hafinn að
nokkru leyti — möguleikinn á
breytingu er látinn vera fyrir
hendi.
Jónas B. Jónsson fræöslustjóri
segir um hinar nýju skólabygg-
ingar:
\ síðasta áratug hefur form
99^"*- skólabygginga fyrir barna-
og gagnfræðastig breytzt
verulega. Þessar nýju skóla-
byggingar eru kallaðar „open
plan schools“ í enskumælandi
löndum, en í Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi þar sem þessir
skólar hafa veriö byggðir hafa
þeir verið kallaðir „landskabs-
skoler“.
Aðalbreytingin frá hinu hefð-
bundna formi skólabygginga,
sem við þekkjum svo vel, er
að í stað hinna venjulegu
kennslustofa, sem eru vendilega
einangraðar og lokaðar eru
skólabyggingar nú miklu opn-
ari. Venjulega er salur í miðju
húsi, sem tengir saman hálf-
opnar kennslustofur. Þær eru
gjarnan í mismunandi stærð og
því er hægt að skipta nemend-
urn í mismunandj stóra hópa
bæði smáar einingar og svo
stóra hópa. í þessum sal eru
geymd kennslutæki og hjálpar-
gögn, þar er bókasafn og hvers
konar kennsluefni, og eru þessi
hjálpargögn öllum mjög aðgengi
leg og verka sem hvatning á
nemendur og kennara til að
nota þau.
í Fossvogsskóla og Fella-
skóla hefur verið freistað þess
að byggja upp skóla með þessu
sniði. Þó er þess gætt, að þar
geti farið fram hefðbundið
kennsluform."
— TTru nýbyggðir Breiðholts-
skóli og Árbæjarskóli
með þessu sniði?
„í þessum skólum eru skil-
rúm úr léttu efn; og yröi hægt
að breyta þeim og hafa kennslu-
stofur misstórar.“
— Verður nýtt kennsluform,
sem þessar breytingar á
kennsluhúsnæðí gera m. a.
mögulegar teknar upp í nýju
skólunum t. d. Fossvogsskóla?
„Fossvogsskólinn verður að
einhverju leyti tekinn í notkun
í haust, og ég tel nauðsynlegt
að gefa þeim kennurum, sem
áhuga hafa á þessu nýja
kennsluformi tækifæri til þess
að kynna sér það eriendis þar
sem slíkir kennsluhættir eru
notaðir.“
— Er breyting á kennslu-
háttum fyrirhuguð?
„Fyrst og fremst er hugað
að því, að þarna séu til mögu-
ieikar fyrir nýja kennsluhætti,
en ekki verið að knýja þá
fram.“
— Hvað verður um gömlu
skólabyggingarnar, ef kennslu-
hættir breytast almennt sam-
kvæmt þeim möguleikum sem
opnu skólarnir gefa?
„Það er sjálfsagt mjög erfitt
að breyta görnlu skólunum, þó
eru sennilega allir hlutir mögu-
legir. En í þeim skólum, sem
hafa verið byggðir síðasta ára-
tuginn eru byggingarnar með
léttum skilveggjum og auð-
veldara að breyta þeim en það-
an af eldra skólahúsnæði, sem
er með steyptum veggjum og
þyrftj að brjóta niður, en eins
og ég tók fram áður, bjóðast
sennilega aðrir möguleikar til
að nýta það skólahúsnæði."
T>reyttir kénnsluhættir kalla
99-*-® á breytt skólahúsnæði“
segir Ormar Þór Guðmundsson
arkitekt en hann og Örnólfur
Hall arkitekt hafa teiknað
Fellaskóla, sem mun koma í
Breiðholti III og veröur senni-
lega nýtízkulegasta skólahús-
næði á landinu.
„í þessari tegund skóla er
miðað að því að hafa burðar-
virki lítil,“ segir Ormar, „ekki
steypa veggi heldur sú’ur svo
hægt sé að mynda stóra sali
og misstóra með hreyfanlegum
milliveggjum. Leiðslur, svo sem
vatns- skolp- og rafmagns-
leiðslur eru bundnar útveggiun-
um og burðarsúlunum, sem er
skilyrði fyrir því að hæm sé að
hreyfa hina léttu mil’iveggi.
Annað atriði í sambandi við
þessa tegund skólahúsnæðis er
að húsið hafi vissa dýps og sé
í tvær áttir, svo að hægt sé
að fá sali, en ekki endalaus
löng herbergi. Enn eitt atriði er
að tekið sé tillit til hljóðburðar
í húsinu. Það þarf að deyfa
hljóðið niður, þegar skiliö er
milli stofa með léttum veggj-
um eða skápum. Það gerum við
með því að hafa teppi á gólfum
og hljóðdeyfandi plötur f lofti.
Þegar teppi eru komin á gólfið
krefst það, að skófatnaður og
yfirhafnir séu settar við inn-
ganginn og þar fyrir utan sé
skólinn hreinn, sem býður upp á
þann möguleika, að börtnin
geti setið, legið og starfað á
gcJfinu.
í Fellaskólanum er þessi
möguleiki fyrir hendi. Miðhluti
gólfs fyrstu hæðar er byggður
sem „hringleikhús", stórt svæði
fyrir miðju og stallar í kring
þar sem börnin geta setið í
hálfhring og séð það sem fram
fer á miðju gólfinu. Þar getur
verið um að ræða leiksýningu,
söng, ræðuhöld eða frjálst
kennsluform."
— Hver er forsenda þess, að
breyft skólahúsnæði er tekið
upp?
„Skólamenn hafa talað um
það, að fyrsta ski’yrð; fyrir
þessum breytingum sé, aö starfs
fólkið vilji vinna samkvæmt
nýju fyrirkomulagi og síðan, að
byggingarnar geri br.ð mögulegt.
Þeir Ieggja það mikla áherzlu á
byggingamar." — SB
— Hvernig leggjast úrslit
kosninganna í yður?
Pétur Urbancic, bankaritari: —
Engan veginn. Ég stóð í þeirri
trú, að stjórnin mundi halda
velli, eða ,að minnsta kosti
merja það en Það virðist geta
orðið erfitt, eins og málin horfa
nú viö. Mér kemur helzt í hug,
að sjálfstæðismenn taki saman '
við Framsók„ ellega þá Al.þ.fl.
og Hannibalista. Gæti oröið
sterkt að hafa Hannibal inni,
þegar launamálin fara af stað
í haust.
Halldór Sigurgeirsson, skrifstofu
maður: — Ja, ég er nú svo anzi
ópólitískur orðinn, en ég geri
mig þó ekki ánægðan meö úr-
slitin. Finnst ískyggilegt, hvað
vinstri-öflin eru orðin sterk.
Get ekki ímyndað mér hvernig
þeir fara með þetta ...
i íi
Hermann Hermannsson, skrif-
stofumaður: — Bara vel. Við
sjálfstæðismenn höldum Rvík í
gegnum alla brimboöa. Það
sýnir aö Rvík er okkur alltaf
sterkt vígi. Ég tel sjálfsagt að
Sjálfst.fl. haldi stjórnarforystu
áfram. Spurningin er bara sú:
hverja taka skuli til samstarfs.
Guðmundur Arason, járnsmiður:
— Mín skoðun er bjargföst. Ég
álít aö unga fólkið hefðj gott af
því að kynnast vinstri stjórn.
Það mundi þá trúlega kjósa
Halldór Sæmundsson, verka-
maður: — Ja, það er nú það.
Ég hef ekki heyrt úrslitin al-
mennilega, en ég hef frétt að
Sjálfstæðisflokkurinn hafj farið
vel út úr þessu — það leggst
vef 1 mig. Líka þaö, að Hanni-
bal hafi komið á óvart. Ég held
alltaf upp á hann, eins og aðrir
verkamenn
‘i