Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 1
VISIR Berböföaðir afstúdeatar — og frjálslegur klæðnaður / stað smokingfata þeím breyöngum, sem oröiö hafa á Hw?íí>KiirAí viíi • „Að setja upp stúdentshúfuna er hátíðleg stund í lífi stúd- enta. Sú stund getur vafalaust ver- ið jafn hátíðleg án þess, að við- komandi sé klæddur einhverju „júníformi“. Frjálslegur kiæðnaður getur líka verið hátíðlegur og fai- legur engu síður en smokingur og annar viðhafnarklæðnaður,“ sagði Guðmundur Arnlaugsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð er Vísir Ieitaði í morgun álits hans á Pylsuskortur ú pylsuhútíð Sláturfélagið hefur alla tíð rekið stærstu pylsugerð lands Ins. Undir venjulegum kring umstæðum hefur félagið af- greitt til pylsusala um 4 tonn af pylsum fyrir 17. júní, en núna verða það ekki nema fá- einar pylsur, sem þeir geta látið af hendi, vegna skorts á úrvinnslukjöti. „Við rétt getum viðað að okkur kjöti í pylsupantanir til okkar helztu viðskiptavina, sem skipta við okkur allan ársins hring“, segir Vigfús. Pylsugerðarmenn geta huggað sig við eitt er þeir sjá af öllum sínum „bissness" þennan þjóð- hátíðardaginn: Það er a'lltaf borð að heldur minna af pylsum er hátíðarhöldin 17. júní fara fram í Laugardalnum. Að því er Vig- fús tjáði blaðinu er þá um að ræða allt að 20% minni pylsu- sölu. Ástæðuna telur hann vera þá, að þeir, sem sæki hátíðar- höldin í Laugardalnum eigi flest ir svo stutt heim til sfn, að þeir geti auðveldlega skroppið heim til sín „f snarl“ taki garnimar að gaula. Öðru máli gegnir þegar hátíðarhöldin fara fram í mið- bænum, hann er ekki lengur þaö mikiil miðbær. — Um verzlunarmannahelg ina em menn ekki eins nærri ís- skápum sínum og á þjóðhátíðar daginn, Vigfús? „Rétt er það. Slíkar tjald- samkomur slaga líka hátt upp í að vera okkar pylsugerðarmönn um jafnmiki'l vertíð og þjóðhátíð in. Saltvíkurskemmtunin um dag inn var okkur lfka drjúg. t>ar fór rúmlega tonn af pyisum. Að öllu óbreyttu sjáum við því miður ekki fram á, að geta fullnægt eftirspurn eftir pylsum fyrir næstu verzlunarmannaheigi, en við vonumst til að geta bætt úr því næsta sumar“, sagði Vigfús að lokum. —ÞJM Ferðamanna- straumur og pylsuát — sjá bls. 9 Spíra- skip á leiðinni — og þa getum við aftur teygað Tindavodka • „Tindavodkað“, sem ÁTVR sendi á markað í vor, seldist upp á fáeinum dögum og virðist sem mönnum hafi líkað sá pólsk- ættaði mjöður, því færri komust i tærf við hann en vildu eftir því sem Vísir hefur hlerað. Viö hringdum í morgun í Ragnar Jónsson, skrifsofustjóra ÁTVR og sagði hann okkur, að því miður hefði ekki verið hægt að sinna eft- irspum eftir Tindavodkanu, þar sem spíronn í drykkinn þraut, og reyndist hann þegar þegar hann átti að panta frá útlöndum, alveg uppseldur af markaðnum. Núna er hins vegar á leiðinni til landsins skip, sem hefur þann þýö- ingarmikla spíra handa íslending- um innanborðs og sagði Ragnar að þorstlátir gætu farið að vænta Tindavodkans í búðir eftiT fáeina daga. í ráði er að ÁTVR hefji bruggun ->enivers hvað líður, en ekki kvaðst Ragnar vita, hvort af því gæti orðið í ár eða næsta ár. Svo kann að fara, ef berjauppskera veröur góð í haust, að bruggaður verði ís- lenzkur Kkjör úr krækiberjum, en Þagnar Jónsson vildi engu lofa, kvaðst jafnvel ekki vera trúaður á það persónulega, aö líkjörinn 'æmi á markað í haust. —GG Þær busla í Nauthólsvík Bannaö að busla ísjónum í Nauthólsvík? Ekki sögöu þær þessar kátu stúlkur, sem Vísisme'nn hittu þar suðurfrá í gær. Engin aðvörunarskilti voru sjáanleg, og því afréöu þær aö smeygja sér úr spjörum og busla í sumarblíðunni. Vísir reyndi í morgun aö afla sér upplýsinga um það hjá Reykja- víkurborg, hvort mengunarbanninu í Nauthólsvík hefði verið aflétt, en enginn gat gefið svör viö því, þeir sem það eiga að vita voru annaðhvort erlendis eða „ekki viðlátnir“. Myndin er góö, eigi að síður og vonandi verður stúlkunum ekki meint af. —G<ir .TíðiararKlion e? að verila merr arrdsnúlnn viðhafnarfffkum. ,,Ég lft á föt, sem nokkuð til að skýla nekt manna,“ segir t. d. semídúxinn í Hamrahhðarskólanum þetta árið. Hann kom tH skólauppsagnarinnar klæddu^ peysu og gallafötum. Flestrr nýstúdentanna voru raun ar klæddir viðhafnarklæðnaöi, en óvenju margir mættu í nýtfzkulegri klæðum, eins og stuttbuxum, mini-, midi- eða maxipilsum, ellegar rós- óttum kjölum. Enn er andstaöan gegn viöhafnar klæðnaðinum ekki oröin magnaðri en það, að aðeins tveir eða þrír nýstúdentar létu stúdentshúfuna eiga sig og tóku berhöfðaðir við prófskirteinum sínum. Erlendis — og þá einkum í Danmörku er hins vegar orðið mun meira um það. — ÞJM ,Blóðský á himni1 „Ég er berdreyminn, — dreymdi landhelgismálið". — Sjá „Yísir spyr“ bls. 6. 16 barnsrán á 10 dögum Óður múgurinn myrti gamla konu, sem ætlaði að leiða telpu með sér. — Sjá bls. 3. Mesta reiðhjóla- sala í 14 ár Sala á reiðhjólum í ár er mesta sala siðustu 14 ára a. m. ! k. Hjólreiðar eru aftur orðnar ; vinsælar hjá börnum, ungling- um — og fullorðnu fólki einnig. Otiloft og þjálfun á hjóli freist- | ar nú fullorðna fólksins og er algengt að hjón komi í reið- hjólaverzlanir og kaupi sé,- sitt hvort hjólið.. — Sjá bls. 13. Þjóðhátíðar- dagskrá í 16 klst. j og 5 mín. • Þeir sem hafa í hyggju að fylgjast með öllum hátíðahökl um 17. júní mega gera svo vel . að hafa sig alla við, þvi að dag 1 skráin stendur yfir í sextán ' klukkutíma og fimm m'inútur með um það bil tveggja klukku tíma matarhléi. Formaöur þjóðhátíðarnefndar, Markús Örn Antonsson, sagöi í viðtali við Vísi f morgun, að haldið yrði þeim sið, sem tek- inn var upp 1969 á 25 ára af- mæli lýðveldisins, að forsætisráð herra flytti ávarp sitt fyrir há- degi. I Ekki er um að ræða neinar sérstakar breytingar á hátíða- dagskránni, en hana er að finna á bl. 7 í Vísi í dag. 13 ára og hefur sett þrjá íslands- met, en hefur þó ' aðeins æft í 5 mánuði — sjá ibróttir bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.