Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 2
________ Peder Laursen var í 40 ár að reikna út fullkomið kerfi til notkunar í spilavítum. Sá maður sem þekkir það kerfi, getur orðið milljónamæringur á fáum dögum. Jóse- fína Baker heillar enn ..Jósefína Baker er stórkostleg", skrifa danskir gagnrýnendur um þá fornfrægu söngkonu og barna- kerlingu, sem árlega skemmtir dönskum í Tívolf. Ennþá einu sinni kom Baker til Kaupmanna- hafnar í vor, og söng í tæpa viku í Tívojí, öll kvöldin við mikil fagnaðarlæti og í troðfullum hljómleikasal. Gagnrýnendur sögðu einum rómi, að Baker væri ennþá jafnstórkostleg og 1925, er húp kom fyrst fram í Lídó í París í sínu fræga „banana“- atriði. Jósefína Baker er ein af þeitn fáu, sem aldrei virðast eldast, hún sjáUag .sig .-ævirilega Hipp«j syri|uV ný og riý 'lög'* ðg t Kaup=“ _ mannahöfn. söog hún lög_pins..qs. „Raindrops Keep Falling in my Hair", melódíur úr My Fair Lady og fleiri söngleikjum, og Danirn- ir, sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna, tárfelldu yfir að sjá Jósu sína enn f góðu ásig- komulagi og brennandi af lífs- fjöri. Jósefína Baker á sviðinu í Tívolí í Kaupmanna- höfn. Danskir voru yfir sig hrifnir af henni — einu sinn enn. ViljiB þér verBa milljónamæringur ? — Danskur maður hefur lykil að fjárhirzlum spilavíta y r Hún fékk sleikipinna Susan D. Jacobson, 21 árs gömul stúlka frá Portland í Maine, USA vann sleikipinna f veðmáli við karl föður sinn um það, að hún myndi árið 1971 útskrifast með B.A. próf frá Bowdoin Coll- ege f Brunswick, Maine — og pabbi gamli veðjaði kampakátur, því að sá ágæti Bowdoin College er sá sami skóli sem þann sjálf- ur útsþrifaðist úr árið 1940 og inn í þann skóia fá aldrei stúlkur aðgang, samkvæmt fornum regl- um. Susan varð hins vegar fyrsta kvenkyns veran sem fékk inn- göngu í skólann og á 166. aldurs- ári skólans útskrifaðist hún með láði ög sleikipinna frá pabba. Skoti sníkir í Ameríku Ættarhöfuð skozku ættarinnar, eða klansins MacDonald, er nú á 10 vikna ferðalagi um Bandaríkin og ber hann að dyrum hjá öllum Bandaríkjamönnum af skozkum ættum — eða mælist til þess að þeir hitti sig og leggi fram fé til að bjarga fornum ættaróðulum MacDonalda í Skotlandi úr klóm skattheimtunnar. Ættaphöfuðið e? ekki nema 23 ára og heitir Godfrey James Mac Donald. Segir hann að erfðaskatt urinn sem á óðulunum hvflir sé nú 500.000 dollarar 44 millj. ísl. króna og eigi skattheimtan ekki að taka til við að selja óðulin eða sfóra hluta þeirra, verður ætt- in að hafa grætt 100.000 dollara (8 8 milljónir ísl. kr.) fyrir lok júli n. k. Um er að ræöa 40.000 ekrur lands á Sleat skaganum á eyjunni Sþye, þaT sem gnæfir við him- in hinn frægi Camus kastali, sem byggður var á dögum Norðmanna í Englandi. Allir bandarískir McDonalds, MacDona’ds og McDonnells eru beðnir að leggja eitthvað af mörk- um eignunum til bjargar. Klúðursleg Klámmessa í klám-landi Undanfarin áT hafa danskir , klápisalar og aðrir áhugamenn um 'sþ'ka hluti efnt til einnar alls- herjar „klámmessu" f K.B.-saln um í Kaupmannahöfn, og grætt stórfé á. Fólk hefur komið til þessarar klámhátíðar f stórum flokkum, og aðstandendur hennar þafa grætt stórfé á. í ár bar nýtt vjö. Mjög fáir sýndu messunni áhuga og telja margir það góð tíðindi. Þótt klámsalar hafi tap- að hundruðum þúsunda á sýning upni, þá hælast danskir um og segja að klámfrelsið, sem í Dan- mörku ríki, hafi aðeins verið til góða, fólk hafi fengið nægju sína af klámi og kynlífssýningum _og slíkt furðufyrirbæri, sem klám- hátíðin er, veki ekki einu sinni á^uea almennings lengur. í K.B. salinn komu aðeins ör- fáiT á klámsýningu, og þótt mikil auglýsingaherferð væri farin fyrir undrum „Sexylands", eins og sýn íngin var kölluð, þá munu að- standendurniT hafa tapað 250.000 dönskum krónum á fyrirtæ.kinu: „Þetta sýnir hve dómsmálaráðu- neytið á mikinn heiður skilinn fyrir að svipta hömlum af klám- bðkmenntum og klámsýningum yfirleitt", skrifar blaðamaður einn „forvitni Dana er svalað". Gætuð þér hugsað yður að verða milljónamæríng ur? Ef svo er, þá væri kannski ráð, að snúa sér til fyrrverandi herra land eiganda, hans Peders Laursen, sem er orðinn 71 árs gamall og á heima í Peder Downs Slippe núm er 10 í Ribe, Danmörku. í 40 ár hefur Laursen numið leyndardóma þess alræmda rúll- ettuspils, sem Ieikið er { spila- vítum um allan heim. 1957 þóttist Laursen hafa reikn að út „skothelt" kerfi, sem á að tryggja þeim manni, sem kann fullkomlega að spila eftir því, milljónir kröna. Spilar eftir þörfum En Laursen er nízkur á að láta mönnum kerfi þetta eftir. Aðeins einn hefur fengið að kynna sér það — og sá maður &r orðinn milljónamæringur. Sjálfur hefur Peder Laursen ekki viljað græða um of á kerfi sínu, hann hefur aöeins teygt sig eftir fáeinum tugum þúsunda Isl. króna, sem hann notar til helztu einkaþarfa og svo hefur hann unnið að gamni sínu nokkur hundruð þúsund, sem hann hefur skipt milli sinna nán- ustu ættingja og vina. Spilabankinn Og hvers vegna er Peder Laur- sen ekki sjálfur milljónamæring- ur? „Þegar maður er kominn á minn aldur, þá skiptir auðurinn ekki svo rniklu. Mammon er mér ekkert lengur. Ég og konan mín höfum það sem við þurfum ti! daglegra þarfa. Og við eyðum mörgum vikum árlega [ að ferðast milli spilavíta I Evrópu og vinn- um okkur inn eitthvert fé til að nota til heimilisþarfa allt árið. í stað þess að sækja okkur fé í bankann handan götunnar förum við í spilabankana í Suðurlöndum. Og við lifum góðu lífi af því. Og meðal annars þess vegna hef ég ákveðið núna að nota kerfi mitt til að hjálpa öðrum. Ekki til þess að græða fé. Sjálfur ætla ég ekki að græða á því. Og kerf- ið, fæ ég aðeins þeim í hendur, sem ég vel sjálfur eftir mínum geðþótta", Höfuðstóll til að byrja með Og hver fær svo tækifærið? „í mesta lagi vel ég 2 — 3. Og þeir útvöldu verða að uppfylla vissar kröfur um manndóm og manngildi. Hinn útvaldi vérður að eiga fyrir höfuðstól sem nem- uT upphæð sem skrifuð er með 6—7 tölum. Hann veröur að kunna fullkomlega á kerfið og hann verður að samþykkja að lána það ekkj nema í mjög stutt- an tíma í senn“. HöfuðstóIIinn hái útilokar þá fátæku í þjóðfélaginu? „Já, og það er eini gallinn við kerfið En æt'i menn =ér að græða stórfé. þá þarf að hafa seðla til- búna. Það getur verið, samkvæmt kerfinu. að þeir dagar komi þegar spilað er, að tap verði og vil ég ekki eiga sök á fjárhagslegri koll- steypu nokkurs manns“. Og hvernig verkar svo þetta kerfi? „Datt mér ekki í hug að þér mynduö spyrja að því. Mér hafa verið boðnar milljónir fyrir leynd- armálið, sem ég byrjaði sjálfur að leggja grundvöll að 1917“. Einn varð milljóna- mæringur Hvernig getið þér verið vissir um „skotheldni‘‘ kerfisins? „Einn maður, sem notaði það, varð milljónamæringur en ég hef lofað að skýra ekki frá hver hann er. Sjálfur hef ég sótt mér minni háttar upphæðir í spilavíti í Þýzkalandi, Frakklandi og Austur ríkj. O'g svo get ég stillt kerfið eftir ýmsum almennum upplýs- ingum sem spilavítin senda út, svo sem mánaðarleg yfirlit og aðra pappíra sem ég ber saman. Með því að notast viö þessa „pappírsrúllettu" get ég nákvæm lega fundið út töp og v'nninga. Hér er ég með útreikninga yfir 384 spiladaga með kerfi mínu: Vinningar 5,8 milljónir þýzkra marþa. Tap: 1,5 milljón marka. Útkoma: vinningar upp á 4,3 milljónir þýzkra marka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.