Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 13
13 V í SIR. Miðvikudagur 16. júní 1971. ...og hjón koma og kaupa sér sitt hjófíð hvort — gífurleg aukning á reiðhjólasölu — fullorðna fólkið vill hjóla í útiloftinu — salan meiri en síðustu rúm tíu ár — og slysum á hjólreiða- fólki fjölgar einnig. „ VIveg brjáluð“, „allt að verða uppselt'* ..fyrirframpantanir miklar“. — Þetta voru svörin, þegar Fjölskyldusíðan hringdi í þær tvær verzlanir í borginni, sem selja reiðhjól. Það hefur ekki farið á milli mála, að reið hjólaáhugi hefur allt í einu tek ið heljarstökk og nú er ólíkleg asta fólk farið að hjóla. í þetta sinn eru það ekki eingöngu böm in og unglingarnir, sem hafa þennan áhuga, eldra fólk hefur bætzt í hópinn, nú í fyrsta sinn í mörg ár. Eflaust er þaö trimm áhuginn sem hefur vakið þessa öldu. Þessi vakning er ekki eins dæmi og bundin við ísland, hún á séj- hliðstæður í öðrum lönd- um einnig. Þaö er almennt vax- andi áhu’gi á útilífi, sem hefur áhrif á kaup á reiðhjólum, og ef til vill má rekja þennan áhuga til þesg áróðurs fyrir heilsurækt og andspymu við kyrrsetulíf, sem rekinn hefur verið síðustu árin. „Tjað stendur ekkert við“ var " svarað i Erninum, þegar spurt var um sölu á reiðhjólum „salan er helmingi meiri en venjulega, já meira en það. Það væri hægt að selja meira en maður hefur og það hefur gerzt að fyrirframpantanir hafa farið á_einni-xiku Fólk.biðun- iafnvel í 1 —2 mánuði eftir að fá hjól. Svo er salan sérstök að þvi leyti að nú selst meira til full- orðins fólks en hefur verið. — Áður fyrr seldist aðeins eitt og eitt hjól. Það er sérstaklega mik ið um það, að ungar stúlkur komi og kaupi sér hjól, og svo eru það hjón, sem koma og kaupa sér hjól til þess að fá sér útiloft meö þvi að hjóla“. — Á hvaða aldri er hjónafólk ið? ,,Þau eru svona á aldrinum 30—40 ára, ekki yngra en það og jafnvel aðeins eldra". Haraldur Guðmundsson varð einnig fyrir svörum I Eminum. ,,Það er eins og fólk þurfi ekki lengur eins mikið á þessum bíl- um að halda. Það hugsar meira um líkamsræktina. Þetta er al- veg yfirþyrmandi sala núna, og vorum við alls ekki viðbúnir slíku. Það var sæmilega góð sala i fyrra en lítil árið þar áður, svo að við vomm farnir að halda aö allir væru hættir að hjóla. Sal- an hefur ekki verið eins og nú síðan árin 1954—1957, en þá fengu allir hjól i fermingargjöf. Það fór að draga úr sölunni, þeg ar leið á þessi ár, stelpumar hættu fyrst og strákamir svo og það’gerðist þegar transistor- tæki og alls konar tæki fóru Alsam.i stafimn .fyrir rei.aML-. Umferðarkennsla á reiðhjól fyrir börn. Okumenn þyrftu kannski á kennslu að halda hvern ig þeir eigi að taka tillit til hjólreiðafólks en slys á því eru of tíð í umferðinni. in í fermingargjöf, nema úti á landi, þar var þróuni-n hægari." Haraldur vakti einnig athygli á áhuga fullorðna fólksins á reiðhjólum, en hann hefur ekki verið fyrir hendi árum saiman. T reiðhjóladeild Fálkans var svaraö að mikill áhugi væri á hjólum og mikið af fullorðnu fólki, t.d. hjónum, sem keyptu sér sitt hjólið hvort. — Aldur hjóna, sem keyptu sér hjól væri 30—35 ára og yngra. „Það er allt að verða uppselt hjá okkur- Vfð höfum bara ekki “ýfð að' 1937 jan. 3 feb. 2 marz 1 apríl 0 maí 2 eru umferðarslys á hjólreiöa- fólki. Slysafjöldinn hefur aukizt á síðustu 2 árum. Það ber aö varast slysin og Óskar Ólason yfirlögregluþjónn beinir því ein- dregið fyrst og fremst til öku- manna, að þeir taki fullt tillit til hjólreiðafólks. Hann gefuj. upp slysatölur síðustu ára á hjól- reiðafólki. Við fáuín tölurnar fyrir fyrstu fimm mánuði síðustu ára til þess að hægt sé að hafa viðmið- un við' þetta ár. setja saman, en hjólin koma ó- samsett til landsins". Af ýmsum gerðum reiðhjóla, sem fást í Fálkanu.m kostar það ódýrasta 4.626 kr., en það dýr- asta 11.400 kr. Mest selst af hjólum, sem kosta kr. 7465 í unglingastærð. Ný gerð hjóla með hátt stýri og langt sæti er og mjög vinsæl. Tjessi reiðhjólaáhugi hefur þó 1 sínar dökku hliðair og. bað '•1968 0 0 0 4 2 1969 1970 1971 2 0 5 5 8 Alls 8 Fjölskyi § í- £ Það sést að hjólreiðaslysum hefur fjölgað síðustu tvö árin. Sömu ár hefur sala á reiðhjólum aukizt og nýtt fólk farið aö stunda hjólreiðar. — Einnig má gera því skóna, að ökumenn séu óvanir vaxandi fjölda hjólreiða fólks. Umferðarárið 1968, þegar hægri umferðin tekur við er fjöldi reiðhjólaslysa þó lægstur af þessum árum og kann það að staf^, af því að ðkumenn hafi ekið varlega. Óskar segir, að lögreglan sé með reiðhjólaskoðanir, en þaö er sjálfsagt fyrir hjólreiðafólk að fara með hjól sín í skoðun. „Hjólreiðamenn eru vegfar- endur eins og aðrir“, segir Ósk- ar „því vil ég fyrst beina því til ökumanna að þeir þurfi að taka tillit til hjólreiðamanna. — Ég vil svo aftur beina því til hjól reiðamanna sem eru í þjálfunar- hugleiðingum að velja sér staði þar sem lítil umferð er.“ Óskaj- bendir foreldrum á það að bannað er að láta börn fara út að hjóla fyrr en þau eru. orð in 7 ára. Og f sambandi við um ferðarfræðslu, sem börnin fá, en þar læra þau m.a. aö gefa merki, þegar þau eru á hjóli, seg ir Óskar. „Ökumenn eru svei mér ekki til fyrirmyndar í umferðinni. — En þeir veröa að hjálpa okkur með því að bera virðingu fyir þeim merkjum, sem böm gefa á reiðhjólum sínum svo að þau gefist ekki upp, þegar þau finna, að ökumenn taka ekki til lit til umferðarmerkjanna". Við tökum undir þetta og bendum ökumönnum á að í hvert skipti, sem þeir virða ekki umferðarrétt barns á hjóli, sem gefur umferðarmerki, eru þeir að níðast á lítilmagnanum. — SB sa Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð í 6. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsrétt- ar að íbúð þessari, sendi umsóknir sínar til skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 22. júní n. k. Félagsstjórnin. Smurbrauðstofan BJORIMIINIIM NOTAÐIR bílar^ ( Notaðir j bílar Skod a 110 L árg. ’70 I Skoda 100 S árg. ’70 | Skoda 1000 MB árg. ’68 | I Skoda 1000 MB árg. T37 | Skoda 1000 MB árg. 136 Skoda Combí árg. ’67 Skoda Combi árg. ’66 Skoda 1202 árg. ’66 Skoda 1202 árg. ’65 Skoda Octavia árg. ’65 Skoda Octavia árg. ’61 Moskvitch árg. ’66 SKODA Auðbrekku 44-—46, Kópavogi Sími 42600 Úðum garða og sumarbústaðalönd Garðprýði sf. — Sími 13286. Viljum ráða Bifvélavirki eða máður vanur bílaviðgerðum óskast strax. Upplýsingar á staðum. Bifreiðaverkstæði Friðriks Þórhallssonar. Ármúla 7, Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.