Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 5
VÍSIR. Miðvikudagur 16. júní 1971. 5 Bjartara framundan í frj álsíþróttunum Ágætur árangur náðist í nokkr- um greinum á fyrri hluta Þjóðhá- tíðarmótsins, sem hófst á Laugar- ialsvellinum í gærkvöldi og það er greinilega bjartara fram undan i frjálsum íþróttum hér á landi, en iferið hefur undanfarin ár. Eitt I'slandsmet var sett og í flestum greinum bættu keppendur fyrri árangur sinn í vor. Einnig voru keppendur margir í flestum greinum, þó búast megi við enn neiri þátttöku, þegar aðalhluti mótsins verður háður á morgun á ^.augardalsvellinum sem liður í há dðahöldum dagsins. Athyglisveröustu afrekin í gær- kvöldi voru unnin í 800 m hlaupi kvenna og 200 m hlaupi karla og er sagt nánar frá þeim annars stað ar hér á síðunni. En það voru alls ekki einu umtalsverðu afrekin. f 5000 m hlaupi voru keppendur sjö og þar sigraði Halldór Guð- ojörnssson, KR, á 15:27,4 mín. og þar náði hinn efnilegi hlauparj úr HSK Jón H. Sigurðsson einnig at- hyglisverðum tima — hljóp á 15:37,6 ntín., sem er Skarphéðins- met. Jón hefði greinilega getað fylgt Halldóri fastar eftir — varð fljótt 30—40 m á eftir honum og sá munur hélzt til loka. Þriðji mað ur á vegalengdinni varð Viðat Thoreid, Noregi á 16:40,6 min. I þrístökki náðj Kar] Stefánsson, UMSK, 14,89 m sem er einn bezti árangur hans í greininni. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, varð annar með 14,18 m. Eriendur Valdimarsson sigraði í sleggjukastinu, sem vat háð á Melavellinu, kastaöi lengst 54,07 m, og sigraði keppinauta sína með nokkrum yfirburðum — meðal j annars iyftingamanninn Óskar Sigur pálsson, sem kastaðj lengst 49,68 m og varð annar. í stangarstökki varð Valbjörn Þor láksson, Á, hinn öruggi sigurveg- ari, stökk hæst 4,25 m og þar náði ungur ÍR-ingur, Sigurður Kristjáns son 3,37 m., sem er sveinamet. — Hann varð í fimmta sæti, Bjarni Stefánsson sigraði léttilega í 200 m hiaupinu á 22,0 sek., en annat varð Vilmundur Vilhjálmsson, KR. á 23,3 sek. í 800 m hlaupi sigraði Ágúst Ásgeirsson, ÍR, á 2:00,7 mín. og varð rétt á undan Sigvalda Júli- ussyni úr Eyjafirði, sem hijóp á 2:01,3 mín. Borgþór Magnússon náði ágæt- um tíma á fsl. mælikvarða í 400 m grindahlaupi hljóp á 56,3 sek., en Traustj Sveinbjörnsson varð ann ar á 57,0 sek, í 200 ,.m,, hjaupi kvenna varð Hafdís. kigimarsdótti|r, UMSK, fýrst á 27,3 sek. og var rétt á undan Jenseyju Sigurðmdótt ur, sem hljöp á 27,5 s.ek. Kristín Björnsdóttir, UMSK, reyndi við nýtt ísiandsmet í hástökki — 1,57 m, en tókst ekki að þessu sinni, en stökk 1,53 m. Önnur varð Lára Sveinsdóttir, Á með 1,45. Ragn- hildur Pálsdóttir setti svo fslands- met í 800 m hlaupi, en þar varð i öðru sæti Lilja Guðmundsdóttir á 2:41,2 min., e„ keppendur voru margir í greininni. Bjarni Stefánsson — góö byrjun Ferðafé'agsferðir 16. 20. júní. Látrabjarg (fuglaskoðunarferð). Þórsmerkurferð. 18. —20. júní. Landmannalaugar — Veiðivötn Mýrdalur og nágrenni. 19. —20. júní Þórsmörk. Farseðlar seldir í skrifstofunni Öldugötu 3. Símar 11798 og 19533. Ferðafélag íslands. Til hamingju með íslandsmetið. Stöllur Ragnhildar samfagna henni. — Ljósmyndir BB. Hóf æfingar fyrir 5 mán- uðum — á nú 3 íslandsmet Athyglisverdur árangur 13 ára stúlku i hlaupum Flestir áhorfenda á Laugar- dalsvellinum voru heldur vantrú aðir á svip, þegar 800 metra hfaup, kvenna fór fram. Ung, há vaxin stú'ka úr Stjörnunni I í Garðahreppi, Ragnhildur Páls- dótftrr var jíegár ’ eftir 20Ó fn komin langt á undan öðrum keppendum í hlaupinu og ætl aði sér greiniiega mikinn hlut. En ætlaði hún sér ekki einum um of ’i þessu ,,maraþonhlaupi“ kvenna? Hafði hún úthaid til þess að hlaupa með þessum hraða tvo hringi? Og það stóð ekkj á svarinu. Ragnhildur jók stöðugt biiið og virtist „fljúga” í sambandi við hina keppendurna. Hún var i algjörum sérfiokki n» lauk hiaun inu létt og óþvingað. Ára igur- inn varð nýtt Islandsmet — 2:30,7 mín., og þegar félagar hennar höfðu óskað henni til hamingju og meiri ró var komin í kringum hana — þar sem hún stóð hjá foreldrum sínum — spurðum við Ragnhildi. Hve göm ul ertu? — Ég er þrettán ára og byrj aði að æfa hiaup í febrúar sl. — tók þá þátt í einu af Breiðhoits hlaupunum. Og er þetta fyrsta islandsmet ið þitt? — Nei, ég hef áður í vor sett tvö íslandsmet — hljóp 1000 m á 3:29,1 min. og 3000 m á 12:05,1 min. Stundaö æfingar vel? — Já, það má segja það. Ég hef æft á hverjum degi síðan ég byrjaöi á þessu. 'ÉÍ:vað Háfðír’þú hlaupið 800 m bezt áöur? — Ég’Ííef einít' sinhi hlauþið þessa vegalengd í keppni áður — hljóp þá á 2:38,0 mín. Og ætlar að halda áfra.n að hlaupa? Já, já áreiðanlega. Faðir hennar, Páll, bæt'r því við að Ragnhildur hafi Hieins keppt fjórum sinnum á mótum. Hún sigraði í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar og einnig í sfiku hlaupi í vor í Kópavogi. Það er greinilegt, að Ragnhild ur er efnj í mikla afrekskonu í hlaupum. Árangur hennar er miög góður miðað við fimm mán aða æfingu og þátttöku í fjór um mótum. Hún stórbætir árang ur sinn í hvert skipti, sem hún keppir og fyrir 13 ára stúiku er tíminn 2:30.7 m'in. boðlegur víðast. En þetta er þó aðeins smááfangi. Með meiri reynsju á hiaupabrautinni ætti Ragnhild ur Pálsdóttir að geta stórbætl þennan árangur og á bá ekki langt í að komast í 'nóp afreks kvenna á vegalengdinni. Það verður b.iartara vfir friálsum í- þróttum á tslandi. þegar slík efni koma fram. Fyrra íslandsmetið í 800 m hlaupi átti Ingunn Einarsdöttir frá Akureyri og var það 3:32,2 mín. Hún er einnig kornung ' stúlka og verður gaman að fylgjast með viðureign þeirra á vegalengdinn; s'iðar í sumar. — hsím. Erfitt að æfa með mokstrinum — sagbi Bjarni Stefánsson, sem hljóp 200 metra á 22,0 sekúndum Bjami Steíánsson, hinn góðkunni spretthlaupari KR stórbætti árang- ur sinn í vor í 200 m hlaupi á Þjóð hátíðarmótinu í gærkvöldi — hljóp á 22,0 sek. og hafði þó litla sem enga keppni. Kom þessi árangur þér á övart, Bjarni? — Já, þaö má segja það. Ég hef lítið getað æft — hef nýlokið próf um í Menntaskólanum ] Hamra- hlíð og meðan þau stóðu yfir hafði ég engan tíma fyrir íþróttirnar. Hverju hafðirðu náð á vegalengd innj fyrr í vor? — Bezt hjá mér áður var 22,7 sek. svo þetta var heldur óvænt iframför. Mér fannst þú talsvert stífur í hlaupinu. — Já, það er alveg rétt. Eftir að ég hætti i skólan’im hef ég verið 1 heldur erfiðri vinnu - - var að moka með skóflu i ailan gærdag tii dæmis — og það skrýtna i hia.ip inu nú, að ég varð mjög preyttur í höndunum. Ekkj fótunum eir.s einkennilega og það kann að blióma oe stifnaði því talsvert. Og á að æfa vel í sumar? Útlitið er nú ekkj gott eins og er nema ég fái betri vinnu. Það verður erfitt að æfa með mo'.istnn um!! Þess má geta, að í fyrrasumar náðj Bjarni bezt 21,7 sek. í 200 m hlaupi og það ‘i mjög harðri keppni við ágæta hlaupara í fimm landa keppninni á Laugardaisvelli — Nú nær hann svipuóum árangri fyrst á keppnistímabilinu og er því lík- legur til mikilla afreka í sumar — svo fremi að aðstaða hans til æf- inga verði sæmileg. —hsím. Ragnhildur Pálsdóttir engin þreytumerki í markinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.