Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 16. júní 1971. Fáir eru þeir ferðamenn, sem aldrei hafa þennan stað augum litið. Þetta er reyndar aðeins viðbyggingin við aðalhúsið, en samt ætti engum að dyljast, að þetta er Hótel Valhöll á Þing- völlum. Ferðamannastraumurinn hafinn: „VILJA PYLSUR OG SÆLGÆTI FREKAR EN MAT 66 öfííí'Jx ' i . ■ -v A; 'YtOflIiPTOd ■ Aðalferðamannatíminn er nú að ganga I garð. Reykjar- skýin myndast yfir þjóðvegunum, og bílalestimar bruna milli Iandshornanna. Vísir hafði samband við ýmsa aðila, sem stunda veitingasöiu í þjóðbraut til að heyra í þeim hljóðiö. Þeir voru á einu máli um, að aðalannatíminn væri að hefj- ast, þótt reyndar hefði verið allmikið að gera frá því um hvítasunnu. Sömuleiðis vora þeir á einu máli um, að ferða- mannastraumurinn færi sífellt vaxandi frá ári til árs. Tjaldborg á Þingvöllum „Mesti annatíminn hér á Þingvöllum er aö ganga í garö þaö er reyndar rólegt hjá okk- ur núna í miðri viku, og mest hefur veriö að gera hér í Val- höll um helgar,“ sagði Jón Ragnarsson, yfirþjónn í Val- höll. „Þaö hefur komiö hingaö mikiö af útlendingum, þaö eru hópar sem koma hingað á veg- um feröaskrifstofa, fólk af skemmtiferðaskipum." Sagði Jón aö um helgina síö- ustu hefðu mjög margir tjaldaö á Þingvöllum, og hefði verið tjaldborg inr með gjánni. Þingvellir eru sígildur staður fyrir borgarbúa, sem létta sér upp meö fjölskyldunni, og fara í helgarferð út frá Reykjavík, eöa öörum baejum hér um Suð- urland. Það hefur sannazt gegnum aldir, að Grímur karlinn geit- skór hefur ekki valið eitthvað út í bláinn, þegar hann valdi allsherjarþingi stað á Þingvöll- um. Nú er það langt komið fram á sumar, aö óhætt mun aö steðja til Þingvalla beinustu leiöir úr flestum sýslum. Borg- firöingar geta ekið Uxahryggi og Árnesingar og Rangæingar geta sem bezt notfært sér veg- inn ýfir Gjábakkahraun frá Laugarvatni, ef þeim býður svo við aö horfa. Uxahryggir þykja mörgum tilvalin leið, sem aka frá Reykjavík og vilja aka á einum sunnudagseftirmiðdegi um grösugar sveitir, og kannski fá sér í leiðinni kaffibolla í Valhöll. Margrét hermikráka í Hveragerði „Ferðamenn eru áberandi fyrr á ferðinni í sumar en hef- ur verið undanfarin ár,“ sagði Bragi Einarsson í gróörarstöð- inn; Eden f Hveragerði, þegar Visir hafði tal af honum í gær, „feröamannahópar á vegum ferðaskrifstofa eru til muna fyrr á ferðinni, enda er veðrið með eindæmum gott, verst hve það er mikið ryk á vegum, og er sannarlega ekki vanþörf á að rykbinda hér framhjá Hvera- gerði. Mér finnst það undarlegt af Vegageröinni aö rykbinda einhvers staðar uppi á heiði, þar sem enginn býr við veginn nema sauðkindin, en aldrei er rykbundið hér viö Hveragerði, þar sem húsin veröa strax grá af rykinu.“ Sagöi Bragi, að aö rykinu slepptu væru vegir í góðu lagi, „og um helgar er ekki ofmælt að hér í Eden stanzi þúsundir manna. Hár kaupir fólk auðvitað blóm, minjagripj og svo skemmta menn sér við frægasta fugl landsins, næst á eftir geir- fuglinum. Hún Margrét hermi- j fin *jkjí kráka er dugleg að herma eftir mönnum og dýrum — verst að hún þreytist um helgar, þegar hundruð manna koma að búr- inu hennar og vilja koma henni til, Þá fer hún stundum f fýlu og segir ekki orð. Bezt að koma fyrrihluta dags. þá er hún i góðu skapi og til alls vís.“ Mikið harðfiskát í Hvalfirði „Þaö er alltaf þó nokkur um- ferð hérna, og raunar má segja, að hér hafi verið mikil umferö síðan um hvítasunnu.“ Þessar upplýsingar fékk blm. Vísis K Botnsskála í Hvalfirði. „Utlendingarnir virðast vera talsvert fyrr á ferðinni en venjulega, en við eigum varla von á því aö íslendingamir fari verulega á kreik fyrr en um eða eftir 20. júní, þegar aðalsumar- leyfistíminn byrjar." „Er mikið um að fólk tjaldi þama í Hvalfjarðarbotni?“ „Nei. Tjaldstæði eru yfirleitt ekki leyfð, þótt mikið sé eftir þeim spurt. Bæði er það, að við höfum lítið landsvæði, og svo er það einungis leiguland.'* „Hverjir eru helzt á ferðinni í miöri viku?“ „Það eru nú einna helzt flutn- ingabí!stjórarnir.“ „Og gefa þeir sér tíma til að stoppa?" „Jájá, þeir líta oft inn til að fá sér einhverja hressingu héma hjá okkur.“ „Hvaö kaupir ferðafólk helzt til að hressa sig á?“ „O, það er svo margt ... öl, ís, pylsur smurt brauð og kaffi og sælgæti og fleira ..." „Er fólk hætt að vilja harð- fisk?“ „Nei, ekki aldeilis. Við selj- um fjall'háa stafla af harðfiski. Það er nú eitthvað annað en fólk sé hætt að vilja hann." „Hvemig er veðrið?“ „Veðrið er eins og það hefur vfirið — frábært!" Rólegt um kosninga- helgina í Hrútaf irði. „Jú, þetta er alltaf að glæðast", sagði Eiríkur 1 Staöarskála i Hrútafirði. „Þetta er búið að vera ágætt síðan um hvíta- sunnu. Umferðin héma jókst um leið og þungatakmörkun- um var aflétt af vegunum, og sfðan hefur þetta alltaf verið að glæðast." „Var mikið að gera um kosn- ingahelgina?** >rNei. Það var róleg helgi hjá okkur, enda staðurinn þannig í sveit settur, að fólk átti ekki leið hér um í sambandi við hosningamar." „Eru margir á ferðinni í dag?“ „Það eru allmargir. Núna eru til dæmis staddir héma 30 Svi- ar, sem eru að fá sér í svang- inn.“ „Á hvaða leið eru þeir?“ „Ja, ég satt að segja veit það ekki,“ segir Eirikur. „Fer ferðamannastraumurinn vaxandi á hverju ári?“ „Þetta er nú rétt að byrja, held ég, þótt umferðin sé orðin töluverð. Annars Sýnist mér þetta aukaSt ftá ári til árs, og við erum núna að stækka skál- ann, en sú viðbót kemúr ekki f gagnlð fyrr en á næsta ári.“ Eiríkur sagði, að veðrið hefði að undanförnu verið með ein- dæmum gott, en nú væri þó dálítið farið að kólna. „Annars getur maður víst örugglega ekld kvartað undan veðrinu eins og það hefur verið I vor og sumar, sem af er,“ sagði Eiflkur að Tókum. f; .nulwyuiwmvi Sveitamehtt í lysti-' reisum „Það er slangur af fólki á ferðinni," sagði Olga Sigurðar- dóttir I Hreöavatnsskála, þegar blm. Vísis hfingdi til hennar í gaer. „Núna er einmitt að borða hjá okkur fyrsti útlendingahóp- ur sumarsins. Ég veit ekki hvaða fólk það er, en það er á vegum Útsýnar. Dáli'tið er um íslendinga á feröalagi, einstaklinga en ekki hópferðir. Og sumarleyfistím- inn er nú reyndar ekki byrjaður ennþá; byrjar varla fyrr en eftir 17da júní.“ „Hvað er að segja um ferða- mannastrauminn frá ári til árs?“ „Hann vlrðist heldur fafa vax- andi, en ferðamennirnir nú orðið virðast vilja pylsur og sælgæti frekar en heitan mat. Það verður sífellt sja'.dgæfara, að fólk fái séf heitan mat.“ „Af hverju heldurðu aö það sé?“ „Ég veit þaö nú ekki. Þetta er nú ekki orðinn langur akstur hingað úr Reykjavík, tveggja og hálfs tíma keyrsla eða þar um bil, svo fólki finnst kannski ekki taka þvi að fá sér heita máltíð, þegaf það kemur við héma.“ „Það fara fleir; um hlaðvarp- ann þama heldur en þeir, sem koma frá Reykjavík?“ „Já, mikil ósköp. Núna er einmitt timinn, sem margt sveitafólk notar til að hreyfa sig. Það fer þá 'i einhvera kaup- stað eða jafnvei til Reykjavík- ur.“ „Til að útrétta éða þá I lystl- reisu?“ „Bæði og — sveitafólkið þarf ekki siður að hréyfa sig heldur en aðrir.“ — ÞB VÍIIB iFlfl' — Hafið þér ákveðið hvernig þér eyðið sumar leyfinu? Gísli Jónsson, prentari: — Ég er ekkj farinn að hugsa svo langt. — Hvenær ég fer I sum- arfrlið? Um næstu helgi. Geri ráð fyrir að skreppa I lax fyrir noröan I tvo daga af næstu viku. Að öðru leyti æt!a ég svo bara að elta sólina I sumar- fri'inu. Bjarni Þór Friðþjófsson, fyrr- um bifreiðarstjóri: — Það má kannski oröa það á þann veg, að ég hafi eytt hluta af mínu „sumarfríi" á sjúkrahúsi. Þeim dögum, sem eftir em ætla ég svo að verja til að lappa upp á kraftana. Gunnar Sæmundsson, stööu- mælavörður: — Ennþá er ég ekkert farinn að hugsa til þess. Af heilsufarsástæöum kemst ég heldur ekkj svo langt. Annars ,h?fði .ég.,h.el7;t að eyöa mínu frii I guðsgrænnj náttúr- unni „þar sem ríkir kyrrö I fögrum dal“. Álfreð Þórarinsson, afgreiðslu maður: — Ja ... I fyrrasumar varði ég hálfum mánuði í að ferðast um alla Vestfirði. Ég er vanur að fara 1' þannig feröa- lög, helzt á hverju sumri. Þá fer ég á bil, nógu vel útbúinn andlega og líkamlega til að búa aðeins I tjaldi og koma aldrel I hús. avBinsaoitir, skri stofustúlka: — Ég fer allta' eitthvaö út á lanc! á bílnum mlnum I sumarleyfunum. Ann að hvert sumar fer ég þá norð- ur á Blönduós að heimsækja ættingja mína þar. Ætli ég geri sinni, Sigrfður Guðlai:;:dóttir, hús- móðir: — í fyrrasumar fór ég austur á land mon ^kipj og flaue til baka. Að I'eirrj ferð bý ég enn, svo að ég hef ekki hugsaö mér að fara í neina langferð á þessu sumri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.