Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 6
y — Hvernig leggjast kosningaúrslitin í yður? Þórður Ólafsson, stud. jur.: — Aö sjálfsögðu er ég á- nægður. Úrslitin finnast mér benda eindregið tii þess aö myndað verði tveggja flokka kerfi, vinstri- og hægri-hreyf- inga. Þá finnst mér og, að breyta ætti kjördæmaskipan þannig, að á veröi komiö ein- menningskj ördæmum. JS RM Jón B. Helgason, skrifstofu- maður: — Vel að mörgu leyti. Mér líkar það að sjálfsögðu ekki, að stjórnir hefur fallið, en mér finnst nauðsynlegt, aö vinstri-menn fái að sýna getu sína. Þeir hafa lofað svo mörgu og fögru. Þannig finnst mér, að F, G og B ættu að reyna að mynda saman ríkisstjórn en A finnst mér ekkj koma til greina í það samspil. — Nú, ef þessir flokkar koma sér, svo ekki saman er ekki um annað að ræða en Sjálfstæðisflokkurinn komi til skjalanna og bjargi málunum — eins og svo oft áður. Jón Guðmundsson, verkamað- ur: — Ég kann breytingunni vel. B, G og F finnst mér nú eiga að mynda ríkisstjórn. Þeir verða fljótir aö afgreiða land- helgismá'.iö, og til þeirra verka treysti ég þeim fyllilega. Kristín Árnadóttir, húsmóðir. — Ekki nógu vel, satt að segja. Ég er hálfhrædd við tilhugsun- ina um vinstristjórn. Sigtryggur Jónsson, gjaidKeri: — Að vísu er ég óhress yfir því að sjálfstæðism. hafa misst nann, en annars leggjast kosn- ingaúrslitin ekki svo illa I mig. Þórður Guðbrandsson, bifvéla- virki: — Ja, nú veit ég ekki. Sjálfsagt er ekkert, sem mælir á möti breytingu. Þórður Johnsen, afgreiðslu- maður: — Mér falla þau að sumu leytj ágætlega. Veit þó ekki hvað segja skal. Mér fyndist ágætt, að kommarnir og þeir hinir vinstrisinnuðu mynduðu stjóm og væru við stjórn þetta kjörtimabil. Það hlýtur aö gera sigur Sjálfstæð- isflokksins glæsilegan ’i næstu kosningum. Valdimar Valdimarsson skrift- vélaviðgeröarmaður: — Bara nokkuð vel. Mér finnst það rök- rétt afleiöing kosninganna, að vinstri stjórn taki nú við, Þ e. a. s. B, F og G Þeirra fyrsti höfuðverkur yrði þá að sjálf- sögðu að ráða fram úr efnahags- málunum og landhe'gismálinu. Ólafur EyjópsSon, fulltrúi: — Bara ánægður. Til að halda frið- inn held ég að ráðlegast væri, að sjálfstæðismenn og Hannibal tækju saman, og Alþýöubanda- lagið jafnvei tekið með 1 spilið líka. Pálmi Jónsson, sjómaður: — Ágætlega. Þessi stjórn má missa sig eitt kjörtímabil. Ég vona, að Hannibal, Alþýðubandalagiö og Framsókn nái saman endum, svo að þeir geti myndað ríkis- stjórn, Þeir veröa þá að koma sér reglulega vel saman. — Þeir verða bara að fara mjög varlega í landhelgismálinu. Ég skal nefnilega segja ykkur það, að ég er mjög berdreyminn og^ í fyrrinótt dreymdi mig bíóð- ský bera yfir landið frá austri til vesturs. Ég held, að það sé Bretinn. Jón Egilsson. rafvirki: — Ég hefðj helzt kosið, að sömu menn og áður hefðu setið áfram i stjórn, Mér finnst erfitt að geta sér til um hvað verður, en eins og komið er held ég, að sjálfstæðismenn og framsókn- armenn ættu að taka saman. ♦ r Ágúst Jónsson, kennari: Ja, það er von aö þiö < spyrjið. Eiginlega finnst mér sama hvernig fór, Stjórnmá'aflokk- arnir voru orðnir svo náttúru- lausir og sama hverjir mynda stjórnarmeirihlutann. Þó finnst mér út í hött, aö sjálfstæðis- menn fari að mynda stjórn í félagi við Framsókn eða Al- þýðubandalag. Árni Björnsson. þjóðhátta- fræðingur: — Mér lízt ve] á kosningaúrslitin. Þetta er greini- legur vinstri-stefnu-sigur. Varð- andi stjórnarmyndun vona ég bara, að sá flokkur, sem ég kaus, fari ekki í stjórn, nema herinn fari burt úr íandinu. Sigrún Sæmundsd. 'íþrótta- kennari og húsmóðir: — Ágæt- lega. Ég er fylgjandi breyting- unni, þó að sé sé ekkert inni- lega sannfærð um, aö einn sé betri en aðrir. Mér finnst bara sjálfsagt, að aðrir fái að spreyta sig í ríkisstjórn. — Hvað sem svo verður .... Elín Þórðardóttir, húsmóðir: — Mér lízt nú ekkert illa á úr- slitin. Trúi ekki öðru en þetta fari allt saman vel. Vona bara, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram í stjórn Til samstarfs held ég, að ekkj komi aðrir til greina en framsóknarmenn, þeir eiga svo auövelt með að hoppa til og frá. Hins vegar fyndist mér h'ægilegt, ef' Al- þýðubandl. gæti komið til sam- starfs svo vel fari V ISIR. Miðvikudagur 16. júní 1971. Deep Purple í útvarp „Yndislegur“ skrifar: „Ég hef verið aö pæla í því, hvort útvarpið ætli ekki að út- varpa hljómleikunum með Deep Purple frá Laugardalshöllinni. Þeir ætluðu sér aö útvarpa hljómleikunum með Led Zeppel- in í fyrra, en vegna tilmæla hljómsveitarmeðlimanna sjálfra var horfið frá því á síðustu stundu. Nú sptyr ég: Hefur þess verið farið á leit við Deep Purple, að útvarpa megi hljóð- færaleik þeirra, svo að auralaus ir aðdáendur þeirra úti á landi hafi tækifæri til að heyra, hvem ig grúppan sándar á íslands- gmnd?" Ellilífeyrir tekinn af gamla fólkinu ef það veikist Hildegard Kolbeinsson skrif- ar: „Ætli mörgum finnist ekki eins og mér, átakanlegt, hve iilla við búum að gamta fólkinu okkar? Sennilega eftir kosninga- úrslitunum að dæma, því að þeir sem mest hafa stært sig af því, hve mikinn skerf þeir hafi lagt til tryggingamálanna, riðu ekki ooi'feitúnr hesti þaðan frá. Enn fleiri mundj sjálfsagt ,renna_tjiJij:ifja,pipðferðin á gamla fólkinu, ef þeir kynntust þvi nánar, eins og ég núna ekki alls fyrir löngu. Mér finnst það þess vert, að fleiri fái aö heyra það litla dæmi. Á sjúkrahúsi fyrir nokkru kynntist ég rúmlega áttræðri konu, sem legið hafði þar í 6 mánuði. Hún va,- i verulegum nauðum stödd, þvi að hún var komin í greiðsluþrot með húsa- leiguna sína. Allt sparifé hennar hafði étizt upp á s.l. árum í verðbólgunni, og hún hafði að- eins ellistyrkinn til þess að draga fram lifið af. En í sjúkralegunni fékk hún engan ellistyrk greiddan! Ótrúlegt?! — Samt er þaö nú satt. Eftir að hún hafði legið ein- hvem vissan tíma — víst þrjá mánuði — fékk hún engan elli- lífeyri, þvi að hann var látinn renna upp í daggjöldin á sjúkra- húsinu. Engin furða þótt gamia konan væri komin f greiðsluþrot með húsaleiguna sína og ætti vfir höfði sér, að hafurtask hennar • yrði boriö út á götuna, meðan hún lægi veik á siúkrahúsinu — þegar hennar eini framfærslu- eyrir var þannig tekinn frá henni. Engan átti þessi gamla ekkja að. síðan maðurinn hennar sálugi burtkallaðist. Og svo er fólk að vitna til tímanna fyrir aldamótin. þegar rædd er ill meðferð samfélags- ins á niðursetningum, sveitarlim um og beiningafölki! Það þarf ekki að grípa til svo langsóttra útlistinga á eymd mannfólks- ins. Opnum bara augun í dag 1971 og sjáum aöbúnað þeÍTra, sem slitnir eru af öllum kröftum við að byggja u~o þjóöfélagið, og eiga nú að lifa af uppskerunni. Það er sultur og seyra.“ Umhverfið í kringum okkur Ein, sem ferðast i strætð skrifar: „í þættinum mátti sjá i sl. viku bréf, þar sem bréfritari hvatti menn til þess að láta ekki staöar numið við lóðahreinsanir. Hann vildi telja til umhverfis- ins hluti eins og þá bíla sem mikið ber á, og þótti mjólkur- b'ilarnir Ijótir í útlití og ekki til þess að fríkka upp á umhverfið. Ég er honum nokkuð sammála í því, en ekki í hinu, þegaT hon- um finnast strætisvagnarnir snyrtilegir. Ég er þvert á móti hissa á því, að enginn skuli fyrr hafa haft orð á bví hvað heir eru sóða’egir. Að innanverðu eru þeir nefnilega beinlínis subbulegir. Sennilega hefur bréfritari ver ið með hugann við litinn á vögn unum og ytra útlit. Það er mikið til í því hjá honum. að þeir eru ekki illa út'ítandi þannig séð. En þegar inn 1 þá er komið, blasa við manni gamlar hálfmáð ar auglýsingar og tilkynningar, sem ekkert er gert til þess að endurnúia eða lífga upp á, og þetta gefur vagninum sóðalegan svip. Hreinlætið er heldur ekki upp á marga fiska, þegar líða tekur á seinni hluta dags.“ Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur í stjórnarsamstarf? Einn úr Breióholti hringdi: „Sem alþýðubanda'.agsmaður vildi ég koma þvi á framfæri, að mér finnst — og reyndar fleiri, — að Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn eigi að fara saman í stjórn. Þessir tveir flokkar virðast líklegastir til þess að getað myndað samstöðu. Þaö eru ekki þau býsnin, sem greinir þá að. Frá sjónarhóli okkar láglaunafólks virðast báð- ir eiga það sameiginlegt, að vera fylgjandi því að bæta hag hinna lægst launuðu og koma á lág- markskaupi. Og mér sýnist þeir auðveldlega geta orðið sammála um landhelgismálið. — Helzti ágreiningurinn yrði hernámið, sem f okkar augum er ekki sllkt stórmál, að Alþýðubandalagið geti ekki slakað á kröfum sfnum þar. Einhver vinsælsta stjóm, sem hér hefur setið, var einmitt stjórn sósíalista og sjálfstæðis- manna." HRINGIÐ ( SÍMA1-16-60 KL13-16 Auglýsing 2ja herb. íbúð óskast ti) leigu. Uppl. í síma 16842 í dag og næstu daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.