Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 8
V1SIR. Miðvikudagur 16. júnl 1971, i/S Indíánar aumastir allra Otgefandi: KeyKiaprenr ttt. Franikvæmdastjóri: Sveinn R Eyjótfsson Ritstjóri • Jónas Krlstjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi Vaidimar H. Jóbannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Brðttugötu 3b Simar 15610 11690 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstiórn ■ Laugavegi 178 Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjaid kr. 195.00 á mánuöi innanlands T iausasölu kt. 12.00 eintakiö Prpntsmiöia Visis — Edda hl. Ný vinstri tilraun gtiórnarkreppan er skollin á. Forseti íslands hefur staðfest lausnarbeiðni ríkisstjórnarinnar og beðið hana samkvæmt venju um að gegna áfram störfum til bráðabirgða, meðan viðræður fara fram um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. Mestar líkur eru á, að stjórn- arkreppan verði ekki auðleyst. Af ummælum forustumanna stjórnmálaflokkanna er ljóst, að vinstra samstarf er það, sem fyrst verður i:annað. Hinn mikli sigur Hannibalista er án efa í nán- um tengslum við áróður þeirra fyrir sameiningu vinstri aflanna í landinu. Þá hafa formenn Framsókn- arflokksins og Alþýðnbandalagsins lýst því yfir, að vinstra samstarf komi mjög til greina. Formaður Fram sóknarflokksins hefur beinlínis sagt, að ný vinstri stiórn sé rökrétt afleiðing úrslita kosninganna. Alþýðuflokkurinn stóð í vetur fyrir viðræðúm vinstri flokkanna. Þær viðræður báru ékki árangur þá. en frekari viðræður voru boðaðar eftrn kosningar. Þær viðræður eru nú að hefjast á nvian leik og í þetta sinn munu þær fyrst og fremst fjalla um stjórnarmyndun. Forustumenn vinstri flokkanna verða án efa mjög önnum kafnir næstu daga við að reyna að ná sam- komulagi um nýja vinstri stjóm. Ýmislegt hefur þegar komið fram, sem sýnir að vinstra samstarf er erfiðleikum bundið. Hin gífurlega slæma útreið Alþýðuflokksins í kosningunum hefur valdið því, að forustumenn hans eru fráhverfir þátt- töku í nýrri ríkisstjórn. Reikningslega séð ætti vinstri stjórn án Alþýðu- flokksins að vera framkvæmanleg. Stjórnarandstöðu- flokkarnir þrír, Framsókrtarflokkur, Alþýðubandalag og Hannibalistar, hafa nú starfhæfan þingmeirihluta, 32 þingmenn á móti 28 þingmönnum stjórnarflokk- anna. En sú samvinna yrði mjög illa séð af mörgu lýð- ræðissinnuðu fólki í Framsóknarflokknum og flokki Hannibalista, sem er andvígt Þjóðviljaliðinu, er ræð- ur Alþýðubandalaginu. Hannibal hefur sjálfur minnt á, að kommúnistar séu við völd í Alþýðubandalaginu, og slegið fram hug- mynd um stjórn allra flokka nema Alþýðubandalags- ins. Og svo má ekki heldur gleyma því, að Hannibal- istar yfirgáfu einmitt Alþýðubandalagið vegna yfir- gangs kommúnista í því. Yfirráð Þjóðviljaliðsins í Alþýðubandalaginu og hrun Alþýðuflokksins eru ekki einu Ijónin á vegi vinstra samstarfsins. Það er alltaf erfitt fyrir marga flokka að ná málefnalegri og persónulegri samstöðu um myndun stjórnar. Og þar að auki hryllir margan forustumanninn í vinstri flokkunum við þeirri til- nugsun, að fljótlega mundu magnast deilur innan vinstri stjómar og að svo kynni að fara, að hún yrði fyrr en varir að hrökklast frá við lítinn orðstír. Það má því búast við miklu þófi í viðræðunum um mynd- un vinstri stjórnar. Ameríka var land Indí- ánanna, og hvíti maður- inn hrifsaði það Indíánar vom frumstæðir, hvíti maðurinn leit niður á þá og ætlaði þeim ákveðin svæði, þar sem þeir skyldu búa einir. Þessari stefnu er enn framfylgt í Bandaríkjunum. Marg ir Indíánar búa á sínum afmörkuðu svæðum, en þó hefur mikill fjöldi flutzt til borganna og blandazt hvítum og svörtum. Indíánum hef- ur ekki gengið of vel. Flest morð og sjálfsmorð í samanburði við aðra minni- hlutahópa hefur Indíánum vegnað verst. I borgunum éru þeir helztu fórnardýr fátæktar og eymdar. Böm þeirra ganga sjaldan menntaveginn. Skýrsl- ur sýna, að tekjur þeirra eru þær allra lægstu. Indíánum hefur vegnað mun verr I borg- unum en jafnvel svertingjum og fólki frá Puerto Rico. Tiðni morða og sjálfsmorða meöal Indíána er hin hæsta i Bandaríkjunum. Meðalævi þeirra er lægst. Fjórðungur full- ..of^jnna karlmanna, þes/sá Hyifc 'þattar á við áfengisvandanláT að striða. Mest berklaveiki Tíðnj berklaveiki og lungna- bólgu er fimm sinnum hærri meðal Indíána en annarra Bandarikjamanna. Böm Indíán- anna heltast yfirleitt úr lest- inni í skólum. Fáir Indiánar hafa þá starfsmenntun, að þeir geti keppt við aðra. Athuganir í Chicagoborg sýna, að aðeins um 30 af hverjum 100 Indíánum í borginni lifa sem kalla mætti „eðlilegu" eða „normal“ lífi. Hinir eru annaðhvort í atvinnu- leit. standandi í biðröðum við ráðningastofur, eða þeir finnast í hverfum áfengissjúklinga og vandræðamanna. Færa mætti rök að því, að Indiánar hafj betra líf á sínum afmörkuðu svæðum innan um sína líka. Fáum mun þó koma til hugar að fullyrða, að Indíán- ar séu einfaldlega verr af guði gerðir en hvitir menn. Slikar fullyrðingar geta verið auðveld- ar til að skýra mismun á mennt- un og lífskjörum. En ofsakirnar eru auövitað þær, að Indíánar hafa ekki haft til þess skilyrði að vinna upp bilið milli sín og hvltu mannanna. Jafnvel bandarískir svertingjar hafa átt hægara um vik en þeir. Gefnir farmiðar til borganna Bandari'sk stjórnvöld hafa fremur kosið að styðja flutning Indíána til borganna en efla at- vinnuvegi og framfarir á þeim svæðum, þar sem þeir hafa bú- ið. 480 þúsund Indíánar búa enn á þessum Indiánasvæðum. Stjómvöld hafa fylgt þeirri stefnu, þó með hangandj hendi, að: losa Indíánana úr einangrun sinni og láta þá blandast öðrum. Þetta hefur einfaldast verið framkvcemt þannig, að Indíánum hafa verið gefnir fanmiðar til borganna og þeim lofað vel- megun, þegar þangað kæmi. Borgarlífið málað fögrum litum Indfánarnir segja, að erind- rekar stjórnarinnar máli borg- Þessi kona er meðal þeirra Indíána, sem hafa fengið sig fullsadda af framandi að- stæðum í borgunum. Eins og mikill fjoldi Indíána sem hafa flutzt til borganna, er eigin- maður hennar áfengissjúkling ur. Pauline Campbeli dreymir um það að fara aftur í Indíána byggðirnar. I . ; , * L W arlífið fögrum litum. Þeir segi, að í borgunum sé meir; vinna, þar séu skólar og sjúkrahús. Þeir segi, að IndTánunum muni í borgunum séð fyrir peningum, llllllllllli flEDiHM Umsjón: Haukur Helgason þar til þeir hafi fundið góða og fasta vinnu. Á afmörkuðu Indíánasvæð- unum lifa menn frá einum degi til ahnars. Þar er mikill skortur. Þess vegna eru menn ginn- keyptir fyrir fögrum litum borg- arlífsins. Stjórnvöld hafa von- að, að með flutningi fólksins ti.' borganna mundj létta byrði op- inberra s^óða, sem styrkja þetta fólk. Oftast varð raunin sú, að atvinna og húsnæði beið ekki Indíánanna, þegar þeir komu til borganna. Þar beið þeirra hins vegar framandi aðstaða og frá- brugðin menning. 1 borginni Los Angeles eru nú 60 þústmd Indíánar. Þeir voru flestir settir T sérstaka skóla sem áttu að bjálpa þeim við að aðlaga sig borgarlífinu. Stuðningur hins opinbera hættir, þegar Indíán- inn fær atvinnu. Hann fær ávfe- unina frá stjóminni ekk; eftir að hann hefur fengið sTna fyrstu útborgun frá vinnuveitanda 1 þvl starfi sem hann fær. Frítt húsnæði fær hann ekki heldur nema f tíu daga frá því. Vegna erfiðleikanna við að aðlagast nýjum aðstæðum, fer oft svo, að Indfáninn missir atvinnu sína fljótt, og hann týnist f framandi umhvepfi og getur ekkert leitað. IndT’áninn er allt f einu orð- inn hluti vélar og ekki lengur hluti náttúrannar. „Talinn geðveikur Mexíkani...“ Eitt aðalvandamálið er tungu- málið. Indíánar eru stoltir, og þeir vilja helzt ekk; segja „vit- leysu“. Þeir vilja fremur þegja en eiga á hættu, að hæðzt sé að þeim fyrir málvillur. Ein sagan er um Indíánánn, sem veiktist á götu og sner; sér til konu, sem var hvítklædd eins og hjúkrunarkonumar í heima- byggð hans. Þessi kona var hins vegar starfandi á snyrtistofu. Hún skildi manninn ekki og hélt, að hann væri að ráðast á sig og kallaði á lögreglu. Lög- regluþjónarnir skildu hann ekki og settu hann í geðdeild yfir- fulls sjúkrahúss í grenndinni. Þar var hann bókfærður sem geðveikur Mexikani. Það liðu margir dagar, • áður en mistök- in komu í ljós. Margt bendir tii þess, að stjórnvöld vilji breyta um stefnu og leggja sig fram að styðja framfarir í byggðum Indíána, koma þar á laggirnar iðnaði og efla þá til landhúnaðar. En þá kemur þeim T koll, að hvíti maðurinn hefur alltaf ætlað Indíánunum versta landið, þar sem yfirleitt er ekki heiglum hent að rækta. Indíánar eru einnig „óæöri kynþáttur“ í Suður-Ameríku, þar sem könnuðurinn Persson og aðrir halda því fram, að stefnt s éað því að útrýma Indíánum. — Á myndinni er Persson við kofa Indíána þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.