Vísir - 21.06.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1971, Blaðsíða 1
61. árg. — Mánudagur 21. júní 1971. — 136. tbl. Tregða í stjórnarmyndun Hverjir eru helztu „kaíódidatar" i ráðherrastóla? Einhver dráttur verður á myndun „vinstri stjórnar“. — Eftir viðræður fulltrúa flokk- anna á Iaugardag eiga Samtök frjálslyndra og vinstri manna eftir að taka afstöðu, og mun það væntanlega dragast fram undir helgi, að stefna þess flokks verði ákvörðuð. Margir leika sér þessa dagana að því að setja saman ráðuneyti, ef Framsóknarflokkur, Alþýðubanda- Réðst á 14 ára blaðstálku Veitti henni fyrst eftirf'ór, en lamdi hana svo með flösku Fjórtán ára gömul stúlka varð fyrir líkams- árás í gærmorgun, þeg- ar hún var að bera út blöð í hús við Njálsgötu. Var henni veitt fyrirsát og hún slegin í hnakk- ann með flösku. Flytja varð stúlkuna á Borg- arspítalann, þar setn hún hafði hlotið nokkur meiðsli, skurð á hnakka. En þegar í ljós kom, að meiðsli hennar voru hættu- laus, fékk hún heimfararleyfi af sjúkrahúsinu síöar í gær. Þegar stúlkan var að bera út blöðin í Njálsgötu i gærmorgun upp úr klukkan átta, veitti hún eftirtekt manni, sem fylgdi henni eftir í sambýlishúsi einu réðst maðurinn til atlögu. Hún var að koma niður stig- ann, eftir að hafa borið blöð upp á hæðirnar, en þegar hún kom niður stigann af annarrj hæð, réðst maðurinn úr launsátri aft- an að henni og sló hana ’i höfuö- ið með flösku. Stúlkunni tókst þó að hrópa á hjálp, en við það styggðist árásarmaðurinn og hafði forðað sér burtu. þegar íbúar í húsinu brugðu við, eftir aö hafa heyrt neyðaróp stúlkunnar. Lögreglan leitaði mannsins í nágrenninu, en hann var allur á bak og burt. Þegar síðast fréttist í morgun, var árásar- maðurinn enn ófundinn. — GP Lengst til vinstri er bátur, sem Hafsteinn Sveinsson hyggst nota til vara, þá er toll báturinn og loks Moby Dick, hraðbáturinn, sem Viðeyjar- farar eru fluttir með. Viðeyjar- ferðir hafnar Viðeyjarferðirnar eru nú hafnar aftur á vegum Hafsteins Sveinssonar. Fyrstu ferðirnar voru farnar nú um helgina, en ætlunin er að halda uppi ferð- um milli lands og eyjar á hverj- um góðviðrisdegi í allt sumar. Hafsteinn Sveinsson hefur gert ýmislegt til að bæta aö- stöðuna f sambandi við þessar ferðir, því að nú hefur verið reist söluskýli með sætum fyrir 60 manns úti í Viðey, þar sem borið er fram kaff; og bakkelsi. Ferðin kostar 75 kr. fyrir fullorðna, og segir Hafsteinn, að margir innfæddir Reykvíkingar hafi haft orð á því við sig, að þeir hefðu aldrei áður komið út í Viðey, og margir jafnvel látið þess getið, að Viðeyjarferðin væri þeirra fyrsta ferð á sjó. — ÞB Jómt hús hjá Loftleiðum' Newsweek segir, að Loftleiðir hafi skaðazt mest á fargjaldastriðinu Bandaríska tímaritið News week segir að Loftleiðir hafi beðið mestan hnekki allra flugfélaga í fargjaldastríði þeirra. Segir ritið, að fyrir viku hafi „gestur, sem kom í afgreiðslu Loftleiða, fundið salarkynnin auð og yfirgef- in.“ Hins vegar hafi verið múgur og margmenni í afgreiðslusölum flugfélaga skammt frá. Skarar ungs fólks hafi „setið um“ af- greiðslu'borðin. „Það flæðir yf- ir okkur,“ sagöi flugfreyja bandaríska félagsins Pan Ame- • rican. • Newsweek segir, að fargjalda- • stríðið hafi bitnað á Loftíeiðum, S sem ekki séu í IATA-samband- • inu og hafi um árabil haft um • 100 dölum (8800 kr.) ódýrari 2 ferðir en önnur félög til Evrópu. • — HH 2 Mikil helgarumferð úr bœnum Mjög mtkil umferð var út úr borginni um helgina, að sögn talsmanna FÍB. Aðalumferðar- straumurinn lá austur um, Þing Vegir voru víðast í dapurlegu á- sigkomulagi, eftir langvarandi þurrka. Þrír bílar frá FlB voru á vegunum, og auk þess voru vallahringinn og að Laugarvatni. kranabílar til staðar í Reykjavík Vildi sfela straetó „Hæ, hvað ertu að gera maður? — Komdu niður eins og skot!“ Lögreglumönnum, sem voru að garfa í árekstri, er orðið hafði milli strætisvagna og fólksbíls frá bíla- leigu um kl. 7.25 á laugardags- morgun, leizt ekki á blikuna, þegar þeir sáu, að farþegi úr fólksbílnum reyndj að aka strætisvagninum burt. Meðan þeir voru að a-thuga að- stæður, hafði farþeginn úr fólks- 'bílnum laumazt upp í strætisvagn- inn og var byrjaður að gangsetja hann, áður en nokkurn mann grun- aði, hvað á seyði var. Hann var þó stöðvaður á síðustu stundu. Kona ók fólksbílnum og féll grun ur á hana um, að hafa ekið undir áhrifum áfengis — og eins var maðurinn grunaöur um að vera drukkinn — GP og á Akranesi, tilbúnir að sinna útköllum. Óvenjumikil umferð hefur verið úr bænum, það sem af er þessum mánuði, og má til dæmis marka það af því, að Vegaþjónusta F.I.B. er mun fyrr á ferðum en venja er, því að til þessa hefur ekki tiðkazt að hafa aðstoðarbíla frá F.Í.B. á vegunum i júnímánuði, að hvíta- sunnuhelginni undanskilinni. Rúmlega tuttugu bílar leituöu aðstoðar F.Í.B. um helgina, og' þá er ótalinn fjöldi kvenfólks og reynslulítilla ökumanna, sem þurfti að rétta hjálparhönd; var að- stoðað viö að skipta um dekk, bæta vatni á vatnsgeyminn, ellegar bent á, að bensínleysj ylli gangtregöu bílsins. — ÞB Jag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna mynduðu ríkisstjórn. Flokkarnir vilja ekkert segja um það, hverjir séu „kandídatar" þeirra enda fer þáð efti*. því, hvaða ráð- herraembætti flokkarnir fá við hin venjulegu „hrossakáup" um embætt in. Mönnum finnst sennilegast að Framsóknarflokkurinn fengi forsæt- isráöherra, utanríkis- og væntan- lega landbúnaðarmál. Þá gæti Þór- arinn Þórarinsson til dæmis orðið utanríkisráðherra, en hann hefur löngum verið málsvari framsóknar- manna um utanríkismál. Framsóknarmaðurinn Halldór E. Sigurösson hefur verið þeirra fremstur um fjármál, og kynni hann að verða fjármálaráðherra, og hugsanlega landbúnaðarráöherra. Ef ráðherrar yrðu áfram sjö, er sennilegt að Framsókn hlyti þrjá, Alþýðubandalag tvo og Samtök frjálslyndra og vinstri manna tvo. Lúðvík Jósefsson mun hafa fullan hug á að taka aftur við sjávar- útvegsmálum með tilliti til útfærslu landhelginnar. Sumir vilja að Magnús Kjartans- son verði menntamálaráðherra, en ef til vill verður Ragnar Arnalds fonmaður flokksins nú ráðherra og fleiri munu koma til greina. Frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna yrðu Hannibal og Björn væntanlega ráðherrar og fengju þá t.il dæmis félags- O'g heil- brigðismál o. fl, Þetta eru vangaveltur manna, meðan beðið er eftir niðurstööu. - HH Forsetar drepnir með göldrum? — sjá bls. 8 Galdratrú magnast í heimin- um og víða á Vesturlöndum hafa menn snúizt til slíkrar trú- ar, en hún er engin ný bóla í Suður-Ameríku — og í Brasilíu trúa því margir að 2 af forsetum landsins hafi verið komið fyrir með göldrum. Á 8. síðu segir nánar frá galdratrú f S-Ameríku. 300.000 ungl- ingor í reiðileysi Kringum 300.000 unglingar ráfa um atvinnulausir í New York. Og það er ekki gott að segja hvað verður um þetta fólk þar s'ern um er að ræða fólk sem þegar hefur hætt námi. Nánar á bls 2. „Tívolí, nætur- klúbhca og bjór?/# Eru þetta atriði sem munu reynast frumskilyrði fyrir því að ferðamannafjöld leggi leið sín'a t'il íslands? Er hlægilegt að tala um Island sem „ráðstefnuland" þegar engan höfum við bjórinn eða næturklúbbinn? Sjá bls. 9 um ráðstefnuhald á íslandi og víðar. > Enn tupn meistorurnir — sjá ibróttir bls. 5 og 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.