Vísir - 21.06.1971, Blaðsíða 5
i/ l'-S IX. Mánudagui 21. júní 1971.
Höröur Ragnarsson, lengst til hægri, sendi knöttinn til Friðriks bróður síns og hann skorar fyrir Keflvíkinga. A myndinni til hægri hefur Steinar Jóhannsson komizt
f gegn, en markvörður Akureyringa kemur höndum á knöttinn, svo úr varð homspyma.
Keflvíkingar enn á skotskénum
Keflvíkingar sigruðu
Akureyringa á heimavelli
sínum í gær með fjórum
mörkum gegn engu, sem
hljóta að teljast nokkur
tíðindi, þar sem Framarar,
sem nýlega unnu ÍBK,
máttu prísa sig sæla, að ná
öðru stiginu af Akureyring
um fyrir helgi.
Þótt sýnilega sé um tnikla fram-
för hjá Keflvíkingum að ræöa, þá
er það ekki lykillinn að þessum
stóra en fyllilega verðskuldaða
sigri, heldur af hinu, að Akureyr-
ingar voru með alla daufasta móti.
Ég man ekki til þess að hafa séð
þá leika jafn flatt, ef svo má að
orði komast, enginn beinlínis léleg-
ur, né heldur ógnandi. ef frá er
skilinn Skúli Ágústsson, sem aldrei
dró af sér, hvorki í vörn né sókn og
varð þrásinnis að. hlaupa í stöður
samherja sinna, sem vilitust úr
þeim í hraða leiksins.
Eins og markatalan gefiv til
kynna, var sóknarleikur norðan-
manna máttlaus. Þeir eftirlétu Kefl
vikingum alveg miðjuna, enda við
ramman reip að draga, þar sem
fyrir voru þeir Gísli og Magnús
Torfasynir, Magnús reyndaT aðeins
fyrri hálfleikinn. Sú aðferð að setja
allt traust á hraða Kára Árnasonar
virtist fyrirfram dauðadæmd, vegna
þess hve auðvelt ÍBK vörninni
r
Fram og I.B.V.
í kvöld
í kvöld fer fram fyrsti leikurinn
í sumar á Laugardalsvellinum í 1.
deild. Mætast þar þau tvö lið, sem
hafa sýnt hvað skemmtilegasta
knattspyrnu að undanförnu —
Fram, sem enn hefur ekki tapaö
;eik í mötinu, og reyndar ekki í
vor, og Vestmannaeyjar. Leikurinn
hefst kl. 8.30 og má búast við
skemmtilegri viðureign.
reyndist að leika hann rangstæðan.
Eftir þennan skell verða Akureyr-
ingar að huga vandlega að sóknar-
leiknum, ef ekki á iila að fara fyr-
ir þeim í deildinni. Þrátt fyrir mörk
in fjögur, verður ekki með sanni
sagt að aftasta vörnin hafi átt slak-
an lerk. Linnulaus sóknarþunginn
sem á henni hvildi, hlaut að sliga
hana, samfara fáséhri skotiagni
Keflvíkinga.
Hið endurskipulagða lið Keflvik-
inga ætlar sýnilega ekki að leita
neins afturhvarfs í varnarleiksað-
ferðina. Eins og í seinasta leik var
það sóknarleikurinn, sem var látinn
gilda, með sömu uppskeru, fjórum
mörkum. í fyrri hálfleik, gegn norð-
angjólunni, sóttu Keflvíkingar ali-
fast að marki iBA, en tókst illa að
nýta góð færi, mest fyrir það, sem
telja má eina gallann við sóknar-
leikinn, að fara skrefinu lengra með
knöttinn nær marki, eftir að færi
hefur skapazt, skrefi, sem géfur
vamarmanninum svigrúm til að
bægja hættunni frá. Þetta henti
bæði Steinar Jóhannsson, Ólaf Júl-
iusson og siðast en ekki sízt Magn-
ús Torfason, sem þrívegis var kom-
inn í dauðafæri, — þar af einu
sinni, svo að segja á marklinu, en
hinn ágæti markvörður ÍBA, Árni
Stefánsson, bjargaði á elieftu
stundu. Á 39. mínútu tókst Kefl-
vikingum fyrst að skora. Gisli
Torfason varpaði knettinum inn í
markteig. Knötturinn snart höfuð
eins varamarkmanns og breytti um
stefnu og féll beint á rist Steinars
Jóhannssonar, sem átti i rauninni
ekki annars úrkosti, en að spyrna
á markið geysiöflugu skoti, sem
hafnaði uppi undir þverslá, í netinu,
1:0.
1 s. h. gerðu Kefivíkingar þær
breytingar á liði sínu, að Hörður
Ragnarsson kom í stað Magnúsar
Torfasonar En eins og samvinna
Magnúsar við Gísla bróður sinn,
var til fyrirmyndar f f. h. var sam-
vinna Harðar við Friðrik Ragnars-
son, en þeir em einnig bræður,
ekki siðri. Á 3. minírtu var mikið
umrót í vítateig Akureyringa, en
Friðrik tókst að spyrna til Harðar,
sem sendi knöttinn auðveldlega í
netið.
Á 12. mínútu, höfðu þeir bræður
hlutverkaskipti við að skora 3ja
markic’S. Hörður seriofl knöttinn tií
Friðriks, sem skoráði af stuttu
færi. Friðrik, sem verið hefur með
daufara móti í undanförnum leikj-
um, virtist komast f mikinn ham við
þessi mörk, enda haföj hann ekki
sagt sitt síðasta orð í leiknum. Á
18. minútu, fékk hann knöttinn úti
við hliðarlínu, einlék í áttina að
vítateigshorni og skaut af um 30
metra færi, skáskoti, sem hafnaði
í bláhomi marksins fjær. Eitt falleg
asta mark, sem sézt hefur á vell-
inum í Keflavík. Tvívegis tii loka,
máttu Akureyringar, sem skiljan-
lega höfðu misst móðinn, teljast
heppnir að fá ekki á sig mörk til
viðbótar, þegar Guðni Kjartansson,
skallaði — og Hörður Ragnarsson
skaut í stöng.
Auk þeirra Keflvíkinga, sem fyrr
eru nefndir, áttu þeir Einar Gunn-
arsson og Vilhjálmur Ketilsson góð-
an leik í vöminni. Á Þorstein Ólafs
son reyndi skiljanlega lítið. Ástráð-
ur var hins vegar allt of fljótfær
í bakvarðarstöðunni Ólafur Júlíus-
sön 'var með dwifara móti, en þó
hættulegur.
Eini Ijósi bletturinn fyrir norðan
menn í þessum leik var sá,
að þjálfari ÍBK, er Akureyringur-
inn Einar Helgason, sem nú stefndi
liði sínu í fyrsta sinn gegn sínum
fyrrverandi lærisveinum og félög-
um. Fáir verða spámenn í sínn
heimalandi.
Dómari leiksins var ungur Vest-
mannaeyingur, Þorsteinn Eyjólfs-
son, sem lítillega hefur komið við
sögu I-deildar sem slíkur, Skilað
hann verkefni sínu ágætlega. Hon
um urðu á, eins og gengur og ger-
ist, lítilsháttar skyssur, en í öllurK
mikilvægum atriðum voru úrskurð
ir hans réttir. Einnig voru línu
verðirnir mjög vakandi og ákveðn-
ir. -emm
sagöi Þorbjörn Kjærbo, sem sigraöi i Bridgestone- keppninni
•
J Þessi sigur kom mér sjáífum
• eiginlega dálitið á óvart, sagði
J hinn kunni golfleikari Þorbjörn
• Kjærbo og sigurvegari í Bridge-
• stonekeppninni, sem fram fór á
J golfvellinum í Leirunni um helg-
• ina. Ég held, bætti hann við,
J að sigurinn hafi komið félögum
• mínum nokkuð á óvart líka.
• Vegna þess hve lítinn tím.a ég
2 hef haft til æfinga undanfarin
• tvö ár. Ég stend í húsbyggingu
2 — og hef verið afskrifaðuT sem
• líklegur sigurvegari, en úr hef-
• ur rætzt fyrir mér i þýðingar-
2 mestu mótunum.
•
2 Að þessu sinni sigraði ég með
2 10 hö.cpum umfram skæðasta
•
keppinautinn, sem var Ólafur
Bjarki. Hann lenti í erfiðleiku
í sandgryfju, þar sem mér vegn-
aði betur. Annars tel ég Leiru-
völlinn vera orðinn þann bezta
á öllu landinu, eftir stækkun þá,
sem lokið var við í síðustu viku
og setur hann í sama flokk og
þá velli erlendis, sem gera kröfu
til alhliða kunnáttu golfleikar-
ans. Það er að segja bæði í löng-
um og stuttum höggum.
Völlurinn er orðinn 3000 metr
ar og það fjölbreytilegur, að nú
veitir ekki af þeim 14 gerðum
ábalda. sem hver kylfingur er
talinn þurfa að nota við hinar
ýmsu aðstæður á fullkomnum
veili. Áður þurfti ekki að grípa
til nema tæplega helmings þess-
ara áhalda á Leiruvellinum.
Ég gætti þess vel i keppninni
að láta óskhyggjuna ekki hlaupa
með mig í gönur, heldur meta
aðstæður hverju sinni. Leika í
fullu samræmi við rökhyggju-
vitið. Það var happadrýgst á-
samt þessum stóra velli, sem
kom betur út fyrir mig, en keppi
nauta mína, -emm.
Bridgestone-keppnin.
1. Þorbjörn Kjærbo GS. 2. Ól-
afur Bjarki GR, 3 Björgvin
Hólm.
Camel-keppnin, (með forgjöf).
1 Ólafur Á. Þorsteinsson, 2.
Svan. Friðgeirsson, 3. -Tón Þór
Ólafsson.