Vísir - 21.06.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 21.06.1971, Blaðsíða 8
VISIR . Mánudagur 21. júní 1971, ISIR Otgefancfc: KeyKiaprem Of. Pramkvæmdastióri: Sveinn R EyjóKason Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri ■ Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfuiitrúi Valdimax H. Jóhannessoo Auglýsineastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugðtu 3b Simi 11600 RitstiófT Laugavegi 178 Slmi 11660 <5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausasöiu kr. 12.00 eintakið Prpntsmiöia Vlsis — Edda hl. Allt að vinna {ðnaðarráðuneytið hefur gefið út bók eftir dr. Guð- mund Magnússon prófessor, þar sem hann gerir spá um iðnþróun þess áratugs, sem nú er hafinn. Bókin heitir „Iðnþróunaráform" og fjallar um stöðu íslenzks iðnaðar og um hugsanleg markmið og leiðir í iðnþró- uninni. Útkoma þessarar merku bókar markar að vissu leyti tímamót í iðnþróuninni. Að baki liggja markviss- ar aðgerðir í þá átt að gera ísland að iðnaðarríki. Þess- ar aðgerðir hafa staðið yfir í áratug. Á þessum tíma hefur safnazt saman reynsla, sem gerir fræðimönnum kleift að spá nú með meiri nákvæmni en áður um væntanlega iðnþróun. íslendingar hafa gerzt aðilar að fríverzlunarsam- tökum EFTA og jafnframt hefur verið myndaður geysilega öflugur iðnþróunarsjóður. Stóriðja hefur náð fótfestu hér á landi og ýmsar greinar almenns iðnaðar þenjast út með ævintýralegum hraða. Þetta er sá grundvöllur, sém athugun Guðmurídar Magnússon- ar byggist á. Jóhann Hafstein forsætisráðherra tekur fram í for- mála bókarinnar, að hún stefni ekki að flokkspóli- tískum áhrifum, heldur hlutlausum upplýsingum til þess að auðvelda stefnumörkun þeim, sem um þessi mikilvægu mál eiga að fjalla á næstunni. Hann segir: „Líta ber a »*«ssa ritsmíð sem efnivið til leiðbeining- ar um ákvaroanir og úrlausnir á sviði iðnaðar á næstu árum.“ Af bókinni er Ijóst, að möguleikar íslendinga á þessu sviði eru miklir. Guðmundur spáir því, að iðn- aðurinn geti orðið ein mikilvægasta útflutningsgrein- in á þessum áratug. Hlutdeild iðnaðarins, aö sjávar- vöruiðnaði frátóldum, í vöruútflutningi er nú 17%, en gæti orðið 42, mð 1980 samkvæmt spá Guðmundar. Hann telur ekk' Cr . ,’hæft aC „ætia, að verðmæti útflutnings almonos iðnaðar geti tvöfaldazt eða þre- faldazt fram til 1974. Þær iðngreinar, sem vega þyngst á metunum í þeirri spá eru kísiliðja, ullar- og skinna- iðnaður, umbúða- og veiðarfæragerð, málningarfram- leiðsla og skipasmíðar. Gerir hann þó ekki ráð fyrir, að fullvinnsla skinna, þar á meðal minkaskinna, verði komin á þann rekspöl, sem æskilegt væri. Þá reiknar hann með, að stórvirkjanir fallvatna muni gera kleift að koma hér upp stóriðju af ýmsu tagi, t.d. saltveri, magnesíumveri, nýju álveri, ál- steypu og málmbræðslu. Hann reiknar alls^ekki með, að nærri öll áform um nýjar iðngreinar og stóriðju verði að veruleika, svo að hugsanlegt er, að með markvissu átaki megi fá enn hraðari iðnþróun en spá hans gerir ráð fyrir. Bók Guðmundar gefur glögga hugmynd um, hve margt verður hægt að gera í iðnaðinum á næstu ár- um c"' Tveir forsetar fórnar- dýr svartagaldurs? mikið er í húfi, að vel gangi. — þoð er trú margra svertingja i Brasiliu Umsjón: Haukur Helgason Galdratrú fer í vöxt víðast hvar um þessar mundir. Hún magnast meðal „siðmenntaðra“ manna í vestrænum rflcj um, eins og fréttir bera með sér frá Bandaríkjun um, Bretlandi og víðar. En hún er ekki ný bóla meðal svertingja í Suður Ameríku. í Brasilíu, stærsta ríki kaþólskunn ar í heiminum, tilbiðja milljónir manna svarta guði. Sumir segjast hafa lagt bölvun yfir sína hvítu herra. Jafnvel halda þeir því fram, að þeir hafi með göldrum komið tveimur forsetum landsins fyrir kattarnef. „Hvíti guðinn er elcki almáttugur“ í suðurbae Rio de Janeiro, höfuðborgarinnar, slátra þel- dökkir íbúarnir einu sinni á ári hverju svörtum geithafri. Höfði, fótum og kynfærum dýrsins fóma þeir guöinum Exu. Af- ganginn eta þeir á sjálfum föstudeginum langa, þeim degi, er sanntrúaöir kaþólikkar mega ekki kjöt eta. Þessi blóðfórn tii hins svarta guös telja tilbiðj- endur hans sýna, að „hvíti guðinn sé ekki almáttugur". Exu, svartur guö ættaður fná Afríku, sé sterkari. tbúar 1 Morro do Sossego í Rióborg eru ekki einir um þessa hætti. Milljónir Brasilíumanna dýrka enn „heiðna" guði af ýmsu tagi, komna frá Afríku. Þar eru þeir i hávegum hafðir Xango sem hefur eldinguna að vopni, herguðinn Ogum og sjávarguðinn Yemanja. Kaþólski presturinn Raimun do Cintra, sem hefur kynnt sér þetta telur, að í Ríó einni hafi fyrir þremur árurn um 800 þúsundir sótt nokkuð reglulega „guösþjón- ustur“ ýmissa heiöinna guöa — og þeim fjölgar. Eins og gerist um svertingja í Norður-Ameríku um þessar mundir, hefur áhugi svertingja í Brasilíu vaknað fyrir uppruna s'inum. Sífel'.t fieiri þeirra fara nú ekki dult með, að það sé „fallegt" og „hreint“, sem for- feður þeirra aöhöfðust í Afriku, áður en hvítir menn fluttu þá þrælafiutningum til Vestur- álfu. Sífellt fleiri svertingjar leita uppruna sfns og f þeim uppreisnarmóð gegn kenningum hvftra manna hafa margir snúiö aftur til fornra guða. Þetfa á aðallega við um hinar einfaldar' sálir í þeirra hópi, en það er skylt öðrum einkennum vaxandi sjálfstrausts svertingians, sem menn þekkja, afrískri hár- greiðslu og klæðnaði, kröfum um kennslu afrískra fræða 'i bandarískum háskólum. Kaþólsku kirkjunni hafði raun ar aidrei tekizt þrátt fyrir mik- inn viðbúnað að útrýma með öllu þeim siðum, sem svertingj- amir fluttu með sér á þræla- skipunum. Fjórar aldir eru sið- an fyrsti svertinginn kom tii Brasilíu til að vera þræll hvftra manna. 1 mörgum efnum var játning svertingjanna á trú herra sinna aðeins á yfirborðinu. Vissulega stilltu þeir styttum af dýrlingum á ölturu sín, en þeir tóku að tilbiðja sína gömlu guði undir nýjum nöfnum. Þannig varð afriski guðinn Xango að dýrlingnum heilögum Hieronymus. En með yfirskini tilbeiðslu kaþólskra dýrlinga hélt gamla trúin áfram að lifa. Frá „Iífslandinu“ Afríkn Afrikumennimir I Brasiliu töldu, að gömlu guðimir þeirra kæmu frá „Kfslandinu" Afriku og heimsæktu sig á tyllidögum. I>eir, svo trúðu svertingjar, hjálpuðu aumum bðmum sínum að afbera ánauð og vesöld tilverunnar 1 hinu framandi landi. 1 trúnni þóttust margir sjá meira. Hinir réttlausu svert- ingjar þóttust sjálfir fá vald frá guðunum. Prestar svertingja gætu með svartagaldri knúið guðina til þess að gera óvinum illt. Fræðimonn- .hafa .haldið þvi fram, að það hafi fremur verið hræðsJaf R, Jivjtfa .„„rnanna viö svartagaldurinn en vigamóður trúboðsins, sem leiddi til her- ferðar gegn heiðnum siðum svertingja. Það eru ekki nema 40 ár sfðan dans eins og samba var bannaður í Brasilíu með lögregluvaldi. Árið 1934, hálfri öld eftir að þræiahald f Brasilíu hafði verið afnumið, viður- kenndu valdhafar, að siðir Afrikumanna skyldu hafa sama rétt og siðir hvítra,- Með ný- fengnu frelsi urðu trúarbrögð Afríkumanna opinskárri, og þau urðu til skemmtunar ferða- mönnum, sem lögðu leið sína til Brasilíu, og eru enn, alveg eins og kamivalinn frægi í Ríó. Heil síða daglega í milljónablaði Gamlir siðir svertingja, sem túristar gleðjast yfir, standa í blóma í Candomblé-dýrkuninni. • Enn í dag verða hinar „heilögu dætur Candomblé“ að gangast undir „skírn“, sem er öröugri en hin kristna, svo að um munar. Áður en þær mega þjóna guði sínum, verða þær að dvelj- ast ‘i marga mánuði krúnurakaö- ar í einangrun í litlum klefa. Til þess að guðinn eigi auðveldara með að „komast inn f líkam- ann“, eru skornar litlar rispur f líkama þeirra. Meðal svertingja borganna færist hin gamla „heiðni“ í aukana um þessar mundir. Af- komendur þrælanna í iðnaðar- borgum Brasilíu eru margir hverjir ráðvilltir við breyttar aðstæður og kjarklausir í bar- áttunni um lífsins gæði, þar sem þeir verða yfirleitt að lúta 1 lægra ha'.di. Þvf snúa svert- ingjarnir sér í vaxandi mæli til æðstu presta andadýrkunar og gamallar trúar, f risaborgunum Ríó, Sao Paulo. Santos og Porto Alegre. Galdrameistarar og töframenn eru orðnir svo sterkir, að „Umbandatrúin" hefur hlotið Drengur ber bumbu og kona liggur flöt á bæn. — Frá dýrk- un anda i Brasilíu. opinbera viðurkenningu stjórn- valda sem trúarbrögð. Um- bandamenn mega aðeins stunda hvítagaldur, þeir mega ekki nota vald sitt til ills. Dagblöð í Brasilfu birta fréttir af Um- bandadýrkun f föstum dálkum. Milljónablaðið O Dia leggur imdir það heila síöu dag hvern. Sfðan í haust situr Umbanda- miðillinn Atila Nunes Filho á fulltrúaþingi 1 fylkingu Guana- bara. Hins vegar þykir það nokkuö stór biti í háls, að viðurkenna svartagaldur á sama hátt. Helzta stefnur í þessum „ilu“ trúar- brögðum eru taldar siðlausar, boðandi ofbeldi og stjórnleysL Áhangendur svartagaldursins eru mestmegnis þeir fátækustu í hópi hinna fátæku, þeir aum- ustu af þeim aumu. Svartigaldur er bannaður. En hann lifir. „Ég læt galdramann fá nafnið þitt“ Knattspymulið félagsins Vasco da Gama í Rió, eitt hið bezta af liðu.m knattspyrnustórveldis- ins Brasilíu, gengur ekki til leiks, fyrr en nuddari liðsins hefur falið ljósmyndir af keppi- nautum þeirra á afviknum stað eða grafið í jörðu og fyrr en búið er að hafa I frammi sær- ingar um keppinautana til að þróttur þeirra verði minni í kappleiknum. Verði vinnukona að*þola ilt af húsbændum getur hún átt það til að hnupla fatalepp frá þeim og láta galdrameistara Iesa yfir fl’ikinnj nokkrar særingar. Ef tveir deila, segir ef til vill annar: „Ég læt galdramann fá nafnið þitt“. Þetta, svo segja margir, getur reynzt lffshættu- legt andstæðingnum. Til þess að koma einhverjum fyrir kattarnef, þá þarf galdra- maðurinn aðeins að hafa nafn hans og krota það á bréfmiða, setja miðann í munn froski og næla munninn saman, unz dýrið deyr. Og svona segja margir svertingjar létust tveir forsetar Brasilíu, sem voru við völd eftir valdatöku henjins. Humberto Branco, markskálkur, forseti Brasilíu, fórst í flugslysj 18. júií 1967, og í fvrra lézt Arthur da Costa e Silva, marskálkur og forseti, af slagi og lungna- bólgu. Næstur í röðinni, segja þeir, veröur núverandi forseti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.