Vísir - 21.06.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 21.06.1971, Blaðsíða 6
6 V1SIR. Mánudagur 21. júní 1971, MEISTARARNIR Víkiugar eístir í 2. deiltl TAPA ÞaO hefur verið lítill glæsibragur ' á Ieik íslandsmeistaranna frá Akranesi i íslandsmótinu hingað tll — og einn lakasti lelkuj liðsins var á sunnudag gegn Val á Akranesi. Skagamenn fengu þo góða byrjun og skoruðu eftir aðoins 4 mín. En það voru aðelns falskar vonir, sem þeir gáfu áhorfendum. Síðan tók Valur viö og hafði yfirburði í leikn- um. Höfuðverkur Skagamanna er mjög léleg vörn og má segja, aö liðiö sé svo gott sem markmanns- iaust. Slíkt hefur auðvitaö slæm áhrif á allan leik liösins — jafnvel þó framlínan geti á köflum verið skemmtileg, verður hún að taka of mikinn þátt í varnarleiknum. Þaö vakti athygli í þessum leik, að Jóhannes Eðvaldsson lék meö Val. Sem kunnugt er fór hann til Suður-Afríku sl. þriöjudag, en kom heim á laugardag, þar sem hann komst ekki inn í landið. Var stöðv- aður í Jóhannesarborg, þar sem stimpil vantaði í passa hans frá sendiráði Suður-Afriku í London!! Staðan í 1. deild Staðan i 1- deild er nú þannig: Keflavík 4 3 0 1 11—4 6 Fram 3 2 1 0 6—3 5 Valur 4 2 11 6-^ 5 l.B.V. 3 111 6—6 3 Akureyri 4 112 5—9 3 Akranes 4 1 0 3 6—9 2 K.R. 3 1 0 2 3—5 2 Breiðablik 3 1 0 2 3—6 2 Markahæstu leikmenn eru: Eyjólfur Ágústsson, Akureyri 3 Friðrik Ragnarsson, KeflaÁk 3 Haraldur Júlíusson, V.m.eyjum 3 Steinar Jóhannsson, Keflavík 3 Andrés Ólafsson. Akranesi 2 Arnar Guðlaugsson, Fram 2 Björn Lárusson, Akranesi 2 Jón Sigurðsson, KR 2 Kári Árnason, Akureyri 2 Óskar Valtýsson, V.m.eyjum 2 Meistarinn féll úr Bandartskj meistarinn i opna ieistaramótinu bandaríska. 'ony Jacklin frá Scunthorpe á Englandi, komst ekki í úrslit, þegar opna mótið var háð í Pen- sylvaníu um helgina. Mótinu lýkur í dag Jacklin fór tvær fyrstu umferðirnar — 36 holur; — á 152 höggum og þaö nægði- ekki til að fá aö leika áfram í iðtinu. Beztur var þá óþekktur golfleikari, Ericson, með 138, högg, en kempumar frægu,; Jack Nicklaus og Arnold Pa'm- er, stóðu vel að vígi með 141 högg hvor, ásamt Bruce Devlin, Ástrallu. Þetta er í slötta sinn sfðustu nlú árin, sem meistari, ipnu keppninnar leikur ekki til; úrslita. JÓHANNES — átti mjög góðan leik uppi á Skaga. Þó höfðu yfirvöld í London sagt honum, að allt væri í lagi með passann, en í lögregiuríkinu Súður-' Afríku fékk hann ekki einu sinni tækifæri til að tala* við forráða-* menn félags þess 1 Höfðaborg, sem hann ætlaði að æfa hjá. En nóg um það. Eins og áöur segir skoruöu Skagamenn þegar á 4. mfn. og var Björn Lárusson þar að verki eftir innkast Jóns Alfreössonar al- veg inn í markteigshornið fjær. Langt kast það. Val tókst að jafna á 10. mín. og var Hermann Gunn- arsson þar að verki — bakverðir Akraness höfðu þá tvívarið spyrnur hans, en Hermann fékk knöttinn í þriðja sinn og skallaði þá I mark. Á 18. mín. náði Valur forustu eftir mistök Guðjóns Jóhannesson- ar bakvarðar, sem skallaði knöttinn fyrir eigið mark til Inga Björns Albertssonar, sem skallaði svo aftur í netmöskva Skagamarksins. Valur hafði yfirhöndina, þar tll sið- ast I hálfleiknum, en þá sóttu heimamenn nokkuð og Eyleifur komst þá frír að marki eftir mjög góða sendingu Matthíasar, en spyrnti framhjá. í síöari hálfleiknum var lengi vei sem eitt mark væri á vellinum — svo miklir voru yfirburðir Vals. Hörður Hilmarsson — bezti fram- línumaður Vals í leiknum — skor- aði þá þriðja markið með fastri jarðarspyrnu nokkru fyrir utan vítateig. Undir lokin hresstust Skagamenn nokkuð — án þess þó að.ógna að ráði. Valsliðið var gott f þessum leik og samleikur ágætur. Jóhannes og Bergsveinn réðu miöju vallarins og áttu ágætar sendingar á samherja sína. í /heild sýndi liðið hvers það er megnugt, ef sam’eikurinn situr í fyrirrúmi fyrir einstaklings- hyggjunni. Þó Akranesliðið sé skipað næst- um sömu mönnum og í fyrra — Teitur Þórðarson lék ekki með 'i þessum ’.eik — viröist það sem höfuðlaus her miöað við getu þess þá — engin festa í leik þess og varnarleikurinn oft hroðalegur. Það þarf að gera stórátak ef Akra- nes á ekki að verða eitt af falliðum 1. deildar. Góður dómari í leiknum var Rafn Hjaltalín frá Akureyri. Fyrsti leikurinn, sem háður hefur verið i Neskaupstað í 2. deild var háður á laugardags- kvöld. Heimaliðið Þróttur lék þá gegn Víking úr Reykjavík og fóru leikar svo, að Víklngur sigraðj með 2—2, Þar með hefur Víkingur náð forustu í 2. deild — ieikið þrjá leiki og unnið alla — og mun liðið hafa mikinn hug á því að vinna aftur sæti sitt í 1. deild, en það verður þó við ramman reip að draga því Hafnarfjarðar- liðin eru sterk, svo og Ármann. Völlurinn í Neskaupstað gef- ur ekki tiiefni til góðrar knatt- spymu — mjög laus og erfiöur og bar leikurinn á laugardaginn þess merki. Mörk Víkings i honum skoruðu þeir Eiríkur Þorsteinsson og Hafliði Péturs- son, en Víkingur misnotaði vitaspymu í leiknum. Þetta er í fyrsta skipti, sem lið frá Austurlandi leikur í 2. deild og eftir þrjá leiki — tvo hér sunnanlands — hefur Þrótt- ur, Neskaupstað enn ekki hlotið stig. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sinum heldur illa og er tallð Uklegast iiðanna í 2. deild til að faila niður f 3. deild — þó kannski sé fullsnemmt að spá um það. Þróttarar sækja að markverði ísfirðinga, ■ Guðmundi Marías- syni. Ljósm. BB v ÞRÓTTUR VANN l^deild ÍSFIRÐINGA 4-0 Fjórir leikir voru háðir í 2. deild um helgina og uröu úrslit þessi: Þróttur i Reykjavík hlaut sin fyrstu stig i 2. deild, þegar liöiö vann ísfirðinga meö 4—0 á Melavellinum í gær. Stór sigur og mun stærri, en áhorfendur gátu búizt við eftir fyrri hálf- leik liðanna. Þrótti tókst þá að skora eitt mark og var Ax$l Axelsson þar að verki, en lokakafla hálfleiks- ins sóttu ísfirðingar mjög. Siapp þá mark Þróttar stundum vel, því vörnin opnaðist illa og og með svolítiö; meirj rósemi Haukar unnu r _ Armann 2-1 Haukar í Hafnarfirði unnu tvö þýðingarmikil stig í 2. deildarkeppninni í leik við Ár- mann í Hafnarfirði á laugardag- inn — sigruðu með 2 — 1. Haukar voru sterkar; aðilinn í þessum leik og fengu einnig óskabyrjun, þegar kunnasti leik- maöur liðsins, Jóhann Larsen, skoraöi eftir aðeins þrjár mín- útur. Þannig var staðan þar til um miðjan síðari hálfleikinn, að Pálmi Sveinbjörnsson skor- aði annað mark Hauka með þrumuskoti af nokkuð lö-igu færi Tiu mínútum fyrir 'eiks- lok tókst svo Braga Jónssyni að skora fyrir Ámann Talsverð spenna var síöustu mín., en ekki tókst Ármanni að jafna. hefðu ísfirðingar átt að geta skoraö. 1 s’iöari hálfleiknum, þegar Þróttur naut aðstoðar norðan- golunnar, náði liðið góðum tök- um á leiknum — og þegar Hjörtur Aðalsteinsson hafði skorað annað mark liðsins á 15. mín. tvlefldist liðið og eftir það var aðeins spurning hve mörg mörk Þróttur mundi skora. Og tvö urðu þau til viðbótar. Hjörtur skoraði aftur á 20. min. og þegar um tíu mín. voru eftir tókst Hiimari Sverrissyni aö skora fjórða mark. Markvörður ísfirðinga, Guömundur Marías- son, hafði þá misst knöttinn frá sér efiir hörkuskot Helga Þor- valdssonar. Hilmar fylgdi fast eftir og tókst að koma knettin- um í mark, áður en markvörð- urinn kom höndum á hann afti ur. Mesta athygli f þessum leik vakti framvöröur ísfirðinga, Birkir Eyjólfsson, sem er mikiö efni, en þess má geta aö bezta mann liðsins, Björn Helgason, vantaöi að þessu sinni. Þróttar- liðið var misjafnt í þessum leik, en Óli Viðar Thorsteinsson átti skínandi leik ’i marki, þegar mest á reyndi í fyrri hálfleik Og þarna fékk Þróttur sín fyrstu stig, en það verða ekki þau síðustu í 2 deild, því marg- ir góðir leikmenn eru i liðinu. — hsim. Selfoss—Í.B.Í. 2—2 Haukar—Ármann 2—1 Þróttur N. —Víkingur 0—2 Þróttur R.— -Í.B.Í. 4—0 Staðan í deildinni er nú bannig: Víkingur 3 3 0 0 7:0 6 Haukar 3 2 1 0 -6:1 5 Ármann 3 3 0 1 8:2 4 F.H. 2 1 1 0 5:0 3 ísafjörður 4 1 1 2 10:11 3 Þróttur R 3 1 0 2 4:3 2 Selfoss 3 0 1 2 3:14 1 Þróttur N. 3 0 0 3 1:15 0 Selfoss- I.B.Í. 2-2 Þegar fimm mín. voru eftir I 2. deildar leiknum á Selfossi á föstudagskvöld stóð 2—0 fyrir heimaliðið, en ísfirðingar not- uðu þessar lokamínútur vel og tókst aö jafna. Eitt mark var skorað f fyrri hálfleik — reyndar sjálfsmark ísfiröinga — og Selfyssingar komust í 2—0, þegar þeir fengu vitaspyrnu, sem þeir skoruöu úr. Þegar 5 mín, voru eftir tókst Guðmundi Ó'afssyni aö laga stöðuna í 2—1 og aðeins brem- ur m'in. síðar skoraði Þröstur Guðjónsson. ísfirðingar náðu þvi í annað stigið. en í fyrri leik liðanna, fyrir vestan, vann ísa- fjörður 8—1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.