Vísir - 25.06.1971, Síða 1

Vísir - 25.06.1971, Síða 1
tfSTU tlNSTAKUHGAR SPRCNGDU TÚLVUNA \ ■ , ' i Porva'dur uuömundsson, forstjóri: „O, ekki er maður óvanur þessu, því að I þessum sætum hefur maður verið undanfarin ár. — En það er ekki umtaisvert, þótt einhver borgi skattana sína... einhver, sem rekur fyr- irtæki eftir beztu getu, og fær lagða á sig skatta eftir því. Nær væri heldur að tala við hina, sem taldir eru hafa góðar tekjur, en borga enga skatta samt. Þessa, sem „sleppa vel“, eins og sagt er. Það hlýtur að vera „sensation“ að heyra, hvað þeir hafa til málanna að leggja.“ Pálmi Jónsson, forstjóri, — annar hæsti einstaklingur á skattlistanum, er staddur er- lendis. Ekki pláss á útskriftarvél skýrsluvéla rikisins og Rvik fyrir tekjuútsvar og tekjuskatta Þorvalds i Sild & Fiski og Pálma i Hagkaup Takmarkaðir hæfileikar tölvunnar komu sár illa. Húr réði nefnilega ekki við stærstu tölumar og sleppti milljón framan af hjá tveim ur mönnum, sem reyndust vera hæstu skattgreiðend- urnir, þegar til kom. Tvær milljónir bættust því á elleftu stundu við Þor- vald Guðmundsson for- stjóra Síld og fisk og Pálma Jónson í Hagkaup. Með viðbótinni ruku þeir upp í 1. og 2. sæti. Þorvaldu,- með rúmlega Hæstu fyrirtækin Samanlögð útsvör, tekju- og eignarskattar: 1. Olíufélagið hf. 14.311.000,00. 2. Heildverzlunin Hekla 10.092.000.00 3. IBM 9.276.000.00 4. Olíufélagið Skeljungur 9.232.000.00 5. Eimskipafélag íslands 7.489.000.00 6. Olíuverzlun Islands 6.000.000.00 7. Gúmmívinnustofan hf. 4.178.000.00 8. Sveinn Egilsson hf. 3.860.000.00 9. Júpiter hf. 3.723.000.00 10. Verkfræðiskrifst. Sig Thoroddsen 3.537.000.00 11. Fálkinn hf. 3.531.000.00, 12. SÍS 3.286.000.00! 13. Húsgagnahöllin sf. 3.248.000.00 14. Bifreiðar -og landbúnaðarvélar 3.286.000.00 Hæstu aðstöðugjöld félaga: 1. SÍS 4.153.400.00 2. Sláturfélag Suðurlands 4.118.100.00 3. Heildverzlunin Hekla 4.006.900.1 4. Samvinnutryggingar 4.005.700.00 5. Loftleiðir 3.142.400.00 6. Eimskip 3.015.800.00 tvær og hálfa milljón í þau gjöld, sem við tökum, útsvör og tekju- skatt og eignarskatt. Sigurgeir Svanbergsson í Vega- leiðum fór niður í 3. sæti og aðrir eftir því. Á bls 9. er því númera- röðin ekki alveg rétt. Þar falla allir um tvö sæti. Á bls. 9 er listi yfir 54 hæstu skattgreiðendurna í Reykjavík í ár. Sigurgeir Svanbergsson, for- stjóri Vegaleióa. „Jú, mér lízt ágætlega á þetta. Maður hefur þrælað fyrir þessu myrkranna á milli, og þetta hlýt- ur að vera rétt útreiknað. Það er ekkert á móti því að hafa svona skatta frá ári til árs, þeg- ar vel gengur.“ Rolf Johanisen, stórkaupmaður: „Maður vissi þetta nokkurn veginn íyrir. Slíkt sér maður á bókhaldinu, svo að þetta kemur manni ekki á óvart. — Nú, og undanfarin ár hefur þetta komið þannig út, að ég hef lent í ein- hverju þessara efstu sæta. Svei mér, ef ég held ekki bara að ég saknaði þess, ef ég félli niður." Margrét Dungal, Miklubraut 20. „Þetta er víst eins og hvað annaö. Maöur verður að taka því, sem að höndum ber. Að öðru leyti hef ég ekkert um þetta að segja. Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur: „Jesús minn! Eru þeir alveg orönir ... ? — Mikið jjeta þeir verið yndislegir! Maður leggur nótt við dag til þess að reyna að koma á legg 3 börnum, sem eiga alla sína skólagöngu eftir og svo... — Jæja, þetta er mér mikið áfall, en svona bitnar þetta ævinlega á þeim, sem eru heiðarlegir." Árni Gíslason, bflasmiður: „Ég sá skattseðilinn minn, þeg ar ég hljóp út f morgun. Hann var alveg hroðalegur á fjórt- ánda hundrað þúsund! — Það er súrt að horfa þannig á eftir öllu þvf sem maöur með erfiðismun- um kraflaði saman s.l. ár. Skítt með það, þótt þeir heíðu tekið helminginn, en ca. % ... það þætti fleirum skítt. Það varla til þess að draga fram lífið al því, sem eftir verður. — Það er gremjulegt, að horfa upp á allt erfiðið verða til einskis. Þetta skal ég aldrei gera aftur — þræla mér svona áfram, eins og ég gerði f fyrra.“ Snorri G. Guðmundsson, for- stjóri, Ármúla 7. „Ætli maður eigi ekki að borga eins og eðlilegt er, að maöur borgi. Það er ekkert við því að segja, að maður greiði skatt í hlutfalli við þær tekjyr, sem maður hefur.“ Kristinn Bergþórsson, stórkaupmaður: „Ég átti alltaf von á ein- hverju svipuðu þessu. Þetta er ekki ýkja mikil hækkun frá þvi f fyrra. — Mikil umsetning meö lítiö staifslið leiðir af sér háa skatta. Annars sem gamall keppnis- maður, þá seilist maður alltaí eftir efstu sætunum,“ sagði Kristinn hlæjandi, en hann er fyrrv. landsliðsmaður í bridge. — „En ég má ekki vera aö þessu skrafi, því að nú verð ég að fara að vinna fyrir sköttunum.“ Karl Lúðvíksson, apótekari, Austurbæjarapóteki. „Ég hef ekkert um þetta að segja Ekki neitt.“ — GP - HH - ÞB HANNIBALISTAR aðeins í stjórn eftir úttekt á efna- hagsmálunum og ýtarlegan málefnasanming Vilja Alþýðuflokkinn með 2. Ákjósanlegast væri, að væntan leg rikisstjórn byggi við sem traust astan meirihluta svo aö tryggður sé framgangur þeirra umfangsmiklu aðgerða, sem framkvæma veröur. Af þessum ástæöum telur þing- flokkurinn nauðsynlegt að Alþýðu- flokknum verði boöin, þátttaka í þeim viöræöum, sem nú eru aö hefj ast og flokksstjórn Alþýðuflokksins ritað viðeigandi erindi þar um. Auk framangreindra atriöa vill i þingflokkur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna taka fram, að úti- lokað sé að hann geti staðið að myndun rikisstjórnar án þess, að fyrst fari fram úttekt á þeim efna- hagsvanda, sem fráfarandi ríkis- stjórnarflokkar skilja eftir sig og ýtarlegur málefnasamningur verði gerður um lausn þeirra vandamála. Hannibalistar vilja, að Alþýðu- fl. verði hafður með í ráð- um um myndun vinstri stjórnar og að úttekt verði gerð á efna- hagsmálunum og ýtarlegur mál efnasamningur, áður en þeir taki þátt í myndun slíkrar stjórn ar. Þetta kom fram í svari því frá Hannibalistum, sem fulltrúar þeirra afhentu á þeim undirbún- ingsfundi „Ólafíu“, sem lengi hefur verið beðið eftir og hald- inn var kl. 11 í morgun. í svarinu segir m.a.: „1. Við myndun ríkisstjórnar ber eftir mætti að forðast útilokun hluta þeirra afla, sem eiga heima í sameiginlegum stjórnmálasamtök- 4um jafnaðar- og samvinnumanna. Fulltrúar stjómarandstöðuflokkanna íhuga greinargerð Hannibalista á fundinum í morgun.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.