Vísir - 06.07.1971, Side 1
Færri atvinnulausir í
• Atvinnuleysingjum í bæjunum
fækkaði í siðasta mánuöi, og staf
aðj öli fækkunin af því, að færri
skólaungmenni í Reykiavík voru á
skránni en í byrjun júní.
í sumum bæjanna bættust nokk-
ur skólabörn á atvinnuleysisskrána
í mánuöinum, til dæmis f Kópa-
vogi, þar sem atvjnnuleysingjum
f jölgaði úr 8 í 22. AIls voru atvinnu
lausir í bæjunum um 270.
í Rvík eru nú atvinnulausir 106 sem
er fækkun um 100 á einum mánuði.
Á Siglufirði eru 55 atvinnulausir,
en þeir voru 54 fyrir mánuði. 44
eru atvinnulausir á Sauðárkróki
Hverjir verSa ráðherrar?
fjórum mikilvægum máiaflokk-
um sem eru menntamál, sjáv-
arútvegsmál, iðnaðarmál og við
skiptamál. Þeir hafa því lagt
til, að ráðherrum yrði fjölgað,
en náðherralaunin lækkuð, svo
að kostnaður aukist ekki við
fleiri ráöherra.
Aö því er Vísir getur komizt
næst eru bugmyndirnar um
skipan í ráöherrastólana þessar:
Ólafur Jóhannesson (B), for-
sætis- og dómsmál.
Halldór E. Sigurðsson (B)
landbúnaðar- og samgöngumál.
Einar Ágústsson eða Þórar-
inn Þórarinsson (B), utanríkis-
mál.
Lúðvík Jósefsson (G) sjávarút
vegsmál.
Ragnar Arnalds, Gils Guð-
mundsson eða Magnús Kjartans
son (G) menntamál.
Björn Jónsson (F), fjálmál.
Magnús Torfi Ólafsson (I)
félagsmál.
Eins og sjá má á þessum
lista er Hannibal Valdimarsson
ekki taiinn með. Taliö er líklegt
að hann vilji standa utan ríkis-
stjórnar meðfram vegna hug-
mynda um vinstri sameiningu,
en einnig er talið óheppilegt, að
bæöi hann og Björn Jónsson,
formaður og varaformaður Al-
þýðusambands íslands séu báðir
í ríkisstjórn. Þetta kann þó að
breytast þegar á herðir og
Hannibal jafnvel veriö orðaður
við utanríkismál, — Þá er eftir
að koma fyrir tveimur veiga-
miklum málaflokkum, viðskipta
og iðnaðarmálum. Vei mætti
hugsa sér, að Einar Ágústsson
tæki viðskiptamálin meö utan-
ríkismálunum, en óvíst er enn,
hvor fer með landhelgismálin,
utanríkisráðherra eða sjávarút-
vegsráðherra. Þess skal getið að
lokum aö þessi ráöherralisti
hangir mjög í lausu lofti.
-VJ
Allsherjarmálefnasamningur tekinn fyrir á fundi
/ dag — Ný rikisstjórn á fimmtudag?
Flest bendir nú til
þess, að ný ríkisstjórn
komist á laggimar í þess
ari viku. Má jafnvel bú-
ast við, að Ólafur Jó-
hannesson kynrii ráðu-
neyti sitt á fimmtudag,
en ekkert hefur verið gef
ið opinberlega upp enn,
hverjir muni skipa ráð-
herrastólana. Sérstakri
nefnd var falið það verk
jtea ' \ \ ’
efni, að bræða saman á-
lit undimefndanna fjög-
urra, sem flokkamir þrír
fólu að kanna einstaka
málefnaliði.
Niðurstöður þessarar nefndar
eiga að liggja fyrir fundi flokk
anna þriggja, sem hefst kl. 5
f dag og geta flokkarnir þrír
því fyrst rætt raunhæfan mál-
efnasamning á fundi sínum í
dag.
Svo sem vænta má er flokkun
um þremur mrki-ll vandi á hönd-
um aö skipa í ráðherrastöðurn-
ar. Þannig hefur verið rættum
sjö ráðherra, en Alþýðubanda-
lagsmönnum þykir vandséð,
hvernig t. d. aðeins tveir menn
þeirra get; annað sómasamtega
Vaðsteinn og Ieðurleifar var fyrsti fornleifafundurinn á Uppsalahominu. Leitin aö bæjarstæði Ingólfs hófst í gær með
uppgreftri á horninu.
Leitin að bæjarstæði Ingólfs hafin
Fornleifafræðingar byrjaðir á uppgreftri á Uppsalahorninu
„Jú þetta er spennandi, en
það verður enn meira spenn
andi seinna, þetta er aðeins
tilraunagröftur“, sagði Bengt
Schönbech fomleifafræðing-
ur við Vísi í morgun. Leitin
að bæjarstæði Ingólfs er haf-
in. Fornleifafræðingar byrj-
uðu í gær að róta upp jarðveg
inum á Uppsalahorninu. Vís-
ir kom að þeim í morgun þar
sem þeir vom með skóflur sín
ar og rekur að grafa upp úr
gmnni Uppsalahússins, vinnu
vél var skammt fyrir ofan
einnig í uppgreftri.
„Viö erum að hreinsa upp úr
grunninum og aðeins búið að
taka ofan af moldinni sem er
undir gamla Uppsaiagrunninum
með steyputeifum í. í gær komu
strax í ljós leöúrleifar, sem
geta verið frá gamalli tíð. Þaö
er hægt að láta sér detta í hug
að þær komi frá Tómasi Björns
syni Bech, sem átti hús héma
á hominu, en hann kom hingað
um aldamótin 1800. Hann hefur
líklega haft hér söðlasmíðaverk
stæði, en hann átti tvö hús hér
á horninu og skemmu uppi í
brekkunni. Áður en hann var
hér var hér ullarstofan í inn-
réttingum Skúla fógeta og llk-
lega sútunarverkstæði lfka“,
sagði .Þorkell Grímsson fornleifa
fræðingur, sem vinnur að upp-
greftrinum af Islendinga hálfu
ásamt Þorleifi Einarssyni jarð-
fræðingi, sem er til aðstoðar.
„Rannsóknin beinist að því
að finna forna bæinn í Reykja-
vík, við vonumst til að finna
bæjarstæði Ingólfs, en það er
örðugt að segja hvar hann hafi
búið, skoðanir um það eru á
reiki. Þó hefur verið áhugi á
þessu svæöi fyrir vestan gamla
kirkjugarðinn. Það hefur oft ver
ið haldið, að Ingólfur hafi búið
hér. Menn hafa einnig haldið, að
Ingólfur hafi búið á bak við þar
sem er Grjótagata 4“.
Sænski fornleifafræðingurinn
Bengt Schönbech frá Statens
Historiska Museurn í Stokk-
hólmi var fenginn hingað til að
hafa umsjón með uppgreftrin-
um. Hann var í morgun að
vinna við uppgröftinn með konu
sinni Elsu Nordahl sem er einn-
ig fornleifafræðingur. — Unnið
verður f sumar við uppgröftinn
til 15. ágúst og ætlunin er að
halda áfram næstu sumur. —
Bengt Scbönbech sagði við Vísi,
að ekki væri vitað hvort þetta
væri f raun og veru bæjarstæði
Ingólfs, þar sem verið væri að
vinna núna. En með þessum upp
greftri sjáist hversu mörg jarð-
lög séu að elzfu byggð. Svo get-
ur hann um vaðstein, steinsökku
af færi, sem fornleifafræðingarn
ir fundu í gær, og Þorkell held-
ur að sé frá því fyrir aldamót,
og leðurleifarnar. — SB
bæjunum
(ivoru 39). Á Akureyri ecu aðeins
19 atvinnulausir, 17 í Hafnarfirði,
2 á Akranesi fig 2 á ísafirði. —HH
Reiðhfil til að
hjóla up|» tföppur!
Ýmsir „nytsamir" hlutir eru
kynntir í blaðino í dag, þar á
meðal afar metkilegt reiðhjól,
sem uppfinningaimaðurinn telur
að sé tii þess að hjóla upp
tröppur.
— sjá nánar um upp-
finninguna og aðrar /
sama dúr á bls. 2
Devold:
Síldin í engri yfir-
vofandi hættu
Norski síldarsérfræðingurinn
Finn Efevold hefur látið í Ijós
þá skoðun sVna að hann telji
sfldina ekki í yfirvofandi hættu,
en fyrrverand; brezkur ráðherra
hafði áður viðhaft orð um það
að síldarstofninum væri mikil
hætta búin í Norðursjónum.
— sjá bls. 7
Öryggisbelti
í rúminu
Bandaríkjamenn verða nú að
hafa öryggisbelti f bílum sfnum,
— og nota þau. Er þetta orðið
að lögum, og tóku þau gildi 1.
júlí s.l. Víða er það svo að
menn hafa öryggisbelti, en
nota þau ekki. — Oft hafa
menn óska þess að hafa haft
þau spennt. Það hefði getað
komið 1 veg fyrir stórmeiðsl. 1
grein á bls. 9 er fjallað um
notkun beltanna, — þar kemur
m. a. fram að Bandarikjamenn
verða að spenna beltin í rúm
inu, í sumum tilfellum, þ. e.
þegar þeir eru að ferðast í hús
vögnum.
— sjá bls. 9
Hvað kostar bil-
túr til Akureyrar?
Fjölskyldusíðan í dag fjallar
um slika bilferð, en þeir eru
margir, sem velja þessa leið f
sumarleyfinu sínu.
— sjá nánar bls. 13
Öruggar sprautur
til getnaðarvarna
Stofnun í Bandaríkjunum seg
ir frá 100% árangri af þVi að
gefa konum sprautur til að
varna getnaði. Þessar sprautur
voru gefnar fjórum sinnum á
ári.
— sjá bls. 3
Skordýraeitur
í tóbaki
Sænskir sérfræðingar hafa
fundið talsvert magn af skor-
dýraeitrinu DDT I tóbaki þar-
lendis. einkum amerísku tóbaki.
— sjá bls. 3