Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 3
VlSIR. Miðvikudagur 7. júlí 1971 I MORGUN UTLÖNDS MORGUN UTLÖND f MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND Umsjón: Haukur Heigason Kortsnoj bauð jafntefli Sovézku stórmeistararnir Viktor Kortsnoj og Tigran Petrosjan geróu jafntefli eftir 37 leiki í annarri skák inni í einvígi þeirra í undanúrslit um heimsmeistarakeppninnar. — Kortsnoj bauö jafntefliö. Staðan er því 1:1 eftir tvær skák ir, þar sem sú fyrsta varð einnig jafntefli. Þriðja skákin verður tefld á fimmtudag. — Einvígi Bent Lars- ens og Bobby Fischers er enn ekki byrjað. Sovétríkin vilja taka sæti Breta á eyjunni Möitu Louis Armstrong látinn Hinn heimskunni jassleikari Louis Armstrong lézt í gær á heim- ili sínu í New York, tveimur dög- mn eftir aö hann hafði haldiö upp á 71 árs afmæli sitt. Sovétríkin sækjast nú eftir stjómmálasambandi við Möltu, þar sem Verka mannaflokkurinn vann meirihluta í kosningum fyr ir skömmu. Hin nýja ríkis stjórn á Möltu vill endur- skoða samninga við Bret- land um hernaðarlega að- 'stöðu á eyjunni. Sovézka fréttastofan TASS sagði í gær, að nýja ríkisstjómin á Möltu hefði orðið fyrir hótunum og kúgunum af hálfu Breta, eftir aö stjórnin óskaði eftir endurskoöun á tíu ára vamarsamningi mil'li land- anna. TASS segir að „þvingunarvél heimsvaldasinna sé komin í full- an gang til að tryggja NATO völd in í þessu virki, hvað sem það muni kosta". Malta hefur verið tal in mikilvæg herstöð í Miðjarðar- hafi. Bretar gerðu vamarsamning við landiö árið 1964, þar sem þeim var heimilað aö hafa stöðvar á eyj unni fyrir flugher og flota. Sovézki sendiherrann f London, Mikhai'l Smirkovskij, kom til Möltu í gær. Hann sagði við komuna, að hann ætlaði að ræða möguleikana á að stofnsett yrði sovézkt sendiráð á Möltu. Fyrrverandi stjórn á Möltu hafnaði í fyrra tiimælum frá Sov étríkjunum um að stjórnmálasam- band yrði tekiö upp milli landanna. Sovézkj sendi'herrann mun meðal annars ræða við Dom Mintoff hinn nýja forsætisráöherra. Heimsókn Þing rofið í Austurríki Forsætisráðherra Austurrikis dr. Bruno Kreisky ætlar aö fá þingrof og nýjar kosningar.. .Kreisky ,er. forsætisráðherra í minnihlutastjóm jafnaöarmanna, sem tók við eftir kosningar í marz 1 fyrra, þar sem enginn flokkur fékk meirihluta og ekki samdist milli flokka. Jafnaðarmenn hafa 81 þingmann þjóðarflokkurinn 78 og „frjáls- iyndi frelsisflokkurinn" 6. Ákvöröun Kreiskys byggist vafa Iaust á sigri frambjóðanda jafnað armanna Franz Jonas í forsetakosn ingum i apríl í vor, en Jonas fékk 52,8 af hundraði atkvæða. sendiherrans mun standa f tvo daga. Fréttaskýrendur benda á, að nú telji Sovétríkin sig eiga leik á borði vegna ósamkomulags nýju stjómar innar á Möltu og Breta. Miöjarðar- hafsfloti Sovétríkjanna hefur eflzt mjög síðustu ár, og stórveldin kepp ast um aðstöðu f höftíum á öllu svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf. Flotastöö Atlantshafsbandalagsins í La Valetta á Möltu. Nú á að kjósa i Tékkóslóvak'iu: ár í stað 4. hvers Jacobson hafnað — af Gyðingaætt Ful'ltrúar margra ríkisstjórna hafa rætt við sænsku stjórnina um hvort Gunnar Jarring sendiherra, sem verið hefur sáttasemjari í deil um Araba og ísraelsmanna gæti orð ið framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. U Thant framkvæmda- stjóri segist ákveðinn að hætta. Mikið hafði verið rætt um að finnski fulltrúinn hjá Sameinuðu þjóðunum Max Jacobson yrði eftir maður U Thants. Norðurlöndin öll og Sovétrfkin studdu hann meðal annars. En Jacobson er af Gyðinga ættum og munu Arabaríkin Iftið hrifin af því. Þingið i Tékkóslóvakíu samþykkti í gær nýjar regl ur fyrir kosningar, sem eiga að ryðja úr vegi síð- ustu hindrununum fyrir kosningum til nýs þings, að sögn tékknesku fréttastof- unnar Ceteka. Þingkosningum hefur verið „frest að“ árum saman í Tékköslóvakíu. Ekki er búið að ákveða, hvenær kosið verður, en ummæli ýmissa forystumanna kommúnistaflokksins benda til þess, að kjósa eigi í haust. Nú á framvegis að kjósa til þings fimmta hvert ár f stað fjórða hvers árs áöur fyrr. Hestamenn Gaeðingur til sölu. 8 næstu kvöld. Uppl. í síma 84055 milli kl. 7 og Skrifstofustarf Stórt innflutnings- og þjónustufyrirtæki ósk- ar að ráða mann sem fyrst til að annast verð- reikninga og tollskýrslugerð. Til greina kem- ur að vinna hluta úr degi til að byrja með. Tilboð ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist augl. Vísis fyrir 10. þ. m. merkt „Framtíðarstarf“. 13 fórust vlð Kairó Louis Armstrong, þegar hann heimsótti ísland í ársbyrjun 1985. Þrettán farþegar drukknuðu, þeg ar bifreið, sem átti aö flytja þá til brúðkaups f þorpi skammt frá Kaíró, lenti út í skurð meöfram veginum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.