Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Miðvikudagur 7. júlí 1971, Otgefandi: KeyKJaprenr ní. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjðKsson Ritstjöri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Sköli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660 Afgreiðslsf Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuöi tnnanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðia Vtsis — Edda U. Sérstaða viðurkennd Efnahagsbandalag Evrópu er nú að marka stefnu sína gagnvart þeim EFTA-rfkjum, svo sem íslandi, sem ekki óska eftir inngöngu í bandalagið heldur vilja gera við það viðskiptasamninga. Með íslandi í þess- um hópi ríkja eru hlutlausu ríkin Svfþjóð, Finnland, Austurríki og Sviss auk Portúgal, sem er í Atlants- hafsbandalaginu. Fyrir íslendinga er mikilvægast, að sérstaða okk- ar verði viðurkennd og í viðskiptasamningi við Efna- hagsbandalagið njóti íslenzkar sjávarafurðir ekki minni fríðinda en þær hafa haft í EFTA. Fráfarandi ríkisstjórn lagði málið þannig fyrir Efna- hagsbandalagið, að íslendingar óskuðu í öllum aðal- atriðum eftir sömu fríðindum gagnvart Efnahags- bandalaginu og þeir höfðu haft innan EFTA. Ekkert hefur enn komið fram, er bendir til þess, að þessari stefnu verði breytt, þegar ný ríkisstjórn tekur við. Nú eru horfur á, að Bretland gangi í Efnahags- bandalagið. Tvö önnur EFTA-ríki hafa sótt um inn- göngu, Noregur'óg. Danmörk. í ráði er, að þjóðaratkvæði verði látið skera úr í þessum tveimur löndum, þegar opinberir aðilar hafi náð samkomulagi. Ekki er á þessu stigi unnt að segja fyrir, hver verði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu í Nor- egi og Danmörku. Talsverð andstaða er við aðild- ina, einkum í Noregi. Hitt er sýnt, að fríverzlunarbandalagið EFTA mun ekki halda áfram í núverandi mynd. Þess vegna hafa öll ríkin í EFTA, með einum eða öðrum hætti, leitað eftir samningum við Efnahagsbandalagið. Framkvæmdastjórn Efnahagsbandalagsins hefur nú eftir könnunarviðræður við EFTA-ríkin lagt skýrslu sína fyrir ráð bandalagsins. í skýrsiunni er sérstaða íslands viðurkennd og lögð áherzla á náuð- syn þ23s„ að í viðskiptasamningi milli íslands og bandalagsins verð: 2ðin nægllcg íríðindi fyrir ís- lenzkar sjávarafurðir. Framkvæmdastjórnin bendir að öðru leyti á tvær leiðir, sem til greina komi gagnvart þeim ríkjum í EFTA, sem ekki ganga í bandalagið. Fyrri möguleik- inn er að bandalagið geri viðskiptasamninga við hvert einstakt þeirra. Seinni möguleikinn gerir ráð fyrir, að málinu verði skotið á frest. EFTA-rfkin haldi áfram óbreyttri fríverzlun sín á milli næstu tvö árin eftir stækkun Efnahagsbandalagsins og á þeim tíma verði sámlö um framtíðarlausn. EFTA-ríkin telja sig Gkki geta sætt sig við slfka frestun. Verði fyrri leiðin farin, munu nánari viðræður um viðskiptasamninga væntanlega hefjast á hausti teom- anda. fslendingar geta unað þessum niðurstöðum fram- lcvæmdastjómar Efnahagsbandalagsins eftir atvikum vel. Viðurkenning á nauðsynlegu tilliti til sérstöðu fs- iands eykur vonir um hagkvæma niðurstöðu. Eru „fcrnardýrin44 sek? — Glæpafræðingar rannsaka sálarlif fórnardýra afbrotamanna Eftir að Robert Kenn edy var myrtur, gaf sál- fræðingur við Houston- háskóla Kennedyunum þá einkunn, að „þeir væru fómardýr í leit að morðingjum**. Richard Evans sálfræðingur legg ur mikið upp úr þessari kenningu. Hann segir, að fórnardýrin „bjóði Kennedyanna sem „ofbeldi gagn vart sér“. Velji hættulegt lífsstarf vegna bældra hvata Glcepafraeðingurinn Amir, sem skipulagöi kennslu 1 þessari grein I Berkeleyhásköla álítur, að stundum sé dulin „þrá manna til að þola kvalir“ undir- rót þess, hvert lífsstarf þeir kjósa sér. í erlendum stórborg- um eru sumar atvinnugreinar einkum hættulegar og nægir þar að nefna lögregluþjóna og bifreiðarstjóra almenningsvagna Eru Kennedyamir „í leit að morðingjum"? oft heim“ og aðstoði við glæpi, sem eru drýgðir gegn þeim. Þessi skoðun átti annars ekki miklu fylgi að fagna fyrir þrem ur árum. „Eins og lambið hænir til sín úlfinn“ Kenning Evans hefur eignazt fleiri fonmælendur síðan, Á síö- ustu ráðstefnu samtaka, sem rannsaka glæpi, var sérstakur fundur látinn fjalla um þetta efni. í fyrsta sinn bjóða þrír háskólar V Bandaríkjunum nú rannsóknir á hegðun fórnardýra glæpamanna sem sérstakt fag. Þetta eru Kaliforníuháskóli, Boston háskólinn og Northsvest- em háskólinn í Illinoisfy'.ki. Fræðirit um efnið er að koma út og eftir tvö ár er í ráði að halda í Jerúsalem alþjóðlega ráðstefnu um efnið. hina fyrstu sinnar tegundar. Hegðunarfræðingar eru yfir- leitt sama sinnis og glæpafræð- ingurinn Fattah. sem kennir við háskólann í Montrea! og heldur því fram, að „sumt fólk hæni tfl stn glæpamenn, etas og lamb ið hænir til sín úlfinn“. Margt þetta fólk sé masókistár, það er að segja það njóti þess að icveljast. Þetta fó'lk „þrái i und irmeðvitund sinni beinlínis aö þola kvalir". Schafer kennari í Northwestem segir, að samt teljist Kennedyarnir ekki til þessa flokks m^nna. Hins vegar hafi þeir persónuleg sérkenni, svo sem metorðagimd, sem veki reiði hjá ofbeldismanninum. Of- beldismaðurinn h'ti á atferii eru menn sér ef til vill sjaldnast meðvitandi um þessar langanir sínar. Rannsókn, sem gerð var um öli Bandaríkin fyrir tveimur ár um á morðum á strætisvagna- bílstjórum, sýndi, að þrír þeirra, sem myrtir voru það ár, höfðu einmitt „svarið, að þeir skyldu ekki láta neina pörupilta ræna sig“, og þess vegna reyndu þeir að beita byssum i trássi við fyr- irmæli atvinnurekenda sinna. Sjálfsmorðshneigð hefur greini lega oft verið orsök morða. Fórnardýr þurfi endurhæfingu? Fræðimenn eru nú yfirleitt sammála um að taka beri tillit tii þessara atriða bæði við rann- sókn glæpamála og eins við tilraunir tfl að stemma stigu við glæpum, sem eru ört vax- andi meinvættur í Bandarfkjun- um og víðast hvar. Þeir eru þó engan veginn sammáia um nauögunarmdl. Til eru þeir sérfræðingar, sem telja, að konur, sem nauðgað hef ur verið, hafi boðið hættunni heim með tfl dæmis kæruleysi, eða kynörvun. Amir, sem er helzti fræðimaður i Israel á þessu sviði, telur þetta þó að- eins eiga við um fimmtung aHra tilfefla. Sálfræðingurinn John Peters í Filadelfíu segir, að fómardýr nauðgara séu sjaldn- ar „sek“ en almennt sé talið. Petens og starísbræður hans vilja skera úr þessu. Þeir hafa þess vegna tekizt á hendur að og leigubifreiða sem oft verða fyrir árásum. Enn fremur gjald kera f bönkum og næturverði ýmiss konar. Þó að allur þorri þessa fólks velji væntanlega lífs starf sitt af öðrum sökum, tel- ur fræðimaðurinn Amir, að und irrótin sé oft hin.bælda löngun til að verða fómardýr eða þá tilraun til að „ögra skapanom- unum“. Síðan halda glæpafræðingar áfram röksemdafærslu sinni og benda á, að aðstæður við marga glæpi bendi f þessa átt. Tfl dæmis sé þjófnaöur oft til kominn vegna hirðuleysis þess, sem fyrir hionum verður. Fjár- svik eiga ósjaldan rætur í á- gimd fórnardýrsins. Fjárkúgun orsakist af sekt manna. Sumum sálfræðingum er ekki grunlaust, að I undirmeðvitund fómardýr- anna f sumum þessara tilvika hafi hrærzt löngunin til að verða einmitt fómardýr og þess vegna hafi þeir boðið hættunni heim. Verða afbrotamenn til að látp refsa sér .Alkunna pr að menn fremja oft einhver afbrot vegna sektar tilfinningar, og má nefna hið fræga dæmi um flugmenn og stri'ðshetjur sumar hverjar, sem framið hafa afbrot af því að þeim hefur fundizt það eina leiö in til að hljóta refsingu fyrir manndráp sín í strfðinu, og er þekktast dæmið um flugmann flugvélarinnar, sem varpaði kjarnorkusprengjunni á Híró- síma, en hann gerðist síðan at- vinnuafbrotamaður af sektar- kennd að áliti sálfraeðinga, sem ura hann önnuðust. Svo sem um aðrar sálarflækjur. llllllllllll MD MFM Umsjón: Haukur Helgason rannsaka öli nauðgunamiál í Fíladelfíu næstu fjögur árin og leggja spumingar fyrir fömar- dýrin. Hversu mikið sem harft er í öllum bessum staðhæfingum er glæpafræöin að beinast í vax- andj mæli inn á slfkar brautir. Vfða er nú unnið að athugunum á réttmæti þessara kenninga, og eru niðurstöður þeirra Ifklegar til aö breyta ýmsu bæði vlo rannsóknir mála og varnir gegn glæpum en jafnframt geta þær rutt braut fyrir nýjar aðferðlr til að „Iækna“ bæðj hina glæpa hneigðu og þá, sem bjóða glæp um heim. Reynslan sýnir, að sumt fólk er „alltaf að verða af- brotamönnum að bráð“. Þeim, sem fremur einn glæp, hættir ti’l að fremja annan, að minnsta kosti sýna fangaskýrslur það 6- bvírætt. Nú segja sumir að ekki nægi að sfcofnsetja haeli til að endurhæfa afbrotamennina. Sum af fómardýrum þeirra þurfi einnig endurhæfingar við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.