Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 16
I imi MBW £ *, a"'"*"v ‘i,{ ..............; •!.... .. VISIR Miðvikudagur 7. jölí Í971. Ekkert guH fundið ennjbó Gullleitarmenn á Skeiðarársandi fara sér há3gt við gulleitina sem stendur. Bergur Lárusson frá Kirkjubaejar klaustri var kominn niður á sand, búinn beltatraktor og mælitækjum og með eina 6—7 menn með sér að þefa uppi gull, þegar báturinn Bára strandaði bar við sandinn, og sneru þeir félagar þá gullleitarleið- angri upp í björgunarleiðangur og vinna nú að því að koma bátnum á flot. Vísir hafði samband við Kirkju- bæjarklaustur, og var okkur tjáð, að þeir Bergur Lárusson væru með góðan útbúnað á sandinum, þeir hefðu meðferðis hjóihýsi og elduðu þar mat sinn og væru búnir til langra,- dvalar á sandinum, ef gull- ið léti bíða eftir sér. Báru hefur verið bjargaö undan sjó og er verið að dæla úr henni núna, væntanlega verður hún dreg- in á flot á stórstreymi fljótlega. - GG Drengur á reiðhjóli fyrir bíl Drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið í Reykjavik i gærdag, og lítur út fyrir, að hjólreiðamönn um sé töluverð hætta búin í um ferðinni á götum borgarinnar. Áreksturinn f gær varð með þeim hætti, að biffeið var ekið a'fturábak út úr innkevrslu við Tryggvagötuna. 1 sömú ' andránni átti drengur á reiðhjóli leið um og varð hann fyrir bifreiðinni. — Svo giftusamlega tókst þó ti'l í gær, að drengurinn meiddist ekki, en aftur á móti urðu ein- hverjar inni. skemmdir á bifreið- —ÞB Safna 10 þús. undirskríftum til verndur Bernhöftstorfu Spjöld rpeð myndum af húsun um í Bernhöftstorfunni og út- drætti úr sögu þeirra hafa ver ið sett upp á túnblettinum hjá Bankastræti. Það er áhugafólk um verndun Bernhöftstorfunn- ar, sem hefur sett þessi spjöld upp. Næstu daga ætlar það að safna tíu þúsund undirskriftum undir skjal þar sem þess er far- ið á leit við viökomandi ráða- menn, að engar byggingafram- kvæmdir verði á milli Banka- strætis og Amtmannsstígs — og núverandi húsaröð á þeim sta verði varðveitt. Einnig verður dreift upplýs- ingaspjöldum þar sem er útdrátt ur úr sögu húsanna, gerð grein fyrir viöhorfum verndunar- manna og sagt frá hugmynda- samkeppni Arkitektafélagsins um það hvernig glæða megi þessi hús nýju llfi. Ýmsir aöilar hafa lagt fram vinnu við að búa út og koma upp spjöldum og dreifispjöldum t.d. auglýsingastofur, teiknarar, ljósmyndarar. Þjóðminjasafnið hefur lánað myndir, Arkitekta- félagið kostar það, sem ekki . fæst gefins í útgáfukostnaði. I upplýsingaspjaldinu stend- ur m.a.: „Húsaröðin við Lækjar götu austanverða frá Stjórnar- ráðshúsinu að íþöku er síðasta heillega götumynd iiðins tíma í Reykjavík. Nú heyrast þær raddir, að þessari síðustu mynd skuli einnig fórnað og húsin milli Bankastrætis og Amt- mannsstígs rifin. Ástæðan er sögð vera sú, að þar skuli rísa nýtt Stjórnarráð, Viö þá tilhugs un hlýtur að vakna sú spurn- ing hvort gamli miöbærinn geti þolað þann umferðarþunga, sem því muni fylgja — ef áfram verö ur haldið að þrengja þar saman stórbyggingum yfir opinberar stofnanir. Til að leysa það vandamál mun vera áformað að gera Amtmannsstíginn að breiðgötu, sem hefur það í för með sér, að önnur merkileg bygging, sem er fangahúsið við Skólavörðu- stíg, verður að víkja“. Þá segir ennfremur f pistli um hugmynda samkeppnina um Bernhöftstorf una að við uppmælingu á hús- unum hafi það komið í Ijós, að innviðir þeirra virtust vera heil- ir og ófúnir. — SB Svo hunMum skiptir á Skattstofuna Nú verður fólk að hafa hraðar hendur, ef það ætlar að kæra á- lagt útsvar og skatta. Kærufrestur inn rennur út tólf á miðnætt; ann að kvöld. Lúga verður opin við dyrn ar á Skattstofunni og þangað er hægt að stinga kærum fram eftir kvöldi. Óskar Björnsson deildarstjóri hjá Skattstofunni sagði við Visj í morg un, að þegar kæru er skilaö eigi hún að vera í tveimur bréfum, það er að segja sérbréf stílað á fram- talsnefnd Reykjavíkur, þegar ver- ið er að kæra útsvar og annaö bróf stílað á skattstjórann í Reykja- vík, ef tekjuskattur er kærður. Óskar sagöi að starfsmenn Skatt- stofunnar hefðu haft nóg að gera undanfarið við að aðstoða fólk í sambandi við kærur — þó séu þær ekkj skrifaðar fyrir það. Ekki hafi fleirj kært nú en venjulega — en þeir skipti hundruðum, sem hafi lagt leið sína á Skattstofuna síðustu dagana til að fara í saum- ana á skattinum sínum, —SB ét lögregluna hirða nœturgest konunnar Kynsjúkdómar færast í vöxt — „eðlileg" fjölgun tilfella hérlendis 0 Núna f morgunsárið hringdi ævareiður maöur til lögregl- unnar, og kvað eiginkonu sína hafa leikið sig grátt. Maðurinn kvaðst hafa veriö að vinna í nótt, og þegar hann kom heim ur.dir morgun, fann hann óboð- inn gest, karlkyns, milli rekkjóð- anna hjá konu sinni. — Fór húsbóndinn fram á, að lögreglan -ækti þennan gest. Þegar lögreglan kom á stað- inn, tóku málin nýja stefnu. Það kom upp úr dúrnum, að hús- íðendur á staðnum standa í skilnaðarmáli, svo að frúin taldi manninn ekki eiga neinn ráö- stöfunarrétt yfir sínum kroppi, og sagði, að honum kæmi ekki við hjá hverjum hún sængaði. Lögreglan fór með næturgest- inn. eftir að hann hafði tfnt á sig spjarirnar, en í sömu mund hófst misklíð húsráðenda. Konan baö lögregiuna lengst allra orða, að hýsa húsbóndann a. m. k. um hríð, því að hún væri þreytt, og mætti ekki til þess hugsa, að hann háttaði hjá sér svona alveg strax. — ÞB „Kynsjúkdómar færast ekki í vöxt hérlendis, umfram það sem „eðlilegt“ er“, sagði Hannes Þór arinsson, sérfræðingur í kyn- sjúkdómum, er Vísir hafði sam band við hann í gær, „fjölgun til fella er að okkar áliti í fullu samræmi við fólksfjölgunina“, sagði Hannes. Vísir spurðist fyrir um það hjá Hannesi, hvort hér á landi hefði orðið söm raunin á og í Bandaríkj- unum og Vestur-Þýzkalandi, en í þessum löndum hafa kynsjúkdóm- ar færzt mjög í aukana síöustu 2—3 árin. Þann 1. júlí sl. skýrði Vísir frá því í grein, aö kynsjúkdómar breiddust nú svo mjög út ’i sumum vestrænum löndum, aö talað væri um faraldur. Síðustu 3 árin hefur aukningin verið yfir 50% í Banda- ríkjunum, og frá 1968 til 1970 var aukningin 30% í V-Þýzkalandi. í lang-flestum tilfellum er um að ræða lekanda eða sárasýki, og vilja margir sérfræðingar kenna um notk un pillunnar. Eiga þeir þá við, að notkun hennar hafi leitt af sér kæruleysi í kynlífi, og fullyrt er að nú sé þaö af sem áður var, þegar rekja mátti flest kynsjúk- dómatiilfelli til vændiskvenna. Þeim er nú aðeins kennt um 5% af sýk- ingartilfellum. Tuttugu af hundraði kynsjúkdómatllfella í Bandaríkjun- um eru rakin til maka kynvillinga, en langstærstan hlut í útbreiðslunni eiga „venjuleg“ kynmök fyrir hjóna band og svo utan þess. — GG Skemmtiferðaskip á hverjum degi núna Nú iíður varla sá dagur, að skemmtiferöaskip eitt eða fleiri séu ebki inni. Júilí er aðal-mánuður skemmtiferðaskipanna en komum þeirra til landsins fer fjölgandi meö hverju árinu. í morgun lágu Gripsholm meö <S>Bandaríkjamenn aðallega og Ham- borg með Þjóðverja við festar á höfninni. Skemmtiferðaskipin voru þrjú talsins inni á höfninni í fyrra- dag og í gær voru þau tvö. Það er því Mflegt á aðalslóðum túristanna sem leggja undir sig „túristagöt- urnar“ Hafnarstræti og Austur- stræti þessa dagana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.