Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 2
Hetjudáð í eiturvímu Hann dröslaði særðum félaga sínum £ skjól, þar sem einnig var bundiö um hans eigin sár sneri síðan út á vígvöllinn aftur og drap með annarri hendi fáeina Víet Cong skæruliða, suma með byssu aðra með eggvopni. Fyrir tiltækið, sem framið var á landa- mærum Kambódíu 1970, var hann sæmdur heiðursmerki. Hann heit- ir Peter Lemon og er21 árs. Um daginn buðu þeir honum til Hvíta hússins að taka við orðu hjá Nix- on. „Viö sáum að hann var ekki al- veg eðlilegur, þegar hann kom til Hvita hússins“, segir Pentagon foringi einn, „hann hélt friðar- merkinu á lofti og æpti allan tím- ann „Beint áfram!“ Við urðum að særa hann til að fá sér klipp- ingu áður en hann færi I Hvíta húsið". Eftir afhendingu heiðursmerkis ins fór Lemon heim til Michigan og sagði blaðamönnum þar, að þegar hann drýgði dáð sína hefði hann verið í eiturvímu: „Þaö var I eina skiptiö sem ég fór í orr- ustu £ v£mu“. □□□□DDDD Þreytulegi maðurinn á myndinni þama er þjóðhetja í Danmörku — eða hefur verið það fram und- ir þetta. Hann er hnefaleikari, — einn af fáum á Norðurlöndum er hefur þann slag að atvinnu. Um daginn helmsótti hann Brasiliu- maðurinn Juarez de Lima og barði svo hreissilega í rot, að pilt urinn mun ekki eiga sér viðreisn ar von sem hnefaleikari hér eftir Hann heitir Tom Bogs og er kok hraustur eins og títt er um box ara. Hann ætlar að byrja æfingar að nýju og ekki hætta fyrr en hann hefur náð f skottið á de Lima aftur og gert úr honum jafning. BARÐI FÓSTRA SINN — og veitti honum þar með sjónina aftur I liðlega 20 ár var Gustaf Hedlund frá Torsby-í Sví þjóð alveg blindur. Hann er nú orðinn 56 ára, og hefur fengið sjón á öðru auga. Hann fékk ekki sjónina við að gangast undir upp- skurð eða aðgerð af neinu tagi, heldur með því að 5 ára gömul fósturdóttir hans barði hann óvart í augað. Gustaf Hedlund: „Mér fannst sem eitthvað spryngi inni í höfðinu á mér, ég sá sólir og stjörnur og hugsaði með mér, að nú væri þessi skíma sem ég stundum sá áður, endanlega horfin“. AHt í einu sá ég En þegar ég tók höndina frá auganu, gat ég allt £ einu séð. Áður gat ég rétt greint mun dags og nætur, en nú gat ég allt I einu séð þetta allt saman. Garðinn, húsið, bílana... það var stór- kostlegf''.1” w ** m Sænsku læknarnir skýrðu þetta með því, að högg fósturdótturinn ar, sem heitir Miladdie, hefði haft sömu áhrif á augað og hægt hefði veriö aö ná fram með uppskurði. Hedlund: — Ég hef leitað til lækna £ mörgum löndum, en eng- inn hefur getað gefið mér von um að uppskurður myndi heppn- ast. Þess vegna þorði ég ekki að láta skera mig upp.“ Gustaf Hedlund er útlærður leikfimikennari, þrátt fyrir ör- kuml sitt, en hann hefur kennt öðrum blindum. Hann varð blind- ur á öðru auganu, þegar hann var 8 ára. Hann var þá stunginn £ augað með hnífi. Þegar hann var 20 ára sveik sjónin endanlega á hinu auganu og sfðan hefur hann veriö blindur. Miladdié skilíh éftír 1 fyrra tóku þau Hedlund-hjón hina 5 ára gömlu Miladdie að sér, en hún er frá Jórlanlu. Þau Gust af Hedlund og Hilma kona hans, hittu stúlkuna á barnaheimili £ Jerúsalem. Stúlkan litia hafði ver ið skilin eftir við barnaheimilið þar, og er hún alveg blind. Nú eiga þau Hedlund-hjón eina ósk, og sú er að stúlkan litla fái sjón á ný, en hún missti hana með þvf að foreldrar hennar nudd uðu £ einhverjum misskilningi joði I augu hennar. Sænskir læknar telja, að það sé hugsanlegt að stúlkan fái sjón ef hún verður skorin upp. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■••• SENTILMENN VILJA DÖKKHÆRÐAR Ef þú átt ijóshærða kærustu, er eins gott fyrir þig aö gá vel að hverju þú trúir henni fyrir — þær ijóshærðu eru nefnilega laus málli en annað fóik. Ef hún er rauðhærð, þá er eins gott fyrir þig að fylgjast með gerð um hennar. Eða svo segir Edwin D. Law- son, sálfræðiprófessor, sem gerði könnun á 240 stúdentum og fór nákvæmlega eftir háralit þeirra, hvort þeir væru ljós- dökk- eða rauðhærðir. Hann segist hafa fundið út, að ljóshærðar stúlkur séu oftar „fallegar“ og „skemmtilegar" i venjulegri merkingu þeirra orða en annað kvenfólk. Aftur á móti gat hann ekki tengt orð eins og ,,einlæg“ og „úr valsmanneskja" við þær ágætu ijóskur. Rauðhæröar stúlkur fá heldur slæma útreið £ könnuninni. Margar þeirra eru sagðar vera „hættulegar" og „tilfinningarik- ar“. Jafnt karlar sem konur þær, e^ Lawson spurði út úr við ríkis- háskólann £ Fredoníu, USA, höfðu heldur lélegt á]it á gerviljóshærð um .konum. „Þær voru álitnar sérstaklega illa gefnar", segir Lawson og einn ig heldur hann því fram, að það sé greinilega ekki rétt að séntii- menn kjósi fremuT ljóshæröar kon ur en dökkhærðar. Dökkhærðir menn í könnun Lawsons vildu miklum mun frekar eiga dökk- hærða konu en ijóshærða, og á- litu karlmenn dökkhærðar konur yfirleitt vera miklu betur gefnar og meira aðlaðandi. Dökkhærðir karimenn komu og betur út úr könpuninni en ljós hærðir. Blondinur, brúnettur og rauðkur viidu undantekningar- laust fremur dökkhærða menn en ijósa. Lawson sálfræðingur og prófess or er sköllóttur. Miladdie barði fósturföður sinn í andlitið — og eftií bað hefur hann haft sjón á öðru auga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.