Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Miðvikudagur 7. júlí 1971 24 frá vinabæjum Kópa vogs í heimsókn Kópavogur heldur í áj- mót fyrir fulltrúa vinabæja sinna á Norðurlöndum — alls koma 24 gestir til Kópavogs frá Taríip- ere Tammerfors) í Finnlandi Norrköping í Svíþjóð, Trond- heim í Noregi, Óðinsvéum í Dan mörku og Klaksvík í Færeyjum. Mótið hefst með setningu í Fé- lagsheimili Kópavogs í fyrramál ið, en lýkur á Hótel Sögu á laug ardagskvöld. .. .og vinir einnig á Akureyri Og vitanlega á Akureyri einn- ig sína norrænu vini — þessa dagana er haldið árlegt æsku- lýðsmót vinabæja Akureyrar á Norðurlöndum og lýkuj- því á föstudag, en hófst á laugardag- inn var. Alls eru þátttakendurn ir 41 talsins auk heimamanna. Vinabæir Akureyrar eru Vaster ás f Sviþjóð, Randers f Dan- mörku, Lahti í Finnlandi og Ála sund í Noregi. Einn í nefnd Þeir frændur vorir, Vestur-ís- lendingar, eru ekki aldeilis eins flott af sér og viö Hér eni ail ar nefndir vel mannaðar, valin- kunnir menn í hverju rúmi. — Lögberg-Heimskringla, sem oft er mjög fjörlega og skemmtilega skrifað blað, segir þannig frá Skapta (Scotty) Borgford, sem var nýlega skipaður í „eins manns nefnd“. — Er hlutverk nefndarinnar að rannsaka leigu- verð fbúða og aðbúnað leigu- taka í Thompson, Flin Flon, Lynn Lake, The Pas og Dauphin. Borgford „hefur verið veitt vald og réttur til að yfirheyra eið- svarin vitni og halda opinberar og privat yfirheyrslur eftir eig in vild“, segir f LH. Stétt sem stækkar, stækkar og stækkar... Svo notuð séu orð sjónvarpsauglýsinganna vinsælu, þá má áreiðanlega segja, að stétt sýningarstúlkna hafi undanfarin ár stækkað, stækkað og stækkað. Verkefnunum fjölgar með auknum fataiðnaði og þessar ungu stúlkur á myndinni hafa undanfarið sýnt erlendum ferðamönnum Islandstízkuna 1971 fyrir Islenzkan heimilisiðnað og Rammagerðina. Það er Sigríð ur Ragna Sigurðardóttir, sem hefur kynnt á tízkusýning- unum, en stjórnandi er Unnur Arngrímsdóttir. HÍ ...SÁlzlMm Hafið þér séð handritin? Handritasýningin stendur enn yfir f Árnagarði, húsi Handrita- stofnunarinnar. Nú hefur komið út vegleg sýningarskrá. sem er afhent gestum ókeypis. Geysileg ur fjöldi skqðaði handritin fyrstu vikurnar, en margir virðast halda að sýningin sé ekki opin lengur. Eflaust munu' margir ' koma aftur og skoða sýninguna og fá sér sýningarskrá til endur minningar og fróðleiks. Mótmæli—Mótmæli.. í sumarblíðunni um síðustu helgi voru félagar Fylkingarinn- ar ekki á þeim buxunum að leggjast fyrir í sólbaði. — Þeir efndu til mótmælastööu ásamt Víetnamhreyfingunni. Var þetta spjöld sín og sést hópurinn á fremur lítill hópur, sem stóð myndinni. en einhverjir forvitn viö bandaríska sendiráðið með irr vegfarendur halda í humátt á eftir merkisberunum. Dual úrvalið hjá okkur sýnir bezt þá fjölbreytni og framfarir sem orðnar eru í gerð hljómflutningstækja. Aldrei hefur verið auðveldara að finna tæki við sitt hæfi — vandað verk og fagurt. Dual er þýzk framleiðsla sem hagnýtir tækninýjungar þegar í stað. Komið og heyrið hljómburðinn. Valið verður Dual. KLAPPARSTÍG 26, SÍMl 19800 RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.