Vísir - 04.08.1971, Síða 7

Vísir - 04.08.1971, Síða 7
VÍSIR. Miðvikudagur 4. ágúst. 1971. og Sprengisandur brautir mikil umferð um hálertdið um verzlun armannahelgina Kjölur og SprengisawVw komust aftur svo um munaði i pjöfibraut um verzlunarmannahelgina. Tölii- verður fjöldi smábíla fór þessar leiðir um helgina auk sterkbyggð- ari farartsekja. Hálendisvegirnir hafa verið óvenju góðir í sumar cg sáust þess merki i umferöinni. Á vinsælum ferðamannaslóðum á hálendinu var mannmargt og var t. d. mikið fiölmenni í Kerlingar- fjöllum og geysimikið af tjöldum í Landmannalaugum og allt inn meö Eldgjá. Ekki hefur frétzt af neinum *telj- andj óhöppum á þessum leiðum. Þó sagði Guðrún Sveinbjörnsdóttir húsfreyja á Mýri í Báröardal, að tveir' fólksbílar hefðu verið dregnir upp úr Mjóadalsá í gærdag, en þeir drápu á sér í ánni. „Það hefur ver- ið mjö’g mikil umferö hér i sumar um Sprengisandsleiö, og allar teg- undir bíla. I sumar hefur ekki ver- ið fariö inn í Eyjafjörðinn og hefur umferðin því aukizt hér. Það var he’.zt núna um helgina að fór að bera á umferð t'ólksbíla og var það útvarpið, sem átti sinn þátt í því. Þetta er þó varla leið fyrir smá- bíla en þeir komffst varla yfir ána hér — þetta er eini farartálminn á leiðinni og er það svotítið gremju- legt“. Guðrún sagði umferðina hafa greinilega verið meiri í sumar en áður. Mikill fjöldi bíia fór um Kjöl um helgina. Franz Pálsson sem var fararstjóri fyrir 4B manna hópi frá ■ Ferðafélagi íslands sem fór í Rafhitun eða hveravatn? Kerlingarfjöl! og á Hveravelli sagði við Vísi: „Ég tel að þaö hafi verið mjög mikil urnferð um Kjöl og talsvert af fólksbílum. Viö mafett um t. d. talsvert mörgum H-bílum, sem komu að norðan, flest jeppar 'að vísu. í Kerlingaríjöllum var mik- ið af fólki á skíðum og hafði það jafnvel lítil börn meö sér“. Það má tala um „skotfæri“ á Kili. Bílstjóri einn, sem fór frá Akureyri á smábíl var 9‘A tíma til Reykjavíkur og fór þó rólega sam- kvsemt þvi sem hann sagði Mikill fjöldi smábiia ?ór til Land- m. ínalauga og þar voru a’Hs staðar tjöld allt frá Landmannalaugum og austur i Eldgjá um helgina — SB Vitaskipiö tók land- helgisbrjót! • Vitaskipið Árvakur kpm togbátnum EinariÞórðarsyniNK| ;20 að veiðum tveim sjómíluml ■innan fiskveiðimarkanna undffn| iHjörleifshöfða laust fyrir mið-^ nætti í fyrrinótt. i Báturinn var með botnvörp- úna úti, þegar vitaskipið koro að. • Var farið með bátinn til Vest imannaeyja. þar sem um •hans verður fjallað. — að Hafnfirðingar fá hráðum hitaveitu Mikiö heitt vatn hefur komið úr þeim borliolum sem Orkustofnun hefur látið g'era á Krísuvíkursvæð- inu, og virðist sem Hafnfirðingar fái nú aukna möguleika á að leiða til sín heitt vatn tij upphitunar af þessum slóðum. „Það er verið að fara yfir kostn- aðaráætlun. sem verkfræðifyrir- tækið Virkir gerði fyrir Hafnar- fjarðarbæ 'fyrir nokkrum árum, og fara þeir hjá Virki yfir kostnaðar- áætlunina núna með sérstöku til- liti til kostnaðar við rafhitun. .m-. Niðurstöður þessara athugana munu liggja fyrir mjög fljótlega, og þá verður tekin afstaða tii hita- veitumálsíns — þ.e. hvor kostur- inn verður valinn rafhitun eða upphitun með vatni". — GG Það er hressandi aö þvo sér úr ísköldu lindarvatni að morgni dags á sumarmóti. Þessar tvær voru einmitt í andlitsbaði á sunnudagsmorguninn, þegar ljósmyndarinn laumaðist að þeim. Sumarmótin þóttu vel takast. — Spáð hafði verið vætu um helgina, segja má að regnský hafi lónaö yfir svæðunum, en allt fór vel, veðrið hékk þurrt og það sem meira var, mótsgestir héldu sig frá því að blotna innvortis, en það hefur þótt heldur ljótur siður á mótunum á stundum. Andlitsböð og hárþvottur á sumarmótum ■4 Hin myndin er tekin í Galtalækjarskógi á sunnudaginn. — „Nei, það er sko ekkert sældarbrauð að vera til, ekki með hana á bakinu að minnsta kosti“, sagöi ungi maðurinn, sem klöngraðist upp holt og hæðir með fallega stúlku, sem hottaði á hann. Þau kváðust ætla að fara upp með ánni í hárþvott og almenna „upp- skverun“ fyrir lokaballið þá um kvöldið. í Galtalækjhrskógi var menningarlegt um að litast. Einn maður hafði sézt með áfengis- flösku kvöldið áður og var einna likastur mislukkuðu skemmti- atriði, en áfengisilmur fannst af einum eða tveim til viðbótap. En allir skemmtu sér hið bezta og má segja að fólk hafi öllu: fremur verið ölvað af gleði og ánægju. Mjög mikið bar þarna á fjölskyldufólki, og virtist kynslóðagjáin enn ekki uppgötvuð af þessum glaðværa hópi. Dr. Gylfi í húsiJóns S.sg- urðssonar í Höfn í síðasta mánuði var í fyrsta sinn auglýstur til umsóknar áf- notaréttur af fræðimannsibúö í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn. íbúö þessi er á 2. hæð hússins og skal samkvæmt reglugerð hagnýtt til þess að skapa íslenzkum fræðimanni að- stöðu til að starfa að tilteknum rannsóknum á starfssviöi sínu. íbúðin er veitt til afnota endur- gjaldslaust frá 3 og allt að 12 mánuðum. 8 umsóknir bárust. Stjórn hússins hefur ákveðiö að veita dr. Gylfa Þ. Gíslasyni af- notarétt íbúðarinnar frá 1. sept. til 30. nóv. 1971. Hann hyggst kynna sér nýjungar á sviði rekstrarhagfræði. Frá 1. des. 1971 til 31. ágúst 1972 fær Gunn ar Karlsson, cand. mag., rétt til afnota af íbúðinni. — Hann hyggst halda þar áfram rann-. sóknum, er hann hefur stund* að um nokkurt skeið, á lýðræð- isþróun meðal íslenzkra bænda á 19. öld. OFNINN ÁVALLT I SÉRFLOKKl HF. OFNASMŒÐJAN Einholti 10. — Slmi 21220. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.