Vísir - 21.08.1971, Page 13

Vísir - 21.08.1971, Page 13
3T f S I R . Laugardagur 21. ágúst 1971. 7 3 pil Börnin eru hvað fyrst til að fara í berjamóinn á sumrin. Hér hafa tveir röskleika strákar | brugðið sér í berjatínslu. — To/oð við grasafræðing, hófelstjóra, sim- stoðvarstjóra o.fl. um berjasprettuna i ýmsum landshlutum ]y<ú fer aö líöa aö þvi að fólk fari til berja. í því sambandi spurðist Fjölskyldusiðan fyrir um berjasprettuna hjá ýmsum aðilum. Eyþór Einarsson, grasafræð-, ingur hjá Náttúrufræöistofn'uri- inni varð fyrstur fyrir svörum. Hann sagðist búast við því, að berjasprettan yrði eins og venju- lega töluvert Breytileg. ,,Ég er nýkomirin heim vestan af fjörð- um og get ekki sagt um það hvernig hún er í nágrenni borg arinnar. Fyrir vestan var gífur- lega mikið af krækiberjum, en bláberjasprettan þar er aftur á móti miklu seinni til. Snemma í sumar sá ég mikið af biómum á bláberjalyngi og í það heila tekið held ég að það megi reikna meö nokkuð góðri berjasprettu á vestanverðu landinu." — Er hægt að segja til um það hvers konar veðurfar eigi bezt við berin? ,,Það er erfitt að segja um það vegna þess, að það eru mis- munandi skilyrði, sem eiga bezt við, bæði meðan lyngið er að blómstra og eins þegar berin eru að þroskast, sprettan fer líka eftir jarðveginum hversu rakur hann er, en yfirleitt má telja, að hlýtt vor og gott sumar hafi góð áhrif á berjasprettu. Það háir stundum berjasprettunni hér sunnanlands hversu litið er um snjó á vetrum þannig, að frost kemst að lynginu, en vet- urinn var frostlítill og ætti hann ekki að koma að sök núna“. — Fölk hefur mismunandi skoðanir á berjatínum og sumt telur þær skaðlegar lyngi? „Það er ekki ólíklegt að þær getj skaddað lyng, ef þær eru notaðar harkalega. Ég hef heyrt menn lýsa efasemdum á t’inurn- ar.“ — Nú hef ég heyrt misjafn- lega látið af berjasprettu á land inu? „Það er aldrei þannig, að það sé jafnmikið af berjum um allt land. Veðurfar ætti þó að hafa verið þannig, að minni finnist horfur á berjasprettu góðar. Að vísu var kalt fyrir norðan í vor þótt veturinn væri mildur". T^rá ýmsum öðrum aðilum hafa heyrzt misjafnar fregnir. Fólk, sem fór um Heiðmörk gat ekki séð nein ber að ráði Útlit- ið var heldur slæmt á ýmsum helztu berjastöðum í nágrenni Akureyrar og þótti fólki, sem þar fór um það hafa heldur lítið upp úr krafsinu. Á Þingvöllum var útlit fyrir sæmilega krækiberjasprettu, betri jafnvel en undanfarin ár, en þar er yfirleitt ekki mikið um ber. I nágrenni Ólafsfjarðar var útlit sæmilegt en ekki talið að krækiberin væru nógu stór.' i Guðmundur Magnússon, hót- elstjóri á Búöum sagöi, að það liti sæmilega út með berja- sprettu, „það er anzi fallegt lyngið og góð rót fyrir bláber sums staðar“. Anna Böðvarsdóttir, símstöðv- arstjóri á LaUgarvatni sagði: „Þaö er nú ekki langt síð- an ég fór út með fjöllunum hérna og mér fannst bara li'tið af berjum. Það er mikil beit þarna og mikið af ónýtu berjalyngi. Ég fer þarna árlega og það er segin saga að berin minnka með hverju ári, þar er nú lítið af krækiberjum og ónýtt land hvað berjatínslu snertir — það er svo aö það er raunalegt upp á að horfa Ég var inni f Þjörs- árdal um helgina og þar var anzi mikið af krækiberjum, anzi falleg ber, og reytingur af blá berjum, en yfirleitt voru þau ekki orðin blá. Annars er mikill vikur 'í Þjórsárdalnum og ég fór ekki viða um.“ — SB Jazzballet skóli Sigvalda NÝJUNG — NÝJUNG Megrun og likamsrækt fyrir konur á öllum aldri Jazzballet barnaflokkar — unglingaflokkar og fram- haldsflokkar. — Innritun daglega. Sími 140SI. Frá BSAB eigendaskipti að 2ja herb. íbúð í 2. byggingar- flokki félagsins við Álfheima og 4ra herb. íbúð í 4. byggingafl. fél. við Kóngsbakka. Fé- lagsmenn sem neyta vilja forkaupsréttar hafí samband við skrifstofu BSAB fyrir 28. ágúst 1971. BSF atvinnubifreiðastjóra Fellsmúla 20. Sími 33509. Wm Ýtu skófla Tíl sölu er 6 ára gömul ýtuskófla af gerðinni Intemational DT9. — Nánari upplýsingar gef sé skilað til hans fyrir miðvikudaginn 1. sept. ur aðalverkstjóri Kópavogsbæjar. Tilboðum næstkomandi. . Bæjarstjóm Kópavogs. an ogljeimilid 4 4

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.