Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 1
VISI 61. árg. — Þriöjudagur 14. september 1971. — 208. tbl. Tryggt nóg pop-rafmagn En spennubreyti purfti oð fá frá Bretlandi Það hefur verið vandtega atnug- :.ð, hvort ekki verði fyrir hendi Hinir dýru leika í kvöld Honum fannst blásturinn nap- ur á Keflavíkurflugvelli hundr að þúsund punda (20 milljon króna) knattspyrnumanninum Roger Morgan, þegar hann steig á land ásamt félögum sínum i Tottenham. Hann vafði frakkan um um sig og setti I herðarn- ar, meðan hann hljóp inn í flug stöðina. Nú er spurningin sú, hvort Keflvíkingar taki jafn- hressilega á móti milljónamönn um Tottenham og íslenzka veðr áttan gerði í gær. Það kemur í ljós á Laugardalsvellinum í kvöid. — sjá Iþróttir bls. 4 og 5 nægitegt rafmagn í Laugardalshöll inni á pop-hljómleikunum þar naesta laugardag, svo að ekki fari þá fyrir hljómsveitunum, eins og Deep Purple f vor, að rafkerfið gefi sjg þegar hæst lætur. Rafmagnið I Höllinni má heldur ekki vera skorið við nögl, &r tendr að verður það mesta „ljósashow", sem hér hefur verið sett upp til þessa. „Við ætlum þó að hafa allan varann á og fá spennubreyti frá Bretlandi til að ekkert þurfi að óttast", sagði Ingibergur Þorkels- son, hljómleikahaldari i viðtali við Vísi í morgun. Þá gat Ingibergur þess, að auk Ijósaútbúnaðar þessa kæmi hingað með brezku hljómsveitunum þrem, Neil Warnock, framkvæmdastjóri brezku umboðsskrifstofunnar — NEMS — sem hefur allflestar vin- sælustu popjhljómsveitir Breta á sínum snærutn. „Warnock hefur sýnt hljómleik- unum í Laugardalshöllinni míkinh á huga og hefur hann fullan hug á að senda okkur ?leiri brezkar hljóm sveitir til brúks á viölíka hljóm- leikum, ef vel tekst til á laugar- daginn", sagði Ingibergur að lok- um. — >JM lSW_^Af-r7"?°" - -y-¦ —- — Svona getur hann skimað um allt sviðið, útskýrði Bjarni Stefánsson, leiktjáldamálari. Hann ^setur augun í keisarann einhvern næstu daga. 5 METRA HAR KEISARI A SVIÐI ÞIÓDLEIKHÚSSINS „Hann á að drottna yl'ir sviðinu hjá okkur þessi á meðan við sýnum „Höfuösmanninn l'r.V Köpernik"," sagSt Gísli Alfreðsson leikstjóri, er hann kynnti okkur fyrir fimm metra háu lfkneski af Vimjálmi ir. Prússakeisara, sem verið var að koma fyrir á sviðinu f Þjóðleikhús- inu í gærdag. „Vilhjálmur á að vera nokkurs konar symból fyrir aðdáun þýzku þjóarinnar á hemum og herbúningnúm á þeim tima, er lelk- urinn gerist" Að sögn Gísla er uppfærsla Þjóð- leikhússins á „Höfuðsmanninum frá Köpernik" sú fyrsta, sem gerð er á leiknum með öðrum eins leiktjöld- um og sviðsmunum og þar um ræð- ir. Það er sá sami, sem gerir sviðs- myndina að leikritinu og gerði sviðsmyndina fyrir Fást í fyrravet- ur. Hann gerði teikninguna að styttu þeirr; af Vilhjálmi, sem fyrr er frá sagt, „Ég er búinn að vinna stanz- laust að henni í fimm vikur og er ekk; búinn enn" sagði okkur Bjarni Stefánsson, leiktjaldamálari um leið og hann prílaði upp á axlir keisar- ans og tók að snúa höfði hans í allar áttir. „Svona á hann að geta skim- að um alTt að geðþótta þeirra manna, sem koma til með að vera inni X honum, honum til aðstoðar," útskýrði Bjarni. Hann sagðj okkur Mka frá því, að einhvern næstu daga mundi hann koma fyrir upp- lýstum augum í höfði keisarans. „Við ætlum að frumsýna „Höí- uðsmanninn'' einhvern síðustu daga þessa mánaðar," sagði Klem- enz Jónsson I viðtali við Vísi 1 morgun „Ég skil satt að segja ekki, hvers vegna við höfum ékki fengið þetta leikrit tij uppfærslu fyrr," sagði hann ennfremur. „Þetta leikrit ér búið að ná fertugs aldri, og það er núna fyrst, sem leikhúsin eru að veita því athygli. Það hefur að vísu notið mikilla vinsælda í Þýzkalandi. Þeir sýna þaö t.d. við miklar vin- sældir í Englandi um þessar mundir og sömu sögu er að segja frá Dan- mörku og Svíiþjóð." — ÞJM Sjónvarpið oð taka upp íslenzkt leikrit eftir nýjan höfund Sjónvarpið er að hefja upptökur á nýju islenzku leikriti þessa dag- ana. Heitir það Svartur sólargeisli og er eftir ungan höfund Ásu Sól- veigu, sem er hér á ferðinni með sitt fyrsta leikrit. Leikstjóri er Helgi Skúlasori og sagði hann leikritið fjalla um ýmis vandamál líðandi stundar, hjón og þrjár dætur þeirra. Leikendur eru Vaiur Gíslason og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, sem leika hjónin, Helga Bachman; Þórunn Sigurðar- dóttir og Ragnheiður Steindörsdótt ir sem leika dætur þeirra,-og svo koma þeir Sigurður Skúlason og Björn Jónasson einnig við sögu. — Fleiri eru leikendur ekki. Upptökur fara bæði fram í sjón varpssal og úti. Er verið að taka upp útisenur í dag og næstu tvo daga, en innisenur verða ekki tekn ar upp fyrr en um mánaöamótin. Sjónvarpsupptökunum stjórnar Tage Ammendrup. — JR Framfarir rykkjum i Emil Als læknir ritar grein i Vísi í dag, þar sem hann kvart ar um, að umbætur á sjúkra húsum landsins séu á allt of af- mörkuðum sviðum og heil svið verði útundan. „Við sitjum uppi meö þrjá spítalastubba í Reykja vik, en i lándinu er ekki til nein heilleg fyrsta flokks lækninga- stofnun", segir læknirinn. — Sjá bls. 6 Drykkjuöld Sjá léibara bls. 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.