Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 2
Þú færð bráðum kvef — en hér kemur það nýjasta irá læknavísindunum um máfið Það veniulega kvef, sem annar hver maður virðist þjást af, er undarlegur sjúkdómur. Hingað til 4 "y"'-".■"/, v " " " v\ -. '/q '%//■ " ■'//'/ •/'/'/' ■ • ■ •//.«• •/. •■; ■ hefur hinum „almáttku“ laekna- vísindum gengið illa viðureignin við þetta leiðindafyrirbæri, þótt mikiö hafi verið reynt að finna meöul við kvefi. Nýlega voru opinberaðar niður stöður úr könnun,. sem barnadeild spitaia við Coloradoháskóla í USA hefur haft meö höndum. en þessa könnun hefur tekið alls 39 ár að framkvæma. Náöi könnunin til 116 drengja og 111 stúlkna, og var fylgzt með þessu fólki frá fæðingu og fram til 34 ára aldurs. Kemur I ljós af könnuninni, að menn geti kann- ski huggað sig við það, að fólk virðist vaxa upp úr því að fá hastarleg kvefköst. Vægt kvef og hastarlegt 1 könnuninni, var „tilraunadýr- unum“ skipt í tvo flokka. í öör- um voru þeir, sem áttu vanda til( aö fá hita með kvefinu og meiri háttar lasleika. 1 hinum flokknum voru svo þeir sem fengu annað slagið vægt kvef. Athugun sýndi, að þeir, sem á bemskualdri og fram eftir ungl- ingsárum fengu stundum vægt kvef, fengu með aldrinum æ væg- ari kvefsóttir, „og kveftilfellum fækkaði áberandi þegar fullum líkamlegum þroska var náð“. Alvarlegi hópurinn vex líka upp úr kvefinu, ef svo má segja, þ. e. drengir losnuðu fyrr við tlð kvefköst, eða úr þvl þeir voru orðnir tveggja ára, en stúlkur sátu í sama farinu hvað þetta snerti fram til fimm ára aldurs. Drengir verra kvef á fullorðinsárum Skýrslu þessa ritaði dr. Robert W. McCammon, forstjóri „Denver Child Research Council", og bend ir hann á að stúlkur fái sjaldnar kvef en drengir, þegar fram á fullorðinsár kemur. í skýrslunni kemur einnig fram eftirfarandi: ★ Flestir fá kvef á tímabilinu frá okt. fram í maí. Fæst kveftilfelli eru skráð yfir sum armánuðina. ÍC Þeir, sem oft fengu kvef á bamsaldri, virtust ekki byggja upp neina mótstöðu gegn kvefi innra meö sér, og fengu eins oft kvef á full- orðinsárum og aðrir. ir Þegar nef- eða hálskirtlar hafa verið teknir úr fólki virð ist sem það fái sjaldnar vont kvef en það virðist hins vegar hafa fremur lltil áhrif við að vernda fólk gegn minni háttar kvefi. Og hvað er þá hægt að gera til að verða ónæmur fyrir kvefi? Læknavísindin bjóöa enn upp á fá önnur ráð en að fara í rúmið, drekka meira en venjuiega og ef höfuðverkur fylgir með kvefinu, að taka þá aspirfn. Og þeir, sem hafa vondan hósta, geta feng- ið meðul til aö dra^a úr honum. Sumum gefst líka vð að anda að sér sérstakri lykt, sem á að draga úr, eða gera nasakvefið léttbær- ara. Vísindamenn vinna að því núna (og hafa lengi gert) að finna bólu- efni gegn kvefi, en það er vitað, að þeir eru rúmlega 100 vírus- amir, sem kvefi geta valdið, og enn sem komið er, hefur allt erf iði við bóluefnisleit, verið unnið fyrir gýg.. Þannig — ef þú ert farinn að hnerra: Góðan bata — og viö von- um að þú vaxir upp úr þessu! Þannig fara þeir oð Jbví/ Lögreglumennirnir í Oklahoma, USA. Þelr taka bara gömlu lög- regluskrjóðana, sem þeir ekki geta lengur notað, og leggja þeim við vegarbrúnir hraðbrautanna — og þá draga ökufantar úr feröinni af hræðslu einni saman, er bKkar á hvítar og svartar hliðar lögreglu bílsins. Klóraðu aðeins hærra, viltu vera svo vænn... Verið getur að þessi kýr njóti vel þessarar óvæntu heimsóknar — getur líka verið að henni falli hún ekki alls kostar. Litli fuglinn virðist vera að leggja af stað i gönguferð þama á nefi kusu, eftir að hafa lent þar án leyfis, en því miður, þá var þama nærstödd dónaleg belja, sem slætndi haten- um í stél fuglsins, og þeytti hon- um út í veður og vind. Þetta er fíilinn Bigjoy, sem er sennilega eini fíllinn i heiminum, sem kann að hjóla á þríhjóli. Hann vegur tvö og hálft tonn, og er aðalskemmtikrafturinn í ferða- hrlngleikahúsi í Vestur-Þýzka- landi. Hringleikahúsið heitir „Krone“, og ferðast víða imi Þýzkaland árlega — og reyndar líka erlendis. • Hvarvetna vekur fíllinn hjólandi mikla athygli. r r Fjöldi hjónavígslna fór fram í Tókíó nýlega, er gefin voru saman 137 hjón Segja skipuleggjendur þessarar miklu vígslu, að það hafi verið fyrsta fjöldahjónavígslan sem ekki hafði á sér neitt sérstakt trúarsnið. Paö var blaðiö „Yomiuri Shirnb un“ í Tókió sem kostaði vi'gsluna, og sagði blaðið að margir for- eldrar hefðu verið á móti vigsl- unni vegna kostnaðarins við aö vera með. Sérhver hjónanna greiddu rúm legða ’SOOO.oo kr. í vígslugjald, en þaö er um fimmti hluti af verði venjulegrar vígslu í Japan. Engir prestar voru viðstaddir, eöa tóku þátt í þessari vígslu, og í stað giítingarhringa skiptust hjónin á blómum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.