Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 3
V1SIR. Laugardagur 9. október 1971. 3 prestar undir smásjá Prestskosningar verða á morgun haldnar í Kópavogi, bæði 1 Digranesprestakalli og Kársnesprestakalli. Frambjóðendur í Digranesprestakalli eru þeir séra Ámi Sigurðsson, séra Sigurjón Einarsson og séra Þorbergur Kirstj- ánsson. í Kársnesprestakalli kýs söfnuðurinn um séra Áma Páls- son, Auði Eir Vilhjálmsdóttur, séra Ingiberg Hannesson og séra Braga Benediktsson. Það er greinilegt, að það er erfitt verk að standa í fram- boði í prestskosningum, og það gefur auga leið, að prestar geta fátt gert til að vekja áhuga fólksins á sjálfum sér, ann- að en að kynna sína eigin persónu. Prestskosningar verða aldrei málefnalegar, og sennilega yrðu margir ókvæða við, ef framboðsprestar fæm að vega hver að öðmm, en það mun mála sannast, að prestskosningar em ekki „betri“ en aðrar kosningar hvað snertir áróður og slúður manna á milli. Einhver sagði að forsetakosningar væm verstar, síðan prests kosningar, þá kosningar til alþingis (skárri vegna þess að þær væm málefnalegar) og meinlausastar væm bæja- og sveitastjórnarkosningar. Hvað um það. Við spurðum nokkra prestanna hvernig þeim hefði þótt áð standa í kosningabar- áttu — og svo hvort þeim fyndist slíkt auglýsingastarf kristi- legt. og síðar á Akra'nesi, og - konu hans Þorsteinu Guðjónsdóttur. Ingiberg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1955 og embættisprófi í guðfræði frá H.í. 1960. Vann við blaðamennsku í Rvik í nokkra mánuði að námi loknu. Hann var svo vígður sóknarprestur til Staðarhólsprestakalls i Daia- prófastsdæmi og sat á Hvoli, Saurbæ. Ingiberg var formaður Bræðra félags kristilegra stúdénta 1958 —’59. Formaður skólanefndar og áfengisvarnanefndar Saurbæj arhrepps. Ingibergur er kvæntur Helgu Steinarsdóttur. Séra Sigurjón Einars- son Séra Sigurjón fæddist 28. ágúst 1928 í Austmannsdal í Arnarfirði. Stúdent varð hann frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og lauk guðfræðiprófi 1956. Eftir það stundaði hann fram- haldsnám við háskólana í Vín- arborg, Köln og Erlangen. Séra Sigurjón varð prestur á Brjánslæk á Barðaströnd 1959— 1960, en.síðan kennari viö Gagn fræöaskóla Kópavogs til 1963. Þá gerðist hann prestur á Kirkju bæjarklaustri og hefur þjónað þar s’iðan. Hann er formaður skólanefndar heimavistarskólans á Kirkjubæjarklaustri og á sæti í æskulýðsráöi V.-Skaftafells- sýslu og er ennfremur formaður fræösluráðs sýslunnar. Kvæntur er séra Sigurjón Jónu Þorsteinsdótt,ur og eiga þau tvö börn. Frú Auður Eir Vilhjálms dóttir „Ég hefðj ekkj viljað missa af undirbúningi þessara kosn- inga,“ sagði frú Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, þegar við ræddum við hana 1 gær. ,,Ég hef fengið skínandi góðar móttökur hjá því fólki sem ég hef heimsótt og talað við. Er það skemmtilegt og uppörvandj að fá slíkar mót- tökur, en ég hef knúið dyra hjá flest öllum í sókninni, Þetta er m’in reynsla af þess- um kosningum, en tel samt að frá sjónarmiði kirkjunnar væri æskilegra að veiting prestsemb- ætta færi fram á annan hátt.“ Auður Eir er fædd í Reykja- vík 21. apríl 1937. Foreldrar hennar eru Inga Árnadóttir og Vilhjáimur Þ. Gíslason fyrrv. útvarpsstjóri Hún lauk stúdents prófj frá Verzlunarskólanum 1956. Embættisprófi i guðfræði lauk hún 31. janúar 1962, og er hún önnur konan, sem tekið hef- ur próf í guðfræði hérlendis. Hún hóf störf í kvenlögregl- unni. og frá 1962 starfaði hún þar óslitið. Hún var formaður Félágs guðfræðinema og s’iðar Kristilegs stúdentafélags, og hef ur starfað að æskulýðsmálum á vegum KFUK og Hjálpræðis- hersins. Hún var um skeið i Æskulýðsráðj Reykjavíkur. Auður Eir er gift Þórði Emi Sigurðssyni, menntaskólakenn- ara og eiga þau fjórar dætur. Hafa þau búið ’i Kópavogj síðan Séra Árni Sigurðsson „Það hefur verið mjög ánægju legt að taka þátt f undirbúningi þessara kosninga. Ég hef heim- sótt fjölda fólks og hlotið ágæt- ar móttökur, en ekki getað heim- sótt eins marga og ég hefði vilj- að. Varðandi prestskosningar hefur reynslan sýnt að þær hafa oft farið út fyrir þau takmörk sem þeim eru sett og er það miður.“ Séra Árnj Sigurðsson er fædd ur á Sauðárkróki 13. nóvember 1927, sonur hjónanna Stefaníu Arnórsdóttur, Árnasonar prests að Fellj í Strandarsýslu og Sig- urðar Sigurðssonar, sýslumanns Skagfirðinga, Stefánssonar prests og alþm. í Vigur. Guð- fræðipróf frá Háskóla Islands iauk Árni 1953, og stundaði framhaldsnám í Lundi í eitt ári Hann var prestur á Hofsói 1955 — 62 og Neskaupstað 1962—67. Þingeyrarklausturprestakalli hef ur hann þ'jónað síðan 1968, með aðsetrj á Blonduósi Hefur hann stundað kennslu jafnframt prestsstörfum. Kvæntur er hann Eyrúnu Gísladóttur hjúkrunar- konu og eigá þau tvö börn. Séra Ingiberg Hannes- son Séra Ingiberg fæddist 9. marz 1935 í Hnífsdal, sonur Hannesar Guðjónssonar, verkamanns þar MmWHMMiaBnijaani félags Islands, og á sæti í stjórn Kirkjukórasamb Snæfellsnes- og Hnáppadalssýslu og á sæti i fjölmiðlanefnd Þjóðkirkjunnar. Kvæntur er Árni Rósu Björk Þorsteinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Séra Þorbergur Kristj- ánsson — Hefur veriö skemmtilegt að standa £ þessari kosninga- baráttu, séra Þorbergur? „Það er að sjálfsögðu ó- skemmtilegt og illt að þurfa að vanrækja eigiö embætti vegna umsóknar um annað prestakall. Hins vegar hef ég á göngu minni um Digranessprestakall að undanförnu. hitt fjölda fólks, sem ég hef haft ánægju af að kynnast. Harma bara að ég hef ekki náð til nógu margra" — Er svona kosningabarátta kristileg? „Kristilegheitin varðandi það kosningafyrirkomulag sem nú tíðkast fara að sjálfsögðu mjög eftir því, hvernig að málum er staðið. Ekkert þarf að vera ó- kristilegt við það þótt menn kynni sig og viöhorf sín Hins vegar teldi ég miklu eölilegra að veitingu prestsembætta væri hagað svipað og gerist um önn- ur opinber störf, úr því við prestar eigum að teljast opinber ir starfsmenn". Séra Þorbergur Kristjánsson fæddist 4. apríl 1925 í Bolungar- vík. Stúdent varð hann frá M.A. 1946 og lauk embættisprófj í guðfræði 1951 og stundaðj síðan framhaldsnám í Durham, Eng- landi Hann var settur sóknarprest- ur í Skútustaðaprestakalli 1951 og veitt Bolungarv’ikurprestakall 1952 og hefur þjónað því síðan og jafnframt Staðarprestakalli í Grunnav’ik um árabil. Séra Þorbergur er kvæntur Elínu Þorgilsdóttur og eiga þau börn á lífi. Séra Ámi Pálsson — Hefur þér þótt skemmti- leg að standa I kósningabaráttu, séra Árni? „Mér hefur þótt skemmtilegt áð kynnast svo mörgu nýju fólkj — og jafnframt þykir mér miður að hafa ekk; getað kynnzt öllu því fólki sem ég hafði áhuga y á að hitta. Og það stafar m. a. af því, að ég gegn; prestsemb- ætti vestur á Snæfellsnesi, og maður reynir að vanrækja það sem minnst, þótt langt sé aö fára, og maður þurfi helzt aö vera á mörgum stöðum \ einu“. — Er kosningabarátta sem þessi kristileg? „Ég skil nú varla þessa spurn- ingu. Þettá er fyrst og fremst mannlegt, en hitt er annað mál, að prestar og kirkjuþing hafa sett fram óskir um breytingar á þessu fyrirkomulagi með val presta, en sú breyting hefur ekki náð samþykki Alþingis". Séra Árnj fæddist 9. júni 1927 að Stóra-Hrauni í Hnappa- dalssýslu, sonur hjónanna Önnu Árnadóttur, prófasts Þórarins- sonar að Stóra-Hrauni og Páls G. Þorbergssonar, fyrrv. verk- stjóra, Péturssonar, bónda i Hraundal, Mýrasýslu. Árni lauk stúdentsprófj frá M.R. 1948 og embættisprófi i guðfræði frá H.í. 1954. 1955 — 1961 var hann kennari viö Gagnfræðaskólann við Lind- argötu, en vígðist síðan prestur til Mikláholtsprestakalls á Snæfellsnesi. IÁrn; hefur gegnt ýmsum trún aðarstörfum. Hann á sæti i stjórn Hallgrímsdeildar Presta- £ ’ra Bragi Benediktsson — Skemmtileg kosningabar- átta, séra Bragi? ,Það var síður en svo skemmti legt að standa í þessu. Formið finnst mér vera óheppilegt og ég myndi óska eftir þvi að prestskosningar 1' þessu formi yrðu lagðar niður. Ég hef hins vegar komið á mjög mörg heimili, og mér hefur verið tekið afat vel“. — Er svona kosningabarátta kristileg? „Varla getur hún talizt kristi- leg, og vafalaust eyðileggur sá stáðhæfulausi áróður og slúður- tal, sem af stað fer, fyrir þeim presti, sem kjörinn verður“. Sr, Bragi Benediktsson fædd- ist á Hvanná í Jökuldalshreppi 11. ágúst 1936. Hann lauk stúd- entsprófi frá M.A. 1959 og síð- an embættisprófi í guðfræði frá H.í 1965 Kennaraprófi lauk hann frá H.I. 1967 (B.A.-prófi) og hefur verið starfandi prestur um sex ára skeið. Jafnframt prestsstarfinu, hef- ur hann stundað kennslu og ver- ið formaður Barnaverndarnefnd- ar i Hafnarfiröi. Kvæntur er séra Bragi Berg- ljótu Sveinsdóttur og eiga þau fimm böm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.