Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 16
fyk ' W V-/ Laugardagur 9. oktöber: í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Islenzkir blaðamenn voru í Evr- ðpuferð á dögunum. f Nice í Suður- Frakklandj var þeim boðið á sér- deilis gott veitingahús skammt ut- an við borgina. Var ekki annað að sjá en félagsskapurinn þar væri góður. Tino Rossi, söngvarinn fraegi sat við næsta borð, á þar næsta borði sátu þau leikkonan Simone Signoret ásamt unga tón- skáldinu er samd; hina frægutónlist við gullpálmamyndina Maður og kona sem hér var sýnd. Engum kom á óvart að daginn eftir flaug Grace prinsessa af Mónako tij Parísar með sömu vél! — JBP / samningum Ró og fríður Beðið eftir fjórum nefndarálitum áður en „slagurinn" getur hafizt Mikil rósemd og frið- ur virðist nú hvfla yfir samningaviðræðum ASÍ félaganna og vinnuveit- enda vegna nýrra kjara- samninga, ólíkt því sem stundum hefur verið und anfarin ár, þegar verk- fallssvipunni hefur verið veifað, jafnvel áður en samningaviðræður hafa hafizt. — Aðeins tveir samningafundir hafa ver ið haldnir mill’ fulltrúa Alþýðusambands ís- lands og fulltrúa vinnu- veitenda, og er þriðji fundurinn ekki ráðgerð ur fyrr en á föstudag I næstu viku. Ein ástæða fyrir þessari ró- semd er sú, að beðiö er eftir því, að fjórar nefndir, sem hafa' sér- staka þætti væntanlegra samn- inga til meðferðar, skili af sér áliti Þessa'r nefndir fjalla um orlofsmál. styttingu vinnuviku úr 44 siundum 1 40 stundir, veikinda- og slysatryggingamál verkalýðsins og loks um „línu- spursmálið" svokallaöa. — Sið- asttalinni nefndinni hefur verið falið það verkefni áð koma viti £ flutningamál vinnukrafts, en eins og samningarnir eru nú bjóða þeir upp á mikið misrétti atvinnufyrirtækja jafnt sem laun þega'. „Línan“ svokallaða er orð- in afar gamalt hugtak í verka- lýðssögu landsins og kom til meðan aðstæður voru allt aðrar en nú er. „Línan“ er h'na, sem hugsast dregin frá þeim staö sem Púlatjörn var einu sinni (hún ér nú horfin en var rétt þa'r hjá. sem Klúbburinn er nú), upp í Öskjuhlíð og eftir henni niöur í Vatnsmýri, þar sem hún fylgdi vegi, sem hvarf undir Reykjavíkurflugvöll á stríösár- unum. — Hins vegar var „Kna“ við Vegamót á Seltjarnarnesi. •— Þegar verkámenn eru sendir út fyrir þessa línu ber atvinnu- rekendanum að kosta fltrtning hans í vinnutíma, óháð þvi hvar verkamaðurinn á heima. — VJ Haldnir ljós- myndadellunn 1 Þeir þessir þurftu margs að spyrja ljósmyndara' Vísis varðandi mynda- vél hans á meðan hann smellti af þeim þessari mynd. Þeir eru nefni- lega með óskaplega myndadellu piltarnir og hafa sjálfir tekið ó- sköpin öll af ljósmyndum. Þv’ilíkan fjölda hafa þeir tekiö, a'ð þeim finnst orðið tímabært að opna sýningu á nokkrum þeim beztu, svona rétt til að gera lýð- um ljóst hvar þeir standa — og svo jafnvel tij að þéna fáeinar krónur V leiðinni. Sýninguna opna þeir í sýningar- sáinum við Hverfisgötu 44 klukkan fjögur í dag og síðan er hugmyndin að halda salardyrunum opnum dag- lega til 25. þessa mánaða'r. Myndirnar á sýningunn; eru all- ar svart-hvitar, en úrvalið af lit- myndum sínum ætla þeir að sýna með aðstoð sýningarvélar á einum sýningarveggntun upp úr klukkan hálfn'iu á kvöldin. Nú, og svo sakar ekki a'ð geta þess, að myndirnar á sýningunni teru allar til sölu og kosta 2000 krónur hver. „Vlð ætlum nefnilega að gera þar fært hverjmn sem hafa vill, að kaupa sér mynd,“ út- skýrðu piltamir en þeir heita, talið frá vinstri á meöfylgjandi mynd: Pétur Mokk, Jón Ólafsson, Ólafur M. Hákansson, Kjartan Kristjáns- son og Gunnar G. Guðmundsson. Á myndina vahtar sjötta ljósmyndar- ann, sem á mynd á sýningmmL Hann heitir Skúli Magnússon ogvar óvart heima hjá sér í baði þegar myndin var tekin, að því er félagar hans sögðu. Hafa Reykjavíkurreglurn- ar áhrif á Kópavogsbúa? Þarna er unnið við vegginn, sem verður líklega sannkölluð mið- borgarprýði innan skamms. „Síðasta helgi var sú lélegasta, er hefur komið lengi hins vegar hefur verzlun yfir daginn aukizt og það er miiclu meira að gera núna milii 4 og 6 á daginn en var áður. Það virðist sem fólk hér i Kópavogi fari að einhverju leyti eftir reglu gerðinni í -Reykjavik eða, að hún I Hann er í hópi 14 kaupmanna í hafi haft áhrif á það“, segir Jón Kópavogi, sem skrifuöu undir Þórarinsson kaupmaður í Vörðu- beiðni um að sett yrði reglugerð í felli í Kópavogi. Kópavogi sama éðlis og reglugerðm „Fólk virðist hafa áhuga á að i Reykjavík, en tveir eru á þetta skipulag komist á“ segir Jón móti. —SB ennfremur. — og t>annig fæst sterkur og viðhaldsfrir bankaveggur Byrjað var á verkinu fyrir rúmri viku, en ætlunin er að ljúka því núna í haust strax ef viðrar svo vel sem undanfarið. „Rannsóknir leiddu í Ijós, að þetta er mjög endingargott efni, og veggurinn verður sama sem viöhaldsfrír með þessum marm- ara, sem fluttur er jnn frá Italíu, en sagaður hér niður og slípað- ur,“ sagfji Karl. Fermetrinn af marmaraflisun um mun kosta rnilli kr. 4000 og 5000 sögðu þeir hjá Steiniðjunni en veggurinn á Landsbankanum er 200 ferm, sem þarf að flísa- leggja. Marmarinn á vegginn all- an verður því frá kr. 800.000 upp i 1 milljón að verðmæti fyrir utan vinnukostnaöinn við að leggja hann á. Hver flís er hengd á vegginn með ryðfríum stálnöglum, og þarf að bora V vegginn fyrir hverri flís. „Hávaöinn við borunina er svo mikill, aö alla ætlar að æra hérna í næstu húsum, svo að við verðum aö bíða með hana, þar til að loknum venjulegum starfs degj og byrja þá fyrst, þegar aðrir eru á leið heim til sín úr vinnunni,“ sagði Karl okkur. — GP Vegfarendur um Pósthús- stræti hafa tekið eftir því undanfama daga, að byrjað er að þekja útvegg Lands- bankans Pósthússtrætismeg- in með marmaraflísum. „Það var mikið álitamál, hvernig bezt mætti tengja sam- an gömlu bankabygginguna Austurstrætismegin og nýbygg- inguna Hafnarstrætismegin, en flestir eru víst sammála því, að arkitektinn hafi hitt á það rétta með marmaranum," sagði okkur Karl Guðmundsson í skipulags deild Landsbankans. V Marmari fyrir milljón á vegginn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.