Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 9
V1SIR. Laugardagur 9. oktöber 1971. ( .. og réðust að þeim utan úr myrkrinu.. Eru Reykv'ikingar á sama báti og ibúar stórborganna? „Maður hættir sér ekki einn út að kvöldlagi á götu í stór- borgunum því að fólk er aldrei óhuit fyrir ræningjum og of- beldismönnum“, er einhver algengasta sagan, sem ferða- langar segja okkur, þegar þeir koma frá því að hafa skoðað sig um úti í heimi. — Svo varpa þeir gjarnan öndinni og gefa til kynna, hve fegnir þeir eru því að vera komnir heim í þægi legt öryggið hér í gömiu góðu Reykjavík. Margsigldir sjómenn kunna fjöldann allan af ævintýraleg- um sögum um, hvemig þeir hafa komizt í ‘ann krappan í hliðargötum skuggahverfannaíhafnarborgum handan við haf ið. Og hvemig þeir áttu fjör sitt að launa, því víkingablóði, sem rennur í æðum þeirra, og þeirri þjálfun, sem þeir hlutu á síldar- og vertíðarböllum. — „Ójá, þá er nú svoldið annað að skemmta sér í landi hér heima.“ En þeir hafa heldur ekki les- ið blöðin síðustu vikurnar, sem ekki er von, og þeim er vor- kunn, þótt þeir viti ekki bet- ur. Það ætti þó ekki að vera erf- itt að upplýsa þá ögn meir. Um annað meira hefur fólk ekk; talað undanfama daga en ,,nú getur maður ekki lengur farið - á milli húsa í henni Reykjavík eftir að skyggja tekur án þess að eiga á hættu að vera laminn til 6bóta.“ Að venju tek- ur fólk djúpt í árinni f umtali sínu, en dæmin, sem það nefnir, eru heldur ekki beinKnis til þess fallin að auka öryggiskennd borgaranna. Þvert á móti vekja þau kvíða hjá fólki og ðtta rnn versnandi tíma, þar sem hverj- um þeim er stórháski búinn, sem er einn á ferli um götur bæjarins að kvöld- eða nætur- lagi • Stutt er síðan maður og kona, sem á gangi voru um Grjóta- götu í einu af fremur illa' upp- lýstum hverfum borgarinnar, voru barin og hart leikin af tveim óþekktum mönnum, sem réðust að þeim úr launsátri utan úr myrkrinu. „Tvfmælalaust til þess að ræna' okkur, þótt þeir flýðu af hólmi, án þess að hafa náð nokkru fémætu," sagði maðurinn, sem fyrir árásinni varð, í spjalli við blaðam. Vi'sis. Manninn slógu árásarmenn- irnir í óvit, og spörkuðu í hann og konuna, svo að stórsá á þeim. Urðu læknar að taka nokk ur saumspor í andlit beggja við aðgeröir á áverkunum. Og þegar þetta fréttist voru mönnum enn í fersku minni fólskulegar líkamsmeiöingar, sem 16 ára piltur sætti af hendi jafnaldra sinna', sem þóttust vilja gera upp við hann gamlar sakir. Beittu þeir hann hinum hrottalegustu fantabrögðum, spörkuðu í hann og börðu, svo að piltinn varð að leggja inn á sjúkrahús þannig á sig kominn, að fyrstu dagana' var hann ekki einu sinni fær um að gefa lög- reglunni skýrslu um atburðinn. Á ieið frá unglingadansleik höfðu þeir ekið fram á hann á gangi, einan á ferli. Þvinguðu þeir hann upp í bílinn til sín. hreinlega frömdu mannrán, sem er eitthvert alvarlegasta afbrot, er mannfélagið glímir við, og fluttu hann síðan á stað. þar sem þeir gátu þiarmað að hon- um óáreittir. En síðar meir fleygðu þeir honum Y götuna, þar sem leieubílstiórar af til- viljun komu að og biörguðu pilt- inum úr klóm ofsóknarmanna hans. Og af tilburðum árásar- mannanna sýndust hjálparmönn unum þeir ekki hafa hugsað sér áð láta við svo búið sitja. Er því ekkert ólíklegt að pilturinn eigi bjargvættum sínum LÍF sitt að launa. Báðir þessir atburðir gerast með stuttu millibilj og stinga mjög í stúf við ryskingar drukk- inna manna, er orðið hafa saup- sáttir og útkljáð deilur sfnar með hnefunum. En slYkt voru helztu dæmi um lfkamárásir, sem Iandsmenn höfðu spurnir af. Bæði atvikin virðast spegla mannvonzku og fólsku;'- sem flest okkar héldu, að aðeins þekktist í auðugu fmyndunara' afii höfunda að glæpareyfurum. Eða þá í sögum af glæpa- og morðingjalýð stórborganna' úti f heimi, og höfum við þó átt bágt með að leggja trúnað á all- ar þær hryllingssögur, svo 6- raunverulega, senj þær hafa hljómað. Og nú verður fólki ekki um sel. Hérlendis er þessi óttj við að vera einn á ferlj um auð stræti í dimmu nýlunda, á meðan Ybú- ar stórra' borga erlendis hafa vanizt honum frá blautu bams- beini. Þessi óttj hefur kennt stórborgarbúanum erlendis var- kárni. sem menn hér vita ekki. einu sinni að er til. Ibúi í New York hefur tamið sér að fylgjast meg því, „hver“ sé á hælum hans. Þegar hann heyrir fótatak á gangstéttinni á eftir sér, gefur hann því gæt- ur, þykist skoða f búðarglugga, þegar hann er 'i rauninni að gjóta út undan sér augunum og virða fyrir sér þann, sem á eftir kemur. Hann kann ýmis ráð, eins og að flytja sig yfir á gang stéttina' hinum megin, til þess að vita. hvort hinn eltir. Hann gefur gaum öllum dimmum skotum og sundum, sem hann nálgast á göngu sinni, og hann tekur á sig krók fram hjá hugs- anlegum fylgsnum launsáturs- manna, sem hann „gerir ráð fyr- ir“, að leynist í öðrum hverjum kima. Hann gengur helzt ekki fast með húsveggjum, heldur yzt úti á gangstéttarbrún til þess að halda sér utan seilingarfjar- lægöar frá skugganum og til þess að skapa sér aukið ráðrúm til varnar. Neyðist hann til þess að mæta mannj á sömu gang- stétt, er hann búinn að kippa höndunum upp úr frakkavösun- um áður. Hann er sem sagt áva'llt við öllu hinu versta bú- fbúar í stórborgum varast að ganga nærri húshliðum, til þess að halda sér utan seilingarfjarlægðar úr skuggum eða skúmaskotum, þar sem ofbeldismenn kunna að liggja í launsátri. inn. Og honum er þetta orðið svo eðlilegt og sjálfsagt. aö hann yrði jafnhissa, ef hann væri spurður að þvf, hvernig hann temdi sér þetta, og spurð- ur að því, hvernig hann rataði heim tii si'n. Hvort tveggja er orðið honum fyrir löngu jafn- ósjáifrátt. Að þessu höfum viö hér í okkar friðsæla bæ brosað með sjálfum okkur — þegar fullorö- ið fólk er í einhverjum „bófa- hasar“ eins og smádrengir að Ieik. En þeir eru færri núna, sem þykir tilhugsunin svo bros- leg. ReykjavYk hefur verið ein af fáum höfuðborgum heims, þar sem íbúarnir hafa ekki verið íklæddir slíkri varkárnj eins og brynju, sem hvarvetna annars staðar greinir í sundur .borgar- búann og sveitamanninn. Það hefur einmitt verið eitt af þvf, se^ -'tlendingum ’i heimsóknum h 'iur fundizt svo aðlaðandi við bæjarbraginn, að hér hafa menn ekk; gengiö um treystandi engum og tortryggjandi alla — ávallt við hinu versta búnir af náungans hendi. Menn heföu víst allir óskaö þess, að á þvf yrði sem allra lengst bið, aö Reykjavík fengi á sig slíkt stórborgarsnið. Það er engum tilhlökkunarefni, að þurfa að hafa slíkan vara á sér eins og New Yorkbúinn, sem áðan var lýst, og mega aldrei gleyma sér í hugsunum sínum eitt augnablik, án þess að eiga á hættu að vakna' á skurðarborði á slysavarðstof- unni. En þetta er sú þróun, sem engin stækkandi borg hefur ráð- ið við. Aukinn bílafjöldi á göt- unum eykur árekstrarhættuna í umferöinni, Aukin mannmergð eykur árekstrarhættuna í um- gengni manna. Og árásarhætt- an virðist vaxa að sama skapi. IIlu heilli — GP VÍSKTO — Hvað finnst yður að eigi að gera til að koma í veg fyrir líkamsárásir? Ásmundur Sveinsson, sendill: — Það veit ég ekki. Aldrei hugsað út í það. Sjálfsagt vegna þess, að ég hef aldrei óttazt, að á mig yrði ráðizt. Örlygur Sigurðsson, rithöfund- ur: — Ja, ég er til að byrja með á móti hugmyndinni um að reisa búr fyrir árásarmennina á Lækjartorgi. — Öllu vænlegra fyndist mér, að kvenfólki yröi kennd sjálfsvörn og/eöa byrgt upp af þokulúðrum sírenum og jafnvel SOS-flugskeytum. Loftur Jónsson, bankastarfsmað ur: — Mér koma fyrst og s’iðast í hug þyngri refsingar, en því miður þýðir víst lftið að minn- ast á slíkt, á meöan fangelsis- málin eru í slíku lamasessi sem raun ber vitni. Geirlaug Sigurðardóttir, skrif- stofustúlka: — Ég er sammála því, að eitthvað verði að taka' til bragðs, til að koma f veg fyrir likamsárásir. Mér skilst, að það sé um unglinga að ræða í flest- um árásarmálum og áður en far- ið er að refsa þeim fyndist mér tilhlýðilegt að rannsaka heimil- isaöstæður þeirra. Það hlýtur jú að liggja í augum uppi, að eitt- hvað er athugavert við heimilis- aðstæöur og uppeldj þeirra ung- linga sem ráðast á fólk með barsmíðum ■" ''é&fá&mSiiÍiíÍiÍÍÍmwt ftnWBHr* Jón Ásgeirsson, fþróttafrétta- maður: — Er nokkuð hægt aö gera annað í því máli en að fylgjast betur með þeim, er stunda líkamsárásirnar? Manni skilst, að þetta séu allt saman gamlir kunningjar lögreglunnar. ECE®EaÐæ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.