Vísir - 15.10.1971, Qupperneq 1
PALLARNIR HRUNDU
EINS 06 SPILABORG
„Það var mesta mildi, að ekki
skyldi hljótast stórslys af, þeg
ar hrundu hérna hjá
vinnupallar af fjörutíu
okkur
metra
Mál á hendur Margeiri J. Margeirssyni, vixlara:
46 þúsund króna skuld
óx upp / 602 þúsund kr.
— segir i kæru vegna vibskiptanna
Höfðað hefur verið mál
fyrir Borgardómi Reykja
víkur gegn Margeiri J,
Magnússyni til endur-
greiðslu á of háum lána
vöxtum, sem stefnandi
telur Margeir hafa tekið
í lánaviðskiptum.
Er mál þetta flutt sambliöa
þvi aö fyrir sakadómi Reykja-
vfkur liggur nú til rannsóknar
kæra á hendur Margeiri fyrir
meint bot á okurlögunum.
Málið gegn Margeiri flytur
Jóhann Ragnarsson hrl. fyrir
hönd Magnúsar H. Jónssonar og
krefst lögmaðurinn kr. 257.338
króna endurgreiðslu úr hendi
Margeirs fyrir oftekna vexti af
46.000 króna láni, sem Margeir
hafi veitt skjólstæðingi hans.
I stefnu sinni segir stefnandi
að Magnús H. Jónsson hafi feng
ið 30.000 króna víxiMán hjá
Margeiri 7. ágúst 1963 og annað
víxillán 8. október 1963 upp á
sömu upphæð. í hvort skiptið
hafi lánþegi fengið greiddar að-
eins 22.800.
En síöan hafi lánþeginn gefið
út fjölda víxla til endurgreiöslu
á láninu og vöxtum af því. Telur
stefnandi upp víxiana og upp
hæðir þeirra:
19 október 1964 kr. 35.000
14. júlí 1965 kr. 51.300
19. janúar 1966 kr. 50.000
19. júlí 1966 kr. 63.000
28. janúar 1967 kr. 110.000
16. júní 1968 kr. 150.000
Tekur stefnandinn fram, að
aldrei hafi verið um framleng-
ingu að ræða á fyrri víxlum,
þegar nýr vfxill var samþykktur.
Eldri víxlarnir hefðu verið látn
ir liggja áfram.
Segir stefnandi í kæru, sem
hann se'ndi sakadómi f marz í
vor, vegna þessara viðskipta
skjólstæðings hans við Margeir
— að lánþeginn hafi alls sam-
þykkt víxla að upphæð samtals
kr. 602.300 fvrir þessari 46.000
króna skuld, sem hann stofnaði
til við Margeir.
Og í kröfu sinni, sem hann
hefur lagt fyrir Borgardóm um
endurgreiðslu úr hendi Margeis
segir hann, að fjárhæð réttmætr-
ar skuldar mannsins við Mar-
geir — eftir viðfestum vaxtaút-
reikningi — sé raunverulega kr.
94.930.
Mál þetta var þingfest í Borg
ardómi 7. þessa mánaðar og var
þá stefnda veittur frestur til 21.
október til þess aö leggja fram
sfna greinargerð og gögn í mál-
inu. —GP
r • •
FLUGFELOGIN A
SÁTTAFUNDI?
Fulltrúar stjórna Loftleíða og
Flugfélags Islands er oft hafa
eldað grátt silfur saman undan-
fama áratugi, hittust á fundi í
morgun til að ræða ágreinings-
málin. Eins og blaðalesendur
hafa orðið varir við hefur sam
komulagið ekki verið alveg upp
á hið bezta upp á síðkastið og
„hnútur flogið um borð“.
Loftleiðir vilja lækka fargjöldin
milli íslands og Evrópu eins og
Vísir skýrði frá á sínum tíma, en
Flugfélagið hefur ásakað Loftleiöir
fyrir að láta bréf þar um „leka“
út og segja Loftleiöir vera tvöfalda
í roðinu. Segjast vilja lækka aðal-
fargjöldin til Evrópu um 15% á
sama tíma og þeir hafi sjálfir hækk
að fargjöldin til Bandaríkjanna héð
an um 20%. — Loftleiðir hafa ekki
svarað þessum aðdróttunum Flug-
félags íslands.
Fundurinn í morgun er sagður
vera haldinn að frumkvæði sam-
gönguráöherra og fjármálaráðherra,
en þeir hafa lagt fram tillögur um
það, að félögin kanni möguleika
á samstarfi. — VJ
Veiðin ekki í samræmi
við síldarfundinn
— segir Hjálmar Vilhjálmsson, en Hafþór fann
torfu úti i Bugt i morgun
Leitarskipið Haþór fann í morg-
un um 6-leytið síldartorfu rtorðan
við Hraunhornið, eða skammt und-
an Akranesi. En Titið hefur fund-
izt af síldartorfum í Bugtinni til
þessa.
— Við rákumst þarna á eina
torfu, sagð; Hjálmar Vilhjálmsson
ieiðangursstjóri á Árna Friðriks-
syni, en síðan ekki söguna meir.
Við höfum aðeins orðið varir við
smávægilega' dreifð niöri viö botn-
inn s'iðan— og það gæti verið síld.
Síldarbátarnir eru nú flestir Y'
höfn, en þeir fara út þegar dimma
tekur og munu Akranesbátar vænt-
anlega reyna að komast í tæri við
torfuna sem fannst úti af Hraun-
inu í morgun. Eina verulega síldar-
magnið, sem fundizt hefur til þessa
er við Eyjarnar, eöa vestur af
Surtsey og á Eldeyjarbanka.
— Síldveiðin hefur ekki verið
í samræmi við það sem þó hefur
fundizt af síld. Straumur hefur gert
bátunum erfitt fyrir að undanförnu
svo erfitt hefur reynzt að ná síld-
inni.
Hafþór mun halda síldarleit á-
fram á þessum slóöum fram að
mánaðamótum. JH
Gulls-í-gildi — Síldin er orðin sjaldséSur fiskur hér á landi. Þarna
er einn af skipverjum af Náttfara að velta þessu silfri hafslns
milli handanna, en síldina kom skipið með úr Norðursjó og var
henni skipað upp í Reykjavík í morgun.
löngum vegg íþróttahússins. —
Aðens hálfri mínútu síðar komu
10 nemendur úr sundi og gengu
þá, eins og leið þeirra hefur
alltaf Iegið, einmitt hjá vinnu-
pöllunum", sagði skólastjóri
barnaskólans f Njarðvíkum, Sig
urbjörn Ketilsson.
— mesta mildi oð
skólabörnin urbu ekki
undir vinnupóllunum
„Við höfum margoft minnzt á það
við hreppsnefndina, hvaða hætta
skólabömunum væri búin af þess-
um pöllum, sem staðið ha'fa í tvö
ár. Börnin hafa sótt í að leika sér
á þeim, og viö höfum orðið að beita
þau hörðu, til þess að reyna að
bægja þeim frá. — En viðkvæðið
hefur verið það, að ekki væri
hægt að fjarlægja pallana, fyrr
en frágangi íþróttahússins væri
lokið. Okkur finnst hafa verið ó-
skaplegur seinagangur á þvl.
Núna si'öast í fyrradag var lokið
við að mála' húshliðina, og er þá
komið langt fram á haust með in-
dæiis sumar að baki,“ sagði skóla-
stjóri.
Þrír menn voru að vinna á pöll-
unum f fyrra'dag við að mála hús-
hliðina, en þá var ekki eins hvasst
og f gær.
„Það var þó fjarri því að vera
neitt aftakaveður,“ sa'gði Sigur-
by' n skólastjóri.
Vinnupallarnir, sem reistir höfðu
verið meö 40 metra löngum og 8—
10 metra háum veggnum, hrundu
eins og spilaborg um kl. 3 í gær. Lá
spýtnabrakið víðsvegár um leikvöll-
inn en strax 'i gær var ruslið dreg-
ið í eina kös, „svo naglaspýturnar
eru ekk; lengur fyrir fótum bam-
anna.“ — GP
Hætfulegt
starf —
frétta-
mennskan!
Sjá bis. 4
Hve lengi
er hægt oð
bæta met’rn
í iþrótfum?
Sjá bls. 8
Veburgub-
irnir, — hvab
eru þeir
margir?
Sjá bls. 9