Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 6
6 L-J20 Þjóðhátíðarmerkið Nokkrar tillögur hafa borizt í samkeppninni um merki fyrir þjóðhátíðina 1974, en á mánu- daginn rennur út frestur sem veittur var til að skila tillögum um þjóðhátíðarmerki og mynd- skreytingu á veggskildi, sem nota á vegna hátíðahaldanna. Kaupið endurskinsborð- ana í mjólkurbúðunum Umferðarráð hefur nú dreift endurskinsboröum ti'l sölu í verzlunum víös vegar um landið. í Reykjavík og nágrenni fást borðarnir x flestum búöum sem verzla með mjólk. Merkin eru þrjú saman í poka og kosta litl- ar 15 krónur, — góö fjárfesting, því se merkið pressað í flík sést fótgangandi í 125 metra fjarlægð í geislanum frá lágum bílljósum og allt upp í 300 m í geisla háu ljósanna. Þaö er því ástæða til að hvetja alla til að kaupa slík merki — og nota þau. Alto teiknar fyrir Heilsuræktina Heimsfrægur arkitekt, Finn- inn Alvar Alto, sá hinn sami sem teiknaöi Norræna húsið í Reykjavík, mun teikna hús Heilsuræktarinnar, sem mun verða á homi Sigtúns og Kringlumýrarbrautar. Að sögn Jóhönnu Tryg-gvadóttur hefur sá misskilningur komið upp í blaða- fregnum í Morgunblaöinu, aö Heilsuræktin sé hlutafélag. Fé- lagið er sjálfseignarstofnun og verði það lagt niður skal eignum félagsins ráðstafað af heilbrigðis stjórn ríkisins. Öll störf félags- ins eru ólaunuð og vinna leiö- beinendur allir t. d. án launa. Stúdentar helga 1. des. brottför herliðsins Dagskrá 1. des. veröur helguð baráttu fyrir brottför banda- ríska herliðsins, þar eð C-listi vann kosningasigur sl. föstu- dagskvöld, þegar kosiö var milli lista, sem bornir höfðu verið fram. A-listi hlaut 103 atkvæði, en sá listi vildi hafa umhverfi mannsins að umræöuemi, B- listi með framtíðarlandið á dag skrá hlaut 107 atkv., en C-list- inn hlaut 271 atkv. og alla menn kjörna í 1. des. nefndina. Kerlin<»arfjal1aknall Um 400 manns annaöhvort læröu aö standa á skíðum, eða æfðu þá kúnst í sumarvelgjunni í Kerlingarfjöllum í sumar hjá Valdimar Örnólfssyni o gfélög um. Um þessar mundir hittast þeir, sem voru saman þar efra. Á sunnudaginn var komu 18 ára og yngrj saman til að skoða myndir sumarsins, taka lagið og ekki sízt til að dansa. Þeir full- orðnu hittast svo 4. nóvember, sagði Valdimar okkur, „það verð ur mikiö knall, óg við reiknum með að fjöldi gesta okkar undan farin ár mæti í Átthagasalnum", sagði hann. Þeir í Kerlingarf jöll- um áttu lengra úthald en nokkru sinni fyrr, 13 námskeið voru haldin og rafstöö var; byggö í sumar, nægilega stór til að sjá meðalþorpi fyrir straumi. SASÍR Samtök sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi, skammstaf- aö SASÍR, eru að auka umsvif sín, m. a. hefur Axel Jónsson bæjarfulltrúi í Kópavogi verið ráöinn starfsmaöur samtakanna frá 1. nóv. n. k. Er gert ráð fyrir aukningu á störfum á næsta starfsári. í stjóm sitja nú: formaður Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjórí Seltjamarnesi, rit- ari Axel Jónsson, bæjarfulltrúi Kópavogi, gjaldkeri Pétur Jóns- son, oddviti Vogum. Meðstjórn- endur: Jóhann Einvarðsson, bæj arstjóri Keflavík og Hörður Zóphaníasson, bæjarfulltrúi Hafnarfirði. í varastjórn voru kosin: Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri Garðahr., Alfreð A1 freösson, sveitarstj. Sandgerði, Jón Ásgeirsson, sveitarstjóri Njarðvíkum, Salome Þorkelsdótt ir, hreppsnefndarfulltrúi Mos- fellssveit og Bragi Guöráðsson, hreppsnefndarfulltrúi Grdndavik. Fiskur á Akureyri 1 Enda þótt iðnaður sé mikil atvinnugrein hjá Akureyringum, þá hafa togarar Bæjarútgerðarinnar samt útvegar fólki mikla at- vinnu og veitt miklu fé í efnahgskerfið. Hér er mynd f löndun úr Akureyrartogara fyrir nokkru. Því miður eru fiskkassamri, sem iðnaðarmenn þar nyrðra framleiða, ekki notaðir í þessu tilviki. MERCA X. TT | rormtila v ÍSIR . Miðvikudagur 27. október 1971 Er hún að túlka skoðanir útvarps- ins? Einn sem situr heima segir þetta m. a.: „Ein er sú kvenpersóna, sem mest fer í taugarnar á mér, — það er þessi kvenmaður sem talar öðru hverju í útvarpið rétt eftir að maður er búinn að boröa í hádeginu. Ég hef ekki almenni lega gert mér grein fyrir þess ari konu og tilganginum með því að demba skoöunum hennar yf ir þjóðina. Samsvarar hún kannski forystugreinum dagblaö anna? Eru hennar skoðanir jafn frariit skoðanir rikisútvarpsins á þjóðmálunum? Patentlausnir þessa kvenmanns eru leið út- varpsfæða og koma hennj einni við. Kjaftæði þetta er líka flutt á þann veg að engu lagi er líkt. Og þið á Vísi hafið líka geng ið of langt í daörinu við rauð sokkurnar. Þið verðiö að gæta þess, aö þessi hópur er ákaflega fámennur og er skipaður öfga fólki. Mitt álit er það að hann spegl; aðeins að mjög litlu leyti skoðanir almennings. Þvi Vj ég að slíkar skoðanir eigi ekki að birtast í slíku magni, sem þær gerast m. a. í Vísi, sem er þó að flestu öðru leyti hið ágæfasta blað og mjög vaxandi blaö." 16. aldar hugsunar háttur SS skrifar: „Undarlegt fyrirbrigði skaut upp kollinum í sambandi við húskaup í einu glæsilegasta hverfi höfuðborgarinnar, Laugar ásnum þegar kaupa átti hús í hverfinu, handa fólki, sem um sinn hefur orðið að dveljast á Kleppsspítala. Nokkrir íbúanna í þessu hverfi hafa orðið ser til mikillar minnkuna/ meö við brögöum sínum og viröist þankagangur þeirra mjög svip aður og var hjá fjOlda fólks á sextándu og sautjándu öld, eins og frægt er af bókum: Sá, að þeir, sem orðið hafa fyrir andlegum áföllum, eigi ekkj að vera innan um annað fólk. Sú spurning hlýtur að vakna hvort hér á íslandi sé enn ekki alltof stór hópur fólks, sem bvkist öörum mönnum meiri og betri, m. a. vegna þess að þvi fólki hefur tekizt að afla sér fjár til þess að geta búið 1 glæstarj hús um en aörir Nú er það einu sinni sv» að vegna ''eikinda og annar-s erfiðleika hljóta áva’ýt að vera til einstaklingar, sen, búa við skarðan hlut. En því fólki ber að hjálpa. Sú hjálp þarf að koma fram á rnargan hátt, m. a. þann aö fyrrverandi sjúklingum sé veittur kostur á, að búa í mannsæmandi húsa- kynnum. Fólkið sem vakið hef ur óánægjuna meðal búanaa í Laugarásnum. er vafalaust fiest gott fólk. Sumt af því virðist samt hugsa um of um eigin hag og þægindi. Meðal þeirra. sem nú eru óánægðir, eru ýmsir þeirra, sem hæst létu út af ólykt frá Síldar- og fiskimjöls verksmiðjunni að Kletti fyrir fáum árum. Vist veit sá, er þetta ritaT, að sá fnykur, 'rþað an kom var oft óþægilegjxr (þó ekkert verri en sú lykt, er fylgir ýmiss konar fiskiðnaði í nær öllum sjávarþorpum á ís- landi). En hinu vill bréfritari halda fram, að Það fólk sem á sínum tíma batzt samtökum vegna ólyktar frá Kletti, og nú vill ekki fólk frá Kleppsspitala í næsta nágrenni við sig, ætti nú fremur að stofna samtök til þess að reyna að verjast hinum fráleita hugsunarhætti <-ínum gagnvart einstæöingum og ör- yrkjum. Sl’ikum hugsunarhætti fylgir nefnilega verri fnykur, mun verri, en sá er kemur frá Kletti. Þar sem bréfritari á venzlamann f hópi hinna fimmt án. sem innan tíðar flytjast V Laugarásinn, getur hann. af eöli legum ástæðum ekki skrífað undir fullu nafni, en vill að síðustu segja: Þökk sé ykkur, Tómas Helgason, Páll Sigurðs- soi) ráðuneytisstjórj og Páll Líndal, formaður félagsmála- ráðs Reykjavíkurborgar, og öll um öðrum, sem nú hafa unnið reglulegt kærleiksverk ’i þágu hinna minnstu bræðra beirra, sem háð hafa örðugrj baráttu en flestir aðrir.“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-16

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.