Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 8
ö V í S I R . Miðvikudagur 27. október 1971, ísm Ut^efandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jói»*s Kristiánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 Afgiv.^la: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Beinlausu nefin Eftir stjórnarmyndunina var það almennt álit manna, að forustumenn Framsóknarflokksins hefðu samið af sér gagnvart forustumönnum Alþýðubandalagsins. Öll atvinnumál þjóðarinnar, nema landbúnaðarmálin féllu í hlut ráðherra Alþýðubandalagsins. Og mál- efnasamningur stjórnarinnar reyndist að verulegu leyti vera uppskrift úr stefnu Alþýðubandalagsins. Þetta veiklyndi forustumanna Framsóknarflokks- ins var skýrt á þann hátt, að flokkurinn yrði að fórna töluverðu til að ná því langþráða marki að komast í ríkisstjórn, ekki sízt þar sem flokkurinn hafði tapað fylgi og einum þingmanni í kosningunum. Þegar menn eru þannig úti í kuldanum og á undanhaldi, eru þeir vitanlega mun meðfærilegri en ella. Líklega hafa forystumenn Framsóknarflokksins talið sig menn til að halda forustumönnum Alþýðu- bandalagsins í skefjum í samstarfinu. En hinir síðar- nefndu hafa haldið vel þeim undirtökum, sem þeir náðu í upphafi- Þeir hafa ráðið ferðinni og haft ráð- herra Framsóknarflokksins í eftirdragi. Ríkisstjórnin hefur tekið upp stefnu Magnúsar Kjartanssonar í Formósumálinu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og á öll hinn vafasama heiður af því að hafa tekið þátt í brottrekstri Formósuúrsamtökun- um. Þótt ráðherrar Framsóknarflokksins hafi slegið úr og í, þegar þeir hafa verið spurðir um hugsanlega brottför varnarliðsins, þá verður það æ ljósara, að ríkisstjórnin stefnir raunverulega að brottför þess, undir leiðsögn Alþýðubandalagsráðherranna. Utanríkisráðherra Framsóknarflokksins er mesta fórnardýr undirtaka Alþýðubandalagsins. Hann hef- ur nú orðið að sæta því, að tveir fyrrverandi ritstjór- ar Þjóðviljans séu skipaðir til að halda í höndina á honum í varnar- og öryggismálum landsins. Áður var þess jafnan gætt, þótt vinstri stjómir sætu að völd- um, að slíkum væri haldið utan við öryggismálin. Alþýðu manna hefur að vonum orðið hverft við þessi tíðindi. Menn láta ekki róast, þótt utanríkis- ráðherra taki fram, að hann sé utanríkisráð'herra þrátt fyrir allt. Menn láta heldur ekki róast, þótt herflug og hersiglingar Sovétríkjanna við strendur íslands hafi skyndilega lagzt niður við tilkomu hinn- ar nýju íslenzku ríkisstjófnar. Og allra sízt róast menn, er sovézk blöð segja okkur, að rússneski björn- inn sé bara sætur bangsi, sem ekkert muni gera, þótt varnarliðið fari. Utanríkisráðherra hefur skýrt frá því, að hann muni ekki segja af séi vegna þessa. En það má hon- um eins og öðrum vera ljóst, að hann og flokksbræð- ur hans í ríkisstjórninni hafa ekki staðizt ráðherrum Albýðubar.dalagsins snúning. Stefnuföstu og sterku mennirnir í stjórninni eru Lúðvík og Magnús Kjart- ansson. Framsóknarmennirnir hafa hvorki bein í nef- inu né pólitíska leikni til að ráða við þá- lögregiuliðið á glæpamönnum? Nær allt mála hjá Spilltur lögregluþjónn, sem jók mútutekjur sínar úr 4000 krónum upp í nærri 100 þús- und á mánuði, segir: „Ég hef aðeins þekkt einn óeinkennis- búinn lögregluþjón (rann- sóknarlögregluþjón), er ekki þáði mútur. William Philips sagði frá drjúgum tekjum ferðargötum eða gangstéttum, meðan byggt er, og í öðru lagi eigi lögregluþjónar það tíl að á- kæra verktaka um hvers konar misferli, ef hann greiðir ekki „venjulegar“ mútur. Það er á- ætlað, aö mútur frá verktökum kunni að nema upp að 100 milljónum króna á ári í New York. Aðalvitni rannsóknarnefndarinnar, hinn spillti lögregluþjónn Williams Phillips. sínum og annarra lögreglu- þjóna af mútum, sem þeir þágu frá spilavítum, vændis- húsum, börum og veitinga- húsum og löglegum og ólög- legum byggingarverktökum. 100 milljónir á ári frá verktökum Phillips kom fyrir rannsókn- arnefnd í New York borg, sem um þessar mundir er aö fletta ofan af spillingu innan lögreglu- liðsins. Hann segir, að mútur í svertingjahverfinu Harlem, þar sem margt ólöglegt fer fram, muni nema um 70 þúsund doll- urum (rúmum sex milljónum króna) á mánuði. Þessar greiðsl- ur fara oft til allra lögreglu- þjóna í einstökum lögreglu- stöðvum i hverfinu í sameiningu, og þeir skipta síðan fengnum milli sín. Samkvæmt frásögn bygging- arverktaka eins er algengt, að verktakar greiði lögregluþjón- um mútur til að koma' í veg fyr- ir, að lögreglan hrelli pá. I fyrsta lagj segir verktakinn að það borgi sig betur aö rétta lögregluþjóni smáupphæð en áö þurfa að fara eftir ströngum á- kvæðum byggingarsamþykkta til dæmis um að loka ekki um- Reglulegar „skattgreiðsl ur“ til lögreglusveit- anna Áðurnefndur Phillips komst í greipar rannsóknarnefndarinn- ar vegna mistaka sinna. Varð hann eftir það njósnari nefnd- arinnar og hafð; segulbands- tæki innan klæða. Hann tíund- aði fyrir nefndinni, hvað rann- sóknarlögregluþjónar hefðu 1 mútutekjur í einstökum hverf- um borgarinnar. Tekjurnar eru Umsjón: Haukur Heigason víðast hvar reglulegar og inn- heimtár á vissum fresti. eins konar „skattur“ til lögreglu- manna. Spurning: Er þetta eftir því sem þér bezt vitið um alla borgina. Svar: Já, svona var þetta gert og svona er það enn alla leið upp. Spurning: Vitlð þér, hversu mikið er greitt í mútur í einstökum hverfum? Svar: Ég veit um 90% eða 85% af reglulegum greiðslum. sem renna til lögreglusveita víðs vegar um borgina. Spurn- ing: Jæja, hverjar eru þessar greiðslur V fyrsta hverfi á Man- hattan? Svar: Greiðslur f fyrsta hverff nema þúsund doll- urum (88 þúsund krónum) á hvern lögregluþjón á mánuði. Spurning: Og i 3. hverfj £ miðri Manhattan? Svar: 400 til 500 dollarar (um 35.000—44.000 kr.X Spurning: í 4. hverfi? Svar: Um 400 dalir. Spuming: í 5. hverfi? Svar: Um 800 dollarar á mánuði ... og svo framvegis. Spuming: Hvað um lögreglu- stjórana I einstökum hverfum? Svar: Þeir hafa umboðsmenn, sem taka við greiðslunum. Njósnarinn stofnsetti spilavíti Phillips réðist f þjónustu rannsóknarnefndarinnar og njósnaði um félaga sína. Meðal annars setti hann á fót fjár- hættuspilavíti f miðju Manhatt- anhverfi. Hann tók á leigu bar í 58. götu. Lögreglumenn í hverf inu, sem ekki vissu, hver hann var, tilkynntu honum fljótlega, að hann yrði að leggja rúmar 200 þúsund krónur á mánuði til lögreglusveitarinnar í hverfinu, ef hann ætti að fá að halda hinu ólöglega spilav’iti áfram. Phillips nafngreindi marga lög- regluþjóna f vitnisburði sfnum. Að öðru leyti voru tekin á seg- ulbandsspólu fjölmörg samtöl hans við lögreglumenn um mút- ur °g „sambönd" þeirra, unz það fréttist að lokum í liðinu, að hann væri spæjari og hann varö að hætta. Samkvæmt frásögn Phillips eru tekjur 424 rannsóknarlög- reglumanna f New York af mút- um ekki undir 350—400 milljón- um króna á ári. Hann þykist geta fullyrt um upphæðir vegna þess fyrirkomulags, að ákveðnar reglulegar greiðslur renni til lögregluliðsins frá ýmiss konar ólöglegri starfsemi og fara greiðslumar eftir þvf, hver starf semin er á nokkuð „stærðfræði- legan“ og reglubundinn hátt. „Ekki þverfótar fyrir spæjurum” rannsóknar- manna Aöalráðunautur nefndarinnar segir að frásögn Phillips muni hafa við rök að styðjast og hún sé í fullu samræmi við aðrar heimildir. Margir njósnarar nefndarinnar hafa starfað í lög- regluliðinu að undanfömu, eins og kemur fram í ummælum eins háttsetts lögreglumanns á seg- ulbandsspólunni, þegar hann segir, að nú verði „ekki þverfót- að fyrir spæjurum og maður veit ekki, hverjum má treysta lengur". Patrick Murphy lögreglustjóri vill ekki viðurkenna, að spill- ingin keyri jafnmikið um þver- bak og vitnisburður Phillips ber vitni um. Murphy tók þátt í veizlu lögregluþjóna fyrir nokkrum dögum og hældi lög- regluliðinu í heild sinni á hverr reipi. Murphy hefur þó sjálfur beitt sér fyrir athugun á spill- ingu í lögreglunni, sem margt hefur leitt f Ijós og valdið gremju margra lögregluþ;óna „Það er verið að sverta okkur“ segja margir lögregluþiónar. „Þetta er bragð Lindsays borg- arstióra til að fá hvllj kjósenda. Réttarhöldin eru ekki einu sinni höfð leynileg heldur fyrir opn- um dyrum, til að Lindsay geti grætt á uppistandinu".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.