Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 7
V ISI R . Mióvikudagur 27. október 1971. 7 cTWenningarmál Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir: Af snillingi gert Háskólabíó Lftlendingurinn jrk'k'k teikstjórn Luchino Visconti Framleiðandi: Dino de Laurentiis Aðalblutverk Marcello Mastroianni Myndin er gerð eftir sögu Alberts Canius, Útlend- ingnum“, sem til er í islenzkri þýðingu. „XJtlendingurinn" hlýtur að hafa verið erfitt verk að kvik- mynda. Og svo sem við er aö búast af þeim gamla meistara, Visconti, þá er mynd hans mik ið lístaverk, Kannski er þessi magn- þrttngna saga Camus ekki leng ur sérlega spennandi. Kannski er beimspeki Camus bara eitt hvað sam er liðtð sem kemur okkur ekki beint við nú á dögum. Skiptum okkur ekki af þvi. Andi Camus kemur svo ræki lega til skila í þessari mynd Viscontis, að aðdáunarvert er. Kannski gamlir aðdáendur „Út- lendingsins" sakni ögn að ekki skuli meira gert úr samtali fang ans við prestinn, er söguhetjan bíður í dauðaklefanum eftir að öxin sneiði hausinn frá öxlum, en eiginlega skiptir það ekki málj !i þessari kvikmynd. Skrifstofumaöurinn Mersault, er í góðum höndum hjá Mastroi anni. Svo hæglátur, svo kæru- iaus. svo utangátta og svo þessi fjárans hiti, sem ætlar myndina gegnum að bræða mann niður í stólinn. Litimir, landslagsmynd- irnar eru af snillingi gerðar, og margar senur úr þessari rólegu mynd gleymast seint. Visconti stendur einn, óháður og ósambærilegur við aðra kvik- mynda'menn í listasögunni. Sumir segja að hann hafi með tímanum valdið vonbrigðum. Það getur vel verið ég þekki ekki a'ðrar myndir eftir hann en „Hlébarðann". „Rocco og bræð ur hans“, báðar gerðar um og rétt eftir 1960, og svo þessa sem Háskólabíó sýnir núna. sem er ein nýjasta myndin hans, og ber hún sannarlega ekki merki hnign Visconti að filma. unar þessa ítalska kvikmynda- garps. Visconti er orðinn 65 ára að aldri, og var kominn undir fertugt- er hann sneri sér að kvikmyndinni en var áður listagagnrýnandi. Jafnframt kvikmyndaleikstjórn, hefur hann unnið mikið að svið setningu fyrir leikhús. ★★★★★ Frábær ★★★★ Ágæt ★★★ Góð ★★ Heldur slök ★ Léleg •' . • Afleit Meiningin er að gera það að reglu aö veita mvndunum ein- kunn Geta menn þá haft það nokkuð til viömiðunar, hvort þeir eigi að sjá fimmstjörnu myndir eða einnar — þ. e. a. s. enginn ætti að taka kvik- myndagagnrýni á borö við þá sem undirritaður iðkar mjög al- varlega. Smekkur hvers manns hlýtur að ráða, en ég vona baral að minn smekkur liggi okki svo' víðsfjarri smekk annarra manna, að flestir geti ekki stuðzt viö þessi skrif að einhverju marki. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kísiliðjan hf. við Mývatn óskar að ráða að- stoðarframkvæmdastjóra við verksmiðju fé* lagsins. Áskilin er sérþekking í fjármálaleg- um rekstri fyrirtækja. Umsóknir, er tilgreini menntun og starfs- reynslu, sendist formanni stjórnar Kísiliðj- unnar, Magnusi Jónssyni, bankastjóra, Eini- mel 9, íydr 5. nóvember n.k. ” í uppliafi skyldi endirinn skoöa” SBS.ÍUT.BÍK. I Stjórn styrkfarsjóðs ísleifs Jakobssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðarmenn til að fullnuma sig erlendis í iðn sinni. Umsóknir ber því að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Lækjargötu 12 fyrir 15. nóvember n. k. ásamt sveinsbréfi í löggiltri iðngrein og uppl- um fyrirhugað framhaldsnám. Sjóðstjórnin. Óskum eftir stúlku til afgreiðslustarfa. — Vaktavinna. — Uppl- frá kl. 15—18 í dag og á morgun. Söebechsverzlun, Búðargerði KEFLAVÍK Vantar blaðburðarbörn í Keflavík. VÍSIR Upplýsingar í afgreiðslunni. — Sími 1349. ISLENZKANIÐNAÐ VELJUMISLENZKT Þakventlar Kjöljárn JfgL m •:•:•:• m m .W.‘ Kantjám •:•:•:? ÞAKRENNUR .V.V.'AV.V.V.’.V.V. mmtmm v.v.v.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.