Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 2
TINA TURNER: ?? MEST KYNÆSANDI KONA í HEIMI“ MOSKYU - LÍNAN Stúlkurnar hér að ofan eru sov- ézkar sýningarstúlkur, og eru þarna að sýna nýju línuna frá Mofikvu í tízkumálum. E3ssrJ e.r annað að siá en að sovézkar konur verði í vetur, sem endranær, vel búnar undir að mæta vetrinum, jafnt utan húss sem innan. Þessi leðurföt sem stúlkurnar klæðast gefa a.m.k. ekkert eftir fatnaði sem tízkuhúsin í París og annars staðar hamast við að kynna viðskiptavinum þessa haust daga. Hún er fjögurra barna móðir, gift náunga sem alla daga hrýtur á sitt græna til klukkan fjögur síðdegis, og söngur henn ar er endalaus óður til ást arinnar, og þegar hún syngur, hlykkjast hennar æsifagri kroppur eins og felist tígrisdýr undir næf urþunnum hispurskjóln- um sem hún klæðist. Tina Tumer heitir hún, og mað- ur hennar, Ike, kallar hana „mestu ástmey f heimi", og fólk f hljóm- plötuiðnaði kallar hana „mest kyn æsandi konu í heimi“. Hvað um það, það verða alla vega að telj- ast góð meðmæli með aðdráttar- afli konunnar, þegar Mick Jagger ••••••••••••••••••••••••• Heimsmet í pípureykingum ítalinn Giuseppe Manchini hef- ur unnið heimsmeistaratitilinn í pípureykingum. Tókst honum að halda lifandi í einni pfpufyliingu í tvær klukkustundir, 40 mfnútur og 11 sekúndur. Keppnin fór fram f bænum Arona, en Manchini er frá borg- inni Treviglio á Norður-Italfu. Alls tóku þátt f heimsmeistara keppninni 137 pípureykingamenn, og þar af var talsverður fjöldi kvenna. Italinn Carlo Pavoni varð núm- er tvö f keppninni. Auk þátttakenda frá ítalfu komu menn frá Sviss, Danmörku. Frakklandi, Finnlandi, Júgóslavíu og Póllandi til keppninnar. 73 ára ofurmenni Læknir við Kalifornfuháskóla heldur þvf fram að hann hafi kom- izt á snoðir um tilvist 73 ára gamals ofurmennis, sem hafi ár- um saman farið eftir reglu um lifnaðarhætti, sem hann sjálfur setti saman í þeim tilgangi að verða langlffur. Þessi maður borðar aldrei sjaldnar en 12 sinnum á dag og hann hleypur 240 km á hverri viku. Dr. Jack Vilmore hefur rann- sakað líkamlegt ástand þessa manns, sem heitir Noel Johnson, og segir hann að lfkamsburðir hans séu eins og hjá táningi og hjartað svo sterkt, að hann geti auðveldlega hlaupið miluna á sex og hálfri mfnútu. Noel Johnson hefur ekki reykt síðustu 20 árin, en hann borðar aldrei sjaldnar en 12 sinnum á dag, en aldrei mikið í einu og sjaldan kjöt. Hann lætur það oft eftir sér að drekka áfengi. „en ég vil helzt borða grænmeti, svo sem salatblöð, nokkrar sftrónu- skífur, rúsínur eða döðlur". hefur sagt um hana: „Konan sem kenndi mér alit“. Og Tina Turner syngur dag hvern í bandarísku bílaborginni Detroit. Hún hefur auk þess að syngja á sviði næturklúbba, sung- ið inn á margar plötur, heimsfræg lög eins og „Working together", sem er á samnefndri LP-hljóm- skífu hennar, og svo albúmið „Ike & Turner — Live in Paris“. Þessl æsandi kona hefur lítt ferðazt um heiminn, enn sem kom ið er, en danskir ku nú reyna mik- ið til aö fá hana norður hingað. „Ástfangið fífl“ „A Fool in Love“ k^llast eitt- hvert frægasta lagið sem Tina þessi syngur, enda trónaði það efst á amerfskum vinsældalistum í heila sjö mánuði síðasta ár. Og Tina lætur sér ekki nægja að syngja þau lög sem samin eru fyrir hana eina, heldur syngur hún gamlar bítlalummur af þvílík um innblæstri, að hár rísa á karl- kyninu. Þau Ike maöur hennar komu sér upp sérstakri sýningu að fara meö á næturklúbba, og varla nokk ur lifandi sála 1 Detroit slapp við að sjá æsandi, fáklædd- an kropp Tinu á einhverju sviði, eða heyra hana syngja „Let it be“ eftir McCartney. Nú gengur orðrómur um að Tina ætli að skilja við letingjann Ike. Bönnuð í sautján löndum Tina Turner fæddist 26. nóvem- ber 1939. Hún er einkar sjálfstæð kona, enda vinnur hún ein fyrir auði þeirra Ike og barna þeirra fjögurra. Hún ekur sjálf um í sín- um Mercedes, ræktar sjálf græn- meti á bak við hús þeirra í Ingle- wood í Kalifomíu, þar sem þau búa oftast, og Mick Jagger segir að Tina hafi kennt sér hinar sér- j stæðu lendasveiflur er hann við- hefur er hann syngur á sviði. Þau Tina og Mick Jagger hafa bæði komið fram í kvikmynd, en það var leikur og klæðaburður Tinu í myndinni „Gimme Shelter" sem orsakaði það, að kvikmynda- eftirlit í sautján löndum settu myndina á bannlistann hjá sér. „Mér finnst sjálfri", segir Tina, „þegar ég treð upp og syng að nú gangi ég of langt og þá langar mig mest til að stökkva burtu, en það get ég ekki. Maður getur víst ekki stoppað, þegar tnaður sjálfur vill — eða er það?“ Tina Turner syngur bara. En hUn syngur þannlg og klæðir slg þannig, að mynd sem hún kom fram í, var bönnuð í 17 löndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.